Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 53 SéA heim að Torfastöðum. Ljfan. RAX í söngtíma hjá Garðarí Cortes. KÖE. Hér er Guðmundur á hinum fallega hesti sínum Óskari. hefur konan mín og eldri strák- arnir séð um búið og auðvitað er það erfitt fyrir þau. Það má líka segja að í huga mér sé togstreita milli tveggja áhugasviða, ann- ars vegar er það búið þar sem ég hef stundað hrossarækt af mikl- um áhuga, og hins vegar söngur- inn. En ég og fjölskylda mín verðum að reyna að koma okkur upp lífsmynstri, þar sem hægt er að sameina þessa hluti og höfum við hjónin verið að ígrunda með hvaða hætti það mætti helst verða. Það er margt sem þetta nám veitir manni utan sjálfrar söngkennslunnar," sagði Guð- mundur, þegar ég spurði hann hvaða gildi söngnámið hefði fyrir hann. „Við lærum sviðs- framkomu og lærum að túlka þær tilfinningar, sem koma fram í söngtextanum. Ég hef því þurft að gera stórátak í því að verða bæði frjálslegri í fram- komu og opnari tilfinningalega, því sumt af því sem ég læri verð ég að temja mér til frambúðar og gera mér eðlilegt. En slíkt lærist aðeins á mörgum árum. Það hefur því ekki farið hjá því, að söngnámið hafi sett sitt mark á mig. Viðhorfin hafa breyst og markmiðin líka. Lífshættir hafa líka að mörgu leyti tekið stakka- skiptum, því það er tvennt ólíkt að vera bóndi í sveit eða stunda söngnám en hvorutveggja hefur veitt mér mikla ánægju í gegn- um tíðina." Það var komið að lokum þessa viðtals og Guðmundur segir mér, að hann sé að fara í ferða- lag austur á firði í haust og muni syngja þar með karlakór- um. Einnig ætlar hann og Signý Sæmundsdóttir, sem stundar nám í Söngskólanum, að halda tónleika í Aratungu í júnímán- uði. „Maður verður að lofa sveit- ungunum að heyra hvað maður hefur verið að læra að undan- förnu," segir Guðmundur og brosir kankvíslega. ..fLíiialí i V--.v HE Á HvíUsunnukappreiðum Fáks var Guðmundur gæðingadómari. Hér er hann ásamt Evrópumeistaranum Sigurbirni Bárðarsyni. gfam. Ca«jó>. Það er margs að geta á stórum bæ, hér er Guðmundur við gegningarnar. Hringir fundnir umhverfis Neptúnus VÍSINDAMENN við Villanova háskólann í Bandaríkjunum telja sig hafa uppgötvað tvo hringi um- hverfis Neptúnus. Keynist sú upp- götvun vera rétt, þýðir það að stóru piáneturnar fjórar, sem eru ystar í sólkerfinu, eiga það sam- eiginlegt að hringir eru á braut umhverfis þær allar. Stjörnufræðingar við Villanova segjast hafa fundið hringina er þeir fóru yfir gögn, sem safnað hafði verið í stjörnuathugunarstöð á Nýja-Sjálandi árið 1968, en síð- an gleymt. Dr. Edward F. Guinan sagði á fundi bandaríska stjörnufræði- félagsins í Troy, New York, að hringirnir virtust vera 1.930 km á breidd. Hann kvaðst ætla að þeir lægju nálægt miðbaug plánetunnar og áætlaði sam- kvæmt því að hringirnir snérust í u.þ.b. 2.900 og 6.750 km hæð yfir skýjum Neptúnusar. Satúrnus, Úranus og Júpíter hafa allar hringi á braut um- hverfis sig og hefur vísinda- menn lengi grunað að svo væri einnig um Neptúnus. Neptúnus er áttunda reikistjarnan af níu frá sólu í okkar sólkerfi og sök- um hinnar miklu fjarlægðar frá jörðu er erfitt að skoða hana svo vel sé. Guinan segir ástæð- una fyrir því að öðrum vísinda- mönnum hafi sést yfir hringina sennilega vera þá hve nálægt þeir liggi yfirborði plánetunnar og einnig eru þeir nær gegn- sæir. Stjörnufræðingurinn segist enn eiga eftir að fá niðurstöður sínar endanlega staðfestar, en þær eru aðallega byggðar á ljósmælingum. í yfirlýsingu um uppgötvunina sagði að ekki lægi ljóst fyrir úr hvaða efni hring- irnir væru samsettir, en dr. Guinan telur að þeir séu úr leif- um fylgihnattar, sem hafi splundrast fyrir tilverknað að- dráttarafls Neptúnusar áður en hann náði að mynda fastan kjarna. Hringarnir eru því sennilega úr ís og grjótmuln- ingi, en Neptúnus sjálfur er, líkt og hinar köldu stóru pláneturn- ar þrjár yst í geimnum, sam- settur úr ís og frosnum loftteg- undum s.s. metani, ammoníaki og köfnunarefni. (AP) Smáþorskur í afla Rússa Frá Jan Grik Lauré í Ósió. NORÐMENN hafa skorart á Kússa art hætta þorskveiðum á norska verndarsvæðinu umhverfis Svalbarrta, þar sem of mikirt hefur verirt af smáþorski í afla sjómanna á svæðinu. Um 60 rússneskir og fjórir spánskir togarar eru við þorsk- veiðar á svæðinu. Fiskifræðingar óttazt að ef of mikið verði veitt af smáþorski muni það stofna uppbyggingu norska íshafs- þorskstofnsins í hættu og vilja því banna veiðarnar. Enn sem komið er hafa aðeins verið send tilmæli til sovézka sjávarútvegsráðuneytisins um að veiðunum verði hætt, en ef ekk- ert lát verður á þeim getur kom- ið til mála að banna þorskveiðar innan norska verndarsvæðisins. Norska strandgæzlan hefur haft afskipti af nokkrum sovézk- um togurum án þess að finna ólögleg veiðarfæri, en hún hefur staðfest að mikið sé af smá- þorski í aflanum. Sovézka sjávarútvegsráðu- neytið virðist ekki hafa sent sov- ézkum togaraskipstjórum áskor- unina um takmörkun og stöðvun fiskveiðanna, því að enginn þeirra hafði heyrt um hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.