Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 57 P.G.Wodehouse ásamt konu sinni, Ethel, í íbúð þeirra í París skömmu eftir stríðslok. Skjalið, sem fellt er inn í myndina, er eftirrit af leyniskjali þar sem saksóknari (Director of Public Prosecutions) ber allar sakir af Wodehouse árið 1944. efíIS v rero'f'" 1 ,1 tíw'- r tw» r* ' ** l° *** tWt l , m0« 1% i» r°e i e»'ov'i'-‘ wt, Uí> ,.» . 0r w« faT <** - „nA W*'”1 '* w «wr* , oowfoe ne tt» »o,”9n ’ t *i «» Tr,4 “ .. ,u.i-8 tr* ^^cri*4- wlí " „ «•in f »•* «nli' M býti næsta morgun á skrifstofu sinni og ganga frá þeim málum. Miðvikudaginn 25ta júní 1941 flutti Wodehouse sinn fyrsta út- varpsþátt af fimm í þýska útvarp- inu til amerískra hlustenda. Allir þættirnir voru ritskoðaðir og Wodehouse sagði seinna: „Auðvitað átti ég að gera mér grein fyrir því, hversu vitfirringslegt það var, að tala í þýska útvarpið, þó það væri ekki nema meiningarlaust hjal. Ég býst við að fangavist slævi dóm- greindina ...“ Wodehouse flutti fimm þætti í útvarpið, en síðan ekki söguna meir. Hann vann ekkert verk ann- að fyrir þýsk yfirvöld. En hins veg- ar varð honum á eitt glappaskot í hugsunarleysi sem hæglega gat misskilist. Þegar hann hafði lokið þáttagerðinni tók hann við 250 marka greiðslu úr hendi Plack, án þess að gera sér ljóst, hvaða álykt- anir mætti draga af slíku. Samt var þessi upphæð ekki nema lág- marksgreiðsla fyrir vinnu Wode- house, svo enginn hefði átt að geta haldið því fram af fullri alvöru að Wodehouse hefði verið „keyptur". 6ta ákæra. Og sú síðasta. Það var fullyrt að Wodehouse hefði lifað í vellystingum á kostnað þýskra yf- irvalda, eftir að hann flutti út- varpsþættina. Leyniskýrslurnar sýna að Wodehouse-hjónin voru mjög ilia sett fjárhagslega seinni stríðsárin og hart keyrð. Þjóðverj- ar létu þeim enga peninga í té (að frátaldri greiðslu Plack) og til að geta dregið fram lífið, urðu þau að fá léð hjá vinum sínum, svo sem Barnikow. Og Ethel, kona Wode- house, varð að selja ýmsa persónu- lega muni og fatnað fyrir nauð- þurftum. söfnum og BBC neitaði að útvarpa sönglögum sem Wodehouse hafði samið texta við. Á þingi sagði Hailsham lávarður að Wodehouse væri „svikari". Quintin Hogg tók undir J>au orð og Hailsham bætti við: „A meðan hann gegnir trúðs- hlutverki í þýska útvarpinu berjast bresku strákarnir gegn Þjóðverj- unum uppá líf og dauða og það er ekki annað hægt en fordæma þann mann sem gerir landi sínu slíkt, einungis svo hann geti lifað í vel- lystingum í stað þess að sýna hug- rekki með samföngum sínum.“ Að almenningsáliti var P.G. Wodehouse orðinn svikari. En hver var sannleikurinn í málinu? Við skulum fara yfir hverja ákæru fyrir sig. lsta ákæra: Hvers vegna flýði Wodehouse ekki í tíma frá Le Toquet, þar sem hann átti heimili í Frakklandi, þegar innrás Þjóðverja var yfirvofandi? Samkvæmt leyniskjölunum reyndi Wodehouse tvívegis að flýja, en neyddist til að snúa við í bæði skiptin, vegna þess að bíllinn hans bilaði. Þar að auki hafði yfirmaður breska herspítalans í Etaples full- vissað hann um að það væri engin hætta yfirvofandi. Austurríkis- maðurinn Freddie Kraus staðhæfir á einu leyniskjalinu: „Wodehouse og kona hans höfðu samið um það við enska konsúlinn í Le Toquet, að hann skyldi láta þau vita með góð- um fyrirvara, ef Þjóðverjar myndu sækja frekar fram, svo Wodehouse kæmist tímanlega til Englands. Wodehouse sat raunar og hlýddi á BBC flytja þær fréttir að Þjóðverj- ar hefðu verið hraktir til baka, þeg- ar fyrstu þýsku hermennirnir ruddust inní stofu til hans ... 2ur ákæra: Wodehouse var sakað- ur um það, og kona hans, að hafa verið hin hupplegustu við þýsku innrásarmennina og haldið þeim selskab. Þessi ákæra kom af fár- ánlegum misskilningi á einum út- varpsþætti Wodehouse. Wodehouse sagði þar: „Það leið varla svo kvöld að tveir ellegar þrír þeirra (með- limir í þýska vinnuliðinu) litu við til að lauga sig í mínum húsum og héldu svo skínandi veislu í anddyr- inu.