Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 ÉUmsjón: Séra Karl Sipurbjömsson Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir )RQTTINSDEGI Kristilegt félag heilbrigðisstétta Undanfarið hafa birst hér greinar um sjúkrahús. Því finnst okkur eðlilegt að halda áfram þeim skrifum og kvnna fyrir ykkur, ágætu lesendur, félag, sem heitir Kristilegt fé- lag heilbrigðisstétta. Vigdís Magnúsdóttir, forstöðukona Landspítalans er viðmælandi okkar og við spyrjum hana fyrst um stofnun félagsins. Það var stofnað í janúar 1978 upp úr Kristilegu félagi hjúkr- unarkvenna, sem aftur var stofnað 1952. Orsök þessarar nýju félagsstofnunar var sú að við vildum ná til fleiri stétta. Markmið félagsins er að ávinna menn fyrir Jesúm Krist, hvetja alla, sem eiga trúna á hann og vinna að heilbrigðismálum, til að efla hinn kristna vitnisburð meðal starfsfélaga og sjúklinga. Félagið er hluti af alþjóðlegri hreyfingu, sem heitir Internat- ional Hospital Christian Fell- owship. Stofnandi þeirrar hreyf- ingar er Suður-Afríkumaðurinn Frences Grim. Guð kallaði hann ti) þessa starfs þegar faðir hans lá á sjúkrahúsi og hann og bróð- ir hans heimsóttu hann oft. Þá fundu þeir þörfina á kristnum vitnisburði innan sjúkrahússins. Grim byrjaði að starfa í Suður- Afríku en síðan barst starfið til Evrópu en víða voru þar fyrir félög kristinna hjúkrunar- kvenna. Segðu okkur af starfinu hérna á íslandi. Við höldum fundi mánaðar- lega. Það er kannski ekki aðal- atriðið. Bænastundir, sem haldnar eru vikulega, eru enn mikilvægari. Þær eru haldnar á Landspítalanum, öldrunardeild Landspítalans, barnageðdeild- inni við Dalbraut og á Landak- oti. Það er ósk okkar að slíkar bænastundir verði haldnar á fleiri stöðum. Þar er beðið fyrir sjúklingum og starfsfólkinu og fyrir heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisyfirvöldum. Félagið hefur gefið út lítið rit, sem leggja á í náttborð hvers sjúkl- ings, þar eru orð til huggunar og uppörvunar. Félagið hefur gefið kristilegar bækur á bókasöfn sjúkrahúsanna og nú er líka hægt að kaupa kristilegar bækur í sölubúðum margra sjúkrahúsa í Reykjavík. Mér finnst svo sem það hafi ekki þótt ráðlegt hér fyrr meir að ræða um kristna trú við sjúkl- inga. Hafið þið fullt leyfi til þess núna? Áður mátti ekki koma sjúkl- ingum í nokkra geðshræringu, ekki ræða við þá um stjórnmál eða trúmál t.d. Nú er afstaðan breytt, nú á fyrst og fremst að hugsa um sjúklinginn sem manneskju. Nú eiga þarfir sjúkl- ingsins að sitja í fyrirrúmi, hjúkrunin á að ná til sálgæzlu og andlegar og félagslegar þarfir eiga ekki að vera minna metnar en líkamlegar þarfir. Sjúklingur kemur t.d. kannski inn á sjúkra- hús vegna fótbrots en þegar til kemur á hann við eitthvert miklu stærra vandamál að stríða. Það er ætlazt til þess að sjúklingurinn ráði ferðinni en það þarf þroska til hjá starfs- fólki sjúkrahússins við að finna hvað amar að hverju sinni. Hvernig verður þessari hjálp komið á framfæri, þá á ég sér- staklega við sálgæzlu? Leitar sjúklingurinn eftir þeirri hjálp að fyrra bragði? Sjúklingurinn og starfsfólkið kynnast og þar myndast gagn- kvæmt traust. Starfsfólkið fer fljótlega að finna hver þörfin er. Umönnunin gefur mikil tæki- færi til þess. Hjúkrun er verk handa og sálar og sá, sem hjúkr- ar, kemst nærri sjúklingnum. Við