Morgunblaðið - 13.06.1982, Síða 40

Morgunblaðið - 13.06.1982, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 Móöir okkar. t GUÐRÚN KARLSDÓTTIR, Stigahlíö 4, lést á öldrunarlækningadeild Landspítalans, Hátúni 10 B, töstu- daginn 11. júní. Svainbjörg Jónsdóttir, Ingibjörg Jónadóttir, Ragnar Jónsson, Rögnvaldur Jónsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, HALLDÓR ARINBJARNAR, Inknir, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 15. júní kl. 15.00. Geröur Guónadóttir, Jónína Margrót Arinbjarnar, Kristján Arinbjarnar, Guóni Arinbjarnar. t Elskulegur eiginmaöur minn, JÓN HELGI JÓHANNESSON, Hamri, Strandgötu 69, veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju þriöjudaginn 15. júní kl. 13.30. Jóna Hallgrimsdóttir, Hafsteina Jónsdóttir Magliolo, Ingibjörg Jónsdóttir, Stafón Jónsson, Helgi Jónsson, Jóhanna Jónsdóttir. t Útför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu, GUÐRÚNAR JÓHÖNNU EINARSDÓTTUR fró Garöhúsum, Grindavík, veröur gerð þriöjudaginn 15. júní kl. 1.30 eftir hádegi frá Foss- vogskirkju. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Þeir sem vildu minnast hennar góöfúslega látiö Slysavarnafélagiö njóta þess. Erla Guöbjörg Einarsdóttir, Ólafur Sigurösson, Sigurður Óli, Einar Oddur Guðrún Hanna og fjölskylda. t RAGNAR ÓLAFSSON hæstaróttarlögmaöur, veröur jarösunginn miövikudaginn 16. júní kl. 13.30 frá Dómkirkj- unni. Kristín Ólafsdóttir, Ólafur Ragnarsson, María Jóhanna Lárusdóttir, Oddný M. Ragnarsdóttir, Hrafnkell Ásgeirsson, Kristín R. Ragnarsdóttir, Geir A. Gunnlaugsson, Ragnar Ragnarsson, Dóra Steinunn Ástvaldsdóttir, og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, systir og amma, MAGDALENA GUÐMUNDSSON, Sólvallagötu 11, Rvk., fyrrum húsfrú frá Stóra-Hofi Rangárvallasýslu, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 15. júní kl. 10.30. Guómundur M. Þorláksson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Erna Baldvinsdóttir, Sylvía Hildur Ágústsdóttir, Tómas Sigurpálsson, Guðmundur Einar Ágústsson Þórunn Sigurðardóttir, Ragnhildur Elín Ágústsdóttir.Garöar Erlendsson, George Frese, Irma Frese, Gehard Frese, Marga Frese og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andiát og útför fööur okkar, KARLS ÓLAFSSONAR, Hala, Djúpárhreppi. Guðrún Karlsdóttir, Jón Vigfússon, Kristín Karlsdóttir, Ólafur Þórarinsson, Trausti Karlsson, íris Karlsdóttir, Jón Karlsson, Jóna Karlsdóttir, Jón M. Gunnarsson og barnabörn. Jón Bjarni Hjart- arson — Minning Fæddur 18. desember 1924 Díinn 20. maí 1982 „Trúr skaltu vera og tryggur í lund, þá mun tíðin þér hamingju flytja varfærin tunga og verkafús mund, mun verða til farsælla nytja.“ Með þessum orðum skáldsins kemst ég næst því að lýsa bestu eiginleikum Jóns Bjarna Hjart- arsonar. Þó eru þeir ekki nærri allir taldir. Árið 1931 kynntist ég foreldrum hans og systkinum. Þá var hann á 7. ári, lítill og ljúfur drengur. Þótt hann stækkaði og æviárunum fjölgaði, var hann alltaf sami ljúfi og glaði drengur- inn. Trygglyndur, hjálpfús og trúr í starfi sínu fyrir aðra. Umhyggju- samur heimilisfaðir. Hann var fæddur að Mýrum í Eyrarsveit 18. desember 1924. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sín- um ásamt 5 systkinum. Foreldrar hans voru hjónin Hjörtur Rós- mann Jónsson og Kristín Svein- björnsdóttir, sem lengi voru ábú- endur á Mýrum. Snemma byrjaði Jón að vinna, því vinnusemi var ein af dyggðum foreldra hans og systkina. Jóni þótti túnið lítið og heyfengur seintekinn á snöggum mýrum. Hann réðist því í að ræsa fram mýrarnar og breyta þeim í tún, en það var á brattann að sækja. Fyrsta tilraun með þurrk- un á mýrum mistókst. Þá var að vinna upp aftur, sem tókst betur. Tæplega er þó hægt að segja að hann hafi fengið fyrirhöfn sína full borgaða. Hann var sá maður sem aldrei gafst upp við að ná hæsta tindinum. Árið 1957 kom að Mýrum til Jóns Hjördís Einars- dóttir með Lilju Sigurðardóttur, dóttur sína smábarn. Henni reyndist Jón sem besti faðir. Það hefir Lilja reynt að launa honum. Sambúð Hjördísar og Jóns var nokkuð iöng. Þau eignuðust þrjá efnilega syni. Elstur er Hjörtur