Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982
35
Umboðsmaðurinn Popovic:
„Arnór gæti orðið einn besti
knattspyrnumaður Evrópu“
MKDAL áhorfendanda að leik
Manchester Utd. og KA á Akureyri
í fyrrakviild var maður að nafni
Sava Popovic. Hann er fyrrum
júgóslavneskur landsliðsmaður í
knattspyrnu og var fulltrúi fyrir
Manchester Utd. En hann er meira
en það, hann hefur um árabil verið
umboðsmaður margra frægra
knattspyrnufélaga í Evrópu, hann
feröast um og grefur upp efnilega
knattspymumenn. Popovic var
mjög hrifinn af þvi sem hann sá til
Arnórs Guöjohnsen gegn United.
Hann sagði í samtali við Morgun-
blaðið:
„Arnór gæti náð langt sem
knattspyrnumaður. Ég sá hann í
landsleik Islands gegn Wales þar
sem hann lék lykilhlutverk.
Hann er geysilega snöggur leik-
maður með góða yfirsýn og
næmt auga fyrir samleik. Þá er
hann afar „tekniskur" leikmað-
ur. Hann er afar skemmtilegur
leikmaður að fylgjast með á
velli, gerir alla hluti svo auð-
veldlega, virðist ekkert hafa
fyrir hlutunum. Ef hann heldur
sig við jörðina og kippir í lag
ýmsum smáhlutum svo sem
varnarleik sínum, gæti hann
orðið einn fremsti knattspyrnu-
maður Evrópu. Hann á alla
möguleikana, er ungur og á
framtíðina fyrir sér.“
Mbl. tók einnig tali Arnór
sjálfan og innti hann eftir stöðu
mála hjá honum, en fram hefur
komið í fréttum að hann hafi
enn ekki skrifað undir samning
við Lokeren. Arnór sagði: „Það
• Arnór Guðjohnsen
er rétt, ég er ekki búinn að skrifa
undir samning við félagið, en
reikna með að gera það í upphafi
næstu viku. Nokkur stórlið hafa
sett sig í samband við Lokeren
og spurst fyrir um mig, en ég vil
ekki segja á þessu stigi hvaða lið
það eru. Ég mun skrifa undir hjá
Lokeren til eins árs, en síðan
Þess má geta, að Arnór var
yfirburðamaður í liði KA gegn
Manchester Utd., sýndi mikla yf-
irferð og gerði stórkostlega
hluti. Sannarlega maður fram-
tíðarinnar. .sh./gg.
langar mig til að breyta til,
spreyta mig annars staðar."
íslandsmet Bryndísar í Stokkhólmi
BRYNDÍS Hólm, frjálsíþróttakonan
sterka setti nýtt íslandsmet í lang-
stökki á Fredrikshofen-leikunum í
frjálsum íþróttum sem haldnir voru í
Stokkhólmi í fyrrakvöld. Bryndís
bætti eldra met sitt í greininni um
tíu sentimetra, stökk nú 5,90 metra,
en átti áður 5,80 metra. Dálitill mót-
vindur var er keppnin fór fram og
afrekið betra fyrir vikið. Bryndís
hefur annars stokkið yfir sex metra,
en þá i of miklum meðvindi. Virðist
hún því til alls líkleg á næstu mót-
um.
Fleiri íslendingar voru meðal
keppenda á móti þessu og besta
árangrinum náði Sigurborg Guð-
mundsdóttir. Hún gerði sér lítið
fyrir og sigraði með yfirburðum í
400 metra grindahlaupinu. Tími
hennar var 61,57 sekúndur.
Feyenoord og Lokeren
vilja fá Sigurð
Jónsson til sín
Knattspyrnumaðurinn kornungi
og stórefnilegi Sigurður Jónsson
virðist ætla að eiga framtíð fyrir
sér sem atvinnuknattspyrnumaður,
en þessi 15 ára gamli Skagamaður
lék sinn fyrsta leik með meistara-
flokki ÍA fyrr í sumar. Kins og oft
hefur komið fram, hefur skoska
stórliðið Glasgow Rangers marg-
reynt að fá Sigurð til að skrifa und-
ir samning við félagið. Hann hefur
dvalið hjá félaginu og kynnt sér
aðstæður og hvað í boði myndi
vera, en ekki viljað gefa sig.
Það nýjasta í málinu er, að tvð
fræg knattspyrnufélög hafa boð-
ið Sigurði til sín að kíkja á að-
stæður með hugsanlegan samn-
ing fyrir augum. Mun Sigurður
fara til félaga þessara í þessum
mánuði og skoða sig um. Það eru
Feyenoord í Hollandi og Lokeren
í Beigíu sem hafa sett sig í sam-
band við Sigurð. Bæði eru félög
þessi iið í fremstu röð og hafa
haft góð kynni af íslenskum
knattspyrnumönnum, en Pétur
Firmakeppni Breiðabliks
helgina 20., 21. og 22. ágúst
1. Almennar firmakeppnisreglur.
2. Glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin.
Tilkynning um þátttöku berist að Digranesvegi 6,
Kópavogi, eða í síma 45124 alla virka daga milli
10—12 til 11. ágúst.
Knattspyrnudeild Breiöabliks.
• Sigurður Jónsson
Pétursson lék um skeið með
Feyenoord og gerði stormandi
lukku. Og Arnór Guðjohnsen
hefur verið lykilmaður hjá Lok-
eren um hríð. Sigurður er sagður
mun áhugasamari um þessi félög
en skoska liðið, þykir meira til
meginlandsknattspyrnunnar
koma en þeirrar bresku. — gg.
Laugardalsvöllur — Aðalleikvangur
Á morgun kl. 20.00
- I.A.
Framarar
fjölmennum og hvetjum
FRAM TIL SIGURS