Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982
t
Móðir okkar og tengdamóöir,
GUOFINNA EINARSDÓTTIR,
Óldugötu 4, Hafnarfiröi,
lést 5. þessa mánaöar.
Börn og tengdabörn.
t
Eiginkona mín, móöir okkar oa amma,
ÞÓRNÝ ÞÓROARDÓTTIR,
Blönduhlíö 12,
andaöist í Landakotsspitala að kvöldi 4. ágúst.
Jóhann Jóhannesaon,
börn og barnabörn.
t Eiginmaöur minn, faöir okkar og afi,
JÓN BJARNASON,
bryti.
Ránargötu 35,
andaöist á heimili sínu aöfaranótt 6. ágúst.
Þuríöur Baldvinsdóttir,
Gréta Jónsdóttir, Vöggur Jónsson,
Unnur 1. Jónsdóttir, Halldór Einarsson,
Áslaug E. Jónsdóttir, Hulda Jónsdóttir, Siguröur Sigurjónsson,
Baldvin Jónsson, Ásgeróur Guðbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
t
Hjartkær móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
SIGRÚN SIGMUNDSDÓTTIR,
Hótúni 10 B,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. ágúst kl.
15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á líkn-
arstofnanir.
Hólmfríöur Jónadóttir, Héöinn Hermóösson,
Sigmundur Jónsson, dótturbörn,
tengdabörn og barnabarnabörn.
t
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
ARINBJÓRN ÞORKELSSON,
húsasmíöameistari,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 10. ágúst kl.
15.00
Pálína Arinbjarnardóttír,
Þórir Arinbjarnarson, Hólmfríöur Jónsdóttir,
Ágústa Friöriksdóttir, Hallgrímur Jónasson,
Arinbjörn Friöriksson, Margrét Andrésdóttir,
Þórunn Friöriksdóttir,
Fríörik Þorsteinsson.
Ingi Lúövík Þórisson,
Edda Þóra Þórisdóttir,
Ágúst Björn Þórisson,
og barnabarnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför bróöur
okkar og fósturföður míns,
JÓNS EMILS ÓLAFSSONAR,
hæstaréttarlögmanns,
Suðurgötu 26.
Sérstaklega þökkum viö Samvinnutryggingum fyrir viröingu og
hlýhug.
Elínborg Ólafsdóttir,
Sigurrós Ólatsdóttir,
Ólafía Einarsdóttir.
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför
MATTHEU EINARSDÓTTUR,
Fljótsbakka, Eiðaþinghé.
Börn og aörir aöstandendur.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Minning:
Olafur Bjarnason
á Brimilsvöllum
Fæddur 10. apríl 1889
Dáinn 3. ágúst 1982
Þar sém góðir menn fara eru
Guðs vegir. Á sinn máttuga hátt
tengir tungan góðmennskuna guð-
dóminum og nú er góður maður
genginn Guði á vald.
Olafur Bjarnason, sem í dag er
kvaddur hinstu kveðju frá Brim-
ilsvallakirkju var mjög hlýr mað-
ur, tillitssamur með afbrigðum,
ræðinn og fróður um alla skapaða
hluti. Sérstakt yndi hafði hann af
því að ræða málefni lands og þjóð-
ar, breytingu á atvinnuháttum og
gamla tímann eins og hans kyn-
slóð, aldamótakynslóðin, lifði
hann. Islandssöguna þekkti hann
af eigin reynslu í næstum heila
öld. Stjórnmálasagan var honum
álíka tiltæk og ljóðelskum manni
uppáhalds skáldið sitt. Það hafa
virkilega verið alvarlegar frátafir
á Brimilsvöllum ef Ólafur sat af
sér framboðsfund á Snæfellsnesi.
Kímnigáfan var ósvikin. Kryddaði
hún óspart ríka frásagnargleði
ásamt þeirri fjalltraustu vísinda-
mennsku að geta svo til sagt upp á
hár, til dæmis á hvaða hesti hann
fór á einhvern fundinn. Sá fundur
gat svo allt eins verið á fyrstu ár-
um heimastjórnar í landinu.
Ólafur fæddist á Hofi á Kjal-
arnesi. Sonur sæmdarhjónanna
Vigdísar Sigurðardóttur og
Bjarna Sigurðssonar bónda þar og
síðar hreppstjóra á Brimilsvöllum
í Fróðárhreppi. Systkini Ólafs
voru tvö. Guðrún, gift Jóni Proppé
verslunarmanni, og Lára gift Jóni
Gíslasyni póstafgreiðslumanni í
Ólafsvík. Lára rak lengi verslun í
Ólafsvík, og var mikill máttar-
stólpi í byggðarlaginu. Hún lést
fyrr á þessu ári. Eldri systirin,
Guðrún, var kennaramenntuð frá
Flensborg og var annálaður kenn-
ari í Ólafsvík.
