Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 65 Hvaða möguleika á belgíska liðið — gegn heimsmeisturum Argentínu í Barcelona í dag? MÓTHERJI Argentínumanna í Barcelona á morgun er landslið Belgíu. Allt fram til 1980 var belgísk knattspyrna frekar lágt skrifuð á knattspyrnusviðinu. Það vantaði ekki að þjóðin hafði á að skipa fram- bærilegu landsliöi, gallinn var bara sá, að Holland var þá með sannkall- að stjörnulið og einhvern veginn æxlaðist það alltaf þannig að þjóð- irnar drógust saman í riðil. Bar Hol- land þá ævinlega efri hlut. En þegar draga tók af Hollending- um fór sól Belga hækkandi, liðið komst í úrslitakeppni Evrópu- keppni landsliða 1980 og stóð sig þar hreint út sagt frábærlega. Komst liðið í úrslit og tapaði þar naumlega 1-2 fyrir Vestur-Þýska- landi. Þegar dregið var í undan- riðla fyrir HM-keppnina nú dróg- ust erkifjendurnir aftur saman, Holland og Belgía. En nú var tími Belga runninn upp, þeir skákuðu Hollendingum, liðinu sem leikið hafði til úrslita í tveimur síðustu HM-keppnum. Og Hollendingar náðu ekki einu sinni 2. sætinu í riðlinum, Frakkar tóku það og ír- land var meira að segja mun nær því að komast til Spánar heldur en Holland. En hvaða möguleika á lið Belga gegn heimsmeisturunum? Cesar Menotti, þjálfari Argentínu, hefur látið í ljós dálitlar áhyggjur. Hann hefur sagt að það myndi ekki koma sér á óvart þó Belgar gerðu stóra hluti á HM. Það sagði hann áður en dregið var í riðlakeppnina. Fleiri hafa tjáð sig og talið Belga eiga möguleika, sérstaklega þar sem enginn reiknar með miklu af liðinu þrátt fyrir árangurinn á ít- alíu 1980. Belgía er bara ekki nógu stórt nafn í knattspyrnuheimin- um. En liðið er sterkt, á því er eng- inn vafi. Það gæti hæglega staðið í Argentínu, ekki síst ef Diego Maradona getur ekki leikið með vegna meiðsla sinna. Árangur Belgíu síðustu árin byggist á fremur leiðinlegri knattspyrnu frá sjónarhóli áhorfandans. Sterkur varnarleikur með skyndisóknir undir faldinum er í stuttu máli það sem belgíska landsliðið byggir Lið Belgíu Landslið Belgíu sem leikur í dag gegn Argentínu verður að öllum líkindum skipaö þessum leikmönnum. Markvöröur: Pfaff Vörnin: Gerets Coeck i Millecamps Renquin Tengiliðir: Van Moer Vandereycken Vercauteren Framherjar: Van der Elst Vandenbergh Ceulemans Liðið mun leika 4—3—3. á. Vörnin er mikill múr með mið- verðina Meews og Millecamps í broddi fyikingar og Jean Marie Pfaff. Framvarðarlína liðsins er ekki skipuð ofurstirnum heldur jöfnum og baráttuglöðum leik- mönnum. Lykilmennirnir þar eru Wilfried gamli Van Moer, sem er orðinn 37 ára gamall og Francois Van Der Elst. Van Moer lék með belgíska liðinu á HM 1970 og hefur æ síðan verið heilinn á bak við belgíska liðið. Framlínuna munu líklega skipa þeir Jan Ceulemans, Erwin Van Der Bergh og ungur nýliði að nafni Zerniatinski. Bergh verður þó líklega einn frammi, en hinir tveir aftar. Þetta er hættu- legt þríeyki ef því er gefið svig- rúm, sérstaklega er Ceulemans skæður, það sýndi hann á Ítalíu 1980. Búist verður við því að Argen- tínumenn sigri í leiknum, en róð- urinn verður þó mjög hugsanlega þungur, það er jafnvel ekki útilok- að að óvænt úrslit skjóti upp koll- inum þegar í fyrsta leik keppninn- ar. • Þrír af lykilmönnum Belgíu. F.v. Francois Van Der Elst sem leikur meö West Ham í Englandi, Erwin Van Der Bergh sem var markahnsti leikmaður Evrópu 1980, og vinstri útherjinn Jan Ceulemans, snjallasti framherji liösins. • Argentínumenn fagna slgri í heimalandi sínu 1978. Leikmennirnir eru f.v. Gall- ego, Passarella, Luque og Ardiles. 