daglega umönnun, við að baða sjúklinginn og mata hann, kynnist starfsfólkið hvað sjúkl- ingnum finnst best að borða, hvað hann vill helst drekka og hvar hann er aumastur. Og þeir, sem annast sjúklingana á kvöld- in, finna hverjir geta ekki sofið. Við þessa umönnun gefast góð tækifæri til samtala. Það er mis- jafnt hvað hverjum og einum er lagið að koma ósk sinni um hjálp til skila. Þörf sjúklingsins getur birzt í mörgum myndum. Hann getur verið hrottalegur í við- móti, birgt þörf sína innra með sér, en hún er þar samt. Trúað starfsfólk biður fyrir sjúkling- unum. Guð gefur tækifærið til hjálpar og þau tækifæri eru fjöl- mörg og geta verið jafn misjöfn og manneskjurnar eru margar. Það má benda á Nýja testament- ið, sem er við hvert rúm, líka á bæklinginn, sem við gáfum út og svo gefast fjölmörg tæifæri til samtals eða til að vitna um Drottin á einhvern hátt. Segðu okkur af sálgæzlu við fólk, sem er að Ijúka lífi sínu. Það er talað mikið um það núna að það þurfi að hjálpa fólki til að deyja. En það þarf líka að hjálpa sjúklingunum til að lifa síðustu daga, vikur eða mánuði lífs síns. Sjúklingur, sem veit að dauðinn er skammt undan, mæt- ir ákveðnum erfiðleikum. Sumir verða bitrir, gefast upp. Við get- um hugsað okkur fólk, sem telur að það eigi skammt eftir. Samt getur líf þess varað í marga mánuði. Það vill kannski helzt útiloka sig frá öllu og grafa sig inni í sínum eigin hugarheimi. En það er einmitt það, sem það má ekki gera. Það þarf að hjálpa því til að nota tímann, sem eftir er og Guð ætlast kannski til þess að sá tími sé notaður. En allt getur gerzt, batinn getur komið. Það er alltaf verið að finna ný lyf og sjúklingar, sem hafa talið sig vera ólæknandi, hafa samt læknazt. Þessi sálusorgun krefst svo mikils og það er svo mikil þðrf fyrir hana að hún er ekki á færi starfsfólksins eins. Safnaðar- prestar í stórum söfnuðum geta heldur ekki bætt öllu því starfi við önnur störf sín. Það er ósk okkar að hægt verði að ráða prest til starfa við sjúkrahúsin því þörfin er brýn. Við höfum enn margs að spyrja Vigdísi og ætlum að halda tali okkar áfram næsta sunnudag. En við ljúkum þessu viðtali með bæn úr fallegum, lit- prentuou..: K,»klingi félagsins: Drottinn, þú veist u.. það er að vera áhyggjufullur og kvíðinn. Mér finnst allt svo von- laust og þungbært. Hjálpa mér að varpa áhyggjum mínum á þig og treysta þér fyrir framtíð minni og fjölskyldu. Hjálpa mér að skynja þann frið, sem þú heit- ir og gefur. Ég þakka þér Drott- inn, að þú skilur mig, ótta minn °g áhyggjur. Nú legg ég það allt í þínar almáttugu hendur í Jesú nafni, amen. Þú og Lasarus Lasarus liggur við okkar dyr, nær en okkur er oftast Ijóst. Lúk. 16, 19—31 „Einu sinni var maður nokkur ríkur, er .. lifði hvern dag í dýrlegum fagn- aði.“ Já, um þennan mann fjallar dæmisagan sem er guðspjall dagsins, um þennan ríka þrjót og mak- íeg málagjöld hans. En, bíddu nú hægur, þessa sögu afgreiðum við ekki svo bil- lega. Jesús Kristur ávarpar ÞIG og MIG í þessari sögu, og flettir ofan af lífsblekk- ingu okkar: „NN. Þú ert ríkur, sem lifir hvern dag án þess að skeyta um aðra en sjálfan þig.