Sigurður afi Ólafs var óðals-
bóndi á hinni þekktu jörð Þerney í
Kollafirði. Var ætt hans af Mýr-
um, afkomendur hins rómaða
Kolbeins jöklaskálds, sem Jón
Helgason hefur gert ódauðlegan í
Áföngum sínum þar sem hann
kvaðst á við þann sjálfan í neðra.
Amma Ólafs í föðurætt var aft-
ur á móti Guðrún Sigríður, dóttir
Þorsteins hreppstjóra og skálds
Gíslasonar að Stokkahlöðum í
Eyjafirði og konu hans Sigríðar
Árnadóttur frá Vöglum. Af þeim
eru komnir margir þjóðfrægir
menn, til að mynda dóttursonur
þeirra Valdimar Briem skáld og
vígslubiskup á Stóra-Núpi og
skáldjöfurinn Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi. Afabróðir Þor-
steins, séra Jón Kristinsson á
Myrká var svo langalangafi Gríms
Thomsen, amtmanns og þjóð-
skálds.
Móðurleggur Ólafs er líka vel
kunnur, því móðir hans Vigdís var
dóttir Agötu Guðmundsdóttur og
Sigurðar Ólafssonar frá Flekkudal
í Kjós. Bjuggu þau á Sandi, föð-
urbýli Agötu. Faðir hennar, Guð-
mundur á Sandi, var nafntogaður
bóndi í Kjósinni. Kona hans var
Kristín Guðmundsdóttir og áttu
þau tíu börn. Meðal afkomenda
þeirra eru Magnús prófastur í
Ólafsvík, Loftur ljósmyndari, Sig-
urbjörn í Vísi, Guðbjörg Kolka
læknisfrú á Blönduósi og Guðríður
móðir Guðmundar Vignis, hrl.
Ólafur var á tíunda ári, þegar
hann flutti vestur að Brimilsvöll-
um með foreldrum sínum frá Hofi
á Kjalarnesi. Hin gjöfulu fiskimið
í Faxaflóa og innfjörðum hans
voru þá gengdarlaust rányrkt af
erlendum togurum og mikil vá
fyrir dyrum útvegsbænda af Kjal-
arnesinu. Þessi lífsreynsla var
ljóslifandi fyrir Ólafi allt hans líf.
Samt blessaði hann þá stund,
þegar hann flutti vestur. Ekki að-
eins af því að Brimilsvellir voru
ein af mestu kostajörðum landsins
og dýrast metin jarða á Snæ-
fellsnesi, heldur vegna þess að þar
átti hann allt ævistarfið sem
Hákon Eiríksson
— Minningarorð
Þegar fólk á besta aldri er héð-
an kvatt fyrirvaralaust og án þess
að nokkur sjáanleg skynsemi verði
tengd brottförinni, verður maður
ósköp smár og ráðafár. Þannig
varð mér við er mér að kvöldi
mánudagsins 26. júlí sl. var til-
kynnt að tryggðarvinur minn, Há-
kon Eiríksson húsvörður, hefði
látist þá um kvöldið, aðeins 39 ára
að aldri, en hann var fæddur 13.
október 1942.
Hákon var kjörsonur Eiríks Sig-
urðssonar, yfirkennara við Barna-
skóla Akureyrar og síðar skóla-
stjóra við Oddeyrarskólann þar í
bæ, og konu hans, Jónínu Stein-
þórsdóttur. Eiríkur lést fyrir tæp-
um tveim árum. Eina fóstursystur
átti Hákon, Þóru Ásgeirsdóttur.
Bernska Hákonar leið létt og
áhyggjulaus við leiki og ærsl
okkar strákanna á Syðribrekkunni
á Akureyri, en þegar að því kom
að taka þyrfti ákvörðun um fram-
tíðarstarf að loknu gagnfræða-
prófi hóf hann nám í húsgagna-
smíði og öðlaðist meistararéttindi
í þeirri iðn. Vann hann um árabil
við húsgagnasmíði en síðar alls
kyns trésmíðastörf við endurbæt-
ur og viðhald húsa. Síðustu árin
var hann húsvörður við Oddeyr-
arskólann og er mér ekki grun-
laust um að á þeim vettvangi hafi
natni Hákonar og samviskusemi
notið sín best. Hygg ég að þar sé
nú nokkuð stórt skarð að fylla.
