Morgunblaðið - 13.06.1982, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982
25
eftir Elínu
Pálmadóttur
Pjárfesting! Arðbaer! Ætli
önnur orð séu vinsælli í orðræð-
um og skrifum á íslandi? Öll
þjóðin, með stjórnarherra í
broddi fylkingar, leitar ákaft að
einhverju sem gefur arð. Ein-
staklingarnir hamast við að
meta í hverju sé best að fjár-
festa, burt séð frá því hvort þeir
nokkurn tíma eiga afgangsaur.
Og blöð bera saman hvort
fundnu fé yrði betur borgið á
vaxtaaukareikningi í banka, í
verðtryggðum ríkisskuldabréf-
um, í steinsteyptri íbúð.
I sl. viku rakst Gáruhöfundur
óvænt á arðsemi, sem eflaust
slær þessu öllu við. Er öruggari.
Þarf að auki sáralítið rekstrarfé
og engan stofnkostnað. Eins og
margar snjallar hugmyndir
blasir hún við allra augum — og
reynist gömul í þokkabót. Stað-
urinn þar sem vitruninni sló
niður í heila Gáruhöfundar: sím-
stöðin. Tildrögin: greiðsla á
símareikningi. Kveikjan: leigu-
gjald fyrir venjulegt talfæri kr.
10,12. Við eftirgrennslan kom í
ljós að greiða skal þessar rúmar
1.000 kr. gamlar á tveggja mán-
aða fresti í leigu af gamla sím-
tólinu á borðinu heima hjá mér.
Þessi greiðsla er utan við afnota-
gjaldið af heimilissímanum,
númer og línu, eins og þar
stendur. Og að sjálfsögðu var á
sínum tíma greiddur allur
stofnkostnaður við þennan
heimasíma, þ.e. „símatalfæri,
húslagnir og hvers konar búnað,
sem setja þarf upp samkvæmt
kostnaðarverði á hverjum tíma,
sem telst innkaupsverð eða
framleiðsluverð að viðbættum
umsýslukostnaði," eins og það er
orðað í símaskránni um stofn-
gjald slíks undratækis. Símnot-
andi hefur meira að segja skv.
prentuðu reglunum um gjald-
skrá „ráðstöfunarrétt á þeim
búnaði, sem greiddur hefur verið
á kostnaðarverði" — með leyfi
póst- og símamálastjóra þó. Og
vitanlega hefur verið greitt fyrir
að færa tólið milli húsa. Þetta er
semsagt leigugjaldið fyrir tal-
færið eitt.
Þessi útgjöld höfðu ekki fyrr
sést á reikningnum. Stúlkan út-
skýrði með kristilegri þolin-
mæði, að það væri ekkert að
marka. Leiga hefði alltaf verið
greidd af talfærum, þótt leynt
færi. Hún hefði bara verið inni í
afnotagjaldinu. Núna væri hún
sér, af því að leigan á símatólun-
um væri orðin misdýr. Þessi 121
krónu leiga á ári verður að telj-
ast spottprís. Gamla gulnaða
símatólið mitt hlýtur að vera í
lægsta verðflokki. (Það átti að
vera hvítt, eins og Hollywood-
símarnir á þeim tíma, en plastið
í því reyndist svo ómerkilegt að
það varð strax heiðgult.) Spurn-
ingu um hvort þessi leiga á tal-
færinu væri þá ekki dregin frá
afnotagjaldinu og lækkaði það,
var svarað neitandi. Stúlkan
sagði það stafa af verðbólgunni.
Ekkert lækkaði. Enda stendur
skírum stöfum á reikningnum:
hækkun á afnotagjaldi frá 5. 1.
kr. 12,20. Að vísu meðtóku mínar
heilasellur ekki útskýringuna, en
það hlýtur að stafa af þeirra
vanhæfni.
Að hugsa sér að þetta gamla
tæki, sem stendur á skrifborðinu
mínu, skuli vera þvílík gullhæna.
Hefur gefið látlaust af sér gull-
egg upp á rúmar 1.000 kr. gamlar
(miðað við núgengi) á tveggja
mánaða fresti í 15 ár. Fyrir leigu
á gamla svarta tækinu mínu á
vinnustað hefur Morgunblaðið
þá væntanlega greitt að auki
1.214,40 nýkrónur í þessi 20 ár,
sem það hefur verið í seilingu við
mig. Og gamla tólið, sem var
komið á heimilið hans föður
míns á stríðsárunum, hefur gefið
af sér 2.428,80 nýkrónur á 40 ár-
um. Ef við segjum að tækin á
Reykjavíkursvæðinu séu um 77
þúsund (67 nöfn í dálki, 4 dálkar
á síðu og númerasíðurnar í síma-
skránni 288) og hvert símatól
gefur af sér á tveggja mánaða
fresti minnst kr. 10,12 þá hlýtur
það að vera álitleg peningafúlga
eftir árið. Besta fjárfestingart-
ækið í landinu, og búið að greiða
stofnkostnað. Aldrei hefi ég vit-
að að gamla gulnaða símatólið
mitt væri þvílík gersemi. Er
þakklát fyrir að hafa nú loks
verið leidd í sannleika um
hversu mikill dýrgripur er í stof-
unni minni. Af slíkum gersem-
um greiðir maður að sjálfsögðu
væna leigu. Afskaplega væri
gott ef allar stofnanir sundur-
greindu svona það sem maður
borgar fyrir, svo maður geti öðl-
ast rétt verðmætamat.
