Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 69 Þorsteinn Jónsson flugstjóri gestur á 5 ára afmælisfundi Islenzka flugsögufélagsins ÞORSTEINN Jónsson, flugstjóri meó meiru, verður sérstakur gestur á af- mælisfundi fslenzka flugsögufélags- ins í Leifsbúð Hótels Loftleiða annað kvöld, mánudagskvöld. íslenzka flugsögufélagið var stofnað fyrir réttum fimm árum, hinn 14. júní 1977. Fyrsti formaður félagsins var Baldur Sveinsson en núverandi formaður er Einar L. Gunnarsson. Auk þeirra hefur Ragnar J. Ragnarsson gegnt for- mennsku í félaginu. Frá stofnun hefur félagið fengist við söfnun og varðveizlu ýmissa flugminja, auk þess sem félagið gef- ur út veglegt ársrit með greinum um islenzku flugsöguna. Þá er á vegum fétagsins unnið að endur- smíði einu flugvélarinnar, sem hönnuð hefur verið og smíðuð hér á landi, Ögnina, sem Gunnar Jónsson í Stálhúsgögnum o.fl. smíðuðu fyrir rúmum fjörutíu árum. Þá festi fé- lagið kaup á Vaco-flugvél frá Bandaríkjunum, vél sömu tegundar og fyrsta flugvél Flugfélags ís- lands, sem stofnað var á Akureyri fyrir rúmum 40 árum, átti. Jafn- framt björguðu félagsmenn North- rop-flugvél úr Þjórsá, í samvinnu við erlenda aðila. Þorsteinn Jónsson flugstjóri á litríkan feril að baki í fluginu. Hann var orrustuflugmaður í Kon- unglega brezka flughernum í seinni heimsstyrjöldinni, flug þá m.a. Þorsteinn Jónsson flugstjóri Spitfire, Hurricane og Mustang orrustuflugvélum og grandaði mörgum þýzkum flugvélum. Síðar varð hann flugstjóri bæði hjá Flug- félagi íslands og Loftleiðum. Hann tók þátt í birgðaflugi meðan á Biafra-stríðinu stóð, en hin síðustu ár hefur Þorsteinn verið flugstjóri hjá Cargolux, og hingað kemur hann úr fragtflugi til Bandaríkj- anna. Fundarmönnum gefst kostur á að rekja garnirnar úr Þorsteini. I Hótel Valhö Góð barnaföt úr velúr í sól og sumaryl Création Stummer Mæörabúöin, Reykjavík, Horniö Akureyri, Bimm Bamm Reykjavík, Rut Glæsibæ, Reykjavík, Móöurást, Kópavogi. Þingvöllum / • > > i jum Hvaö er hægt aö hugsa sér skemmtilegra en aö skreppa á Þingvöll meö alla fjölskylduna og gefa fólk- inu fri frá eldhússtörfum, bregöa sér í Valhöll og njóta íslenskrar náttúrufeguröar, eins og hún gerist best. Því hvaö er fallegra en júnídagur á Þingvöllum. Munið bátaleiguna — minigolfiö — gufubað- ið — líkamsræktaraöstööuna. Solarium og nudd um helgar. Fyrir börnin er sérstakur barnaleik- völlur. Sértilboðin okkar eru gisting, kvöldveröur, morgun- veröur og hádegisveröur. Aðeins kr. 390 per. mann sem er ekkert verð. Gíldir mánud. þriöjud. og miðvikud. Alltaf nýlagaö kaffi á könn- unnl og kökurnar okkar stórgóöu. Danska kúrekastúlkan KIRI PERU sýnir listir sínar Njótid (jóóra veitinga ífögru umhverfi. VeriÖ ávallt velkomin. sími 99-4080.- Ef þú notar Pinotex á húsið, fœrðu tvöfalda endingu með lyktarlausH viðatvörn Ert þú einn þeirra, sem kvíðir fyrir því að þurfa að ,,bera á” húsið annað hvert ár - eða jafn- vel á hverju sumri? Pinotex, viðarvörnin frá Sadolin, tekur mesta kvíðann úr þér. Pinotex er nefnilega með eitt mesta þurrkefnisinnihald, sem þekkist á markaðnum. En það er einmitt þurrkefnið, sem m.a. vemdar viðinn í brakandi þurrki og í slagveðursrigningu. Pess vegna er Pinotex með tvö- falt lengri endingu en flestar viðarvarnir sem fást í verslun- um! Pinotex er lyktarlaus viðarvörn. Það eitt er mikill kostur. Pino- tex rennur ekki úr penslinum eins og oft vill henda með þynnri efnum. Samt er létt að bera Pinotex á viðinn, - og þétt- ur litur kemur vel fram við fyrsta pensildrag. Pinotex er selt um allan heim. í dag er Pinotex viðarvörn notuð í 82 löndum, allt frá íshafs- héruðum til hitabeltislanda. Betri meðmæli er varla að finna. Með Pinotex hefur Sadolin komið til móts við hörðustu kröfur veðurs og vinda. Þess vegna er okkur óhætt að mæla eindregið með Pinotex viðar- vöm hérlendis, enda hefur reynslan á íslandi sýnt og sann- að ágæti Pinotex. Fáðu upplýsingar um eiginleika Pinotex í næstu málningar- og byggingarvöruverslun. Par færðu Pinotex sem hentar þér best. Litakortin em ókeypis. Sadolin -dönsk gæóavara!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.