Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 Vestm., Fell, Mosfells- sveit, Vaggan, Rvk. V y SMITWELD seturgæöín áoddinn Rafsuöumenn um allan heim þekkja SMITWELD merkið. f yfir hálfa öld hefur SMITWELD þjónað iðnaði og handverks- mönnum um allan heim. SMITWELD rafsuðurvírinn er einn sá mest seldi í Evrópu. Yfir 70% af rafsuðuvír fyrir ryð- varið efni, sem selt er í Vestur- Evrópu erfrá SMITWELD. Sannar það eitt gæði hans. Við höfum fyrirliggjandi í birgðastöð okkar allar algengustu gerðir SMITWELDS rafsuðuvírs og pöntum vír fyrir sérstök verkefni. Seljum einnig: SMITWELD RAFSUÐUVÉLAR OG ÁHÖLD SMITWELD: FYRSTA FLOKKS VÖRUR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERDI ÞVÍ EKKI AÐ REYNA? SINDRA STALHF PÓSTHÓLF 881, BORGARTÚNI 31, 105 REYKJAVÍK, SÍMAR: 27222 & 21684 SVIPMYND Á SUNNUDEGI Fedorchuk New York Times: Óþekktur atvinnuforingi yfírmaður KGB „ÞIJ FÆRÐ engan til að gefa þér það upp,“ sagði röddin í sím- anum í höfuðstöðvum KGB, þegar spurt var um upplýsingar um nýja yfirmann leyniþjónustunnar ill- ræmdu. Svarið var ef til vill við hæfi og í stíl við frama hins óþekkta atvinnuforingja og yfir- manns KGB í Úkraínu, hins 63 ára Vitaly Vasilyevich Fedorchuk. Tilkynning TASS-fréttastofunnar um skipan hins nýja yfirmanns KGB, sem jafnframt er einn valdamesti maður Sovétríkjanna, var einfaldlega á þá leið að Æðsta ráðið hefði skipað félaga Fed- orchuk yfirmann leyniþjónust- unnar. Þótt tekið sé á flestum málum með sem mestri leynd í Sovét- ríkjunum, þá komast menn venjulegast til æðstu metorða þar í landi eftir að hafa unnið sig upp gegnum stofnanir flokksins, en svo virðist sem Fedorchuk eigi litla sem enga fortíð í stjórn- málastörfum. Aldarfjórðungur er liðinn frá því yfirmaður KGB var úr röðum embættismanna, en það var Ivan S. Serov, sem Khrushchev setti af 1958 til að rýma fyrir Aleksandr N. Shele- pin, fyrrum leiðtoga ungliða- deildar Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna. Það var fyrsta emb- ættisveiting af mörgum, sem gerðar voru í því markmiði að tryggja ítök flokksins hjá KGB og koma í veg fyrir að KGB yrði valdastofnun, sem ógnað gæti flokknum. Það má því vel vera að sovézkir leiðtogar treysti því að starfs- menn leyniþjónustunnar séu þess meðvitaðir nú, eftir aldarfjórð- ung undir forystu pólitíkusa, að það er flokkurinn sem ræður ferðinni í málefnum Sovétríkj- anna. Hins vegar er það allt eins lík- legt, að hinir öldruðu félagar í stjórnarskrárnefndinni hafi óttast um innbyrðis valdahlut- fall, og því kosið að veita stöðuna einhverjum er stæði utan nefnd- arinnar. Þannig væru þeir örugg- ari með aðstöðu einstakra nefnd- armanna, en ef einn úr þeirra hópi hefði verið settur yfir KGB. Það má einnig vel vera að leið- togarnir hafi kosið að fara þessa leið og velja reyndan atvinnu- mann til að afstýra hatrammri togstreytu um eftirmann Yuri Andropovs, sem fyllt hefur það skarð, sem Mikhail Suslovs skildi eftir sig. Og svo virðist sem flokksleiðtogarnir, sem hafa áhyggjur af gangi mála í Pól- landi og nýjum straumum, sem vart hefur orðið við meðal sov- ézks æskufólks, telji sig hafa fundið „rétta mannin" þar sem Fedorchuk er. Fedorchuk er fæddur í des- ember 1918, og hefur hann verið viðriðinn sovézku leyniþjónust- una frá tvítugsaldri. Hann barð- ist í Heimsstyrjöldinni síðari, út- skrifaðist síðan úr akademíu leyniþjónustunnar og er hers- höfðingi að tign. Hann var settur yfir Úkraínu- deild KGB í júlí 1970 og tæpu ári seinna, í marz 1971, var hann kjörinn í miðstjórn Kommún- istaflokks Úkraínu. Svæðisstjór- ar leyniþjónustunnar eru gjarn- an settir í stjórnarskrárnefndir eða flokksvélarnar í viðkomandi lýðveldum, og af þeim sökum var Fedorchuk kjörinn til stjórn- arskrárnefndar Kommúnista- flokks Úkraínu í febrúar 1976. Af þessum sökum er við því að búast að hann verði fyrr en seinna gerður að félaga í mið- stjórn Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna, einkum þar sem gengið var fram hjá tveimur miðstjórnarmönnum við val eft- irmanns Andropovs, hershöfð- ingjunum Georgi K. Tsiev og Viktor M. Chebrikov. KGB átti sinn málsvara í stjórnarskrárnefndinni í tíð Andropovs. Hann var gerður að varamanni í nefndinni aðeins mánuði eftir að hann var settur yfir KGB árið 1967, og hlaut fast sæti 1973. Það mun koma í ljós í tímans rás hvort Fedorchuk hlýtur einnig þennan vegsemdar- auka. Þótt Fedorchuk virðist hafa starfað mestan hluta ævinnar úti á landi og fjarri miðstöð alls valdsins í Moskvu, verður að hafa í huga, að Úkraína er annað mikilvægasta lýðveldi Sovétríkj- anna, næst á eftir Rússneska sambandslýðveldinu, og ætti stöðuveitingin m.a. að vera til marks um það. Fedorchuk, hinn nýi yfirmaður KGB, sovézku leyniþjónustunnar illræmdu, ætti að vera öllum hnútum kunnugur, því hann hef- ur starfað hjá þessari stofnun í 43 ár. Hann upplifði m.a. hernám nazista í Úkraínu í Heimsstyrj- öldinni síðari, hverja þjóðernis- vakningu Úkraínunianna af ann- arri, burtflutning gyðinga, og áhrif frelsisvakningarinnar í Póllandi á pólska þjóðarbrotið í vesturhluta Úkraínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.