“ Þetta var háttur Wodehouse að lýsa yfirgangi Þjóðverjanna, en því miður var löndum hans ekki hlátur í hug. Þeir skyldu sumir hverjir þessi orð sem svo að Wode- house og frú hefðu haldið uppi fjör- inu meðal þýska innrásarliðsins. 3ja ákæra: Því var haldið fram að Wodehouse hefði notið forréttinda í fangabúðunum, vegna samvinnu hans við Þjóðverja og síðan verið sleppt þess vegna. Þessi ásökun spratt af því, að sjómaður nokkur bar þær fréttir, að vikublaðið „The Camp“ sem Þjóðverjar dreifðu meðal fanga í upphafi stríðsins, hafi verið ritstýrt af Wodehouse og væri fullt af þýskum áróðri. Wode- house segir í leyniskýrslunni: „Ég bauð aldrei fram þjónustu mína í þágu Þjóðverja og þeir reyndu aldrei að fá mig til sam- vinnu. Þegar ég dvaldi í fangabúð- unura birtist í blaðinu „The Camp“ stutt skopstæiing á sögum mínum af Bertie Wooster, þar sem Bertie var gerður að hernaðarfígúru og undir þessum samsetningi stóð „P.G. Roadhouse" eða eitthvað þess háttar. Ég hafði vitaskuld ekkert af þessu að segja, svo sem menn sjá í hendi sér ef þeir lesa skopstæling- una.“ Forréttindi Wodehouse í fanga- búðunum voru engin. Hann léttist í vistinni um 22 kíló. 4ða ákæra: Hafði Wodehouse samúð með málstað Þjóðverja? Enn á ný hafði leyniþjónustan ekk- ert í höndunum nema orðsporið eitt. Enginn sem þekkti til Wode- house og verka hans, gat ímyndað sér að hann hefði samúð með nas- istum. 5ta ákæra: Hún var sú alvarleg- asta og hljóðaði svo: Wodehouse út- varpaði áróðri í þágu nasista, ekki ósvipað og sá illræmdi Haw-Haw Duff Cooper, upplýsingamálaráð- herra Breta árið 1941. Hann fyrir- skipaði BBC að ráðast á Wode- house. lávarður — og þess vegna var hon- um sleppt úr fangabúðunum. Wodehouse var sleppt vegna þess að Bandaríkjamenn margir höfðu hafið baráttu fyrir því að honum yrði sleppt og virtir bandarískir þingmenn voru þar í fararbroddi. Það ber að hafa í huga, að P.G. Wodehouse var heimsfrægur rit- höfundur þegar þetta var og sér- staklega vinsæll í Bandaríkjunum. Þjóðverjar vildu umfram allt að Bandaríkjamenn væru hlutlausir í stríðinu og frelsi Wodehouse gat haft sitt að segja fyrir almennings- álitið vestra. Þá átti Wodehouse 60 ára afmæli þann 15da október 1941 og allir borgaralegir fangar fengu Hailsham lávarður: „Það er ekki hægt annað en að fordæma þenn- an mann.“ hvort eð er frelsi þegar þeir urðu sextugir, svo það skipti Þjóðverja í rauninni ekki svo miklu, hvort Wodehouse yrði látinn laus fjórum mánuðum fyrr eða seinna — að ekki sé minnst á, ef það hefði nú einhver áhrif í þá veru að tefja beina þátttöku Bandaríkjamanna í styrjöldinni. Wodehouse leitaði aldrei eftir því að vera látinn laus. En hvers vegna flutti Wodehouse þessa þætti í þýska útvarpið? Jú, hann stóð í þeirri trú að með því brygðist hann rétt við sem sannur Breti. „Ég hélt,“ sagði hann, „að landar sem heyrðu þættina, myndu lofa mig fyrir að geta verið kátur á erfiðri stund.“ En þar tók Wode- house furðulega skakkan pól í hæð- ina. Hann sagði: „Mér fannst það með öllu harmlaust að segja skemmtisögur í úvarp, sem hefðu að öllum líkindum birst í Punch ef ég hefði verið í Englandi. Ég skrif- aði minningar úr fangabúðunum, sem voru uppistaða útvarpsþátt- anna og las þær fyrir samfanga mína. Þeir skemmtu sér undir lestrinum og það hefðu þeir varla gert, ef þetta hefði verið þýskur áróður — eða hvað?