Morgunblaðið - 03.06.1982, Síða 48

Morgunblaðið - 03.06.1982, Síða 48
Síminn á afgreiöslunni er 83033 Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JltorgttnMittofr FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982 Ljómn. KrÍMtján Örn. Jafntefli vard, 1:1, í landsleik fslendinga og Englendinga 1 knattspyrnu i Laugardalsvelli í gærkvöldi og er þessi árangur íslenzka liðsins einn si albezti, sem íslenzkt landslið hefur náð. Arnór Guðjohnsen skoraði mark íslands í fyrri hilfleik, en Paul Goddard niði að jafna fyrir Englendinga í síðari hálfleik. Á myndinni sést knötturinn sigla yfir marklínu enskra eftir skot Arnórs, sem er að hálfu falinn á myndinni. Sji ninar i íþrótlasíðum. Kröftir VMSÍ koma í veg fyrir heildarlausn mála Búpeningur a gjof 1 244 daga Húsavík. 2. júní. 244 DAGA hefur allur búpeningur verið á gjöf hjá mörgum bændum hér í sýslunni, en þrátt fyrir það og mikla vorkulda hefur sauðburður al- mennt gengið vel og heyleysi ekki verið tilfinnanlegt þó miðla hafi orð- ið milli bæja. Vanalegt er að kýr séu i svo langri gjöf, en óvanalegt að svo sé með sauðfé. í gær og dag hefur heldur hlýn- að og, ef nú er bregða til betri tíðar, er ekki vonlaust um sæmi- lega grassprettu, því nýtt kal í túnum er ekki tilfinnanlegt. Það má segja að allur groður sé mán- uði á eftir því, sem venjulegt er. MMarttarL Aðeins veður- og neyðar- þjónusta í útvarpinu? T/EKNIMENN útvarps hætta störf- um í dagskrárlok i kvöld og mæta ekki til vinnu fyrr en samningar tak- ast eða viðhorf viðsemjenda breytast. Tæknimennirnir tilkynntu útvarps- stjóra þessa ákvörðun í gærmorgun, en í gærkvöldi höfðu tæknimennirnir ekki verið boðaðir til fundar að sögn Þóris Steingrímssonar. Hann sagði, að tæknimennirnir myndu i dag bjóða útvarpinu vinnu, þannig að veður- fregnir og almannavarnatilkynningar yrðu sendar út. Tæknimennirnir höfðu sagt upp frá og með 1. júní, en ákváðu síðan að fresta útgöngu þar sem viðræður voru komnar af stað. Þær sigldu síðan í strand í fyrradag og á fundi tæknimanna var ákveðið að ganga út í dagskrárlok í kvöld. Þórir Steingrímsson sagði, að ríkið vildi ekki semja við tæknimennina held- ur semja í einu lagi við Starfs- mannafélag útvarpsins. Félagið í heild sinni væri hins vegar ekki til- búið til slíks nú. SAMNINGANEFNDIR vinnuveit- enda og Alþýðusambandsins situ fund með sittasemjara í gær og lýsti Þorsteinn Pilsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, honum sem algjörlega til- gangslausum. Þorsteinn sagði, að hugmyndir um lausn kjaradeilunnar strönduðu á forystumönnum Verka- mannasambands íslands, sem virt- ust „ætla að keyra þjóðina í eitt alls- herjarverkfall". Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambandsins, sagðist viðurkenna að nú um sinn a.m.k. hindruðu kröfur Verka- mannasambandsins hraða í lausn mála og hvassara væri á milli VSÍ og VMSÍ heldur en ASÍ og vinnu- veitenda. „Það má vera, að við verð- um ásakaðir fyrir einhverja ósanngirni í sambandi við þessa samninga og einhverja hörku, við tökum því meðan við erum ekki ásakaðir um það af okkar félags- mönnum," sagði Guðmundur. í gærkvöldi höfðu 47 af aðildar- félögum ASÍ tilkynnt VSÍ um vinnustöðvun dagana 10. og 11. júní og eitt um verkfall þann 11. Sé Sjó- mannasambandið undanskilið eru aðildarfélög ASÍ 146 að tölu. Þá höfðu 