8á frakkakUaddi með yfirskeggið, annar frá vinstri, er hins vegar þáverandi forseti landsins, Videla. Bein útsending frá Barcelona í dag EINS OG fram hefur komið í Mbl. verður bein útsending í íslenska sjónvarpinu frá opnun- arathöfn HM-keppninar í dag og fyrsta leiknum, viðureign Argentínu og Belgíu í Barce- lona. Rétt er að minna á helstu atriðin varðandi útsendinguna. Útsendingin hefst klukkan 17.15 og stendur hún óslitið allt fram að fréttaágripi á táknmáli, þannig að aðrir fyrirhugaðir dagskrárliðir falla þar af leiðandi niður. Þá má geta þess að unnið er að því að fá beina útsendingu frá úrslitaleiknum 11. júlí. Ef það heppnast mun eitthvað af starfsliði RUV verða kvatt úr fríi til að sinna því. Vivj,sT(si HÖTAte g'WoÚ- MAfcfcMAK>M'|lO|0 ctaAi-r soÐoe- AMereisCT i-i-tfD v/itoOvJtc. UAUMAM Yf=n'rc; ± ptstta ss'uoo' 'i œssAti 'I ejou A LT A. ACT.-tU K.... - TÍNJAjBBMÍlujA A - í=tsoauaajC) oa, A - ÞTStóiLAlOp 'VUTAS Hte&OÚ LeifcA. FæASSlL.- i’SKl VAeK)A,Er HAÖ.IMHO <Lu»cKm- p,ycioo UifDu© , maizk ee jsKDfcajs t-NSArÍNjTK.— f LA I k \ r nerofc _DAK0 M'l |C i 1_L_ Freie-J Si-TTcrr/ HCLLEMSKA í"1 LÍItSAT P' RRAfe íACEMMTl - • LÉÖ A ÍA r3LAUTMH A cxt sl£ i fmm CtEA-SVEI-ÚiMUM S i| MO ■1 KUOUA ETTHRt •Sv/AiS ViFS T HÁFWi JOHAtJ fi CJ2.WVp-p: ÞéuAAíA MAOS. 2 CK-OYFK T eceAt FYRíTA Ofa pr-jot HVAClKtfe. K(2oi_ O ÚATT '7 5AMA tE'feUl KlA-r Áb 5áe -í ute> fi H«HÍuoi-h A£TOE HAL£>lí>J AFTUC AF .ÞeSSUM HOL-y PÚLv/EejAK eíútAv.'í v/egfc A.e> vís£rttsa.sy. er>o ■STK'Gt I YVAttwé5D KJO TOHASÚ'LeSKI HA 5EM T>-TcSer> UAHTOH >~\tUkJ TIOEj.t-_.vrTA A UM(tL£.UÞiuhoM , 8JAÚAAE; C^ÍLJ—O AJ— l L_ \_/£3£/- \ Tekst Argentínu að verja titilinn? — hefur frábæru liði á að skipa í HM Argentína lenti í 2. sæti á HM 1930. Varð heimsmeistari 1978. Kjarni lands- liðsins er skipaður sömu leik- mönnum og sigruðu 1978. Nýliðar liðsins, Maradona og Ramón Díaz eru meðal bestu knattspyrnumanna í heimi. Spánn og Argentína eru þær tvær þjóðir er leika í lokakeppni HM í sumar án þess að hafa þurft að taka þátt í undanriðlum. Spánn vegna þess að þar fer heimsmeist- arakeppnin fram og Argentína vegna þess að argentínska liðið er núverandi heimsmeistari í knattspyrnu; sigraði á HM í heimalandi sínu 1978. Þótt knattspyrnuferill landsliðsins sé glæsilegur á alþjóðavettvangi var það í fyrsta skipti, sem Argentína sigrar á HM. I fyrstu heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu í Uruguay 1930 léku Argentína og Uruguay til úr- slita. Heimaliðið sigraði 4—2. Argentína háði einmitt fyrsta landsleik sinn í knattspyrnu við Uruguay. Það var 20. júlí árið 1902. Sigraði Argentína í þeim leik, 6—0. Núna í sumar verða því 80 ár liðin síðan Argentína lék þennan sögulega landsleik. Arg- entína hefur sigrað 12 sinnum í keppni S-Ameríkuþjóða og lenti í 2. sæti á Ólympíuleikunum í Amsterdam 1928. Argentínska landsliðið hefur leikið yfir 560 landsleiki. Argentína leikur gegn Belgíu í 1. leik heimsmeistarakeppninnar á Spáni í sumar. Sá leikur fer fram á Nou Camp-leikvanginum í Barcelona 13. júní Síðan spilar liðið aðra leiki sína á Rico Pérez-leikvanginum í Alic- ante. Það var svo, að stuttu fyrir HM 1978 var ekki búist við miklum af- rekum af hálfu argentínska lands- liðsins. Oftar en einu