Morgunblaðið - 13.06.1982, Side 48

Morgunblaðið - 13.06.1982, Side 48
AUGLYSINÍ.ASIMrNN ER: 22480 Rjúkandi kaffi og heit brauð fra kl. 7 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 Ekkert þokaðist á fund- um ASÍ og VSÍ í gærdag Samninganefndir ASÍ og VSÍ komu saman til fundar í gærmorg- un, en ekkert þokaöist í sam- komulagsátt og lauk fundi fyrir hádegi, án þess aö nýr væri boöað- ur. — Sáttanefndin ætlar að hittast klukkan 14.00 í dag og ræða málin, en engin ákvörðun hefur verið tekin um framhald- ið, annað en aðilum hefur verið sagt að vera viðbúnir fundum, sagði Guðlaugur Þorvaldsson, 15 ára leikmað- ur í 1. deild SIGURÐUR Jónsson, 15 ára Skagamaöur, var valinn í hóp 16 leikmanna Akranesliðsins, sem keppa átti við Fram í 1. deild á Akranesi i gær. Svo ungur piltur hefur ekki áður verið valinn til að leika með meistaraflokki 1. deildar- liðs. Sigurður er fæddur í sept- ember 1966 og er ennþá í 3. at'birsflokki. A. mati sérfræðingi er Sig- •irður einn efnilegas’.i knatt- spyrnumaour, sem komið hef- ur fram á íslandi um langa hríð. Erlend atvinnumannalið hafa sýnt Sigurði áhuga og hann hefur m.a. æft um tíma með skozka liðinu Glasgow Rangers. ríkissáttasemjari, í samtali við Mbl. Guðlaugur Þorvaldsson sagði ennfremur aðspurður, að engin formleg sáttatillaga væri í burð- arliðnum. Sáttanefndin gekk á fund Gunnars Thoroddsens, forsæt- isráðherra, í gærmorgun klukk- an 08.00, áður en samninga- nefndirnar komu saman klukk- an 09.00 og skýrðu forsætisráð- herra frá stöðu mála. Fjöldi rússn- eskra rann- sóknaskipa við landið FJÖLDI rússneskra rannsóknaskipa hefur fengið leyfi íslenzkra stjórn- valda til aö stunda ýmiskonar rann- sóknir við ísland í sumar og munu Rússar hafa fengið að minnsta kosti 8 rannsóknaleyfi fyrir skip sin. Sem stendur eru tvö rússnesk rannsóknaskip við kolmunna- rannsóknir út af Austfjörðum og halda þau sig á svæðinu frá 20 mílum frá landi, út fyrir miðlínu. Venjulega hafa Rússar hafið kolmunnarannsóknir úti fyrir Norð-Austurlandi í byrjun júlí, en nú þegar eru komin 2 rússnesk veiðiskip og 2 búlgörsk til veið- anna. Þá er enn nokkur fjöldi rússneskra togara á karfaveiðum djúpt undan Reykjanesi. Olíuveröshækkunin: HEYFLUTNINGAR I JÚNÍ — Sumarið kom seint í byggðunum við Isafjarðardjúp. Á Snæfjallaströnd var orðið heylaust á nokkrum bæjum og var gripið til þess ráðs að fá varðskipið Óðin til að fiytja þangað 15 tonn af heyi frá Hvammstanga. Myndin sýnir er verið var að hífa heyið um borð i léttbát varðskipsins, Snæfjallaströnd í baksýn. Morgunblaöiö/ Helgi lUllvarösson. Gasolíuverð: Lítrinn er 44,8% ódýrari í Grimsby en á Islandi VERÐ á gasolíu í Grimsby í Englandi, en það er sú borg erlendis sem islenzk fiskiskip koma hvað oftast til, er nú 44,8% lægra en á íslandi. Verð á gas- olíulítranum i Grimsby er nú 2,91 króna, en er 4,20 krónur á íslandi og munar 1,29 krónum á hverjum lítra. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í Grimsby, þá var verðið á gasolíutonninu í Grimsby 163 sterlingspund, allt þar til fyrir nokkrum dögum, en þá hækkaði tonnið í 172 pund og er ekki gert ráð fyrir að það hækki frekar á næstunni. Höfn: Erfið veðrátta til humarveiða llöfn, 12. júní. IIEÐAN stundar nú 21 bátur humar- veiðar á þessari vertíð og hafa nú bor- ist á land um 97 tonn til vinnslu í fiskiðjuveri KASK. Erfið veörátta hef- ur hamlaö veiðum verulega og til marks um það má nefna, að á sama tíma í fyrra voru gerðir út 15 bátar héðan á humarveiðar og höfðu veiðst rúm 108 tonn á sama tima í fyrra. Þegar gefið hefur á sjó hefur afl- ast vel. Aflahæsti báturinn eftir síð- ustu löndun er Haukafell SF 111 með tæp 8 tonn af slitnum humri. í hum- arvinnslunni vinna um 100 manns. Næstu daga mun Skaftafellið lesta hér