14 félög tilkynnt um vinnu- stöðvun frá og með 18. júní, en frestur til verkfallsboðunar þá er ekki útrunninn. Þorsteinn Pálsson sagði, að greinilegt væri að verulegur brestur væri í þessum verkfallsaðgerðum og ekki stuðningur við þá verkfalls- gleði, sem ríkti innan ákveðinna hópa í forystusveit verkalýðsfélag- anna. Ásmundur Stefánsson, for- seti ASÍ, sagði hins vegar, að enn væri ekki ljóst hver þátttaká í verk- föllunum yrði. Flest stóru félag- anna tækju þátt í báðum verkföll- unum og samstaða næðist þó ein- hver af smærri félögunum tækju ekki þátt í þeim. í umræðum aðila undanfarna daga hafa vinnuveitendur boðist til að koma til móts við kröfur Verkamannasambandsins. Þor- steinn Pálsson sagði, að vinnuveit- endur hefðu lagt sig fram um að finna flöt á málinu svo heildar- lausn næðist. Hlustað hefði verið á hugmyndir forystumanna ASÍ þar að lútandi, en lausn málsins strandaði á forystu VMSÍ. Sjá nánar á miöopnu og blaðsíðu 2. Taxti vinnuvéla hækkar um 20% Á FUNDI í verðlagsráði í gær voru samþykktar tvær hækkun- arbeiðnir, en afgreiðslu á öðrum hækkunarbeiðnum var frestað til fundar í næstu viku. Samþykkt var 21% hækkun á ferðum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar með Landleiðum og 20% hækkun á taxta vinnuvéla. „Við sömdum bara lag til aÖ halda á okkur hita“ Níu strákar af Seltjarnarnesi í hrakningum á Bakkavör á Seltjarnarnesi „JÁ, VIÐ erum sko ekkert á því að hætta,“ sögðu þrír ungir og gal- vaskir „sæfarar" er við höfðum tal af þeim í gær. Þetta voru þeir Jón Arnar Reynisson 10 ára, Stefán Guðmundsson 11 ára og Ásgeir Benónýsson 11 ára, sem í gær- morgun lentu í hrakningum á Bakkavör á Seltjarnarnesi. Þar voru þeir á siglinganámskeiði ásamt sex félögum sínum. „Við vorum kannski ekkert hræddir, fyrst var þetta skemmtilegt, en svo fór nú glansinn af eftir að við vorum búnir að vera 45 mínútur blautir um borð. Það var alveg ferlega kalt.“ Stefán og Ásgeir voru tveir saman á litlum bát sem rak frá landi, en kváðust hafa verið alveg óhræddir, „við sömdum bara lag til að halda á okkur hita,“ sögðu þeir og brostu. Jón Arnar var hins vegar á litlum „kanó“, sem hvorki eru byggðir fyrir veður né vinda og gekk því ekki eins vel. Hann kvaðst alls IJéM. krttján Ura. Jón Arnar, Ásgeir og Stefán, þrlr piltanna sem lentu I hrakniagum í sjónum við Seltjarnarnes. í gærkvöldi voru þeir hins vegar meðal áhorf- enda á Laugardalsvelli. ekki geta neitað því að hafa orð- ið skelkaður en allir kváðust þeir hafa veri vissir um það allan tímann að þetta myndi bjargast og í gærkvöldi virtust piltarnir níu hafa náð sér eftir volkið. Ingimundur Helgason lög- reglumaður á Seltjarnarnesi sýndi mikið snarræði og dugnað við björgun piltanna, en í sam- tali við Mbl. vildi hann ekki gera mikið úr afreki sínu. „Mér bárust tíðindin um klukkan 10.20, en þegar ég kom á staðinn sá ég að þarna voru þrír bátar í vandræðum, tveir fullir af sjó og einn á hvolfi og utan á honum héngu tveir strákar, ungir að ár- um. Strákarnir lögðust báðir til sunds, en annar hætti fljótlega að synda þrátt fyrir stöðug hvatningaróp okkar sem í landi stóðum. Mér hætti þá að lítast á blikuna og synti út eftir honum, en hinn komst nær landi og var honum bjargað í land af þeim sem þar voru.“ Sjá nánar á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.