Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ1982 27 • Lárus Grétarsson, einn ungu mannanna i liði l'ram, með boltann í leikn- um gegn ÍBV. Ljó*m. (iuðjón b. Öruggur sigur Fram gegn ÍBV FRAM vann öruggan sigur á liði ÍBV í Laugardalnum á laugardag, 3—0, í 1. deildinni í knattspyrnu. Var þetta annar sigur Fram í röð og hefur liðið nú skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum sínum. Liði ÍBV gekk illa að finna réttan takt í leik sinn gegn Fram og sér i lagi var varnarleikur Eyjamanna óöruggur. Liðin léku á hallarflötinni í Laugar- dal, og var oft mesta furða hvað leik- mönnum gekk vel að hemja boltann á rajög svo ósléttum vellinum sem var eitt forarsvað. Það er nú reyndar saga til næsta bæjar að hvað eftir annað skuli I. deildar-félögin í Reykjavík þurfa að leika á ónýtum velli í íslandsmótinu. Leikur Fram og IBV var mjög jafn framan af, liðin skiptust á að sækja án þess þó að skapa sér verulega hættuleg marktækifæri. Fyrsta mark Fram skoraði Viðar Þorkelsson eftir góðan undirbún- ing Halldórs Arasonar. Halldór gaf vel fyrir markið af kantinum og Viðar var rétt staðsettur inni í vítateignum og skoraði með góðu skoti. Eyjamenn voru mjög nálægt því að jafna metin á 34. mínútu leiksins. Eftir góða sókn af þeirra hálfu átti Omar Jóhannsson þrumuskot að marki Fram, en heppnin lék ekki við hann. Boltinn fór í fótinn á Guðmundi mark- verði og hrökk út á völlinn. Ómar var í dauðafæri þegar hann skaut. Það sem eftir lifði hálfleiksins var hart barist en enginn markverð tækifæri sköpuðust. Síðari hálfleikurinn var öllu líflegri en sá fyrri. Það voru Eyja- menn sem áttu fyrsta góða mark- tækifærið. Valþór átti hörkuskalla að marki Fram af stuttu færi en rétt framhjá á 65. mínútu. Var þetta besta marktækifæri ÍBV í síðari hálfleiknum. Á 68. mínútu leiksins skoraði Fram sitt annað mark. Halldór Arason gaf góða sendingu inn á Guðmund Torfason sem komst einn innfyrir vörn ÍBV og skoraði með þrumuskoti af stuttu færi óverjandi fyrir Pál Pálmason markvörð ÍBV. Þarna var vörn ÍBV mjög illa á verði eins og svo oft í leiknum. Fram átti mjög gott tækifæri á að bæta þriðja markinu við á 75. mínútu. Þá komst Ólafur Hafsteinsson einn inn fyrir vörn ÍBV og var Ólafur næstum kominn inn að markteig þegar hann reyndi skot, en brást bogalistin og skaut fram- hjá. Betri marktækifæri en þetta fá leikmenn varla upp í hendurn- ar. Það var svo Halldór Arason sem skoraði þriðja mark leiksins. Hann gaf sér góðan tíma á 83. mínútu er hann komst í gegn og vippaði boltanum laglega yfir Pál í markinu. Vel gert hjá Halldóri. Fleiri urðu mörkin ekki. Lið IBV virkaði ekki sannfær- Fram — ÍBV 3:0 • Halldór Arason lék vel í liði Fram. Leikmaður sem sýnir alltaf góða baráttu. andi í þessum leik. Sér í lagi var varnarleikurinn hjá liðinu í ólagi. Vörnin var alltof flöt. Ef rang- staðan brást var enginn fyrir inn- an til þess að taka á móti sóknar- mönnunum, sem komust í gegn. Þá var eins og lið ÍBV virkaði