Morgunblaðið - 14.07.1982, Side 9

Morgunblaðið - 14.07.1982, Side 9
41 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1982 vinsamlegt og hjálpað mikið við aðlögunina." Sú næsta, sem við töluðum við, var Claire Nelson, sem býr í næsta nágrenni New York. „Ég kem hingað, til þess að fræðast um menninguna og fólk- ið og valdi stað með það í huga, að hann væri öðru vísi. Ég heyrði frá afa mínum og ömmu sem voru hér á ferðalagi, að hér væri mjög fallegt og langaði að koma.“ Aðspurð um hvernig henni lit- ist á landið, sagði hún: „Við er- um búin að vera hérna svo stutt og höfum séð fátt ennþá, en mér finnst dálítið kalt og svo eru fá tré. Ég er vön trjám, það er fullt af þeim þar sem ég bý. En ennþá hef ég ekki orðið vör við neitt hér, sem mér hefur ekki líkað. Ég fer á bóndabæ og ég hlakka til að hitta fjölskylduna, sem ég á að búa hjá.“ Sú næsta sem við hittum að máli, heitir Jenarda Harris og er frá Dallas í Texas. „Mér bauðst að fara hingað, en bað ekki sérstaklega um það,“ sagði hún aðspurð um af hverju hún væri hér. „En mér fannst áhugavert að fara. Hér er virkilega fallegt og það er gaman af fjallaandrúmsloft- inu, að hafa fjöllin allt í kringum sig, en í nágrenni Dallas, þaðan sem ég kem, eru engin fjöll. Ég vissi ósköp lítið við hverju ég mátti búast. Svo var verið að reyna að hræða okkur í flugvél- inni á leiðinni hingað, en maður tók nú ekki of mikið mark á því. Annars er svo stutt síðan við komum, að ég er ekki enn búin að jafna mig almennilega á um- hverfisbreytingunni, til dæmis á því að sofa á skrýtnum tímum,“ sagði Jenarda Harris að lokum. Andrea G. Pokrzyurinski er frá 20 þús. manna bæ í Ulinois. „Ég hafði ekki heyrt minnst á Island, fyrr en skömmu áður en ég ákvað að sækja um að fá að koma hingað. Ég var að lesa heimsatlas, til þess að reyna að finna út hvert mig langaði að fara, og mér líkaði hugmyndin um landið, sem hitað er upp með eldfjallaorku, og það sem ég hef hingað til séð hefur mér líkað. Ég lærði líka töluvert um landið. Bæði kynnti ég mér það efni sem var mér aðgengilegt, og talaði við mann sem hefur verið hér, og langar til að koma aftur." Eitthvað sem hefur komið þér sérstaklega á óvart? „Mosinn, að hann skuli vera viðkomu eins og svampur." Sá sem við töluðum síðast við heitir Mark Berendes og er frá 55 þús. manna borg í Kaliforníu. Hann bauð okkur góðan daginn á furðugóðri íslensku og við spurðum hann hvernig stæði á ferðum hans hér? „Ég óskaði nú ekki sérstaklega eftir því að vera sendur hingað, en ég er ánægður yfir að vera hér. Ástæðan fyrir að ég hafði samband við AFS var sú, að ég vildi kynnast menningu annarra þjóða og því hvernig þar er farið að því að lifa lífinu." Éitthvað sem hefur komið þér á óvart? „Hvað það geta verið margar veðrabreytingar á einum degi. Mér hefur líkað sá matur sem ég hef smakkað hingað til, til dæm- is borðaði ég skyr og þótti það gott. Annars er þetta nú nokkurs konar athvarf hérna, fyrir okkur, fyrst eftir komuna og þess vegna ekki mikið að segja, það er fyrst þegar við komum til fjölskyldnanna, sem við eigum að dveljast hjá, sem þetta byrjar fyrir alvöru," sagði Mark Ber- endes að lokum. Við kvöddum, þökkuðum kær- lega fyrir okkur og óskuðum þeim öllum ánægjulegrar sumardvalar á Islandi. Sauðárkrókur: — Ljósm. IM». Baldur fyrir framan Sælkerahúsið ásamt Ólöfu Einarsdóttur starfsstúlku. Tafla er úti, sem sýnir, hvað er á boðstólum. Vinstra megin sést í garðhýsið sem verður tekið í notkun á næstunni. Nfr matsölustaður Ljósm. Siguróur Baldursson. Baldur ásamt konu sinni, Heiðrúnu Jensdóttur, í matsalnum. Á Sauðárkróki hcfur Baldur Úlfarsson matsveinn opnað gildaskála, sem heitir „Sslkerahúsið". Er hann til húsa að Að- algötu 15 i eldri hluta bæjarins. Er Sæl- kerahúsið opið frá kl. 09 á morgnana til kl. 23 á kvöldin. Er unnt að fá þar glóðar- steikta- og grillaða rétti, alþýðlegan heim- ilismat og veizlurétti, ásamt kaffi allan daginn og með því. Baldur keypti húsið og hefur nú látið innrétta það vistlega. Uppi er veizlusal- ur, sem rúmar 30 manns. Niðri í mat- salnum er barnahorn, sem börn geta leikið sér í, á meðan foreldrar snæða í næði. Þá verður á næstunni tekið í notkun garðhús áfast við húsið, 30m‘ að stærð allt undir gleri. Á það að vera í suðrænum stfl, þar sem unnt er að fá sér kaffi og rabba saman. Sagði Batdur, að hann hygðist með þessu garðhýsi sínu ætla að skapa andrúmsloft eins og er á Spáni og suðrænum veitingastöð- um annars staðar. Verður það hitað allt árið með afgangsvarmaorku frá kæligeymslum í kjallara. Verður tvö- falt gler í húsinu, svo ekki ætti að næða um fólkið í því. „Viðtökur hafa verið framar öllum vonum. Bæjarbúar hafa kunnað vel að meta þetta nýmæli,“ sagði Baldur og kvaðst líta björtum augum á framtíð- ina. Lengd 6,40 breidd 2,60 Lengd 8,15 breidd 2,95 FISKIBÁTAR Getum nú boöið þessa vinsælu fiskibáta meö mjög stuttum fyrirvara. Verö mjög hagstætt. Fást bæöi fullbúnir og óinnréttaðir. RFurn Boihoití KJ LI m w w Símí 21945 °9 84077. Omissandi tæki i viöskiptalif inu Lanier framleiðendur hafa sérhæft sig í tækjum fyrir viðskiptaheiminn og henta þau vel öllum þeim sem vilja örugg og gðð vinnubrögð. Þeir framleiða allt frá litlum talritum upp í stórar skrifstofutölvur, sem geta geymt margskonar upplýsingar og sparað marga starfsmenn. Lanier auðveldar, flýtir og veitir þeim öryggi, sem vilja hafa rekstur fyrirtækja sinna sem bestan. LANIER - skrifstofutæki framtíðarinnar. l! O Þú heldur aö þú getir verið án þeirra, þar til þú hefur unnið með þeim. v>v Radíóstofan h£ Þórsgötu 14, símar 28377 - 11314 - 14131

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.