sinni átti að reka Menotti, þjálfara þess. Hann var ekki álitinn hæfur til starfs- ins. Strax eftir að heimsmeistaratit- illinn var unninn hóf argentínski þjálfarinn undirbúning landsliðs- ins fyrir HM 1982. Framtíðar- áform hans voru ekkert hæversk; að endurheimta titilinn á Spáni. Lið César Luis Menotti er næst- um því það sama og lék til úrslita á HM 1978. Vitað er að liðið nýtur mikilla vinsælda meðal spænskra knattspyrnuunnenda og að flestir þeirra vildu gjarnan sjá Argent- ínu í hópi efstu liðanna. (Sem sé eins konar „varauppáhaldslið", ef Spánverjum gengi ekki sem best I keppninni.) Menotti hefur ekki vanrækt undirbúning og æfingar liðs síns eitt andartak. Þegar 1979, ári eftir að þeir hlutu heimsmeistaratitil- inn, lét hann sig miklu skipta að argentínska unglingalandsliðið stæði sig vel á heimsmeistaramóti unglinga í Japan. Kjarni argent- ínska landsliðsins er, eins og áður hefur komið fram, skipað úrval- inu, sem sigraði í úrslitaleiknum við Hollendinga 1978 og meðal nýliða liðsins er sá, sem best stóð sig í Japan, hinn ungi Diego Arm- ando Maradona. Lið Argentínu Landslið Argentínu veröur aö öllum líkindum skipað þessum leikmönnum I dag. Markvöröur: Fillol Varnarmenn: Oiguin Passarella Galvan Tarantinl Tengiliöir: Ardiles Gallego Maradona Framherjar: Bertoni Diaz Kempes Liðið leikur 4—3—3 Sömu leikmenn og á HM 1978 Argentínska liðið undir stjórn César Luis Menotti er nær það sama og frá 1978. Markvörður þess, Fillol og fyrirliðinn, Passar- ella, verða áfram stoðirnar í vörn liðsins. Báðir leika með fræga arg- entínska liðinu River Plate. Nýlið- ar liðsins eru engu verri: Mara- dona (21 árs) er af flestum talinn einn snjallasti knattspyrnumaður í heiminum í dag. Maradona var fyrirliði unglingalandsliðs Arg- entínu í Japan 1979. Hann hóf knattspyrnuferil sinn með Arg- entína Juniors 1973, varð atvinnu- maður í kanttspyrnu 1977 og árið 1981 gekk hann í raðir félagsins Boca Juniors. Maradona er fram- herji í argentínska landsliðinu. Hann ásamt Ramón Díaz, Mario Kempes og Bertoni mynda ef til vill hættulegustu og slungnustu sóknarlínuna á HM í sumar. Aðrir leikmenn er urðu heimsmeistarar 1978 og verða að öllum líkindum með í sumar eru: Balay (vara- markvörður), Gallego, Luis Galv- án, Olquín, Tarantini og Valencia að ógleymdum Ardiles. Menotti hefur tekist að halda uppi frábærum aga meðal leik- manna og bæta líkamlegt ástand þeirra. Liðið er í dag í góðu jafn- vægi, þar sem fara saman rósemi og reynsla, „gömlu“ kappanna; Fillol, Passarella og Kempes, og fjör, hraði og kraftur þeirra ungu; Maradona, Ramón Díaz og Brail- ovski. Argentínsk knattspyrna stend- ur vel að vígi hvað varðar S- og Mið-Ameríkuþjóðir. Margar þjóð- ir í Evrópu hræðast hana þó ekki, segja að heppni og góðar kringum- stæður hafi ráðið því að Argent- ína sigraði á HM fyrir 4 árum, Knattspyrnan í Argentínu er sam- bland evrópskrar knattspyrnu, sem innflytjendur frá ýmsum löndum Evrópu fluttu með sér til Argentínu á sínum tíma. Hún er sterk vegna þessara áhrifa og tæknileg og slungin vegna sögu- legs og hefðbundins framlags landsins sjálfs. Tveir stórleikir á mánudag Ítalía — Pólland og Brasilía — Rússland Á mánudag fara fram tveir leikir í Heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu. Ítalía og Pólland leika í Vigo. Og Brasilía og Sovétríkin leika i Sevilla. Báðir þessir leikir verða að teljast til stórleikja í riölunum