Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 5 Eigandi „Villta tryllta Villa“, Tóm- as Tómasson og kona hans, Helga Bjarnadóttir, við Benzinn, sem er i anddyri Villta Villa. Nýr skemmti- staöur fyrir ungl- inga opnaður í Reykjavík: Villti tryllti Villi opinn öll kvöld vikunnar NÝR skemmtistaóur fyrir unglinga á aldrinum 16—20 ára var opnaður í gærkvöldi í gamla húsnæði J. l>orláksson & Norðmann, Skúla- götu 30. Er það Tómas Tómasson, sem tók húsnæðið á leigu til 10 ára, og hefur lagt í innréttingar og aðra aðstöðu fyrir um 3'/2—4 millj- ónir króna. Bara hljómflutnings- tæki og Ijósasýningarsettið kosta á aðra milljón. Að sögn Tómasar, þá var byrj- að að vinna í húsnæðinu 1. júní sl. og árangur, má sjá. Húsnæðið er 550 fermetrar og þar af rúm- lega 100 fermetra koparlagt dansgólf, hið fyrsta hér á landi. Staðurinn tekur 450 manns sam- tals. Þar sem staðurinn er ætlað- ur fyrir unglinga eru ekki vín- veitingar á staðnum, og því færri barir en eru í vínveitinga- húsum. En þó eru tveir rúmgóðir barir, þar sem selt er kók og pepsí, og einnig verður þar hamborgarasala, þar sem . e Tomma-hamborgarar verða seldir. Tómas sagði, að opið yrði öll kvöld vikunnar. Mánudagskvöld til fimmtudagskvölds verður opið frá kl. 22—01 og föstu- dagskvöld og laugardagskvöld verður opið frá kl. 22—03. Þessi kvöld verður opið fyrir unglinga á aldrinum 16—20 ára. Á sunnu- dagskvöldum verður opið kl. 20—23.30. Er það fyrir unglinga á aldrinum 13—15 ára. Kostar kr. 90 föstudags- og laugar- dagskvöld, en 50 kr. í miðri viku. Tómas sagði að 50 kr. auka- gjald yrði þegar topphljómsveit- ir verða á staðnum. Lifandi tón- list yrði leikin í Villta Villa eftir því, hvernig tíðarandinn væri hverju sinni. En góð aöstaða er fyrir flutning lifandi tónlistar. Laugardaga og sunnudaga verður opið hús fyrir alla kl. 14—19. Þá geta foreldrar komið með börnin sín og farið í diskó. sem ekki gefst annars staðar tækifæri til. Er þá ókeypis að- gangur. Jafnframt verður „Pac Man“ spilakeppni. Er það eins- konar myndband, þar sem þraut- ir eru leystar. Sá sem flest stig hlýtur fyrsta mánuðinn hlýtur 4 daga ferð til New York til þess að skoða diskótekin STUDIO 54 og XENON í fylgd með Tomma. Sá, sem fær flest stig kvöldsins, fær boðsmiða á Villta Villa. Þegar kynningarkvöld var haldið fyrir fjölmiðla, spilaði hljómsveitin Egó. Undir lokin, var reykvélin sett í gang, þegar Rubbi söng „Reykjavík brennur". Fylltist þá dansgólfið af reyk, og einnig er til sápukúluvél, sem lætur sápukúlur svífa um dans- gólfið. Þessi aldur, 16—20 ára, hefur ekki haft neinn sérstakan stað til þess að koma saman í nema félagsmiðstöðvarnar, sem Reykjavíkurborg hefur rekið. Hljómsveitin Egó lék við opnunarhátíðina. „Mér líst vel á Akranes" Segir Ingimundur Sigurpálsson nýrádinn bæjarstjóri „MER líst vel á Akranes, bærinn er í örum vexti, enda cru þar dugmiklir athafnamenn, sem gaman verður að kynnast," sagði Ingimundur Sigurpáls- son, sem nýlega hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, í samtali við Mbl. í gær. Ingimundur var ráðinn úr hópi 11 umsækjenda með 5 atkvæðum, 4 atkvæðum sjálfstæðismanna og atkvæði alþýðuflokksmannsins í bæjarstjórninni, en 4 sátu hjá, 3 framsóknarmenn og alþýðubanda- lagsmaðurinn. Framsóknar- og al- þýðubandalagsmennirnir gerðu tillögu um að Rúnar B. Jóhanns- son, endurskoðandi, yrði ráðinn í stöðuna. Ingimundur er þrítugur Reyk- víkingur, hann lauk hagfræðiprófi frá Háskóla íslands, stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og hefur starfað í Byggðadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins síðan 1975. Hann er kvæntur Hall- veigu Hilmarsdóttur frá Neskaup- stað og eiga þau 2 syni. Ingimundur Sigurpálsson sagði einnig: „Bæjarstjórastarfið er mjög áhugavert, þótt eflaust sé það erilsamt og umdeilt á stund- um. Ég á von á því að það verði ánægjulegt. Ég hef haft nokkur kynni af málefnum sveitarfélaga í gegnum störf mín hjá Fram- kvæmdastofnun og átt góða og lærdómsríka samvinnu við sveit- arstjórnarmenn. Ég vænti góðs samstarfs við Akurnesinga og vonast til að geta unnið þeim vel.“ Ingimundur Sigurpálsson Rúta út í Tungufljót: • • Okumaður slasaður Tll'ITlKU og fimm manna rútubíll fór út af brúnni vfir Tungufljót í Skaft- ártungu á miövikudag og hafnarti í ánni. Ökumaður er talsvert slasaður, m.a. brákartur á hálsi. Hann var einn í bílnum. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Reyni Ragnarssyni, lögreglumanni í Vík, var rútan, sem er frá Austurleið, að fara að sækja fólk á Fjallabaksleið og virðist sem eitthvað hafi bilað, en ökumaðurinn vissi ekki til fyrr en rútan fór út af brúnni. Lenti hún á hvolfi í ánni. Erlendir ferðamenn komu á slysstað skömmu eftir slysið og náðu þeir bílstjóranum út úr bílnum og var ökumaðurinn fluttur flug- leiðis til Reykjavíkur í fyrradag. Rútubíllinn er ónýtur talinn. Athugasemd AÐ gefnu tilefni skal tekið frarn, að málvilla í auglýsingu hér í Morgunblaðinu frá Menntaskólanum í Kópavogi varð til er eitt orð féll niður úr fyrirsögn auglýsingar í vinnslu blaðsins. Fyrirsögnin átti að hljóða svo: Frá Menntaskólan- um í Kópavogi. FINNLAND er land dulmagnaörar náttúru, sérstæörar menningar og ótal afþreyingarmöguleika. Útsýn býöur afbragös vel skipulagða 12 daga ferö til og um þetta yndislega land í fylgd finnsks fararstjóra, sem talar íslenzku. Góö gisting meö 'h fæöi. Aöeins þessi eina ferö. Mjög takmarkaður sætafjöldi. Verð frá kr. 14.800 Austurstræti 17, Reykjavík, símar 26611 og 20100 Kaupvangsstræti 4, Akureyri, sími 22911

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.