Morgunblaðið - 13.06.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.06.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 17 Nerja, en þar eru oft haldnir há- tíðarhljómleikar að sumri til þar sem ævintýralegt umhverfi er flóðlýst og hljómburður er ein- stakur. Næstu tónleikar verða í Gran- ada, en þar stendur þá yfir ein af tónlistarhátíðum Evrópu þar sem heimsfrægir flytjendur innlendir og erlendir koma fram. Gist verð- ur í Granada, en haldið til Sevilla næsta dag þar sem síðustu hljóm- leikarnir fara fram að kvöldi hins 6. júlí í undurfagurri og listilegra skreyttri barokkkirkju, Iglesia del Salvador, og mun þeim hljómleik- um einnig verða sjónvarpað. Eins og kunnugt er stendur nú yfir heimsmeistarakeppni í knattspyrnu á Spáni og í tengslum við hana er efnt til margs konar menningarviðburða svo sem list- sýninga og tónleika og er heim- sókn Pólýfónkórsins þáttur í þeim. Að hljómleikahaldinu loknu munu söngvarar og hljóðfæraleikarar slaka á og sleikja sólskinið á Costa del Sol í eina til tvær vikur og sumir jafnvel lengur. Margs konar fjáröflun Er þetta ferð sem borgar sig fjárhagslega? — Það liggur í augum uppi að hljómleikahald sem þetta er mjög mikið umfangs og kostnaðarsamt. Af hálfu Spánverja liggur fyrir fjárveiting sem svarar til um 200 þúsunda króna, en það nægir að- eins fyrir um tíunda hluta kostn- aðarins. Kórfélagar vinna að fjár- öflun eftir ýmsum leiðum. Til dæmis verður efnt til kaffisölu og söngskemmtunar á Hótel Sögu sunnudaginn 13. júní kl. 15. Leitað hefur verið til fjölda fyrirtækja um fjárstuðning og vonandi ber það árangur. Enn er eftir að vita hvert verður framlag hins opin- bera, en menningarstarfsemi Pólýfónkórsins í aldarfjórðung hefur kostað íslenskt þjóðfélag furðu lítil fjárútlát. Nú er tæki- færið til að rétta Pólýfónkórnum hjálparhönd og sýna viðurkenn- ingu í verki. Verður efnisskráin flutt hér- lendis? — Eina tækifærið sem íslenskir áheyrendur fá til að hlýða á hina fjölbreyttu tónlist, sem er á efn- isskrá Pólýfónkórsins og hljóm- sveitar, verður í Háskólabíói þriðjudagskvöldið 29. júní nk. — Ég vona að þessi Spánarför Pólýfónkórsins, íslenskrar hljómsveitar, einsöngvara og einleikara eigi eftir að verða jafn- merkur áfangi í starfi kórsins og Ítalíuförin var fyrir 5 árum, sagði Ingólf- ur Guðbrandsson stjórn- andi Pólýfónkórsins er Mbl. ræddi stuttlega við hann um fyrirhugaða tón- leikaför, sem hefjast á hinn 1. júlí n.k. — Ferðin er farin í tilefni 25 ára af- mælis kórsins, en hann var stofnaður árið 1957 og er þetta sjöunda utan- landsferð hans. Ég held að segja megi að flutn- ingurinn hafi hvarvetna vakið at- hygli og hlotið óvenjugóða dóma. Ferð Pólýfónkórsins til Spánar er búin að vera á döfinni sl. þrjú ár og átti raunar að koma til fram- kvæmda á síðasta ári, en þá var sú ákvörðun tekin að fresta henni um eitt ár. Litrík efnisskrá Hvaða efnisskrá verður flutt í þessari för? — Þetta er fjölbreyttasta og að ég held skemmtilegasta efnisskrá sem Pólýfónkórinn hefur nokkru sinni staðið að. Það er því von mín Pólýfónkórinn ásamt kammersveit undir stjórn Ingóifs Guðbrandssonar á sviði Háskólabíós, en mynd þessi var tekin á æfingu si. vor. Vona að ferðin veki almenna ánægju hjá áheyrendum og flytjendum — segir Ingólfur Guðbrandsson um Spánarför Pólýfónkórsins með hljóm- sveit, einsöngvurum og einleikurum að ferðalagið veki almenna ánægju bæði flytjenda og áheyr- enda. Þetta er litrík efnisskrá og mér finnst hún vel sniðin við árs- tíðina og iífs- og litagleði Spán- verja. Á fyrri hluta hennar eru ekki aðeins kórverk heldur einnig mjög vinsæl hljómsveitarverk, eins og þættir úr vatnatónlist Hándels og fiðlukonsert Bachs í E-dúr, en þar leikur María Ingólfsdóttir einleik. Einnig mun Þórhallur