Morgunblaðið - 13.06.1982, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.06.1982, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 Fyrir t*pu einu ári var forralega stofnað Ijósrayndasafn, sem g«eti unnið nauðsynlegt björgunarstarf og staðið að hvers konar rannsóknum og þjónustu með íslenskar Ijós- myndir. Aðdragandinn að stofnun- inni er þó lengri og raá rekja til þeirrar nauðsynjar, að fyrir hendi sé sérsafn eða miðstöð, sem vinnur með Ijósmyndir og hefur með hönd- um rannsóknir og úrvinnslu á þessu sviði hér á landi. Slík söfn hafa um áraraðir verið starfrækt víða erlend- is og hefur þar verið unnið mikið rannsóknarstarf og ná þau söfn bsði til eldra og yngra Ijós- myndaefnis og svo mun einnig verða í Ljósmyndasafninu að sögn forráðamanna þess. Ljósmyndasafnið er rekið af einkaaðilum, sem myndað hafa með sér hlutafélag, formaður þess er Eyj- ólfur Halldórs, en aðrir í stjórn eru Leifur Þorsteinsson, Þorsteinn Jónsson, fvar Gissurarson og Ólafur Haukur Símonarson. Aðstandendur safnsins hafa notaö tímann vel síðan ákveðið var að koma safninu á fót. Þeir hafa leigt húsnæði að Flóka- götu 35, beint á móti Kjarvalsstöð- um. í þessu húsnæði, sem er upp á þrjár hæðir, hafa þeir komið sér upp öllum nauðsynlegum tækjabúnaði svo og geymsluaðstöðu, en allar Ijós- myndirnar eru geymdar í eldtraust- um geymslum. Við lögðum þá spurningu fyrir að- standendur safnsins, hvers vegna þeir hefðu lagt í það mikla fyrirtæki Formaður hlutafélagsins, sem á og rekur Ljósmyndasafnið er Eyjólfur Halldórsson, er hann hér til vinstri á myndinni ásamt Dönu S. Jónsson Ijósmyndara og Ivari Gissurarsyni, sem eru starfsmenn Ljósmyndasafnsins. „Verkefiiin óþrjótandia að stofna Ijósmyndasafn? Sögðu þeir, að þar lægi einkum að baki þjóðfræðilegur áhugi. Ljóst væri að mikið magn Ijósmynda væri til hér á landi, sem full þörf og nauðsyn væri að varðveita, bæði vegna menning- arsögulegs og listræns gildis. Ljós- myndin væri ríkur þáttur í daglegu lífi okkar, hún tengdist hvers kyns fjölmiðlun og væri mikilvæg í rann- sóknarstarfi. Auk þess hefði Ijós- myndin hin síðari ár í æ rikari mæli notið viðurkenningar sem sjálfstæð listgrein. Kemur fram sem umboðs- aðili handhafa höfundar- réttar. Safnið er þannig byggt upp, að leitað hefur verið til þeirra sem hafa undir höndum ljósmyndasöfn bæði stór og smá. Einnig hefur safninu borist fjöldi mynda eftir að það tók til starfa, en safnið tek- ur við öllum þeim myndum sem til þess berast og varðveitir þær. Ljósmyndasafnið mun í megin- atriðum haga meðferð verkanna þannig, að það kemur fram sem umboðsaðili handhafa höfundar- réttarins, gagnvart þeim, sem áhuga kunna að hafa á þeim. En einn tilgangur safnsins er einmitt verndun höfundarréttar ljós- myndara, sem að sögn forráða- manna safnsins hefur verið þver- brotinn hér á landi í gegnum tíð- ina. Þessi réttur nær meðal ann- ars til að birta eða láta birta verkin í blöðum, tímaritum, bók- um, sjónvarpi og á kvikmynd inn- anlands sem utan. Ennfremur til að selja einstöku aðilum eftirgerð- ir af myndum í smáum upplögðum og stórum og fá handhafar höf- undarréttar hluta af andvirði seldra mynda, en hinn hlutinn rennur til safnsins. Til að treysta hagsmuni annars vegar safnsins og hins vegar þeirra sem eiga höfundarrétt að ljÓ8myndaverkum í safninu, hefur verið dreginn upp samningur um afnot höfundarréttar, sem báðir aðilar undirrita. Þar er kveðið á um réttindi og skyldur þeirra, sem hlut eiga að máli. Lögfræðingur safnsins, Ragnar Aðalsteinsson, hefur annast þessa hlið mála, en endurskoðun er í höndum Endur- skoðunarmiðstöðvarinnar hf. N. Mancher. Meðal verkefna er upplýs- ingaöflun, heimildar- skráning og rannsóknar- störf. En víkjum að starfsemi Ljós- myndasafnsins. Meðal verkefna þess er að skrá gamlar og nýjar ljósmyndir. En þegar myndir ber- ast safninu eru þær flokkaðar og skrifaðar niður þær staðreyndir, sem kunnar eru um viðkomandi mynd. Gera má ráð fyrir að ótölu- legur fjöldi mynda eigi eftir að berast safninu, en þegar eru í fór- um þess um ein milljón mynda, svo mikil vinna er framundan. Að sögn forráðamanna safnsins er fyrirhugað að tölvuskrá allar myndir safnsins og