þreytt í síðari hálfleiknum. Það vantaði meiri neista í leik manna og baráttu. Þá var sóknin frekar bitlaus. Lið ÍBV var jafnt að getu í leiknum, enginn einn skar sig úr. Lið Fram lék yfirvegað gegn ÍBV. Ungu leikmennirnir í liðinu eru óðum að falla inn í leik liðsins og standa sig vel. Viðar Þorkels- son og Þorsteinn Þorsteinsson komu báðir vel frá leiknum. Mart- einn fyrirliði lék vel í vörninni og stjórnaði henni af festu. Halldór Arason skapaði góð marktækifæri í leiknum, duglegur leikmaður sem gefst aldrei upp. Lið Fram er alveg greinilega á uppleið og verð- ur án efa erfitt við að eiga í næstu leikjum sínum. I stuttu máli. íslandsmótið 1. deild. Laugardalsvöllur. Fram—ÍBV 3—0 (1—0). Mörk . Fram: Viðar Þorkelsson á 23. mínútu, Guðmundur Torfason á 68. mínútu og Halldór Arson á 83. mínútu. Gul spjöld: Hafþór Sveinjónsson Fram og Örn Óskarsson ÍBV. Áhorfendur á leiknum voru 584. — ÞR. Breiðablik sigraði KA verðskuldað í FREMUR bragödaufum leik sigr- aöi Breiöablik KA noröur á Akureyri á laugardaginn, 2—0, eftir að staðan i hálfleik hafði verið I—0. Leikurinn einkenndist mjög af miöjuþófi sem var lítt skemmtiíegt fyrir augað, og langtímum saman gerðist bókstaf- lega ekki neitt. Leikurinn byrjaöi mjög rólega en Blikarnir náðu strax undirtökunum í leiknum og sóttu mun meira. Þeim gekk þó illa að skapa sér færi og gerðist ekkert markvert fyrr en á 12. mín. en þá kom fyrra mark Breiða- bliks. Eftir nokkurn darraðardans fyrir utan vítateig KA barst boltinn til Vignis Baldurssonar og hann var ekkert að tvínóna við hlutina og skaut firnaföstu skoti að markinu. Aðalsteinn markvörður KA náði að slæma hendi til knattarins, þegar hann gerði góða tilraun til að verja skotið, en knötturinn hrökk i stöng- ina af honum og inn, 1—0 fyrir Breiðablik. Eftir markið lifnaði heldur yfir KA-mönnum, enda alveg ástæða til, en það voru þó Blikarnir sem höfðu undirtökin allan hálfleikinn og var barátta þeirra mjög mikil. Á 32. mín. komst Hákon Gunn- arsson einn innfyrir vörn KA en Aðalsteinn markvörður bjargaði á 11. stundu með góðu úthlaupi. 11 mínútum síðar átti KA svo sitt fyrsta umtalsverða færi í leiknum, en þá komst Gunnar Gíslason inn- fyrir vörn Breiðabliks en Guð- mundur markvörður bjargaði með góðu úthlaupi. Eftir fremur leiðinlegan fyrri hálfleik vonuðust margir til þess að liðin hristu af sér slenið og sýndu virkilega klærnar en það var borin von því seinni hálfleikur var engu skemmtilegri en sá fyrri. Fyrsta umtalsverða færið í hálf- leiknum kom á 10. mín. en það átti Breiðablik. Birgir Teitsson komst þá einn og óvaldaður innfyrir vörn KA en Aðalsteinn í markinu var vel á verði og náði að bægja hætt- unni frá. Aðeins fimm mínútum síðar átti Helgi Bentsson gott skot nokkuð utan vítateigs. Boltinn fór í gegnum vörnina og framhjá Að- alsteini í markinu en á marklín- unni var Guðjón Guðjónsson og náði hann að afstýra marki. Eina færi KA í seinni hálfleik kom svo á 20. mín. en þá fékk Ásbjörn