Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 I leiðinni Húsvíkingar hafa opnað megrunarhótel, en þeir í Bournemouth hafa opnað hótel fyrir átvögl. Því meir sem þú ét- ur því hjartanlegar verður tekið á móti þér á „The Trouser Stretcher Break“-hótelinu. Það kostar líka skildinginn að eyða sumarfríinu á þeim stað, hálft fæði yfir helgi kostar þúsund kall fyrir manninn. Þar að auki bætist iðulega á gesti ýmis auka- kostnaður, til að mynda eru þeir sem leyfa sektaðir um 200 krón- ur. Hótelstjórinn, Christopher Smith, segir að hann vilji einfaldlega að gestir sínir njóti dvalarinnar, og bætir svo við glottandi um leið og hann strýk- ur báðum höndum um kviðinn að maturinn sé nú einu sinni mannsins megin! IBandaríkjunum kom nýver- ið út mikið rit sem ber heit- ið: „The World Paychecks — Who Makes What, Where and Why?“ David nokkur Harrop tók saman og gefur nokkra innsýn í afkomu ýmissra stórmenna. Þar kemur fram að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti þigg- ur hæst laun allra ótiginna þjóð- arleiðtoga í hinum vestræna heimi (launaskráin í Kreml ligg- ur ekki frammi). Ronny fær 2 milljónir króna í árslaun og að auki 1 milljón í ýmsan útlagðan kostnað eða um 3 milljónir í allt. En kall hefði líklega komist „betur“ af, ef hann hefði aldrei kvatt skemmtanaheiminn. Þegar hann sest hjá Nancy sinni fyrir framan imbakassann á kvöldum og hlýðir á fréttirnar getur hann bókstaflega nagað á sér hand- arbökin. Dan Rather hjá CBS fær nefnilega 8 milljónir í árs- laun fyrir að segja hvað Ronald Reagan hafi verið að gera yfir daginn, en ef honum ofbýður, gamla manninum, getur hann skipt um rás og horft á Jessicu Savage hjá NBC lesa fréttirnar fyrir „aðeins" 6 milljónir í árs- laun. Það kemur fram í þessari bók að Marlon Brando á met sem verður erfitt að slá. Hann fékk í sinn vasa 28 milljónir fyrir ell- efu daga vinnu í kvikmyndinni „The Formula". Þá stendur Paul McCartney einnig fyrir sínu. Hann er álitinn hæst launaðasti skemmtikraftur heimsins — í tekjuliðinn á skattskýrslunni sinni fyrir árið 1981 mátti hann færa töluna 482 milljónir ný- króna, en Paul þessi er popps- öngvari sem kveðst aldrei hafa lært að lesa, eða skrifa nótur. Þess má geta að í íslenskum fjárlögum þessa árs er rekstrarkostnaður alls íslenska utanríkisráðuneytisins áætlaður 78,5 milljónir og popparinn færi því létt með að reka íslenska utanríkisráðuneytið. Þá er at- hyglisvert að eignarskattur, sem hefur verið hækkaður gífurlega í Þessi maður þénaði á síðasta ári meira en tvöfalda þá eigna- skatta sem ríkisvald- ið leggur á íslend- inga. Elias Canetti hlæj- andi framan í breska útgefendur ... tíð núverandi vinstri stjórnar, er í fjárlögum þessa árs áætlaður 223 milljónir króna, svo Paul McCartney þénar meira árlega en tvöfalda þá eignarskatta sem landsmenn greiða í ár! Og Ronald Reagan getur líka talið upp ótal íþróttastjörnur, sem þéna margfallt á við hann og hefði nú einhver haldið að sjálfur Bandaríkjaforseti ætti að bera meira úr býtum heldur en „Ég er fullur viðbjóðs á þess- um úrskurði. Hugsið ykkur, að maður skuli geta staðið upp og beint byssu að öðrum manni og síðan hleypt af, en haldið því svo blákalt fram að hann hafi ein- faldlega ekki vitað að byssan væri hlaðin — og komist upp með það!