Morgunblaðið - 13.06.1982, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982
„Hva, er ekki íslenski
húsgagnaiðnaðurinn
dauður? “
„Uss, þetta er aðeins fyrir túr-
ista.“ Það er þetta viðhorf, sem er
ríkjandi hér á Islandi.
- O -
Eftirlíkingar valda okkur
áhyggjum. Þær skaða okkur vegna
þess að við getum ekki keppt við
aðila, sem ekki þurfa að borga
tolla. Og þeirra framleiðslutækni
þróast hratt. Það, sem kannski
hjálpar okkur mest í því er að
margt fólk vill ekki kaupa annað
en það upprunalega og því kaupir
það okkar vöru. Eftirlíkingarnar
eru aðallega í Kanada. Það, sem
við getum huggað okkur við er að
þessar eftirlíkingar eru mesta við-
urkenning, sem íslensk iðnhönnun
hefur fengið. Við gætum þó vel
verið án þeirrar viðurkenningar.
En eftirlíkingarnar sýna að okkur
hefur tekist að þróa upp fataiðn-
að, sem hlotið hefur viðurkenn-
ingu í heiminum. Þar kemur
tvennt til. I fyrsta lagi er það ís-
lenska ullin, sem fólk er sannfært
um að sé sérstakt hráefni og svo
hefur okkur tekist að þróa upp
ákveðna hönnun þannig að okkar
flíkur þekkjast frá öðrum. Alþjóð-
legt heiti yfir þetta er „Icelandic
look“ og hefur það unnið sér
ákveðinn sess víða í heiminum.
Hlotið mjög almenna viðurkenn-
ingu og virðingu. Jafnvel írum
hefur ekki tekist að vinna sig í
slíkt álit og flytja þeir þó út mikið
af ullarfatnaði.
En það er engum einum að
þakka að þetta hefur tekist svo vel
hjá okkur. Það er samstarf
margra aðila, sem stærstan hlut á
í þessari velgengni. Það er gott
fólk, sem starfar við fyrirtækið,
bæði innan þess og utan og sam-
starf við það er mjög gott. I fyrra
fórum við í flestar verslanir í
Norður-Ameríku og Kanada, sem
selja okkar vöru og töluðum þar
við starfsfólkið og skrifuðum
niður það sem það hafði að segja
um fatnaðinn og hvernig mætti
bæta hann. Fengum við góðar
vísbendingar um hvað vantaði hjá
okkur, þannig að við framleiðslu á
næstu flíkum verður breytt um
100 smáatriðum, sem minnst var á
í þeirri ferð.“
- O -
„Það er lítið af hlutum í ís-
lenskri húsgagnagerð, sem segja
má að séu frumlegir. Það er varla
hægt að finna hlut eða línu í hús-
gögnum, sem fundin er upp hér,“
sagði Gunnar Magnússon innan-
hússarkitekt í samtali við Morg-
unblaðið, en Gunnar er með hús-
gögn á sýningunni á Kjarvalsstöð-
um, sem hann hefur hannað í
samráði við húsgagnagerð Krist-
jáns Siggeirssonar í Reykjavík.
„Ég held það hafi verið byrjað á
röngum punkti þegar reynt var að
hefja útflutning á húsgögnum.
Fyrst verðum við að sannfærast
um að það, sem við framleiðum
hér heima, sé í lagi og gangi í fólk-
ið hér og svo getum við farið að
spá í útflutning. Við erum varla
færir um að keppa á heimavelli
þegar við getum ekki einu sinni
keppt við innflutninginn. Við
verðum líka að hætta að framleiða
vöruna og finna svo markaðinn
fyrir hana Fyrst er að finna mark-
aðinn.
Undanfarin fimm ár hafa hús-
gagnaverkstæði verið að koðna
niður á meðan húsgagnainnflytj-
endur blómstra. Það er bláköld
staðreynd. ísland er gósenland
erlendra húsgagnaframleiðenda.