Ekki veitir af að finna hverja
matarholu um þessar mundir.
Þjóðarlíkaminn er farinn að
finna fyrir næringarskorti og
efnaskiptin öll óklár. Flestir
efnaskiptasjúkdómar í venju-
legum skrokkum ku vera fólgnir
í því, að of mikið er til skiptanna
af efninu, að því er spesíalistinn
Tage le Coer upplýsir. Þótt upp-
tök umrædds efnaskiptasjúk-
dóms megi kannski rekja til
skyndivelmegunar stríðsáranna,
þegar ofgnótt tók við af skorti og
ruglaði öllu flæði okkar þjóðar-
líkama, þá verður ofgnótt af efn-
um til skiptanna varla okkar
vandi á næstu árum. Við erum
þegar komin vel á veg með að eta
þorskinn út á gaddinn með því
að hirða loðnuna hans, ekki hætt
að ganga á gróðurlendið og gott
ef við látum ekki af kjarkleysi
næstu hálfa öldina jökulvatnið
renna ónýtt til sjávar, eins og
gert var í 50 ár eftir að Einar
Benediktsson teiknaði fyrstu
rafstöðina við Búrfell. Trúum
kannski að efnaskiptasjúkdóm-
urinn, sem nú herjar á okkur,
læknist með því einu að bíða eins
og tveir aðrir frægir kvillar —
ófrískan og timburmennirnir.
Við þeim tveimur sjúkdómum er
öruggast að bíða og hafast ekki
að — þá hverfa þeir í fyllingu
tímans. Sé efnaskiptasjúkdóm-
urinn í flokki með þeim, er ef-
laust hárrétt að gera ekki neitt.
Og sé minna af efninu til bóta,
þá erum við vafaiaust á réttri
leið.
Best gæti ég þó trúað að efna-
skiptasjúkdómurinn sé orðinn
krónískur. Ólæknandi kerfi höf-
um við sjálf komið okkur upp í
starfsmatinu. Hver maður met-
ur að sjálfsögðu sitt starf í efstu
mörkum eða obbolítið fyrir
ofan þau — það er heilbrigður
metnaður fyrir lífsstarfið. Og
með því að bera það óaflátanlega
í aurum og mínútum saman við
starf næstu stéttar — kannski
þá ekki með sama metnaðarfulla
mælikvarðanum — þá geta allir
haldið áfram að vera alltaf
óánægðir út æfina. Semsagt orð-
ið krónískt og ólæknandi.
Þegar kaup er nefnt, hvað þá
taxtakaup, koma upp í hugann
vísur, ortar þegar Jóhannes úr
Kötlum, varamaður Einars
Olgeirssonar á þingi, tók á
stríðsárunum þátt í umræðum
um þegnskylduvinnu og nefndi
„taxtakaup". Þá sagði Bjarni
Asgeirsson alþingismaður:
Teygað hefur þorstlát þjóö
af þínu boðnar-staupi.
Ortir þú samt öll þín Ijóð
undir taxtakaupi.
Og Jóhannes úr Kötlum svar-
aði:
Taxtakaupið tíðum brást
tregu Ijóðsins barni,
en ef að það skyldi eitt sinn fást
yrði ég þægur Bjarni.
atriði eru allir heilskyggnir menn
sammála.
Norðmenn fóru þá leið, í upp-
hafi síns orkuiðnaðar, að efna til
samvinnu við erlenda aðila, sem
réðu hráefnum, tækniþekkingu og
mörkuðum, til að dreifa áhættu
stofnkostnaðar og byrjunarerfið-
leika. Eftir því sem orkuiðnaður
þar í landi festizt í sessi juku þeir
eignarhlut sinn — og enduðu oft í
meirihlutaeign eða hreinni eign.
Þessi leið gafst þeim vel.
Rekstrartap álvers, járnblendi-
verksmiðju og kísiliðju, sem verið
hefur allmikið undanfarið, hefur
opnað augu almennings hér á
landi fyrir því, að hyggilegra hefði
verið að fyljga þeirri stefnu, að
koma rekstraráhættu alfarið, eða
að mestu, yfir á erlenda sam-
starfsaðila, — og taka sitt á þurru
um orkuverð, skatta, þjónustu og
vinnulaun, meðan rekstraráhætt-
an var jafn auðsæ og við blasti.