“ Búlgarinn Elias Canetti var fáum kunnur og bækur mannsins seldust i litlum upp- lögum, þangað til sænska aka- demían „uppgötvaði" hann. Hon- um voru veitt bókmenntaverð- laun Nóbels árið 1981 og notaði þá tækifærið til að hefna sín á vondum útgefendum sem höfðu prentað bækur hans í fáum ein- tökum og heimskum lesendum sem nenntu ekki að lesa verk hans. Canetti hefur nú lagt bann við því að nýskrifuð sjálfs- ævisaga hans komi út í Eng- landi, því útgefendur þar hefðu leyft sér að taka fyrri bækur Fær Walesa hjarta- áfall? Tíðni hjarta- áfalla hefur þrefald- ast í Póllandi frá því herstjórn kommún- ista tók við völdum í desember sl.! fótboltahetjan sem féll á lands- prófi. En Ronny getur huggað sig við það að margir þjóðarleið- togar heimsins hafa smánarlaun og þó enginn sem George Price, forsætisráðherra í Miðameríku- ríkinu Belize. Sá maður þiggur 80 þúsund í árstekjur sem þjóð- arleiðtogi eins minnsta ríkis í heimi, ekur á gömlum Land- Rover-jeppa og hírist í 2ja her- bergja sumarbústað ... Piltur nokkur sem skaut vin sinn í höfuðið, gekk frjáls maður úr réttarsal í Bristol ný- verið. Dómarinn lagði til við kviðdóminn að sýkna piltinn, Andrew Pearce, því það hefðu ekki legið nein sönnunargögn frammi gegn þeirri staðhæfingu piltsins, að hann hefði ekki vitað að riffillinn væri hlaðinn. „Vinurinn", Gareth Fox, 18 ára gamall, liggur hins vegar á sjúkrahúsi algerlega lamaður og mállaus og batavon engin. Andrew og Gareth voru að leika sér með byssur sínar í guðs grænni náttúrunni ásamt tveim- ur félögum sínum. í miðjum leiknum sá.Gareth rauðbrysting álengdar, miðaði og drap hann. Vinir hans brugðust illa við þessu, að skjóta svo fallegan fugl og Andrew bar riffil að höfði Gareths og spurði: Hvernig fyndist þér að vera skotinn? Svo gerði hann sér lítið fyrir og tók í gikkinn. Andrew hélt því fram við lög- regluna að hann hefði í rauninni ekki miðað rifflinum á Gareth og þar að auki hefði hann ekki vitað að riffillinn væri hlaðinn. Það var tekið gott og gilt. Faðir Garets hefur vitaskuld áfrýjað þessum einkennilega úr- skurði dómarans að sakfella ekki piltinn. Hann sagði við frétta- menn: Ronald grætur tekju- missinn ... hans af söluskrám og ekki endurprentað þær. „Hann er ósveigjanlegur,“ seg- ir bandaríski útgefandi hans, „Farrar, Strauss, Giroux", sem mun gefa út umrædda bók „The Torch in My Ear“ í Bandaríkjun- um í júlímánuði nk. Samt mun að minnsta kosti einn kafli úr þessari bók væntanlega koma fyrir sjónir Breta. Sá frægi maður Hilton Kramer, fyrrum list-ritstjóri New York Times, hyggst hefja útgáfu tímarits í september í haust, „New Criterion", sem ætl- að er að verði mánaðarrit og komi út beggja vegna Atl- antshafsins — og einmitt í fyrsta tölublaði er gert ráð fyrir kafla úr þessari sjálfsævisögu Elias Canettis. Cynthia Freeman komst í hann krappan í Suður- Afríku fyrir skömmu. Einn dag- inn sem hún hélt til vinnu úr íbúðinni sinni í einu hverfa hvíta mannsins í Jóhannesarborg gekk hún í flasið á Adolf lögreglu- manni. Hún bað manninn inni- lega afsökunar og brosti hlýlega til hans um leið og hún hélt áfram ferð sinni. En Adolf stóð hugsandi eftir. — Þessi stúlka á ekki heima hér, hugsaði hann með