Morgunblaðið - 13.06.1982, Page 26

Morgunblaðið - 13.06.1982, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 Hljómsveitin Vonbrigöi á sér ekki langan aldur að baki, en hefur engu ad síður náö að vekja um- talsverða athygli, ekki hvað síst eftir sýningu kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík. Það bar flestum saman um að Vonbrigði hefði verið önnur þeirra tveggja hljómsveita, sem vöktu hvað mesta athygli. Umsjónarmaður Járnsíðunnar var einnig á þeirri skoðun. Það varð því úr að flokkurinn var tekinn tali fyrir nokkru. — Hvaöan eruö þiö úr höfuö- borginni? „Ja, viö erum nú þrír úr Breiö- holtinu." Uþþlýsingar um uþþruna fjóröa mannsins fengust ekki nægilega skýrar. — Hvaö olli því aö hljómsveit- inni var gefiö þetta nafn? „Þetta nafn segir nokkuö mikið um þfessa hljómsveit. Hvaö viö höldum, eöa héldum, um hana fyrst." — Hvaö er hljómsveitin oröin gömul? „Hún er ekki nema ársgömul í núverandi mynd." — Sem er hver? Strákarnir þylja upþ, hver á eftir öörum, lágum hljóöum: Jóhann Vilhjálmsson bassi, Gunnar Ell- ertsson söngur, Þórarinn Krist- jánsson trommur, Árni Kristjáns- son gítar. Ekki sakar aö láta þaö fljóta meö hérna aö þeir Þórarinn og Árni eru bræöur. — Hvernig tónlist lékuð þið fyrst? „Þetta var eiginlega pönkband, fyrstu þrír tónleikarnir, en síöan þróaöist þetta upp og breyttist. Breytingin varö vegna þess aö Árni fór skyndilega aö hugsa." — Hafiö þiö spilaö mikiö und- anfarið? „Nei, viö höfum ekki komið fram víöa. Þaö bætir heldur ekkert úr skák, aö viö eigum engin hljóö- færi." — Hvernig fariö þiö þá aö æfa? „Viö fáum aö æfa hjá Þeysurun- um úti á Álftanesi. Þaö getur Gunnar Ellertsson, söngvari. Þórarinn Árnason, trommuleikari. stundum veriö erfitt aö komast þangaö." — Um hvaö fjalla textarnir ykk- ar? V o G Ð „Viö reynum alltaf aö hafa ein- hverja meiningu í textunum . Viö viljum ekki hafa þá innihalds- lausa." — Gengur ekki illa aö halda úti hljómsveit, sem á engin hljóöfæri? „Þaö er nú stundum hálfgert basl, en viö stefnum aö því aö kaupa græjur í sumar. Viö getum t.d. ekki haldiö tónleika nema meö því aö halda þá meö einhverjum Árai Kristjánsson, gftarMkari. Jóhann Vilhjálmsson, bassaleikari. öörum. T.d. héldum viö tónleika með Bodies í Hafnarbíó! um dag- inn. Þaö var nú illa auglýst og ekki nema 700 kall í gróöa. Þeir fengu hann auövitaö því þeir voru meö þessa tónleika." — Hafiö þiö ekki lent í neinu basii á tónleikum út af hljóöfæra- leysi? „Þaö hefur ekki gerst nema einu sinni þegar viö spiluöum í Kópa- vogsbíói. Þá uröum viö aö hætta eftir tvö lög. Græjurnar voru orön- ar ónýtar. Nast og Sjálfsfróun spil- uöu á undan okkar." — Einhver sagöi, aö þið væruö á ieiöinni í upptöku. Hvaö er til i því? „Já, viö höfum mikiö veriö aö velta þessu fyrir okkar. Líkast til veröur raunin sú, aö viö tökum upp 6 lög á 12 tommu plötu. Viö höfum breyst mikiö frá því, sem sást í Rokk í Reykjavík." Vonbrigði hefur ekki aöeins breyst mikiö frá þeim tíma heldur einnig frá því hljómsveitin var stofnsett. Þeir félagar hófu ferilinn meö kassagítar, tambúrínu og trommusett, sem var mest í formi dósar. Frumstæö hljóöfæri þaö, en lítiö hefur breyst til batnaöar í þeim efnum, þótt vissulega standi vonir til aó breyting veröi til batn- aöar í sumar. Strákarnir eru allir farnir aö vinna þannig aö hljóöfæri ættu aö komast í gagniö meö haustinu. „Okkur finnst miklu skemmti- legra aö leika fyrir unglingana en eldri áheyrendur. Krakkarnir eru miklu þakklátari fyrir þaö sem fyrir þau er gert. Þegar viö erum t.d. aö spila á Borginni veróur skemmti- legasta fólkiö aö vera úti. Sjálfir fáum viö varla aö vera lengur inni á Borginni en nauösyn krefur. Viö erum nefnilega svo ungir ennþá. Svo áttum við varla aö fá að fara inn í Óöal þegar frumsýningar- partýiö eftir Rokk í Reykjavík var haldið þar. Þaö var bara fyrir náö og miskunn. Þaö er sko ekki sama hver á í