Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 mmim _____________________________c IM2 Ualmal frw „Kcwnski vifc kojn'\n yffr á re.kni rv^nuvYi." love ÍS... tto ... að óska sér að finna hlýjan andar- drátt hans leika um vanga sinn. TM Rag. U S. Pat. Oft.-all rlghts rasarvad •1982 Loe Angeles Timee Syndicate Hann liggur mjög vel á veginum! Með morgunkaffinu Þetta verk heitir: Kona listmálar ans í útlöndum, stendur hér. Bréfritari telur aö fækka megi gangbrautarslysum. Umferðarmenningin hér á landi Reykjavík 6. júní, 1982. Herra Velvakandi! Ég er áhugamaður um umferðar- mál, og ætla því að skrifa þér smá pistil og vekja máls á nokkrum atriðum, sem mér finnst skorta á í okkar umferðarmenningu. Það er þá fyrst að nefna þann ein- kennilega sið okkar Islendinga að aka sífellt með parkljós (stöðuljós) við öll möguleg tækifæri. Stöðuljós eru, eins og nafnið bendir greinilega til, til þess ætluð að notast þegar bílar eru í kyrrstöðu, en ekki þegar þeir eru í akstri. Þetta virðist mönnum ganga afskaplega erfiðlega að skilja, því það er mjög algengt, að sjá menn aka um með stöðuijósin, jafnvel leigubílstjóra, sem hafa þó atvinnu af akstri og eiga því að vita betur. Það mætti halda að menn væru að reyna að spara eitthvað, eins og þeir græddu eitthvað á þessu. En það hefur margoft verið sýnt frammá, að sparnaður af þessu er sáralítill. Það virðist því vera augljós þörf á, að kennd sé notkun stöðuljósa alveg frá grunni, á því virðist enginn vafi. Einkum leitar Velvakandi góður! Mikið er ég fegin að Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur er komin aftur á sjónvarpsskerminn, hann lýsir manna best veðrinu. Veri hann alltaf velkominn. Hvernig er með blessaða ungl- ingana sem mér sýnist eiga að hirða borgina okkar? Væri bara ekki best að senda þeim heim kaupið? Mér hrýs hugur við að sjá hvernig unnið er, ég sé ekki betur en krakkarnir liggi heilu og hálfu tímana, máski vegna þess hve kaupið er lágt. Þetta er til að kenna þeim leti og ómanneskju- hátt. Eru engir verkstjórar? Þessi letingjaháttur endurtekur sig ár eftir ár. Hver borgar svo brúsann, erum það ekki við, skattborgarar? Þá eru það verkföllin. Mér finnst alltaf að megin þorri fólks vilji ekki standa í þeim, það má engin við þeim. Þess vegna finna alltaf forkólfarnir upp á þessu þetta á huga manns á þessum árs- tíma, þegar margir freistast til að aka með parkljós, vegna þess hvað það er bjart á nóttunni. Annað atriði, sem mig langar til að minnast á, er þessi sífelldi akstur manna á vinstri akrein á tveggja akreina götum. Þó hlýtur hver mað- ur að sjá það í hendi sér, hvert hag- ræði það er, að menn temji sér þá reglu að aka alltaf á hægri akrein þegar þeir geta, jafn einföld og hún er. Hvað kemur það ekki oft fyrir, að einhverjir tveir loki alveg tveggja akreina götu og haldi allri umferð fyrir aftan sig. Mönnum virðist það einu gilda á hvorri akreininni þeir eru og hugsa ekkert út í þetta. Ef menn hins vegar temdu sér að vera alltaf á hægri akrein og að nota þá vinstri til framúraksturs, þá verður hún alltaf opin til þeirra hluta, þeg- ar einhver þarf á því að halda að komast framúr. Þriðja atriðið varðar akstur á hringtorgum, og þá áráttu sem ísl. ökumenn hafa, að vera sífellt í innri hring ef þeir eiga nokkurn mögu- leika á, kannski tengist þetta eitt- sjálfir, finna sig knúna til að fá tvöfalt kaup, vesalingarnir, þeim er nákvæmlega sama þó við förum illa út úr öllu þessu tapi, sem við endurheimtum aldrei aftur. Lena Jónsdóttir, G948—0415. hvað akstrinum á vinstri akreininni. Ég vil að menn temji sér að vera á ytri akrein ef þeir ætla næst eða næstnæst út úr hring, en séu annars í innri hring. Ef þessum reglum væri fylgt, þá gæti maður á ytri hring alltaf treyst því, að sá sem ekur með honum inn í hring, muni ekki aka út úr honum á undan hon- um og þannig flokkað bíla eftir því hvort þeir voru inn á hringnum, eða voru að koma inn á hann. Jafn ein- föld og sjálfsögð og þessi regla er, er furðulegt að menn skuli ekki not- færa sér hana undantekningarlaust. Atriði, sem mér dettur í hug tengt þessu, er hvernig á því standi að ekki hafi verið búið til meira af hringtorgum en hefur verið gert. Nú skilst manni að þau hafi gefið mjög góða raun í alla staði, flytji umferð mjög vel með hlutfallslega mjög lágri slysatíðni, og ekki alvarlegurn slysum yfirleitt þegar þau verða. í fjórða lagi langar mig að minn- ast á atriði sem getur verið dálítið umdeilt, en það varðar samskipti ökutækja og gangandi vegfarenda á gangbrautum. Mér finnst það stór spurning, þegar maður hugsar til allra þeirra alvarlegu gangbraut- arslysa sem orðið hafa, hvort ekki sé skynsamlegast að gera það að reglu að stöðva ekki við gangbraut, nema á þeirri akrein sem fjær er hinum gangandi vegfaranda sem um ræðir. Ef þessari reglu er fylgt, er engin hætta á því lengur að bíll komi hin- um gangandi vegfaranda að óvörum, né að útsýni aðvífandi ökutækis sé takmörkað. Maður verður nefnilega að hugleiða það, að þegar bíll stöðv- ar við gangbraut, þá hættir hinum gangandi vegfaranda til að treysta í blindni að öllu sé óhætt, það skapar falska öryggiskennd, hann er búinn að bíða og bíll hefur stoppað svo allt er í lagi að hans mati, en þá er ef til vill allt í einu kominn annar bíll. Þessi regla hefur því auðsæja kosti, sem ég held persónulega að vegi fullkomlega og meira til á móti því óhagræði, sem gangandi vegfarend- ur mundu hafa af þessu, vegna þess sem þeir mundu þurfa að bíða leng- ur. Hvað er það á móti því, að með þessu móti myndi stórfækka um- ferðarslysum á gangbrautum. Þetta er nú orðið ansi langt svo ég hætti núna, en ég vona að þú sjáir þér fært að birta þetta þrátt fyrir lengdina. Virðingarfyllst, Vegfarandi. Vísa vikunnar Viljirðu ekki vinarspark í vinstrimanna skæklatogi, bera skaltu brennimark B-listans í Kópavogi. Hákur ____________ MORGUNBLAÐID, KIMMTUDAGUR 10 JÚNl 1982 Nft- vimrtri meirihluti i K6p>rogfc Bæjarstjóraskiptum mótmælt Ekki dugnaðinum fyrir að fara í unglingavinnunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.