og eru mjög mikilvægir fyrir liðin. Mjög erfitt er að spá um úrslit í leikjum þessum. Þó telja knattspyrnusér- fræðingar að lið Ítalíu og Brasilíu séu sigurstranglegri. Leikur Bras- ilíumanna og Sovétmanna verður mjög athyglisverður. Lið Sov- étríkjanna hefur gengið hreint ótrú- lega vel í síðustu landsleikjum sín- um og hefur leikið yfir 20 landsleiki Tékkneskur dómari Tékkneskur dómari mun fá það erfiða hlutverk að dæma opnunarleik HM-keppninnar sem leikinn verður í Barce- lona á morgun milli Argent- ínu og Belgíu. Sá svartklæddi heitir Vojtek Christov. Mið- Ameríkumaðurinn David Socha mun dæma leik Skot- lands og Nýja-Sjálands. án þess að tapa leik. Margir spá því að liðið eigi eftir að koma einna mest á óvart í HM-keppninni að þessu sinni. Spurningin er hvort að velþjálfuðum Sovétmönnum tekst með krafti að brjóta niður leikni Suður-Ameríkumannanna. Við skulum til gamans líta á hugsanlega liðsuppstillingu hjá þessum þjóðum. Ítalía: Markvörð- ur Zoff, varnarmenn Gentile, Scirea, Collovati, Cabrini, tengi- liðir, Oriali, Antognoni, Tardelli, framherjar Conti, Rossi, Bettega. Eins og sjá má eru þetta allt heimsfrægir knattspyrnumenn sem ættu að komast langt í keppn- inni. Enda ítölsk knattspyrna mjög góð. Lið Póllands verður lík- lega þannig skipað: Markvörður Mlynarczyk, varnarmenn Maj- ewski, Zmuda, Janas, Jalocha, tengiliðir Boniek, Skrobowski, Lato, framherjar, Iwan, Szarm- ach, Smolarek. Gott lið hjá Pól- verjum, en þó er þeim ekki spáð mikilli velgengni. Lið Brasilíu: Markvörður Vladir Perez, varnarmenn Leandro, Luiz- inho, Oscar, Junior, tengiliðir Socrates, Cerezo, Zico, Falcao, framherjar Paulo, Isidoro, Eder. Frábært knattspyrnulið, sem flestir spá sigri í keppninni. Fræg- Dómararnir stóðust allir þrekprófió Knattspyrnudómararnir sem sjá munu um dómgæsluna á HM luku í gær fimm daga námskeiði og þrekprófum. Var þeim gert að geta hlaupið 2400 metra á minnst 12 mínútum, 50 metra á 8 sekúndum, 10 metra fram og til baka á 11,5 sekúndum og 400 metra á 75 sekúndum. 41 dómari mætti til leiks og allir stóðust prófíð með miklum sóma. ustu leikmenn liðsins eru Zico, Socrates, og Junior. Lið Sovétríkj- anna: Markvörður Dassajew, varnarmenn Sulakwelidse, Tschiwadse, Baltatschja, Demjan- enko, tengiliðir Bessonow, Gawril- ow, Burjkak, framherjar Scheng- elija, Kipiani, Blochin. Þessa tvo leiki mun íslenska sjónvarpið sýna í fullri lengd á þriðjudag. Á þriðjudag heldur keppnin svo áfram og þá fara fram þrír leikir. Sovéska tölvan sammála þeirri brasilísku SOVÉSK tölva komst að sömu niðurstöðu og bra.sili.sk er hún var látin spá um úrslit á HM. Tölvu- tæknarnir mötuðu gripinn með öll- um mögulegum upplýsingum og út- koman var sú, að tölvan spáði því að Brasilía myndi sigra Vestur-Þýska- land 1—0 í úrslitaleik. Tölvan spáði því, að Brasilía myndi sigra Skotland og Nýja-Sjá- land 3—1 og fara í undanúrslitin ásamt Vestur-Þýskalandi, Spáni og Argentinu. í undanúrslitum myndi Brasilía sigra Argentínu 2—1 og Vestur-Þjóðverjar myndu sigra Spánverja 1—0. í leiknum um þriðja sætið spáði tölvan því að Argentína myndi sigra Spán 2—1. Sovétmennirnir höfðu áhuga á því að vita hverju tölvan spáði þeirra mönnum. Samkvæmt véfréttinni mun Rússland tapa fyrsta leiknum, 0—3, við Brasilíu, en síðan sigra Skota, 1—0, og Nýja-Sjáland, 3—1. Umsjón: Þórarinn Ragnarsson Guðmundur Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.