Rósmann, fæddur 1958, giftur og búsettur í Vestmannaeyjum. Kona hans er Þórunn Sveinsdóttir. Þau eiga einn son, Jón Bjarna. Ólafur Ingi er annar í röðinni, fæddur 1960, og Sigurjón Gunnar yngstur, fæddur 1964. Þeir tveir hafa verið heima. Jón vildi bæta húsakost á Mýr- um. Vegna umbóta á íbúðarhúsinu þar fluttu þau að Hellnafelli því þar er íbúðarhús sem var í eyði, en áfram var haldið búskap á Mýr- um. Til þess að afla tekna til að kosta nýrækt og uppbyggingu húsa fyrir fólk og fénað, þá vann hann lengi fyrir hreppsfélagið. Var þá oft langur vinnudagur. Hann vann einnig við fiskverkun. Alls staðar af sömu trúmennsk- unni. Nú er starfi hans lokið hér á meðal okkar. 20. mai hrapaði hann til bana úr Mýrarhyrnu. Var þar við eggjatöku. Með honum var þá drengur sem fermdist á hvíta- sunnudag, Kristinn Þorbergur Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekkí vera í sfendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morg- unblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Útför móður okkar, KRISTRÚNAR ÞORLEIFSDÓTTUR, Grjótagötu 4, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 15. júní kl. 13.30. Börnin. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarkveöjur viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, AÐALHEIÐAR VILBERGSDÓTTUR, Ásgeröi 3, Reyöarfiröi. Hjalti Gunnarsson, Erla Hjaltadóttír, Arnþór Magnússon, Gunnar Hjaltason, Halla Einarsdóttir, Álfheiöur Hjaltadóttir, Kristján Kristjónsson, Vilbergur Hjaltason, Jenný Ingvarsdóttir, Sigurbjörg Hjaltadóttir og barnabörn. t Þökkum hlýhug og vináttu viö andlát og útför, EIÍNAR JÓNSDÓTTUR, Borgarnesi. Halldóra Jónsdóttir, Ragnar Ásmundsson, Ragnar Jónsson, Guörún Georgsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sigurjónsson, til heimilis í Grund- arfirði. Hann var mjög hændur að Jóni heitnum. Einn af góðum eig- inleikum hans var hvað hann var barngóður. Hændust því börn að honum. Ég bið algóðan guð að styðja og styrkja þennan dreng að þessi at- burður verði honum ekki þung byrði á lífsleiðinni. Til þess er tekið hvað hann tók þessu slysi af djörfung og still- ingu. Hvað sem oss hendir á lífs- leiðinni er gott að leita huggunar í nýárssálmi Matthíasar Jochums- sonar: „í hendi Guðs er hver ein tíð,/ í hendi guðs er allt vort stríð,/ hið minnsta happ, hið mesta fár,/ hið mikla djúp, hið litla tár.“ Fyrir ofan bæinn á Mýrum, æsku- og æviheimili Jóns er fjallið Mýrarhyrna. Þar verpa mávar og veiðibjöllur. Þar sem svo hagar til vex kjarnmikill gróður sem sauðfé sækir mikið í. Féð á Mýrum og fleiri nærliggjandi bæjum sótti mikið í þessa beit. Snemma byrj- uðu Mýrarbræður, Jón og Svein- björn, að sækja fé í Mýrarhyrnu. Fóru þeir oft það sem öðrum var ekki fært. Þeir voru fullhugar á því sviði. Fyrir nokkrum árum var girt fyrir mestu hraphættuna á Mýrarhyrnu, því oft var margt fé sem hrapaði úr hyrnunni. Við þessa girðingu létti óttafargi af mörgum, fyrst og fremst vegna þess að nú þurftu menn ekki að leggja sig í lífshættu við að bjarga fé þaðan og minni hætta á að fé færi þar í ógöngur. Þetta er einn þáttur í lífsstarfi Jóns. Þar gekk hann sitt seinasta spor. Milli mín og dauðans er aðeins eitt fótmál. Kynni mín af Jóni, sem eru orð- in nokkuð löng, einkenndust af órofa tryggð og hjálpsemi. Þetta vil ég að leiðarlokum þakka hon- um. 28. maí var hann jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju að viðstöddu fjölmenni ættingja, vina og samstarfsmanna. Sókn- arpresturinn, Jón Þorsteinsson, flutti þar huggunarrík og hjart- næm kveðjuorð. Nú hvílir Jón frá Mýrum í Set- bergskirkjugarði. Þar hvíla for- eldrar hans og Ágúst bróðir hans. Hvíli góður samferðamaður í guðs friði. Ég votta öilum ástvinum Jóns dýpstu samúð mína. Guð blessi ykkur minninguna um góð- an dreng. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Ágúst Lárusson frá Kötluholti. Legsteinn er varanlegt minnismerki Framleiðum ótal tegundir legsteina. Allskonar stærðir og gerðir. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASONHF STEINSMKUA SKEMMUVEGt 48 SlMI 76677

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.