myndi það líka bæta mjög þjónustu við notendur. Þá hefur safnið það á stefnu- skrá sinni, að vinna að frekari heimildaskráningu, upplýsingaöfl- un og rannsóknarstörf á myndefni safnsins, á vegum safnsins sjálfs, annarra stofnana og einstaklinga. Og geta þá væntanlega hinir ýmsu aðilar leitað til safnsins í þessu skyni. Auk þess hefur safnið sjálft hug á að standa að útgáfu Ijós- myndabóka og það má geta þess, að ekki er til ein einasta íslensk bók um fræðilega hlið ljósmynd- unar, að sögn forráðamanna safnsins. Safnið mun líka annast val myndefnis og lestexta, sjálfstætt og í samráði við aðra, er tengjast útgáfu. En fyrir utan það að ann- ast hvers kyns þjónustu við not- endur ljósmynda, verður það eitt af verkefnum Ljósmyndsafnsins að kynna ljósmyndir með sýning- um og þegar hafa fimm sýningar verið haldnar á vegum safnsins, allar á siðastliðnu ári. Sýning var á myndum Péturs A. Ólafssonar á Patreksfirði, einnig voru myndir Péturs sýndar í Árbæjarsafninu í Reykjavík. Akureyrarmyndir Gunnars Rúnars Ólafssonar voru til sýnis á Akureyri. Myndir frá Snæfellsnesi eftir þá Pétur A. Ólafsson og Gunnar Rúnar Ólafs- son voru sýndar á Hellissandi og í Grundarfirði og loks var sýning á Reykjavíkurmyndum Skafta Guð- jónssonar í Listasafni Alþýðu í Reykjavík í lok ársins. Allir eru ljósmyndararnir fæddir rétt fyrir eða eftir aldamótin og lýsa myndir þeirra þjóðlífi þeirra tíma. En safnið mun ekki aðeins setja upp eigin sýningar, heldur einnig aðstoða við val myndefnis til sýn- inga á vegum annarra og aðstoða við annan listrænan og tækni- legan undirbúning og framkvæmd sýningahalds. Vilja koma í veg fyrir eyði- leggingu og misnotkun Ijósmynda. Síðast en ekki síst, er það eitt af verkefnum Ljósmyndasafnsins að koma í veg fyrir eyðileggingu og misnotkun ljósmynda. Víða hafa merkar ljósmyndir legið undir skemmdum. Varðveisla myndanna felst í viðgerðum á frumeintökum, frágangi frumfilmu í sýrufrí um- slög og eftirtökum til notkunar í safninu. Einnig vill safnið koma í veg fyrir að ákveðnar myndir séu ofnýttar, en að sögn forráða- manna safnsins er það alltof al- gengt að sömu ljósmyndirnar séu notaðar aftur og aftur. Með til- komu safnsins og þá um leið greið- ari aðgangi að fjölbreyttara úrvali af myndum, ætti að vera hægt að koma í veg fyrir slíkt. Til að annast þau störf, sem hér hefur verið greint frá og fara fram á vegum safnsins, hefur safnið tvo fasta starfsmenn, þau ívar Giss- urarson, sem lagt hefur stund á nám í þjóðfræðum, og Dönu F. Jónsson, ljósmyndara. Verkefnin, sem eru framundan, eru óþrjótandi eins og að ofan hef- ur verið rakið, en það sem er ef til vill brýnast er öflun heimilda, því það fer að verða hver síðastur að fá upplýsingar hjá elstu kynslóð- inni, hverjir séu á eldri myndun- um. Sýningagestir, sem komið hafa á ljósmyndasýningar, sem haldnar hafa verið á vegum safns- ins, hafa reynst afar hjálplegir við að bera kennsl á ljósmyndaefnið. Og vera má að forráðamenn safns- ins grípi til þess að hafa safnið opið á kvöldin, til að fólk geti kom- ið og skoðað myndirnar og þekkt einhvern á þeim eða þeir fara á elliheimilin og sýna litskyggnur. Ljósmyndir á safninu eftir íslenska og erlenda Ijós- myndara. Fyrir utan þá eldri ljósmynd- ara, sem þegar hafa verið nefndir í sambandi við sýningar á vegum safnsins, þá eru einnig í safninu myndir eftir ljósmyndarana Magnús Ólafsson, sem fæddur er árið 1862. Hann stundaði ljós- myndanám í Kaupmannahöfn og setti upp ljósmyndastofu í Reykja- vík og rak hana áratugum saman. Hann ferðaðist líka um landið og tók landslagsmyndir og var brautryðjandi á því sviði. Oft gerði hann það í fylgd Ólafs sonar sins, sem lærði iðnina hjá föður sínum, en myndir eftir Ölaf eru einnig á Ljósmyndasafninu, en Ólafur varð síðan konunglegur hirðljósmyndari. Pétur Leifsson vann lengi sem ljósmyndari hjá Ólafi Magnússyni, en stofnsetti Ijósmyndastofu síðar og starf- rækti lengi, en hann var á svipuð- um aldri og Ólafur. Myndir Péturs Leifssonar prýða Ljósmyndasafn- ið. Jón Kaldal, ljósmyndara, sem Aðalstræti skömmu eftir aldamotin. Ljósmyndina tók Magnús Ólafsson, Ijósmyndari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.