Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982
Þeir voru komnir að landi og nýbúnir
að skila af sér skelfiskaflanum, bret-
ónsku sjómennirnir, sem fréttamaður
Mbl. rakst á í litla þorpinu á Port-de-
Loguivy skammt norðan við Paimpol.
Þeir stóðu þarna í þyrpingu á þorpsgöt-
unni og spjölluðu hressilega saman. Litli
barinn beið þeirra handan götunnar.
— Þetta kallar á víntár, sagði Jean
Rustuel bæjarfulltrúi, sem hafði tekið að
sér að skreppa með blaðamanninn frá
íslandi út á tangann, til að kynnast nú-
tíma sjósókn afkomenda skútukarlanna
er fyrrum sóttu þorsk á íslandsmið. Nú
fara þeir á mótorbátum út á Ermarsund
og sækja alls konar krabba og skelfisk,
sem sendur er ferskur á markað í ná-
grenninu eða gegnum umboðsmenn til
Parísar, eða þá geymdur lifandi í kerjum
þar til markaðurinn kallar.
Sjómennirnir komnir að, og standa i smáhópum á götunni og spjalla um siglingar, sjó og afla.
Skírðir upp úr saltvatni
Fiskveiðihöfnin í Loguivy.
Þeir fara á sjó seint eða
snemma dags, eftir flóðinu.
Hvergi er meiri munur flóðs og
fjöru en þarna á norðurströnd
Frakklands. Þar sem það er mest
við Mont St. Michel nær munur
flóðs og fjöru 15 metrum. Þarna
að vísu nokkru minna eða 8—10
metrum. — Hér eru menn háðir
hafinu og það ræður ferðinni,
sögðu sjómennirnir til skýringar.
Og nú mátti sjá báta í litlu höfn-
inni í Loguivy standa á langri
þurri fjöru, aðra við baujur langt
úti. A hafnarbakkanum hús með
mörgum djúpum steyptum kerj-
um, sem sjó er dælt um. í þeim
vænn skelfiskur og krabbar af
ýmsum tegundum, sem ég kann
engin skil á. Humar einn með
langa arma og sterkar griptennur
var þarna í einu kerinu. Aður en
honum er sleppt verður að láta
hvern humar bíta af alefli í þar til
gerða spýtu, misþykka eftir
kjaftstærð hans, og um leið er
brugðið hníf á aflvöðvann í klónni.
Annars mundu þessi grimmu sjáv-
ardýr verða fljót að kála hvert öð-
ru í blóðugum slagsmálum í kerj-
unum. Þarna geymist sjávaraflinn
ferskur í nokkra daga. Var ekki
mikill í þetta sinn, enda kvöldið
fyrir uppstigningardag, þegar
kaþólskir borða gjarnan fisk. Á
þessum slóðum hófst skelfiskveið-
in fyrir alvöru fyrir um 20 árum,
lítið um atvinnu.
Sjómennirnir, sem sóttu á skút-
unum þorsk á miðin við ísland
1852—1936 komu flestir úr þorp-
unum kring um Paimpol, enda eru
þar flestir kirkjugarðarnir með
minningarskjöldunum um horfna
sjómenn á íslandsmiðum. Paimpol
sjálf var um 1800 orðin nokkurs
konar höfuðborg með 6 bæi og 30
sóknir í kring og þar bjó bláfátækt
fólk, sem ekki átti annarra kosta
völ en sækja sjó á fjarlæg mið. Á
tímum ísiandssiglinganna stækk-
aði Paimpol úr 102 ha svæði upp í
2361 ha. Um 1960 sameinuðust svo
bænum tvö nágrannasveitarfélög
Pleunez og Kerity, en önnur telj-
ast sér. Bærinn sjálfur telur um
8400 manns.
Þegar þorskveiðarnar miklu „La
grande peche" voru úr sögunni
með iðnaði sínum og starfi kring-
um útveginn, þá var heldur ekki
að neinu að hverfa fyrir sjómenn-
ina. Goletturnar þeirra höfðu ver-
ið teknar til flutninga í fyrri
heimsstyrjöldinni, þar sem 30
skipum frá Paimpol var sökkt, þar
af 17 íslandsförum. Hinar héldu
áfram að flytja kol, sperrur í kola-
námur í Englandi og kartöflur frá
þessu mikla kartöfluhéraði í
kring, þær sem ekki reyndu að
hefja veiðarnar aftur á fjarlægum
miðum. Aðeins 14 skútur sigldu til
íslands fyrstu árin eftir stríðið.
1922 voru sett á Islandi lög, sem
bönnuðu fiskflutninga milli skipa
inni í fjörðum. Þá tók fyrir það að
þeir gætu sent á vorin aflann af
fyrri hluta vertíðar með flutn-
ingaskipum á vormarkaðinn í Evr-
ópu. Að auki fór verð á saltfiski
lækkandi. Seglskúturnar, sem
byggðar voru heima, voru líka að
syngja sitt síðasta, kepptu illa við
nýju togarana. Þessi stóra höfn
með yfir 2ja km löngum hafnar-
bökkum, þar sem útbúnaður var
til að meðaltogarar gætu siglt inn
um rennurnar í stóra dokk, stóð
nær auð. Strax eftir síðari heims-
styrjöldina var gert átak til að
reyna að snúa þessari þróun við.
Utgerðarmenn fluttu togara sína
til heimahafnar í Paimpol, stofn-
uðu samtök og byggt var stórt ís-
hús á hafnarbakkanum, sem enn
stendur. En allt kom fyrir ekki.
Einhver gaf þá skýringu, að nú-
tímatogaraútgerð gæti ekki búið
við að þurfa að sæta flóði og fjöru
til að komast inn og út. Hvað um
það. Skelfiskbátarnir sækja einir
sjó til veiða nú orðið.
Eftirsóttir sjómenn
En Paimpolarar og Bretónarnir
úr þorpunum í kring halda áfram
að vera eftirsóttir sjómenn. Mikið
af sjómönnum á franska verslun-
arflotanum kemur af þessum slóð-
um. Þá hafa menn langa útivist og
koma heim á milli, eða konurnar
hitta þá í öðrum höfnum. Og svo
setjast þeir allir að heima, þegar
þeir komast á eftirlaun 55 ára
gamlir eða jafnvel fimmtugir og
rækta garðinn sinn. Enda er í
bænum sjómannaskóli fyrir versl-
unarflotann „Ecolé Nationale de
la Marine Marchande". Og annar
utan við bæinn, sem er einhvers
konar undirbúnings sjómanna-
skóli. Það lýsir kannski ástandinu
þarna, að sjómannskonur báru
fram kvennalista í kosningum um
1970, höfðu það eitt á stefnuskrá
sinni, að mér var sagt, að greitt
yrði fyrir eiginkonur farið þegar
þær færu að hitta menn sína í öðr-
um höfnum. Þær komu engri að.
Flutningar á hveiti og kartöfl-
um frá þessu frjósama landbúnað-
arhéraði á Bretagne fara á sumrin
Öll hjólhýsi
UPPSELD
Vantar fleiri á malbikuöu bíla-
stæöin okkar.
Armúla 7.