Til dæmis veit ég um eitt fyrir-
tæki í Danmörku, sem framleiðir
húsgögn, en hjá því fyrirtæki varð
180 prósent aukning á sölu hús-
gagna hér á landi á milli ára. Og
það er gífurleg velta í húsgögnum
á íslandi.
I dag eru húsgagnaframleiðend-
ur ekki þess umkomnir að fram-
leiða alla hluti í vöru sína sjálfir.
Það væri ekkert úr vegi að þeir
tækju upp samskipti við erlenda
framleiðendur og keyptu frá þeim
hluti í húsgögn, sem þá vantar,
frekar en að leggja upp laupana
ys*
í Kaupntannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
þegar þeir geta ekki framleitt ein-
hverja hluti sjálfir.
En það er heilmikið á döfinni,
sem er í rétta átt en tekur langan
tíma að skila sér. Mín skoðun er sú
að þróa beri húsgögnin vel áður en
þau eru kynnt, setja þau ekki á
markaðinn fyrr en þau eru orðin
samkeppnisfær," sagði Gunnar.
— O -
Við ljúkum þessari yfirferð á
orðum Guðna Pálssonar arkitekts
og hönnuðar sýningarinnar á
Kjarvalsstöðum.
„Hönnun tekur yfir geysivítt
svið. Við gleymum oft að allflestir
þeir hlutir, sem við umgöngumst
dag hvern eru hannaðir. Jafnt
ljótir, sem fallegir. Við lítum á þá,
sem sjálfsagða og án gagnrýni.
Vissu takmarki er náð með
þessari sýningu á Kjarvalsstöðum.
Reynt hefur verið að leggja
áherslu á samstarf hönnuða og
framleiðenda. Árangurinn hefur
ekki látið á sér standa, sumir sýn-
ingagesta hafa jafnvel látið undr-
un sína í ljós á að þetta væri ís-
lensk framleiðsla. Þetta samstarf
hönnuða og framleiðenda þarf að
þróa áfram.
Neytandinn á kröfu á því að sú
vara, sem hann fær í hendurnar
uppfylli hæstu gæðakröfur. Hönn-
uðir og framleiðendur þurfa þó að
vera sjálfsgagnrýnir og láta ekk-
ert frá sér fara, sem ekki er full-
unnið og fylgja því sem komið er á
markaðinn eftir og lagfæra þá
galla, sem koma í ljós. Annars
verðum við aldrei samkeppnisfær-
ir á erlendum markaði.
Þessi sýning er sport í rétta átt
en það er löng leið eftir. Það yrði
illt ef ekkert framhald yrði. Því
þarf að gera allt til að viðhalda
þessari þróun," sagði Guðni í lok-
in.
2^
Yfir 40 tegundir
blómavasa
50% afsláttur
Aóeins í eina viku
KRISTJÁn
SIGGGIRSSOn HF.
LAUGAVEGI 13, REYKJAVIK, SÍMI 25870
Sértilboö innanlandsflugs Flugleiöa í samvinnu viö Bílaleigu Akureyrar:
Öku-flugferó milli Reykjavíkur og Akureyrar
Flugleiöir bjóöa nú sérstakar öku-flugferöir milli Reykjavíkur og
Akureyrar. Flogið er með Fokker noröur, en ekiö suöur í Land
Rover eöa Lada Sport frá Bílaleigu Akureyrar.
Hægt er aö hefja feröina á hvorum staönum sem er. Verð fer eftir
því hve margir ferðast saman. T.d. kostar fariö 848.00- krónur á
mann, ef tveir eru saman í bíl.
Tilboðið sendur til 25. júní
Leitiö upplýsinga hjá innanlandsflugi Flugleiöa,
Bílaleigu Akureyrar eöa ferðaskrifstofunum.
FLUGLEIDIR
Gott fólkhjá traustu félagi