Vegna meirihlutaeignar íslend-
inga í Járnblendiverksmiðjunni í
Hvalfirði neyddist Alþingi til
þess, nú undir vorið, að setja lög
um hlutafjáraukningu íslenzka
ríkisins, sem nam 13.5 milljónum
Bandaríkjadala, og veita sjálf-
skuldarábyrgðar að fjárhæð 6
milljónir Bandaríkjadala (samtals
rúmlega 200 m.kr.) til að styrkja
fjárhagsstöðu fyrirtækisins eftir
undangenginn taprekstur. Sama
sagan gerðizt með Kísiliðjuna hf. í
Mývatnssveit, en þar vóru yfir-
teknar skuldakröfur, vegna tap-
rekstrar, með hlutafjáraukningu,
serp svarar til 1.3 milljón Banda-
ríkjadala (rúmlega 14 m.kr.). Und-
ir slíkum kringumstæðum, þegar
fjármagnsþörf til margs konar
annarra framkvæmda er aðkall-
andi, hlýtur það að orka tvímælis,
hverja rekstraráhættu íslenzka
ríkið á að taka, ef hægt er að ná
viðunandi samningum um sam-
eign með erlendum áhættuaðilum.
Þá vakna og spuringar um, hvort
ekki sé rétt að opna öðrum ís-
lenzkum aðilum en ríkinu (á
kostnað skattgreiðenda) eignarað-
ild að orkuiðnaði hér á landi.
Hver er munurinn á því að selja
erlendum aðilum orku eða fisk ?,
spyr Eyjólfur Konráð í áður tij.-
vitnuðu greinasafni. Skiptir það
ekki mestu að fara sem hyggi-
legastar leiðir til að efla atvinnu
og verðmætasköpun í þjóðarbú-
skapnum og skapa varanlegar
kjarabætur fyrir þjóðfélagsþegn-
ana?
Vöxtur þjóöar
og ný at-
vinnutæki-
færi
íslendingar eru vaxandi þjóð.
Framkvæmdastofnun ríkisins,
áætlanadeild, hefur framreiknað
mannfjölda og mannafla (fólk á
vinnualdri) hér á landi fram til
næstu aldamóta. Sett eru fram tvö
líkindadæmi um vöxt þjóðarinnar.
Samkvæmt dæminu, sem gerir ráð
fyrir hægari þjóðarvexti, verður
íbúatala landsins sem hér segir:
Árið 1980 229.100 íb.
Árið 1985 242.200 íb.
Árið 1990 254.900 íb.
Árið 1995 265.800 íb.
Árið 2000 273.800 íb.
Samkvæmt þessari spá verður
íbátala landsins 44.700 hærri árið
2000 en hún var 20 árum áður,
1980.
Framreiknað vinnuafl, þ.e.
framreiknaður fjöldi fólks á
vinnualdri, var sem hér segir:
1980 100.500 manns
1985 107.800 manns
1990 114.500 manns
1995 120.400 manns
2000 126.200 manns
*
Hvaða lærdóma má svo draga af
þessum tölum?
Árið 1990, í lok þess áratugar
sem nú er að líða, þurfa að vera til
u.þ.b. 14.000 fleiri störf en við upp-
haf hans, 1980. Og í lok þar næsta
áratugar, eða um aldamót nk.,
þurfa að hafa orðið til u.þ.b. 25.700
ný störf á 20 ára tímabili. Það er
því ekki að ástæðulausu að fram-
sýnir menn leggja áherzlu á upp-
byggingu orkuiðnaðar, til hliðar
við hina hefðbundnu atvinnuvegi,
bæði til að tryggja áframahald-
andi atvinnuöryggi og til að skapa
forsendur fyrir sambærilegum
lífskjörum og nágrannaþjóðir búa
við.
Þessar tölur sýna jafnframt að
tæpur helmingur þjóðarinnar
telst starfandi á vinnumarkaði á
hverjum tíma. Það er því ekki fjöl-
mennur hópur sem rís undir til-
kostnaði í þjóðfélaginu á hverri
tíð. Það er meir en nauðsynlegt að
þjóðin sníði ríkisútgjöldum stakk
eftir vexti, — og setji skattheimt-
unni „þak“ sem hlutfalli af þjóðar-
tekjum hverju sinni.
Þjóðartekjur eru afgerandi
meiri á mann hjá samkeppnis-
þjóðum en í ríkjum sósíalismans.
Lífskjör eru og samsvarandi lak-
ari í ríkjum sósíalismans. Óþarfi
er að gera samanburð á þegnrétti
og einstaklingsfrelsi í þessum
tveimur þjóðfélagsgerðum.
Grundvallarspurning stjórnmála
er og verður valið á milli þessara
tveggja þjóðfélgsgerða.
I Sviss, svo dæmi sé tekið, þar
sem frjálsræði ríkir, verðlagshöft
þekkjast engin, og samkeppnin
ríkir óheft, er vöxtur verðbólgu
frá 2 til 4% á ári, kaupmáttur
mikill, verkföll nær óþekkt — og
efnahagsbati næsta árviss. Ef við
berum stöðugleikan þar saman við
„niðurtalninguna" á verðlagi hér,
sem og ástand atvinnu- og efna-
hagsmála almennt, gefst lær-
dómsríkur reynslusamanburður,
sem ekki er hægt að horfa fram
hjá lengur.