Morgunblaðið - 13.06.1982, Síða 35

Morgunblaðið - 13.06.1982, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 35 Skákmótið í Tórínó; Fyrsti ósigur Karpovs gegn Júgóslava Skák Margeir Pétursson í höll hinna fögru lista á syðri bakka Po-árinnar hér í Torino á Ítalíu fer nú fram eitt sterkasta skákmót allra tíma með þátttöku heimsmeistarans Anatoly Karpovs og sex annarra af öflugustu skák- mönnum heiras. Þetta er reyndar fyrsta mótið þar sem þátttakendur eru fleiri en fjórir sem n»r því að vera í 16. styrkleikaflokki FIDE. Hver þátttakandi kemur til með að tefla tvær skákir við hvern hinna og mótið ætti því að gefa mjög raunsæja mynd af því hver sé nú sterkasti mótaskák- maður í heimi. Að minnsta kosti var það hugmynd aðstandenda mótsins er þeir ákváðu að halda það. En það er samt lýðum ljóst að a.m.k. þrjá af sterkustu stórmeisturum heims vantar til leiks. Það eru þeir Korchnoi, Timman og Kasparov. Svo sem flestum er líklega kunnugt verða mótshaldarar jafnan að velja á milli þess að bjóða Viktor Korchnoi eða sovézkum stór- meisturum til sín, því hinir síð- arnefndu neita að tefla við Korchnoi nema um mót sé að ræða sem eru liður í heimsmeist- arakeppninni. Að þessu sinni vildu Italir fremur fá heims- meistarann og þátttaka Korchnois kom því ekki til greina. Það hefði vissulega einnig ver- ið gaman að sjá nýjustu stjörn- una, Garry Kasparov, í þessu sterka móti, en hann er nýbúinn að sigra á geysisterku móti í Bugojno í Júgóslavíu og því væntanlega þreyttur eftir það. Skæðar tungur segja hins vegar að Karpov sé ekki ýkja hrifinn að því að mæta Kasparov á mót- um og því hafi sovézka skáksam- bandið tekið þá ákvörðun að stórmeistarinn ungi yrði ekki með. Hvað sem hæft er í þessu er það staðreynd að þeir Karpov og Kasparov, sem margir spá að verði næsti áskorandi hans, hafa mætzt óeðlilega sjaldan á mót- um. Öfugt við þessa tvo var Jan Timman á þátttakendalistanum allt fram á síðustu stundu, en aðstandendum mótsins til mik- illa vonbrigða sendi hann afboð daginn áður en mótið byrjaði. Þá var orðið of seint að fylla skarð hans og mótið hófst því með að- eins sjö keppendum. Er fréttist af fjarveru Timm- ans í viðbót við hina tvo töldu flestir að Karpov myndi vinna öruggan sigur á mótinu, en nú þegar er komið í ljós að svo verð- ur ekki. Á laugardaginn var átti heimsmeistarinn slæman dag og tapaði fytrir júgóslavneska stórmeistaranum Ljubojevic. Þetta er í fyrsta sinn sem Júgó- slava tekst að vinna Karpov eftir að hann varð heimsmeistari og fögnuður Ljubojevics og sam- landa hans hér í Torino var því óskiptur. Hvítt: Ljubojevic Svart: Karpov Spænski leikurinn. 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — 0-0, 8. c3 Ljubojevic gefur kost á Mars- hall-árásinni sem kemur upp eftir 8. c3 — d5. í síðustu viður- eign þeirra Karpovs í London í vor, lék hann hins vegar 8. a4, sem leiðir til hins svonefnda Anti-Marshall-afbrigðis. Þeirri skák lauk með jafntefli, en Júgó- slavinn stóð lengst af betur. 8. — d6, 9. h3 — Bb7, 10. d4 — Rd7 Karpov hefur hér oft leikið 10. — He8, en nú velur hann aðra leið til að þrýsta á miðborðið. 