Morgunblaðið - 13.06.1982, Side 23

Morgunblaðið - 13.06.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 23 Þeir koma inn á flóðinu, og svo er ekkert----------,------------------------- að gera en bregða sér inn um dyrnar til hegri, i Café du Port og fi sér eitt rauðvínsglas í góðra vina hópi. í höfninni í Paimpol er gott lægi fyrir smibita, sem þó höfðu rýmt hana þegar þessi mynd var tekin vegna komu stóru seglskipanna. Siglt er inn um rennurnar aftast i myndinni, sem mi svo loka svo ekki fjari í höfninni. um höfnina. Er þá ótalið það sem mest er áberandi, þegar maður kemur til Paimpol, sportbátaút- gerðin. í höfninni liggja í röðum hundruð stórra og smárra segl- skúta og mikil þjónusta við þær og ferðamennina, sem koma til að sigla á Ermarsundi og út á Atl- antshaf. Þeir eiga skútur sínar þarna allt árið í öryggi. Paimpol- arar eru því enn miklir meistarar í siglingum og enn ber þar segl við sjóndeildarhring, ef gengið er út á höfðana. En í litlu höfninni í Loguivy- de-la-Mer, ekki langt frá höfðan- um með Ekknakrossinum, þar sem konurnar biðu áður íslandssjó- mannanna, liggja nú skelfiskbát- arnir og hjúfra sig í víkinni þar sem flæðir undan þeim. En sjó- mennirnir spjalla saman, hressir og kátir. Hafi þeir blótað á borð við Ketilbjörn á Knerri í Fjall- kirkjunni með orðinu sem í ís- lenskri útgáfu varð „Sakribló", þá hefur blaðamaðurinn ekki skilið þá glettni. En þeir hlógu feikilega að einhverjum slíkum athuga- semdum. Litli barinn þeirra er skuggsýnn og notalegur og þeir gantast sín á milli og við þennan framandi blaðamann: — Við vorum allir Áttræóa kempan Josep le Duc: Á ís- landsmiðum fórust skúturnar venju- lega með manni og mús, 28 hurfu þar. En hji okkur i Nýfundna- landsmiðum fóru þó oftast ekki nema tveir í einu, þvi þar veiddum við fri bitnum i tveggja manna doríum. skírðir upp úr saltvatni. Þess vegna erum við síþyrstir! segja þeir. Og þegar gesturinn verður enn einu sinni eitt spurningar- merki á svip, vísa þeir í skírnar- athöfnina, þar sem presturinn signir andlit og háls og drepur salti á varir barnsins með orðun- um: Taktu við salti jarðar! Þeir þykjast hafa fengið afsökun fyrir lífstíð og lyfta rauðvínsglasinu. Svo berst talið að störu seglskút- unum tveimur, sem væntanlegar eru í Paimpolhöfn kl. 7 á laugar- dagsmorgun. Þeir ræða hvernig kapteinum flotans muni nú takast að sigla inn milli skerja og um rennuna og hvernig muni standa á flóði þá. Siglingar og sjór er þeirra lif. Sá besti kom af íslandsmiðum Flestir sem maður hittir á þess- um slóðum þekkja til íslandssigl- inganna, þótt þeir hafi ekki sjálfir veitt þorsk á íslandsmiðum. Átt- ræður sjómaður Josep le Duc heyrði sögurnar frá frændum sín- um og föður, sem var kapteinn á þorskveiðum við ísland margar vertíðir. Þegar hann lést um fimmtugt 1922, voru þorskveiðar Frakka við ísland á fallanda fæti. — Það var hættulegt við ísland, sagði þessi gamli sjómaður. Hætt- an er mest á miðunum við Vest- mannaeyjar. Þar fóru þeir upp í vetrarveðrunum. Og þegar skipin hurfu við ísland, þá fórst oftast með þeim allur mannskapurinn, 28 menn.En þótt við værum 32 um borð í skútunum við Nýfundna- land, þá fórust oftast ekki nema tveir, því þar var veitt í doríum frá borði. Bátarnir týndust stund- um með þessum tveimur mönnum. Veiðar Bretóna við Nýfundna- land hófust raunar um hálfri öld fyrr en við ísland og var farið að fækka verulega áður en íslands- siglingarnar hófust eftir 1850. Héldust þó til 1863 og byrjuðu aft- ur eftir 1890 og þó nokkrar skútur af þessum slóðum voru við Ný- fundnaland frá 1902 til 1914. Þær skútur voru öðru vísi en íslands- förin. Þær höfðu þrjú möstur, en íslandsförin tvö. Aflanum var skipað daglega á land í St. Pierre, eyjunni sem Frakkar eiga raunar ennþá. Þessvegna var aflinn miklu betri og dýrari sem kom af ís- landsmiðum, útskýrir le Duc. Þar urðu sjómennirnir að slægja og salta fiskinn strax um borð, en hann komst ekki hjá okkur við Nýfundnaland í slægingu og sölt- un fyrr en komið var með hann í land. Þá var gengið frá honum og hann sendur með flutningaskipum til Frakklands. — Eg lenti á Nýfundnalahds- miðunum, sagði Josep de Duc vegna þess að skipstjórinn, sem ég hafði verið með á flutningaduggu, tók skip sem fór þangað og ég fékk skipsrúm hjá honum. Það var ekk- ert spurt hvað maður vildi. Ungir menn fóru bara á sjóinn. Annars voru þar mest sjómenn frá St. Malo, héðan fóru flestir á ís- landsmið. Maður var ungur og hraustur í þá daga og fór bara um borð með matressuna sína. Þetta var erfitt líf og maður var ekkert að lesa eða hlusta á útvarp þá. Datt bara út af um leið og maður hætti að vinna. Þegar flotinn fór að heiman var hér oft sukksamt. Menn voru 6 mánuði í burtu og gerðu sér glaðan dag. Iðulega þurftu skúturnar að bíða hér úti meðan rann af mannskapnum, því út varð að sigla á flóðinu. En slíkt er aldrei sagt í blöðum eða bókum, bætti gamli maðurinn við og hló. Eftir að hann hætti þorskveið- um, fór hann á flutningaskip, varð skipstjóri. Og eftir að hann hætti siglingum varð hann bæjarfulltrúi og tók að stýra bæjarskútunni. — Hér voru svo sannarlega erfið- ir tímar, þegar þorskveiðarnar á fjarlægum miðum voru úr sögunni sagði hann. Þrátt fyrir allt, þá færðu þær staðnum auðæfi, þótt sjómennirnir sjálfir væru fátækir. Myndir og texti: Elín Pálmadóttir bogið eða beint stýri/lokaðar skálabremsur innbyggður lás/standari/ljósatæki/ 3 stærðir litir: silfurgrátt/ljósblátt NÝ ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA FALK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.