Morgunblaðið - 13.06.1982, Page 24

Morgunblaðið - 13.06.1982, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 fltovgtiitlilttfrife Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö. Olíuverð, útgerð og Moskvuför Vegna minnkandi olíu- notkunar í iðnríkjunum hafa olíuframleiðsluríkin í OPEC neyðst til að draga úr framleiðslu sinni til að koma í veg fyrir verðhrun á olíu. Samhliða lækkandi olíuverði hafa olíusöluríki orðið að ganga á gjaldeyrisforða sinn eða taka erlend lán til að jafna viðskiptahalla. Á þetta til dæmis við um Nígeríu, þar sem við íslendingar eig- um nú undir högg að sækja á skreiðarmarkaði. Vegna minni olíutekna hafa Níger- íumenn sett innflutnings- höft. Þau kunna þó að skipta okkur minna máli en marga grunaði, af því að vegna stórfelldra hækkana á olíu hér á landi kann útgerðin að stöðvast — þá þurfum við ekki að leita að mörkuðum fyrir neinn fisk. í viðtali við Tímann á þriðjudaginn sagði Stein- grímur Hermannsson, sjáv- arútvegsráðherra, sem nú er í Moskvu: „Erlend lántaka er orðin gífurlega mikil og byrði af þeim lánum meiri en menn telja skynsamlegt. Hins vegar getur komið til þess að við verðum að bjarg- ast á lántökum, t;d. ef togar- arnir stöðvast." í viðtali við Morgunblaðið í gær segir Kristján Ragnarsson, for- maður Landssambands ís- lenskra útgerðarmanna, að hin nýja hækkun á olíu hafi í för með sér 110 milljóna króna útgjaldaauka fyrir út- gerðina á ári og hækkunin „hljóti að hafa veruleg áhrif í þá átt að stöðva togaraflot- ann“. Á sama tíma og olíu- söluríkið Nígería takmarkar innflutning og tekur erlend lán vegna tekjumissis út af verðlækkun á olíu, er það úr- ræði boðað af ráðherrum á Islandi, að taka verði erlend lán til að koma í veg fyrir stöðvun togaraflotans út af verðhækkun á olíu! í skýrslu Þjóðhagsstofn- unar um þjóðarbúskapinn, sem gefin var út í vor, segir, að þróun olíuverðs ætti að hafa áhrif til frekari hjöðn- unar verðbólgu í iðnríkjun- um, en við það ætti kaup- máttur tekna almennings að aukast og þar með einka- neysla. Um miðjan mars síð- astliðinn var staðan þannig á alþjóðamörkuðum, að bensínverð var 23% lægra í dollurum en meðalverð árs- ins 1981, gasolíuverð var 13% lægra og svartolíuverð 12% lægra. Hafði þá verð á bensíni og gasolíu í Rotter- dam ekki verið lægra síðan í apríl 1979, en verð á svart- olíu var svipað og um mitt ár 1981 og hefur hækkað um 3,3% síðan. Ákvarðanir verðlagsráðs um 13,22 hækk- un á bensíni, 15,07% hækk- un á gasolíu og 19,84% hækkun á svartolíu hér á landi frá og með 12. júní 1982 ganga því þvert á þróunina á alþjóðamarkaði og stafa fyrst og fremst af lélegri stjórn á íslenskum efnahagsmálum. Það er því heimatilbúinn vandi, sem veldur þeirri verðsprengingu á olíu, sem við stöndum nú frammi fyrir og getur leitt til stöðvunar togaraflotans. Ríkisstjórnin stendur ráð- þrota frammi fyrir afleið- ingum þeirrar röngu efna- hagsstefnu, sem hún hefur rekið. Eina úrræði hennar er að taka erlend lán til að fleyta atvinnustarfseminni áfram — erlenda lántakan er þó komin langt úr hófi. Og nú er það hin opinbera stefna sjávarútvegsráð- herra, formanns Framsókn- arflokksins, að samið skuli um áframhaldandi útgerð að er vel staðið að verki hjá hinum nýja meiri- hluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Hann hefur skipulega geng- ið fram við að efna þau lof- orð, sem hann gaf í kosn- ingabaráttunni. Á fundi borgarráðs á föstudaginn voru lagðar fram tillögur sjálfstæðismanna um að borgarfulltrúum verði fækk- að úr 21 í 15 við kosningarn- ar 1986 og horfið verði frá áformum um byggð á Rauðavatnssvæðinu með því að næsta íbúðarbyggð verði á strandsvæðunum við Graf- arvog og í Keldnalandi. Viðbrögð