Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 146. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. JULI 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Skæruliðar sveltir út? lU-irúi. 5. júlí. Al*. ÍSRAELSKI herinn gerði harrtar árásir af landi og af ládi á slöðvar skæruliða PLO í vesturhluta Rcirút í dag, en fyrir tilstilli Ilabibs samningamanns Randaríkjamanna í MiAausturlandadeilunni, hættu deiluaðilar aðgerðum þegar sól gekk undir. I>á kom til harðra átaka í nágrenni alþjóðaflugvallarsins og einnig í nágrenni forsetahallarinnar, sem er þar skammt frá. Vcsturhluti Reirút er nú mvrkvaður og vatnslaus, eftir að rofið var allt rafmagn og öllum vatnsleiðslum til horgarhlutans var lokað í nótt. Shafik Wazzan forsæt- isráðherra hefur sakað ísraela um tilraun til að svelta skæruliða til uppgjafar, en þeim eru allar undankomuleiðir lokaðar. í mótmælaskyni hætti Wazzan öllum samningaumleitunum með Habib. Talsmaður Israelshers sagði herinn hins vegar enga ábyrgð bera á rafmagns- og vantsleysinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun að beiðni Jórd- aníu, þar sem hvatt var til þess að vatni og rafmagni yrði hleypt á Beirút að nýju, að opnað yrði fyrir eðlilegan aðflutning matvæla og lyfja, en ísraelar lokuðu borgarhlut- anum aö fullu á laugardag. Lítt hefur miðað í tilraunum til að finna diplómatíska lausn á Líb- anondeilunni, en ísraelar veittu Fá óvænt að flytja frá Rússlandi Moskvu, 5. júlí. AP. SOVÉZK yfirvöld veittu fimm af stofnendum óháðu sovézku frið- arhreyfingarinnar óvænt og fyrir- varalaust leyfi til að flytjast frá Sovétríkjunum, að sögn manna, sem starfað hafa með ellefumenn- ingunura, sem stofnuðu hreyfing- una fyrir réttum mánuði. Leyfisveitingar þessar koma á óvart, einkum vegna þess að vonir manna um að fá að fara úr landi hafa farið minnkandi í seinni tíð, og af 'þeim sökum fluttust færri frá Sovétríkjun- um í fyrra en tíu ár þar á undan. Fimmmenningarnir eru Vladimir Fleishgakker, 29 ára verkfræðingur, og Maria kona hans, einnig 29 ára verkfræðing- ur, og Mikhail Ostrovsky, 26 ára tannlæknir, og kona hans Lyud- milla, 26 ára málfræðingur. Einnig Mark Reiterman. Fimmmenningarnir höfðu sótt um að fá að flytjast frá Sovétríkjunum. Hefur Fleish- gakker-hjónunum verið uppá- lagt að koma sér úr landi í síð- asta lagi 14. júlí, og Ostrovsky- hjónin fá aðeins vikufrest til að hypja sig. Fyrrnefndu hjónin eru nú í stofufangelsi á heimili sínu, þótt engin formleg ákæra hafi verið birt þeim. Einnig standa óein- kennisklæddir lögreglumenn vörð um íbúð upphafsmanns hreyfingarinnar, Sergei Bato- vric, og hleypa engum hvorki út né inn. Úrslit á HM í gær Úrslit leikja á HM-keppninni í Íær urðu þessi: talía — Brasilía 3—2 Spánn — England 0—0. Það verða því lið Póllands, Frakklands, V-Þýskalands og ítal- íu sem leika í undanúrslitunum. Sjá nánar á íþróttasíðu. Habib enn einn frestinn í dag til þeirra hluta. Salah Khalaf, næst valdamesti maður í skæruliðahreyf- ingu PLO, lét svo um mælt að skæruliðar myndu hvergi fara frá Beirút. Moammar Khadafy, Líbýu- leiðtogi, hvatti skæruliða „að fremja frekar sjálfsmorð" en láta undan kröfum Israela. Heimildir hermdu að Arafat skæruliðaleiðtogi hefði í gær undir- ritað yfirlýsingu um uppgjöf og brottflutning skæruliða og leiðtoga þeirra frá Beirút, þar sem gert er að skilyrði að PLO fái áfram að hafa tvær sveitir manna undir vopnum, er lúti stjórn Líbanonshers, og að PLO fái að hafa áróðursskrifstofu í Beirút. Óstaðfestar fregnir herma að Habib hafi fyrir sitt leyti fallist á þessa lausn, en ísraelar höfnuðu þessum hugmyndum alfarið í dag, sögðust vilja skæruliða á brott frá Líbanon alla sem einn. Öngþveiti í Bretlandi I/ondon, 5. júlí. AP. VERKFALL tæplega 20 þúsund brezkra lestarstjóra lamaði al- menningssamgöngur í Stóra-Bretlandi annan daginn í röð. Um þrjú hundruð lestarstjórar urðu ekki við áskorun samtaka lest- arstjóra og mættu til vinnu, og var því hægt að fara 1.250 ferðir með farþega af um 15 þúsund. Verkfallið olli öngþveiti, en þó ekki nándar eins miklu og fyrir viku. Talið er að meirihluti lestar- stjóra sé á móti þessum verkföllum. Bella og Igor Korchnoi við komuna til Ziirich. Á móti þeim tóku skautadansararnir Oleg Protopopov og Ludmilla Belussova, sem bæði eru landflótta Rússar. Viktor Korchnoi gat ekki tekið á móti konu