11. Rbd2 — Bf6, 12. Rfl — He8, 13. Rg3 — g6, 14. BH6 — Ra5, 15. Bc2 — c5, 16. d5 Eftir þessa ákvörðun Ljuboje- vics lokast staðan og baráttan verður rólegri. 16. — Rc4, 17. Dcl — Bg7, 18. a4 — Rcb6, 19. a5 — Rc8, 20. c4 Hvítur þreifar fyrir sér á drottningarvæng. 20. — Bxh6, 21. Dxh6 — Df6, 22. Re2 — Re7, 23. Rc3 — b4 24. Ba4 — Bc8 Ef 24. - bxc3 þá 25. Bxd7 - Hd8, 26. ba4 — cxb2, 27. Habl og hvítur nær peðinu aftur með betri stöðu. 25. Bc6 — Rxc6, 26. dxc6 — bxc3, 27. cxd7 — Bxd7, 28. bxc3 — De7 Svartur hefur fengið viðun- andi stöðu, en hér fer hann fram á of mikið. Eftir 28. — Hab8 var jafnvægið tryggt. 29. Hedl — Hed8. Hvítur hótaði 30. Dd2. 30. Habl — Ba4? Nú nær hvítur mjög sterku frumkvæði. Rétt var því enn 30. - Hab8. 31. Hd2 — Hab8, 32. Hdb2 — Hxb2, 33. Hxb2 — f6, 34. Hb6 — Dc7, 35. Rh2 Vinningsleikurinn. Þessi ridd- ari stefnir bæði til g4 og d5. 35. — Bc6, 36. Rg4 — Hf8, 37. f3 — f5, 38. exf5 — Hxf5, 39. Dd2 — Kg7, 40. Hxa6 Nú loksins er kominn tími til að taka þetta peð. Svartur fær ekkert mótspil og í örvæntingu fórnar Karpov öðru peði. 40. - e4?, 41. fxe4HI7, 42. e5 — Dc8. Eða 42. — dxe5, 43. hxc6 — dxc6, 44. Rxe5 og síðan vinnur hvítur drottningarendataflið auðveldlega. 43. Dh6+ — Kh8, 44. e6 — Hg7, 45. Hb6 og í þessari vonlausu stöðu gafst Karpov upp fremur en að setja skákina í bið, enda er hann tveimur peðum undir auk þess sem hann er í krappri vörn. MALLORCA Viö bjóöum lúxusvillur og íbúöir viö paradísarstaöinn Puerto de Andraitx á Mallorca. Þetta litla þorp heitir Mini-Folies og býöur uppá allt þaö sem hugur ferðamannsins girnist, svo sem tvær sundlaugar og eina barnalaug, diskótek og næturklúbb, frábæra útvistar- og sólbaösaöstöðu, veitingastaöi og bari, fjóra tennisvelli, leikfimisali og sjónvarpssal, ein- staklega góöa útvistar- og leikaöstööu fyrir börn á öilum aldri. Fullyröa má, aö þetta sé einhver sú glæsilegasta gistiaöstaöa sem fslendingum stendur til boöa í ár. BROTT- FARAR- DAGAR: 15. júnf, laus sasti, greiöslukjör. 6. júlí, örtá sssti laus. 27. júlí, fullbókaö, biólisti. 17. ágúst, fullbókaö, biöliati. 7. saptambar, örfá sasti laus. 28. saptambar, laus sæti. Nánari upplýsingar ásamt myndbandi (videó) á skrifstofu okkar. AMSTERDAM Amsterdam er oft kölluö Feneyjar noröursins, vegna hinna ótal síkja, en hún er einnig þekkt sem blómapara- dís og mikil verslunarborg. Hafiö samband viö skrifstofu okkar og fáiö nánari upplýsingar um verö. PARÍS Einstaklega ódýrar vikuferöir til Parísar 19. júní uppselt og 26. júní örfá sæti laus. Dvalið veröur á Hotel St. Jaques, sem er mjög gott fjögurra stjörnu hótel, staösett rétt viö Latínuhverfiö. Fararstjóri er Emil Eyjólfsson, en hann bjó lengi í París og er borginni þaulkunnugur og reyndur leiösögumaöur. Verö kr. 6.800.-. (gengi 4/6). Innifaliö í veröi: Flug, akstur frá flugvelli til hótels og til baka, gisting meö morgunveröi og íslenskur fararstjóri. Nánari áætlun meö kynnis- og skoöunar- feröum á skrifstofu okkar. Viö bjóöum sérstaklega ódýrar feröir til þessarar fallegu og glaöværu borg- ar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.