Björnsson sendingu innfyrir vörn Blikana, en þrumuskot hans úr skáfæri rétt utan markteigs fór yfir. Þrem mínútum síðar gerðu Blikarnir svo endanlega út um leikinn og var þar að verki Helgi Bentsson. Hann fékk „stungusend- ingu“ innfyrir vörn KA og þakkaði hann fyrir sig með því að senda knöttinn örugglega framhjá Aðal- steini í marki KA. Það sem eftir lifði leiksins má flokka undir eina stóra flatneskju, þar sem boltan- um var haldið að mestu leyti utan við vitateigana. Lið Breiðabliks var nokkuð sprækt á köflum en datt svo niður buxunum að tapa stigum í þessum leik. Liðið lék að þessu sinni án tveggja af lykilmönnum liðsins, þeim Sigurði Grétarssyni og Ólafi Björnssyni. Lið KA byrjaði íslandsmótið mjög vel en flug það er þeir voru komnir á hefur lækkað mjög mik- ið í undanförnum leikjum og hafa þeir nú tapað 3 leikjum í röð. í þessum leik virtist einsog alla leikgleði og baráttuvilja skorti hjá liðinu en það kann ekki góðri lukku að stýra. Liðið verður að fara að sýna virkilega klærnar ef það ætlar ekki að lenda í fallbar- áttunni innan tíðar. í STUTTU MÁLI: Akureyrarvöllur 3. júlí 1982. KA — Breiðablik 2—0 (1—0). Áminning, engin. Mörk Breiðabliks: 10. mín. Vignir Baldursson og 68. mín. Helgi Bentsson. Áhorfendur 606. Lið KA: Aðaliteinn Jóhannsson Eyjólfur Ágústsson Guðjón Guöjónsson Haraldur Haraldsson Erlingur Kristjánsson Gunnar Gíslason Elmar Geirsson Ormarr Örlygsson Hinrik Þórhallsson Ragnar Rögnvaldsson Tómas Vilbergsson (vm) Jón Marínósson (vm) Lið Breiðabliks: Guðmundur Ásgeirsson Svavar Svavarsson Helgi Helgason Þórarinn Þórhallsson Benedikt Guðnason Vignir Baldursson Hákon Gunnarsson Jóhann Grétarsson Birgir Teitsson Helgi Bentsson Þorsteinn Hilmarsson ísland og Sviss neðst Í8LENSKA landsliðið í handknatt- leik hafnaði í 5. sæti á alþjóðlega handknattleiksmótinu í Júgóslavíu. Landslið Svisslendinga hafnaði í sjötta og síðasta sætinu, þar sem markatala þeirra var mun óhagstæð- ari en íslenska liðsins. Sovétmenn urðu sigurvegarar á mótinu. Þeir sigruðu í öllum leikjum sínum. Þeir sigruðu Júgóslava í hreinum úrslitaleik, 23—20, (11—11). Sá leikur var skemmtileg- ur á að horfa og nánast endurtekn- ing á úrslitaleik þessara þjóða i síð- ustu heimsmeistarakeppni. Júgó- slavar leiddu nær allan leikinn, en höfðu ekki þrek til að halda í lið ltússanna siðasta stundarfjórðung- inn. Endanleg staða á mótinu varð sem hér segir: Stig 1. Sovétríkin 10 2. Júgóslavía 8 3. Pólland 6 4. Júgóslavía „B“ 4 5. ísland 1 6. Sviss 1 r Island — Júgó- slavía „B“ 19:20 (10:7) ÞAÐ VAR hálfgerður klaufaskapur hjá íslensku strákunum að tapa þessum leik gegn eldhressu ungl- ingalandsliði Júgóslava, sem var styrkt með tveimur eldri leik- mönnum. Islenska landsliðið var betri að- ilinn nær allan leikinn og höfðu frumkvæðið allt fram á síðustu mínútur leiksins að Júgóslavar skoruðu sigurmark leiksins. Þetta var í eina skiptið í leiknum sem júgóslavneska unglingalandsliðið tók forystuna. Mörk íslenska liðs- ins