vinstri manna við skjótri framkvæmd sjálfstæðismanna á þeim loforðum, sem þeir gáfu kjósendum, eru furðuleg. Engu er líkara en það komi þeim í opna skjöldu, að stjórnmálamenn standi við orð sín. Við nánari íhugun þarf engum að koma á óvart, togaranna við erlenda bankastjóra. Er hann kannski að ræða um rúblu- lán við ráðamenn í Moskvu þessa dagana? Það væri eft- ir öðru, að ráðherrar Fram- sóknarflokksins tækju nú til við að boða nánara efna- hagssamstarf við Sovétríkin, því að þeir vilja ekki frekar en kommúnistarnir í ríkis- stjórninni hrófla við olíu- samningunum við einræðis- ríkið. að vinstri flokkarnir bregð- ist við með þessum hætti. Bæði í ríkisstjórn og í sveit- arstjórnum líta þeir þannig á, að síst af öllu þurfi þeir að standa við gefin kosninga- loforð, þeir einir viti og al- menningi sé fyrir bestu að lúta vilja stjórnarherranna möglunarlaust. „Við höfum verið við völd í tæpar þrjár vikur og ég vona það, að þessi verk okkar séu vísbending um það sem koma skal,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, hér í blaðinu í gær. Undir þessi orð hans skal tekið. Sigur sjálfstæðismanna í bæjar- og sveitarstjórnarkosning- unum var skýr vísbending um það, að fólkið treystir ekki vinstri flokkunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið og er sú þjóðarhreyf- ing, sem ein er trausts verð, vilji menn, að samræmi sé milli orða og athafna. Vel að verki staðið Út úr víta- hringnum Heimdallur, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, hefur gefið út greinasafn eftir Eyjólf Konráð Jónsson, alþingismann, undir samheitinu „Ut úr víta- hrignum". Greinasafn Eyjólfs Konráðs fjallar að meginefni um efnahagsmálin, sem um alllangt skeið hafa sett svip sinn á íslenzka stjórnmálaumræðu. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir endurteknar „smáskammtalækningar" stjórn- valda hefur vandinn vaxið og „stjórnlyndisstefna og verðbólga" ríður enn húsum í þjóðarbúskapn- um, hvað sem líður meintri niður- talningu. Eyjólfur Konráð vitnar til orða Ólafs Thors í upphafi Viðreisnar, sem vóru efnislega á þcssa leið: Ef ekki tekst að ráða við verðbólg- una, er allt annað unnið fyrir gýg! Viðreisnin hafi falizt í því að höggva að meinsemdum haftabú- skapar, sem einkenndi sjötta ára- tuginn, og koma á frjálsræði í at- vinnuháttum. Þetta hafi tekizt furðu vel. Efnahagslegur stöðug- leiki — þ.á.m. í verðlagi — hafi einkennt allt viðreinsartímabilið 1959 — 1971, en óðaverðbólga sú, sem nú sé við að glíma, hafi fyrst og fyrir alvöru sagt til sín í upp- hafi áttunda áratugarins með til- komu vinstri stjórnar 1971. Þá hafi „stjórnlyndisstefnan" sagt til sín á ný í stað frjálsræðisstefn- unnar — og sannað sem fyrrum, „að þær eru tvíburasystur Ofstjórn og Óstjórn". í stuttu máli felst kenning Eyj- ólfs Konráðs Jónssonar í því, að nauðsynlegt sé að ráðast að verð- bólguvandanum með stórhuga og samstilltu átaki í stað smá- skammtalækninga. Byggja þurfi upp trú almennings á þýðingu að- gerða, því ef það takist, breyti hann samkvæmt þeirri trú, og snúi þann veg efnahagsþróuninni til réttrar áttar, líkt og gerðist upp úr 1960. Eyjólfur Konráð leggur áherzlu á að ríkisvaldið eigi frumkvæðið að hinu samstillta átaki með skattalækkunum. Ekki einungis með niðurfellingu á viðbótarskött- um, sem til hafa orðið síðan 1978, heldur jafnframt með áfanga- lækkunum óbeinna skatta, sem koma fram í verðlagi. Þannig megi koma vísitölu nægilega niður til að stöðva víxlhækkanir verðlags og launa. Þeim halla, sem slík framkvæmd valdi á fjárlögum, eigi að mæta með sölu ríkis- skuldabréfa, niðurskurði á ríkis- útgjöldum og tímabundnum rekstrarhalla ríkissjóðs. Með þess- um hætti megi