“ Það var fyrst imprað á útvarps- sendingum við Wodehouse þegar hann dvaldi í fangabúðunum. Fangabúðastjórinn kallaði hann á sinn fund og hafði á orði að sér hefði líkað vel grein Wodehouse í Evening Standard Post „My War With Germany" og spurði svo hvernig honum litist á þá hug- mynd, að flytja slík erindi til les- enda sinna í Bandaríkjunum í gegnum þýskt útvarp. Wodehouse kvaðst meira en til í slíkt og varð fundur þeirra ekki lengri. Fanga- búðarstjórinn sendi þessi ummæli til Berlínar, því þetta var hugsað sem áróðursbragð af hálfu Þjóð- verja: Ef sá frægi rithöfundur og vinsæli P.G. Wodehouse útvarpaði skemmtisögum frá Þýskalandi til Bandaríkjanna, þá væri ekki að vita nema tónninn í sumum þar breyttist i garð Þjóðverja! Einn daginn, er Wodehouse lék krikket með samföngum sín- um, var honum skipað að taka sam- an föggur sínar. Þetta var 21sta júní 1941. Wodehouse hafði ekki hugmynd um hvað stóð til. Um nóttina var hann færður í lest til Berlínar og þar hitti hann sér til mikillar undrunar náinn vin sinn frá Hollywood, Raven von Barnik- ow, fyrrum kauphallarbraskara í San Francisco, sem var í þennan tíma majór í þýska hernum. Barn- ikow þessi hafði áður án vitundar Wodehouse, reynt að hafa skipti á honum og þýskum iðnrekanda sem haldið var föngnum í Bretlandi, en ekki tekist. Hann sagði Wodehouse þegar þeir hittust, að Werner Plack, fyrrum kunningi Wodehouse frá Hollywood-dögum, en þáver- andi starfsmaður í þýska utanrík- isráðuneytinu, biði þeirra. Plack var hinn notalegasti við Wode- house, en spurði hann loks hvort hann vildi útvarpa til Ameríku. Wodehouse kvað já við því og Plack sagði að þeir skyldu þá hittast í Skjöl bresku leyniþjónustunnar um athafnir P.G. Wodehouse á seinni stríðsárunum sýna sem sagt afdráttarlaust fram á sakleysi hans í landráðabrigslum. Ekkert, bókstaflega ekkert, studdi þær ásakanir, sem Wodehouse varð að sæta af ráðamönnum í heimalandi sínu. Hann var alsaklaus. Hins vegar er ljóst að það var meiri háttar glappaskot hjá honum að flytja þessa útvarpsþætti. Og það virðist engin skýring á því glappa- skoti, nema hreint dómgreindar- leysi. En hvers vegna var sannind- um haldið leyndum öll þessi ár — af hverju var P. G. Wodehouse ekki hreinsaður af landráðasökum með- an hann var lífs? Látum Ian Sproat hafa orðið: „Þegar mér var enn á ný synjað um heimild til að yfirfara Wode- house-skjölin árið 1979, gerði ég mér grein fyrir því að ein ónefnd deild í Whitehall stæði í veginum. Loks, eftir margra mánaða þref, bréfaskriftir og fundahöld, komst ég á snoðir um að ástæðan var sú, að í Wodehouse-skjölunum var maður nefndur á nafn, sem enginn kærði sig um að kæmist í hámæli. Ég lagði því til að nafn þessa manns yrði máð af skjölunum, og viti menn — á endanum varð sú einfalda lausn ofaná hjá skrif- stofuvaldinu og ég fékk aðgang að skjölunum. Einungis eitt nafn hafði verið máð burtu — ég veit ekki hvaða nafn það er og sé það ekki af samhenginu — en þetta nafn var að mínu áliti meginástæð- an fyrir því að Wodehouse-skjölun- um var haldið leyndum í 35 ár. Eft- ir nákvæman lestur þessara skjala kemur mér engin skýring önnur í hug. Þó skulum við minnast þess, að það var upplýsingamálaráðu- neytið, að undirlagi ráðherra þess, Duff Cooper, sem stóð fyrir árás- unum á Wodehouse. Yfirmenn BBC lögðust eindregið gegn áformum ráðuneytisinst, því þeir höfðu und- ir höndum hljóðritanir á útvarps- þáttum Wodehouse og gerðu sér ljóst, að þar var ekkert saknæmt á ferð. En Duff Cooper skipaði þeim að hefja ofsóknirnar. Ein stjórn- arstofnun gerði sem sagt axarskaft og í stjórnkerfinu ríkir sú tilhneig- ing, að aðrar stjórnarstofnanir reyna þá að hylma yfir slík axar- sköft. Það gerðist áreiðanlega með Wodehouse-skjölin — en hið ónefnda mannsnafn, var hins veg- ar, eftir því sem ég kemst næst, meginástæðan fyrir 35 ára leynd Wodehouse-skjalanna." En hvers átti P.G. Wodehouse að gjalda? J.F.Á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.