Birgisson koma fram sem einleikari í fiðlu- konsert eftir Tartini. Kórinn syngur gullfallega kant- ötu eftir Buxtehude við undirleik strengjasveitar og vinsæla köra úr Messíasi eftir Hándel. Þá syngur Kristinn Sigmundsson bassa- aríuna „The Trumpet Shall Sound“ úr Messíasi þar sem Lárus Sveinsson leikur einleik á tromp- etinn. Fyrri hluta efnisskrárinnar, sem öll er frá barokktímanum, lýkur með Hallelújakórnum úr Messíasi. Eftir hlé verða flutt tvö verk fyrir kór, einsöngvara og stóra hljómsveit. Þrír þættir úr Eddu oratorium Jóns Leifs, sem samin var á árunum fyrir siðari heims- styrjöldina, verða fluttir í fyrsta sinn. Fjalla þeir allir um sköpun heimsins, hinn fyrsti er „Ár var alda“ og hinir kaflarnir „Sær“ og „Jörð“. Einsöng og tvísöng með kórnum syngja Jón Þorsteinsson tenór og Kristinn Sigmundsson bassi. Áhrifamikil og glæsileg tónlist Ég er sannfærður um að þetta sýnishorn úr verkinu muni vekja mikla athygli, jafnsérstætt og mikilfenglegt og það er. Ég held ekki að nokkru öðru íslensku tónskáldi hafi tekist að birta í tón- um á jafn áhrifamikinn hátt þaö dýpsta í þjóðareðlinu. Og mér finnst tími til kominn að heimur- inn fái að heyra þessa tónlist sem er engu öðru lík. Síðara verkið eftir hlé er Gloria fyrir kór, sópransóló og stóra hljómsveit eftir franska tónskáld- ið Francic Poulenc, af mörgum talið eitt glæsilegasta verk fyrir kór sem samið hefur verið á þess- ari öld. Einsöngvari verður Nancy Argenta, ung, kanadísk söngkona, á leið upp á stjörnuhimininn, því hún hefur þegar unnið til margra verðlauna og er nú búsett í Lond- on. Fimm tónleikar Hvernig er ferðaáætlunin og hvar verða tónleikar haldnir? — Eins og fyrr segir leggur kórinn upp í ferðina hinn 1. júlí og verður flogið til Malaga, höfuð- borgar Costa del Sol. Fyrstu tón- leikarnir verða haldnir í dóm- kirkjunni í Malaga daginn eftir. Næst verður sungið í hinni fögru barokkkirkju í Marbella. Sunnu- daginn 4. júlí verða tónleikar í hinum frægu dropasteinshellum í Veggspjald þetta hefur Baltasar teiknað og verður það notað tii að kynna ferð kórsins um Spán, en hún hefst hinn 1. júlí nk. CORO POLIFONICO ? Y ORQUESTA, DE CAMARA ^ DE REYKJAVIK ISLANDIA Director INGÓLFUR GUÐBRANOSSON I- \ iolin Rl'T INGÓLFSDÓTTIR ESPANA 1982 pr(m;rama G.F. Handel: «THE WATF.R MUSIC.. orqurvla D. Bualehude: « BF.FIF.L DF.M ENGEL DASS ER KOMM-. canlala pnra coro > orquesla de cuerdas J.S. Bach: .CONCIERTO PARA VIOI.lN Y ORQIHSTA. F.N Ml MAYOR. Solista: MARIA INGOLF O G.F. Htndel: . ANDTHE GLORY OF THF. I.ORD*. del oralorio del .Mesias.. para coro > orquesla . THE TRUMPF.T SHALl. SOUND.. para bqjo > Irompela solislas > orquesla SaMotas: KRISTINN SIGMUNDSSON bqjo I.ÁRUS SVEINSSON drompelal INTERVALO jón Lelfs: .ORATORIO DF. F.DDA op 20-. para bqjo > lenor solislas. grancoro > orquestatestrenol Sollslas: KRISTINN SIGMUNDSSON bajo JÖN ÞORSTEINSSON lenor .GLORIA-. para soprano soMsla. coro > orquesla SoMsla: NANCY ARGF.NTA soprano MITDIA ' ..... ’ ■ '«'"’ INP.KJA Cl'EVAS DF. NERJA PALACIO DECARLOS V MÁI.AGA M ARBF.I.l.A Fasteignasalan Óðinsgötu 4 Oðinsgötu 4 — t. 15605. Einstök íbúð Opið í dag frá 1—4 Höfum í einkasölu glæsilega 130 fm íbúö á hæö viö Dalsel. Ath. tréverk og annar frágangur í topp-klassa, suö-austursvalir, gott bílskýli. Bein sala. Göngudagur Ferðafélags íslands sunnud. 13. júní Gangan hefst á veginum aö Jósepsdal, Ólafsskarö og austur fyrir Sauðadalahnúka og þaöan að upp- hafsstað. Fariö veröur frá Umferöarmiðstööinni austanmegin kl. 10.30 og kl. 13. Þátttakendur geta einnig komiö á eigin bílum og tekið þátt í göngunni. Verö kr. 50. Frítt fyrir börn í fylgd fulloröinna. Takiö þátt í hressandi gönguferö í fögru umhverfi. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.