hlut," sögöu þeir félagar í Vonbrigöi og þar meö slitum viö spjallinu. Pálmi segir skilið vio Friðryk Þaö er ekki eitt heldur allt i poppinu Jaz Coleman hefur sagt skiliö viö Killing Joke eins og alþjóð mun vafalítió nú vera kunnugt og fyrir skemmstu hvarf Joe Strummer af vett- vangi í miðri tónleikaferö hjá Clash. Nú höfum viö fregnaö aö Pálmi nokkur Gunnarsson hafi sagt skiliö við Friöryk. Fylgir ennfremur sögunni, aö Tryggvi Húbner hyggist spreyta sig á bassanum og gítarleikurinn verði þar meö alfariö í höndum Björgvins Gíslasonar. Af „síðasta valsi“ Borgarinnar Rúmlega 400 manns létu sig hafa það að maeta á síðustu tón- leika sumarsins á Borginni á fimmtudag í síöustu viku. Komu þar fram þrír fríðir flokkar, Von- brigði, Jonee Jonee og Purrkur Pillnikk. Þaö veröur aö segjast hreint út aö þessi samkoma var alveg meö ágætum. Vonbrigöi hóf dagskrána og komst vel frá sínu. Ekki fór þó leynt aö flokkurinn er lítt sviös- vanur og þótt þeir séu e.t.v. orönir leiöir á lögum á borö viö „Ó, Reykjavík", er ekkert viö því aö segja. Þaö var hins vegar þaö lag, sem lýöurinn beiö eftir að heyra en fékk ekki. Sviósvanari popparar heföu lætt þessu meö, ekki hvað síst í Ijósi þess, aö flokkurinn var klappaöur upp. Vonbrigöi á tals- vert langt í land enn með aö veröa góö hljómsveit, en hún hefur alla burði í slíkt. Aldrei hélt ég aó ég ætti eftir aö heyra þriggja manna hljómsveit, og gítarlausa í þokkabót, gera ein- hverjar rósir. Því varö ég hins veg- ar aö kyngja rækilega á þessum sömu tónleikum. Meö trommum, bassa, söng og saxófóni endrum og sinnum, náöi Jonee Jonee föst- um tökum á áheyrendum sínum. Trommuleikari tríósins er einhver sá allra athyglisveröasti á markaönum og til samans mynda hann og bassaleikarinn frábært rythmapar, sem vinnur vel saman. Þaö eina, sem finna mátti aö prógrammi þeirra Jonee Jonee- manna var, aö þaö var of langt. Tónlist, sem þessi, veröur þreyt- andi þegar til lengdar lætur. Stutt hnitmiöaö prógramm heföi komið betur út. Purrkurinn veröur ekki tekinn fyrir hér aö sinni. Hann hefur ný- veriö fengiö itarlega umfjöllun og látum viö hana nægja. — SSv. Þeysarar fara til Svíþjóðar Járnsíðan birti um tl. helgi viðtai við Þeysara og kom þar m.a. fram, að flokkurinn hygöist halda í víking til Englands nú um mánaðamótin. Um helgina fengum við þsar fregnir, að ferðatilhögun hefði öll breyst hjá þeim Þeysurum. Þeir halda ekki úr landi fyrr en um miðj- an mánuðinn og taka þá stefnuna á Svíþjóð. Þar verður leikiö á nokkr- um stööum og síðan verðum haldið til Englands í fyrstu viku júlímánað- ar. Plata Úlvanna er á leiðinni Plata Ulvanna er væntanleg núna allra næstu daga er okkur tjáð. Er hér um aö ræöa fjögur lög, sem tekin voru upp í Grettisgati fyrir skemmstu. Þessi hljómsveit, sem áöur hét Pjetur og Úlfarnir, gaf út eina plötu undir þvi nafni og náöi hún miklum vinsældum, mest vegna lagsins Stjáni saxófónn. Tónlistin á nýju plötunni er veru- lega breytt frá því sem þá var og um leiö öll áheyrilegri. Enginn skýlir sér á bak við skammdegið nú — afsökunarbeiðni til Grýlanna — Þaö er oft notaö sem afsökun, að mönnum veröi ýmislegt á í skammdeginu. Umsjónarmaður Járnsíöunnar getur hins vegar ekki stuöst viö myrkriö aö þessu sinni. Leiðinleg mistök áttu sér staö á Járnsíöunni á laugardag. Þar stóö, aö Grýlurnar væru u.þ.b. aö fá nýjan gítarleikara, þ.e. Inga Rún heföi hætt og leit stæöi yfir aö arftaka hennar. Var þetta byggt á heimildum sem til þessa hefur ekki þótt ástæöa til aö vefengja. Svo er þó ástæóa til aö þessu sinni. Gítarleikaraskipti eru alls ekki fyrirhuguö í Grýlunum, held- ur er veriö aö bæta við gítarleik- ara. Umsjónarmaður Járnsíö- unnar biöst afsökunar á þessum leiöu mistökum og vonast til þess aö þau komi ekki niöur á spila- mennskunni hjá þessari einu kvennarokkhljómsveit landsins. — SSv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.