humar á Ameríkumarkað og er það fyrsta afskipunin á þessari ver- tíð. Einar. Ástandíð uggvænlegt" 99 segir Vilhelm Þorsteinsson á Akureyri „ÚTGERÐ togaranna er að stöðvast. það er stórmerkilegt að menn skuli halda áfram að gera togarana út, eins og ástandið er í dag, en menn reyna að þrauka eins og frekast er kostur, þvi enginn vill vera fyrstur til að stoppa, auk þess sem fólk i bæjum landsins lifir á því sem togar- arnir færa að landi,“ sagði Ólafur Gunnarsson framkvæmdastjóri Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað þegar hann var inntur álits á olíuverðs- hækkuninni á föstudag. „Erfiðleikar togaraútgerðarinnar voru nægir fyrir, þótt ekki kæmu stórkostlegar olíuverðshækkanir. Ástandið er uggvænlegt og versnar sífellt,“ sagði Vilhelm Þorsteinsson framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa. „Það sjá allir, að það er ekki hægt að fella gengið endalaust, en þessi olíuverðshækkun er úr tengslum við allan raubyeruleika. Allt að 24 tonn á sólar- hring í tvímenningstroll „Mjög athyglisvert og spennandi veiðarfæri,“ sagði Matthías á Bylgjunni VE í talstöðvarsamtali við Morgunblaðið „ÞESSAR tilraunir okkar með tvímenningstroll hafa gengið upp og niður, en það er Ijóst að þetta er mjög athyglisvert og spennandi veiðarfæri og kemur mjög vel út hvað varðar olíukostnaðinn, en það þarf að hanna þetta betur og styrkja fyrir okkar aðstæður," sagði Matthías Óskarsson skip- stjóri á Bylgjunni frá Vestmanna- eyjum í talstöövarsamtali við Morgunblaðið í gær frá Suður- landsmiðum austanverðum. Hann ásamt bróður sínum, Sig- urjóni Óskarssyni á Þórunni Sveinsdóttur, hefur undanfarnar vikur gert tilraunir með eitt troll fyrir tvo báta og um skeið var færeyskur trollskipstjóri um borð hjá þeim til að koma þeim á bragðið varðandi þetta veiðifyr- irkomulag, en Færeyingar hafa talsvert notað tvímenningstroll með góðum árangri þar sem sér- staklega er um mikinn sparnað að ræða í olíukostnaði. Á tvímenningstrolli koma bátanir tveir í staðinn fyrir hlera og mikið sparast á keyrslu í togi. „Við erum á landleið núna með allt í henglum," sagði Matti, „við höfum verið með ýmsar kúnstir til þess að kanna hvernig bezt er að draga þetta, en það háir okkur að við höfum aðeins eitt troll, því þegar rifnar verður annar báturinn að bíða meðan gert er við og í gær t.d. vorum við í 10 tíma bætingu. Það hafa þó komið góðir sprettir í þetta og einn sólarhringinn fengum við 24 tonn af þorski og ýsu í 5 höl- um. Ef vel ætti að vera þyrftum við 2—3 troll, en samt sem áður sjáum við árangur og þetta er að þróast. Garnið í netinu er 4 mm en við erum aðeins með 3 mm garn eftir um borð, og þurfum að bæta með því.“ Það verður líka að reyna að draga úr öllum tilkostnaði við útgerðina og það verður ekki gert með olíu- verðshækkun," sagði Ólafur Gunnarsson. „Það er svo sem hægt að lækka gengið, en fyrir fjöldann gerir það ekkert gagn. Margir aðilar skulda svo mikið í skipunum, að um tekjuaukningu getur ekki verið að ræða, þegar stofnfjárskuldir eru jafn miklar og skipin afla fyrir á Ég held að það sé stutt í stoppið. Það hlaða allir upp olíuskuldum. Jafnvel þótt menn færu að fiska þorsk í auknum mæli, þá dugar það ekki neitt. Það þýðir ekki lengur að bíða eftir þorskinum, boltinn er orðinn svo stór og held- ur sífellt áfram að stækka," sagði Ólafur að lokum. „Ef togararnir halda áfram að veiða hinar ódýrari fisktegundir, þá er ljóst hvað gerist á næstunni. Róðurinn hjá okkur er orðinn mjög þungur. Aflaverðmætið er minna en á sama tíma undanfarin ár. Bæði er um aflaminnkun að ræða og þorskafli er miklu minni. Sem dæmi má nefna að við sáum ekki þorsk frá því í aprílmánuði, þar til nú fyrir helgi," sagði Vil- helm Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.