forðast átök á vinnumarkaði, sem haft geti hættulegar afleiðingar, og leggja grunn að samátaki þjóðfélags- stéttanna gegn verðbólgunni. Samhliða þessu verði gripið til samstilltra ráðstafana, sem m.a. komi fram í frjálsri utanríkis— og gjaldeyrisverzlun, frjálri verð- lagningu samhliða erlendum vöru- kaupalánum og tollkrít, fullri verðtryggingu og frjálsum vöxt- um, stórhuga skrefum á sviði orkuöflunar, orkunýtingar, fisk- eldis o.fl. Eyjólfur leggur sérstaka áherzlu það, að efla innlendan sparnað og hlutdeild almennings í atvinnurekstri, samhliða því að hlutafjáreign fái samskonar við- urkenningu, skattalega, og annar sparnaður. „Þjóðarauðnum verði dreift svo“, segir Eyjólfur Konráð, „að sá sem minnst á, eigi íbúð, ríkisskuldabréf og hlutdeild í atvinnurekstri, sem svari til íbúð- arverðs". Ýmsir aðilar hafa farið jákvæð- um orðum um hugmyndir Eyjólfs Konráðs, s.s. Jónas Haralz, hag- fræðingur, Friðrik Friðriksson, viðskiptafræðingur, og Ólafur ís- leifsson, hagfræðingur, og talið þær jákvætt innleg í umræðu um vanda þjóðarbúsins á líðandi stund. Jafnframt hafa þeir einnig ýmsar athugasemdir fram að færa. Hér verður ekki reynt að fara ofan í saumana á þessum skoðanaskiptum alþingismannsins og greindra sérfræðinga — eða leggja mat á þau. Hinsvegar þótti ástæða til að vekja athygli á greinasafninu „Út úr vítahringn- um“ og þeim athyglisverðu kenn- ingum, sem þar eru fram settar. Þeir, sem hafa áhyggjur af þeim vítahring er efnahagsmál þjóðar- innar eru í, ættu að gefa sér tíma til að lesa og gaumgæfa þetta greinasafn. „Kaupæöidu og „nidurtaln- ingina Það hefur verið sagt svo oft að ekki ætti að þurfa að endurtaka: að þjóðartekjurnar — og þær ein- ar — eru það, sem til skiptanna er milli ríkis og sveitarfélaga ann- arsvegar og þjóðfélagþegnanna hinsvegar. Ef starfsstéttir þjóðfé- lagsins sprengja þann ramma, sem þjóðartekjurnar eru, í kjara- samningum, þýðir það einfaldlega smærri krónur og rýrari að kaup- mætti. Eina raunhæfa leiðin til að tryggja varanlegar kjarabætur er að auka það, sem til skiptanna er, þjóðartekjurnar. Aukning þeirra fæst aðeins eftir tveimur leiðum: 1) með meiri verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum, 2) eða með batnandi viðskiptakjörum við um- heiminn — nema hvoru tveggja komi til. Einsýnt er að viðskiptakjör fara versnandi. Aukinn innlendur til- kostnaður útflutningsframleiðslu fæst því ekki bættur í hærra sölu- verði, eins og horfir. Þessvegna óttast almenningur gengislækkun sem mótleik gegn hækkuðum inn- lendum framleiðslukostnaði, um- fram söluverð erlendis. Þetta er meginorsök „kaupæðis", sem stjórnarherrarnir hneykslast á. Þetta „kaupæði" er einfaldlega „vörn“ hins venjulega borgara gegn dýrtíðinni, breytingum á verðlagi, sem talið er upp en ekki niður, hvað sem Tímaskekkjum Framsóknarflokks líður. En hvernig á að auka verð- mætasköpun í þjóðarbúskapnum? Eru ekki nytjafiskar þegar full- nýttir? Er veiðigeta fiskiskipa- stólsins ekki þegar meiri en veiði- þol fiskistofnanna? Er búvöru- framleiðslan ekki komin langt fram úr markaðseftirspurn? Borg- um við ekki offjár með umfram- framleiðslu búvöru ofan í útlend- inga? I þessu efni beinast augun fyrst og fremst að þriðju auðlind- inni, innlendum orkugjöfum (fall- vötnum og jarðvarma), auknum orkuiðnaði og stóreflingu almenns iðnaðar í landinu. Frá flskvinnslufyrirtæki í Eskifirði. Hver er mun- urinn á sölu orku og sölu fisks til út- lendinga? Það þarf ekki mikla yfirsýn yfir íslenzkan þjóðarbúskap til að staldra við stórvirkjanir og orkuiðnað þegar hugleiddar eru nýjar stoðir undir verðmætasköp- un og lífskjör í landinu. Um þetta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.