“ Þú klæðist að vísu ekki purpura og dýru líni og finnst talsvert skorta að þú lifir hvern dag í dýrlegum fagnaði. En það er lífsafstaðan sem er sú sama. Þessi maður í dæmi- sögunni og þú og ég eigum það sameiginlegt, að við er- um eins og fólk er flest, hvorki betri né verri. Hann lifði eins og við myndum lifa, ef við hefðum efni á því. Það er ekkert rangt við það að vera ríkur og sann- arlega ekkert rangt við það að fagna og njóta lífsins. En það er annar maður í þessari mynd og þessu dæmi, og í lífi okkar, þátt- ur, sem gjörbreytir allri niðurstöðu gjörsamlega. Fyrir dyrum ríka mannsins lá fátækur maður, hlaðinn kaunum. Hann hét Lasarus. Veistu hvað það nafn þýð- ir? Það þýðir „Drottinn hjálpar". Mér finnst ekki ósennilegt að ríki maðurinn og fjölskylda hans hafi huggað sig við það nafn og það sem í því felst. „Drott- inn sér um sína og hjálpar hinum snauðu" hefur hann oft hugsað ríki maðurinn, „og það kemur að því, að ég verð með Guðs hjálp búinn að tryggja það vel stöðu mína og treysta efnahag- inn, að ég geti látið eitt- hvert lítilræði falla til þessa vesalings." Lasarus liggur við okkar dyr og daglega berast til okkar stunur hans og neyð- aróp. Það eru stunur hinna hungruðu, stríðshrjáðu, sjúku, fötluðu, hjálparvana. Og hvað gerum við raun- verulega til hjálpar? Við sjáum neyðina allt um kring í heimi þar sem millj- ónir manna lifa í algjörri örbirgð, en ekki linnir kvörtunum, kveinstöfum og kröfugerðum hér hjá okkur. Vissulega verðum við að vinna að því að jöfnuður náist í skiptingu þjóðar- teknanna, og það á svo sannarlega langt í land, þar sem þeir freku og ófyrir- leitnu bera einatt mest úr býtum. En hungraður heimur liggur fyrir dyrum okkar og vildi feginn seðja sig á því, sem við fleygjum í óhófi okkar og allsnægtum. Taumlaus græðgi okkar stefnir allri framtíð mannkyns í beinan voða. Við þurfum að breyta um lífsstefnu. Guð hefur talað með óvefengjanlegum hætti í Jesú Kristi. Flettir ofan af lífslýginni og sýnir okkur sannleikann um líf okkar og heill, þessa heims og annars. Og í þessari dæmisögu berst orð hans til okkar. Leiðin er ljós, en það vantar aðeins eitt: Viljum við heyra rödd Guðs í þessu orði, viljum við fylgja Jesú Kristi, hlýða honum og trúa á hann? Ottast „Phyrrosarsiguru ParÍH, II. júní. AP. BRASILIO Lami Dozo, einn meðlima herforingjastjórnar- innar í Argentínu sgði í við- tali, sem birt var í dag, að Falklandseyjadeilan hefði gert það að verkum að sá kritur, sem verið hefði á milli stjórnvalda og almennings í landinu væri nú úr sögunni. Sagði Dozo í viðtali við franska blaðið Le Monde, að styrjöldin við Breta hefð vakið mikla þjóðerniskennd hjá fólki, sem gerbreytti viðhorfum þess til stjórn- valda. „Við ætlum okkur ekki að endurtaka eldri mistök okkar. Þessi gagnkvæma hræðsla á milli stjórnvalda og alrnebnings.er oiú-úr söfí-. unni. Það þjóðfélag, sem við sækjumst eftir er byggt á lýðræði og þeirri stjórn- arskrá, sem þingið ákveð- ur,“ sgði Dozo. „Þegar styrjöldinni á Falklandseyjum lýkur verða allir þegnar landsins að taka höndum saman við að byggja upp það þjóðfé- lag, sem allir hafa viljað að ~A r^rQilhiTiö ' * Dozo. Hann sagði ennfrem- ur, að það væri megin- markmið herforingja- stjórnarinnar að sleppa frá stjórnmálalegri hlið deil- unnar „á sem sanngjarn- astan hátt“. Hins vegar bætti hann við, að ef hnekkir stjórnvalda yrði verulegur væri hér aðeins um „Phyrrosarsigur" að •Tfllðtk i« »H>«nma>nu■■■«>!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.