sinni og syni, hitti þau síðar og urðu það fagnaðarfundir. Sjá nánar: „Gleðifundur eftir sex ára aðskilnað" bls. 18. Eldflaugum sem beint er að V-Evrópu fjölgar Bonn, 5. júlí. AP. RÚSSAR halda áfram ad smída og koma SS-20 kjarnorkuflaugum fyrir á skotpöllum austan járntjalds, þrátt fyrir fullyrðingar Leonids Brezhncvs forscta um hið gagnstæða, að sögn talsmanns stjórnarinnar í Bonn. Samkvæmt gervihnattamyndum hafa fengist „óyggjandi" sannanir fyrir því að Rússar hafa komið fyrir a.m.k. 315 SS-20 flaugum, sem hver um sig er búin þremur kjarna- oddum. Þá eru Rússar á tveimur stöðum í Ukraínu að smíða eldflaugaskot- palla, níu palla á hvorum stað, samkvæmt myndunum. Hægt er að koma fyrir mörgum SS-20 fiaugum á hverjum palli. Talsmaður Bonn-stjórnarinnar sagði um 70% flauganna, eða um 225 þeirra, vera beint á skotmörk í Vestur-Evrópu. Brezhnev forseti tilkynnti 16. marz sl., að Rússar hefðu hætt framleiðslu og staðsetningu SS-20 kjarnorkueldflauga, og öll vinna á nýjum skotpallasvæðum hætt. Aðilar í Bonn, sem málum eru kunnugir, telja að þessar upplýs- ingar bendi til að Rússar ætli að fjölga flaugum, sem beint er á skotmörk í ríkjum Atlantshafs- bandalagsins, í 243, en það er sá fjöldi, sem þeir sögðust hafa á skotpöllum, við upphaf samninga- viðræðna um takmörkun meðal- drægra kjarnorkuvopna í Evrópu. Viðræður þessar hófust 30. des- ember sl. f Genf. Hermt er, að Rússar komi milli 60 og 70 SS-20 kjarnorkuflaugum fyrir á skotpöllum árlega. Sam- kvæmt útreikningum vestrænna sérfræðinga, er talið að SS-20 flaugar, sem staðsettar eru handan Úralfjallanna, austur við Novosi- brisk, gætu hæft skotmörk í V-Þýzkalandi, Lúxemborg, Belgiu, Noregi, hlutum Ítalíu, norðurhluta Frakklands og í Skotlandi. Flaug- um, sem staðsettar eru vestar, t.d. á Kirov- svæðinu vestan Úralfjalla, væri samkvæmt þessu hægt að skjóta á skotmörk hvar sem væri í Vestur-Evrópu, og einnig til Egyptalands, norðurhluta Alsír, eða jafnvel til Súdan, ef þeim væri beint suður á bóginn. Brandt borinn mútusökum og 40 stjórnmálamenn að auki „Mesta spilliiigarmál“ í sögu Vest- ur-Þýskalands segir Der Spiegel Bonn, 5. júlí. AP. WILLY Brandt, fyrrum kanslari, og 40 aðrir frammámenn í vestur- þýsku stjómmálalín, eru nefndir á lista yfir „mútuþega", sem í Ijós hefur komið við rannsókn á mjög yfirgripsmiklu mútumáli, að því er fram kemur i vikuritinu Der Spiegel í dag. Áður hefur komið fram, að þrir ráðherrar í ríkisstjórn Helmuts Schmidts kanslara eru bendlaðir við þetta mál, sem Spiegel kallar „lík- lega mesta spillingarmál" i sögu Vestur-Þýskalands. Rannsóknin í þessu máli hófst á fyrra ári og snýst um það, að fyrirtækið Friedrich Flick í Dúss- eldorf hafi mútað stjórnmála- mönnum með framlögum í kosn- ingasjóð og fengið verulegar skattaivilnanir að launum. Að sögn Spiegel beinist rannsóknin nú að lista yfir „mútuþega", sem fannst á skrifstofum fyrirtækis- ins en þar kemur m.a. fram, að Brandt hafi tekið við um 800.000 kr. ísl. í þremur greiðslum. Átta- tíu nöfn voru á listanum og þar af nöfn 40 „kunnra" stjórnmála- manna. Á listanum er aðeins getið eft- irnafna og þ.á m. þeirra Helmut Kohls, formanns Kristilega demó- krataflokksins, og Franz Josef Strauss, formanns Kristilega sósíal-sambandsins í Bayern. Walter Scheel, fyrrverandi utan- ríkisráðherra og forseti Vestur- Þýskalands úr flokki frjálsra demókrata, var þar einnig. Der Spiegel segir, að listinn greini frá „mútum“ á árabilinu 1974—’81. Talsmaður Brandts neitar harðlega, að hann sé viðriðinn eitthvað misjafnt og hefur skorað á höfund listans að gefa sig fram svo að sanna megi sakleysi Brandts og dagblaðið Sud- deutsche Zeitung segir í dag, að Brandt ætli að leita til dómstól- anna til að fá nafn sitt hreinsað. í febrúar sl. skýrði vestur-þýski saksóknarinn svo frá, að hafin væri rannsókn á meintum mútu- greiðslum til þriggja ráðherra í ríkisstjórn Helmuts Schmidts, Ottos Lambsdorffs, efnahags- málaráðherra, Manfreds Lahnsteins, fjármálaráðherra, og Hans Matthöfers, póstmálaráð- herra, sem grunaðir væru um að hafa tekið við duldum kosninga- framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum gegn ríflegum skattaívilnunum þeim til handa. Talsmaður saksóknarans í Bonn neitaði í dag að láta nokkuð hafa eftir sér um frétt Der Spieg- el.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.