skiptust þannig: Kristján Arason 5 (öll víti) Þorbergur 4 Alfreð 4 Páll Óiafsson Siggi Sv. Guðmundur ísland — Pólland 24:29 (14:16) EINS <)<; markatalan gefur til kynna, var sóknarleikur aðal beggja liða í þessum leik. Fyrir áhorfendur var leikurinn mjög skemmtilegur á að horfa. Hraðinn í leiknum með ólíkindum ef mið er tekið af því að þetta var fimmti leikur þjóðanna á jafnmörgum dögum. Leikfléttur beggja liða gengu upp og klöppuðu áhorfendur leik- mönnum óspart lof í lófa. Pólverj- ar höfðu þó frumkvæðið allan leikinn og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þrátt fyrir miklar mannabreyt- ingar á pólska landsliðinu, sýndi frammistaða þeirra á mótinu, að þeir verða áfram í röð sterkustu handknattleiksþjóða. Segja má, að íslenska landsliðið hafi leikið góðan sóknarleik allt mótið og lofar hann góðu fyrir frammistöðu íslenska landsliðsins á komandi vetri. Varnarleikurinn er aðalhöfuðverkur liðsins og hann kemur niður á markvörsl- unni, sem var þó góð á köflum. í leiknum gegn Pólverjum léku allir leikmenn vel í sókn, en Þorbergur og Kristján Arason áttu þar best- an leik íslenska liðsins. Sóknarnýting reyndist 50%, eða 24 mörk í 48 upphlaupum. Mörk íslenska landsliðsins skiptust þannig: Þorbergur 7 Kristján 7 (1 víti) Guðmundur 3 Alfreð 2 Steindór 1 Jóhannes 1 Páll Ólafss. 1 Knattspyrna þess á milli. Þeir börðust mjög vel og voru sýnilega ekkert á þeim Bjarni 2 Þorbjörn Jensson 1 Þorbjörn 1 Bjarni 1 Fram: Valur: ÍBV Guðmundur Baldursson 6 Brynjar Guömundsson 5 Páll Pálmason 6 Þorsteinn Þorsteinsson 6 Úlfar Hróarsson 4 Ágúst Einarsson 7 Trausti Haraldsson 7 Grímur Sæmundsson 4 Snorri Rútsson 6 Sverrir Einarsson 6 Magni Pétursson 5 Valþór Sigþórsson 6 Marteinn Geirsson 7 Dýri Guðmundsson 6 Örn ÓskarsBon 6 Halldór Arason 7 Þorgrímur Þráinsson 5 Viðar Elíasson 7 Ólafur Hafsteinsson 4 Ingi Björn Albertsson 4 Ómar Jóhannsson 6 Viöar Þorkelsson 6 Hilmar Sighvatsson 4 Jóhann Georgsson 6 Lárus Grétarsson 5 Njáll Eiðsson 3 Þóröur Hallgrímsson 6 Guðmundur Torfason 6 Guðmundur Þorbjörnsson 4 Sigurlás Þorleifsson 6 Hafþór Sveinjónsson S Þorsteinn Sigurðsson 4 Sveinn Sveinsson 6 Valur Valsson (vm) 3 ÍBV: KR: ÍA Páll Pilmason 5 Stefán Jóhannsson 6 Davíö Kristjánsson 5 Ágúst Einarsson 5 Sigurður Sigurðsson 4 Guðjón Þórðarson S Öm Óskarsson 5 Sigurður Pétursson 4 Sveinbjörn Hákonarson 4 Þórður Hallgrímsson 5 Ottó Guömundsson 5 Sigurður Lárusson 6 Valþór Sigþórsson 5 Magnús Jónsson 4 Sigurður Halldórsson 6 Snorri Rútsson 5 Jósteinn Einarsson 5 Björn Björnsson 5 Sveinn Sveinsson 5 Ágúst Már Jónsson 5 4 Jóhann Georgsson 5 Hálfdán Örlygsson 4 Jón Alfreðsson 5 Sigurlás Þorleifsson 6 Jón G. Bjarnason 5 Júlíus P. Ingólfsson 5 Ómar Jóhannsson 6 Willum Þórsson 4 Guðbjörn Tryggvason 5 Viðar Elíasson 6 Sæbjörn Guðmundsson S Árni Sveinsson 6 Kári Þorleífsson (vm) 5 Sigurður Indriðason (vm) 4 Kristján Olgeirsson (vm) 5 Óskar Ingimundarson (vm) 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.