sér. — Nei, hér er ekki allt með felldu! sagði Adolf við sjálf- an sig. Næsta morgun, þegar Cynthia sté út í sólskinið, birtist Adolf brúnaþungur og spurði á hvaða ferðalagi hún væri eigin- lega í þessum stað. Cynthia vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og í einni svipan var hún færð uppí lögreglubíl, sem keyrði á ofsa- hraða með sírenur og blikkandi ljós í dómsalinn. Þar var Cynthiu sagt að hegða sér eins og siðuð manneskja og vera ekki með neitt múður, ella fengi hún fyrir ferðina — en svo var hún leidd fyrir dómarann. Dómarinn horfði rannsakandi á hana og las í gegn skýrslu Adolfs lögreglum- anns. Svo hóstaði hann fyrirlit- lega og tilkynnti Cynthiu að hún væri ekki hvít! Cynthia skellti uppúr, hún sem var bæði ljós- hærð og bláeyg og allir hvítir í ættum hennar, svo langt sem elstu menn mundu. — Nei, stúlka mín, sagði dóm- arinn, þér hefur ekki tekist að sýna afdráttarlaust framá að þú sért hvít. Ég svipti þig hér með leyfi til að búa í þeim hverfum sem samkvæmt lögum þessa lands eru einungis ætluð fólki af hinum hvíta kynstofni. í dómskjölum bar dómarinn því við, að nef Cynthiu væri grunsamlega flatt og kinnbein hennar óeðlilega há fyrir hvíta stúlku, og þar að auki væri fram- sögn hennar „allt að því viður- styggileg". Cynthia reyndi að segja, að nefið væri eins og það væri eftir árekstur sem hún hefði lent í, og að hún þekkti ótal hvítar stúlkur sem hefðu hærri kinnbein en hún, og að framsögn hennar væri alls ekki frábrugðin framsögn margra annarra hvítra Suður-Afríkumanna. En allt kom fyrir ekki. Cynthia mátti ganga með þennan stimpil í rúmt ár, að hún væri ekki hvít — jafn skemmtilegt og það er nú í Suður-Afríku. En nú fyrir skömmu féll endanlega dómur í málinu í hæstarétti landsins og Cynthia Freeman fékk hvítan passa á nýjan leik og dómarinn var áminntur fyrir að treysta í blindni á hinn samviskusama lögreglumann, Adolf. Lech Walesa, leiðtogi Sam- stöðu í Póllandi, ku vera við hina verstu heilsu, þar sem stjórnvöld kommúnista í landinu halda honum föngnum. Genvieve Barrier, franskur læknaprófess- or, heldur því fram að Walesa eigi jafnvel á hættu hjartaáfall. Læknir þessi var einn 3ja franskra lækna, sem fylgdu ný- verið mikilli lyfjagjöf frá Frakklandi til Póllands, og ræddi hann ítarlega við Danuta, eiginkonu Walesa, í ferðinni. „Walesa hefur þyngst tölu- vert,“ segir læknirinn, „og hann reykir orðið geysilega mikið. Hann er lokaður inni í einu herbergi og fær jafnvel ekki leyfi til að fara í göngutúra. Eina tilbreyting hans í þessari einangrun er lítið útvarpsvið- tæki, sem er nú raunar lítil skemmtun, því það nær einungis hinu opinbera útvarpi pólskra stjórnvalda." Franski læknirinn lét hafa þetta eftir sér, þegar þær fréttir bárust frá herforingjastjórn kommúnista í Póllandi, að Lech Walesa hefði verið færður í nýj- an stað, þar sem aðbúnaður allur tæki hinum fyrri langt fram (— hvort sem menn leggja nú trúnað á þau orð eða ekki). En þessi franski læknir lærði fleira í Póllandsreisu sinni: Pólskir starfsbræður hans tjáðu honum að tíðni hjartaáfalla hefði þrefaldast meðal Pólverja, síðan herlög voru sett í landinu þann 13da desember síðastlið- inn! Jakob F. Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.