Morgunblaðið - 13.06.1982, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 13.06.1982, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 41 Anker Jörgensen: „Danmerkur- meistari í málamiðlun“ Danska stjórnin heldur velli, þrátt fyrir erfiðleika Frá fréttaritara Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn, Ib Björnbak. Minnihlutastjórn danskra sósí- aldemókrata verður áfram við völd, undir forystu Anker Jörg- ensens, forsætisráðherra, þótt ný- afstaðin þingslit væru með þeim hætti að mjótt var á mununum. Allt fram að síðasta þingdegi mun forsætisráðherrann sjálfur hafa efast um að stjórnin héldi velli, en Anker Jörgensen hefur í tímans rás áunnið sér titilinn „Danmerkurmeistari í málamiðl- un“. Því verða sósíaldemókratar nú í forsæti er Danir taka við formennsku í Efnahagsbanda- lagi Evrópu, 1. júlí nk. en það voru Róttæki vinstri flokkurinn og Sósíalski þjóðarflokkkurinn, sem björguðu lífi ríkisstjórnar- innar á síðustu stundu. Sæst var á stuðningsbætur til land- búnaðarins, sem forystumenn í landbúnaði eru reyndar mjög óánægðir með, og stjórnin fékk staðfest lög sem miða að því að skapa atvinnu handa ungu fólki. Nú velta menn því fyrir sér hversu lengi ríkisstjórnin geti haldið velli, eftir að kemur að skuldadögum, því í raun er ekki að finna í stefnu hennar neina lausn á efnahagsvandanum, sem eykst sífellt. Ekki þykir því ólíklegt að stjórnin lendi í úlfa- kreppu strax í október og að boðað verði til nýrra kosninga í desember, aðeins ári eftir síð- ustu kosningar. Tala atvinnu- leysingja í Danmörku, sem þiggja bætur af ríkinu, nemur nú 280.000. Verðbólgan er 12% á ársgrundvelli og aukin út- gjöld munu á næsta ári verða innheimt með mikilli skatta- hækkun. Halli á fjárlögum ríkisins nemur í ár 50 milljörð- um danskra króna og í fjárlög- um fyrir árið 1983, sem þingið þarf að fjalla um og samþykkja í október, er gert ráð fyrir 70 milljarða króna halla. Ríkisstjórnin hyggur í haust á breytingar á skattafyrir- komulagi og einnig eru uppi áform um aðgerðir, sem eiga að lögbinda rétt ungs fólks til vinnu og menntunar. Gera á borgar- og hverfaráðum kleift að hrinda þessum aðgerðum í framkvæmd. Vextir fara hækk- andi í Danmörku, en þeir eru fyrir einhverjir þeir hæstu í Evrópu. Ríkið verður að standa undir vaxandi halla á erlendri lántöku með sölu ríkisskulda- bréfa og nálgast vextir af þeim nú að vera 23%. I haust hefja aðilar vinnu- markaðarins viðræður um nýtt samkomulag til næstu tveggja ára og segir forsætisráðherr- ann að ríkisstjórnin muni ekki hafa bein afskipti af þeim við- ræðum, heldur styðja verka- lýðsfélög og vinnuveitendur í tilraunum til að koma í veg fyrir óraunhæfar kauphækkan- Bolur nr. 152 kr. 79.95 Buxur nr. 152 kr. 229,— Bolur nr. 170 kr. 89.95 Buxur nr. 12 kr. 239,— Bolur nr. 128 kr. 97.95 Buxur nr. 122 kr. 229.— Blússa nr. 98 kr. 149.— Buxur nr. 104 kr. 159.— Peysa nr. OJ kr. 39.95 Buxur nr. 92 kr. 140.— Sendum í póstkröfu um land allt. þinginu í haust. landsteinana, í von um alþjóð- lega sveiflu upp á við í efna- hagsmálum — og ekkert bendir til að slíkt sé í nánd. A meðan reynir almenningur í landinu að spara á heimavelli, t.d. með því að fækka utan- landsferðum og eyða sumar- fríinu heima í Danmörku. Veð- urútlitið bendir til þess að þrátt fyrir allt verði sumarið ekki svo afleitt. Sumartískan á börnin og unglingana Anker Jörgensen. Allar líkur eni i að það verði heitt í kolunum i danska demókrata, sem nemur þremur þingsætum frá því í desem- berkosningunum, en þá fengu þeir 59 af 175 þingsætum í Danmörku, en auk þess hafa Grænlendingar og Færeyingar tvö sæti hvorir í danska þjóð- þinginu. Sósíalski þjóðarflokk- urinn sækir á í þessari Gallup- könnun, sem gerð var í maí sl. en borgaralegu flokkarnir fjór- ir ríða hins vegar ekki feitum hesti frá henni. Rætt hefur ver- ið um stjórn þeirra flokka sem valkost við núverandi stjórn, en styrkur þeirra er ekki nægur til að slíkar vangaveltur séu raunhæfar. Það er vandséð hvernig Dan- ir eiga að rata út úr efnahags- vandanum. Forsætisráðherr- ann, Anker Jörgensen, verður að beina sjónum sínum út fyrir Þó að landsmenn séu í sum- arskapi þessa dagana má því búast við að misviðrasamt verði í stjórnmálunum er líða tekur á haustið, sama hvernig annars kann að viðra. Síðasta Gallup-skoðanakönn- un sýndi fram á tap Sósíal- HAGKAUP Skeifunni15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.