Hákon taldi ætíð að hag lands
og þjóðar væri best komið í formi
samvinnurekstrar. Hann fylgdi
Framsóknarflokknum að málum
og var um tíma formaður Félags
ungra framsóknarmanna á Akur-
eyri. Fyrir þann flokk var hann
einnig varamaður í vatnsveitu-
nefnd bæjarins.
Hákon var næmur maður á alla
tónlist og um skeið lék hann mikið
í danshljómsveitum, en síðari árin
aðeins í ígripum. Djassinn var þó
það form tónlistar sem hann hafði
einna mestar mætur á og á sá er
þetta ritar Hákoni mest að þakka
að hann fær að þó nokkru marki
notið þeirrar tónlistar.
Mikils er um það vert að menn
séu gæfumenn í starfi, en hitt er
ekki minna virði að Iifa hamingju-
ríku einkalífi og þannig var því
vissulega farið um Hákon. Árið
1970 gekk hann að eiga eftirlifandi
eiginkonu sína, Mörtu Elínu Jó-
hannsdóttur, og gekk hann tveim-
ur börnum hennar í föðurstað,
Örnu Tryggvadóttur og Rafnari
Birgissyni. Sjálfur átti Hákon
fyrir eina dóttur, Önnu Maríu.
Enga hugmynd hef ég um hve-
nær ég kynntist Hákoni fyrst, sá
atburður er í minningunni löngu
runninn saman við minningar um
aðra atburði og bernskuleiki
okkar Syðribrekkustráka. En
kynni okkar Hákonar héldust
óhögguð allt til síðasta dags. Góðu
heilli urðu fundir okkar fremur
tíðir á síðustu árum, þótt við
byggjum hvor í sínum landshluta.
Bárust þá oft í tal, svo sem fyrir
tilviljum, atburðir frá liðnum
bernsku- og æskudögum og naut
bóndi, hreppstjóri og heimilisfaðir
á fjölmennu rausnarheimili með
yndislega eiginkonu sér við hlið,
Kristólínu Kristjánsdóttur frá
Haukabrekku í Fróðárhreppi.
Þau giftu sig 11. júlí 1915 og
hófu búskap á Brimilsvöllum af
viðkunnri rausn og drift.
Trúnaðarstörf hlóðust á Ólaf.
Hann sat í hreppsnefnd Fróðár-
hrepps í 36 ár og hreppstjóri var
hann enn lengur eða frá 1924 til
1965. Þá þegar var hann orðinn
sýslunefndarmaður og formaður
sóknarnefndarinnar var hann frá
1920. Umboðsmaður þjóðjarða í
Arnarstapa- og Skógarstrandar-
umboði frá 1926 til 1950. Formað-
ur búnaðarfélags sveitarinnar frá
stofnun þess 1927 og lengi fulltrúi
á búnaðarsambandsfundum.
í tengslum við bústörf og emb-
ættismennsku ferðaðist Ólafur
mjög mikið. Aldrei hafði hann þó
bílpróf. Til Reykjavíkur fór hann
mest með skipum og kunni marg-
ar sögur af því hvernig aðstaðan
var hér við höfnina áður en nokkr-
ir sjóvarnargarðar eða bryggjur
voru til að marki.
Á landi fór Ólafur mest á hest-
um. Jafnvel heimsótti hann ekki
svo Láru systur sína í Ólafsvík, að
hún þyrfti ekki að hafa tiltækan
beitarblett fyrir reiðskjóta
Vallnabóndans bróður síns. Önnur
ferðalög voru erfiðari fyrir mann
og hest. Um Snæfellsnes á öllum
sín þá vel sá ómetanlegi þáttur í
skapgerð Hákonar sem var ein-
stakt skopskyn á allt hið smáa og
hversdagslega í tilverunni. Slíkum
smámunum gat Hákon valið svo
kostulegan orðabúning að aldrei
gleymist þeim sem á hlýddu. Með
slíkum mönnum er ætíð gott að
eiga samleið. Þeir lyfta tilverunni.
Nú, þegar leiðir hafa skilist, get
ég ekki látið hjá líða að tjá þakk-
læti mitt fyrir að hafa átt þess
kost að feta veginn með Hákon
sem hollvin. Ég á honum margt að
þakka, hann var jafnan gefandinn,
ég þiggjandinn.
Stórt skarð er nú höggvið í vina-
hóp minn, en meiri er missir eig-
inkonu, móður, fóstursystur, dótt-
ur og fósturbarna. Þeim sendi ég
innilegar samúðarkveðjur og er
stoð í að vita að Hákon efaðist
aldrei um annað tilverustig að
loknu þessu og með slíkt veganesti
getur förin héðan ekki verið erfið.
Eiríkur Þormóðsson.