Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982
15
stjórnmálamennirnir stefnuna í
málinu eins og Hermann Jónasson
og Skúli Guðmundsson gerðu, og
leggja til við flokk sinn eða flokks-
þing þeirra, að þeir samþykki
stefnuályktun um málið, í þessu
tilfelli uppsögn landhelgissamn-
inganna frá 1901 og útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar.
I fimmta lagi er málið tekið upp
með tillögufiutningi á Alþingi og
síðar, við stjórnarmyndun, er
samið um að málið sé tekið inn í
stefnu ríkisstjórnarinnar og stefn-
unni hrundið í framkvæmd.
Stjórnmálamennirnir voru í
þessu sambandi fyrst og fremst að
hugsa um íslenska hagsmuna-
gæslu í mikilvægu máli. Þeir voru
beint ábyrgir fyrir orð sín og gerð-
ir gagnvart kjósendum sínum,
flokki sínum, almenningsálitinu í
kjördæmum þeirra og gagnvart
þjóðinni í heild. Ef málið var gott
og vel á því haldið, mætti ætla að
fylgisaukning yrði afleiðing að-
gerðanna, ef lélegt og illa á því
haldið, þá fylgisrýrnun.
En jafnframt þessari framvindu
við lýðræðislega stefnumótun kom
að því, að ríkisstjórn sú, sem tók
endanlega ákvörðun um uppsögn
samninganna og útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar, yrði ábyrg fyrir
aðgerðir sínar gagnvart þeim er-
lendu ríkisstjórnum, sem töldu
hagsmuni sína skerta við þessar
aðgerðir. Þar kom inn hlutur emb-
ættismanna og sérfræðinga, eins
og t.d. Hans G. Andersens og
fleiri, að taka ásamt öðrum þátt í
samningaviðræðum við fulltrúa
annarra ríkja um málið. — Það
starf er annars eðlis en lýðræðis-
leg stefnumótun í mikilvægu
utanríkismáli.
Með allt þetta í huga þarf engan
að undra að við greiningu stefnu-
mótunar í mikilvægu hagsmuna-
máli eins og landhelgismálinu sé
hin pólitíska ákvarðanataka í
brennipunkti, en minna beri á
þeim, sem þar koma formlega ekki
nærri, þ.e. embættismönnum, sem
koma síðar inn í starfið.
Gagnrýnin
á Gilchrist
Björn Bjarnason heldur því
fram, að ég komist oft í baráttu-
skap í ritgerðinni og sjáist þá ekki
fyrir í dómum um menn og mál-
efni. Nefnir hann þar sem dæmi
gagnrýni mína á Sir Andrew
Gilchrist, sem var sendiherra
Breta í Reykjavík við upphaf 12
mílna deilunnar.
Þetta finnst mér vægast sagt
skrítið mat. Á Gilchrist er minnst
á tveimur stöðum í bókinni, bls. 91
og 99. Setningarnar um hann eru
báðar fremur stuttar. Rétt er því
að láta þær tala sjálfar til þess að
sanna mistúlkun Björns. Á bls. 91
segir svo:
„Ein möguleg ástæða fyrir því
að Bretar sendu flotann til íslands
var sú, að sendiherra þeirra á ís-
landi, Andrew Gilchrist, gerði sér
ljóst, að það hafði verið ágreining-
ur innan islensku ríkisstjórnar-
innar um útfærsluna, og hann
trúði því einnig vegna áróðurs í
dagblöðunum, aðallega Morgun-
blaðinu, að stjórnarandstaðan
væri, þar til í maílok 1958, gegn
útfærslunni án þess að til kæmi
samkomulag við NATO-ríkin.
Augljóslega greindi hann ástandið
ranglega og sendi villandi skýrsl-
ur til London um þetta atriði,
vegna þess að eftir að lokaákvörð-
unin hafði verið tekin, var engin
spurning um að nokkur stjórn-
málaflokkur styddi ekki nýju 12
mílna mörkin. Breska stjórnin
gerði sér grein fyrir villunni á sín-
um tíma og hr. Gilchrist var flutt-
ur sem aðalræðismaður til Chic-
ago.“
Og á bls. 99 segir svo um Gil-
christ:
„í september 1960 funduðu þeir
á íslandi Ólafur Thors, forsætis-
ráðherra, og breski forsætisráð-
herra íhaldsflokksins, Harold
Macmillan. Þessi fundur virðist
hafa verið mikilvægur til að skapa
skilning bresku stjórnarinnar á
fiskveiðideilunni, vegna þess að
nokkru eftir þann fund sagði hr.
Macmillan íslenska sendiherran-
um í London, dr. Kristni Guð-
mundssyni: „Mér hefur verið skýrt
rangt frá. Ég hef verið blekktur."
Ástæðan fyrir þessari athuga-
semd var, að hann hafði gert sér
grein fyrir því í samtölunum við
Ólaf Thors, að ríkisstjórn hans
hafði fengið villandi upplýsingar
frá breska sendiherranum á Is-
landi, Andrew Gilchrist, látinn
trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn
(sem Ólafur Thors var foringi
fyrir) væri gegn útfærslu lögsög-
unnar í 12 mílur.“
Þá er allt talið, sem um Andrew
Gilchrist stendur í bókinni. Hvað
réttlætir þá að Björn noti þessar
sannsögulegu frásagnir sem for-
sendur ályktunar um að ég sjáist
ekki fyrir í dómum um menn og
málefni og efnistökin í bókinni séu
einhliða? Ef nokkur er dómharður
um Gilchrist í frásögninni, þá er
það Macmillan, sem fylgdi dóm-
hörku sinni eftir með því að láta
lækka Gilchrist um tvö stig í utan-
ríkisþjónustunni, þ.e. flytja hann
úr ambassadorsstöðu í aðalræð-
ismannsstöðu. Þarna er líka
sennilegasta skýringin á því
hversu ósæmilega Gilchrist talar
um Ólaf Thors í bók sinni
„Þorskastríð og hvernig á að tapa
þeim“, (sjá t.d. bls. 70, 155 og 156).
Landgrunnslög-
in frá 1948
Það er mikill misskilningur hjá
Birni að halda, að ábending um að
landgrunnslögin frá 1948 hafi ekki
verið frumleg heldur svipi mjög til
Truman-yfirlýsingarinnar um
fiskveiðar með ströndum fram frá
28/9/1945, feli í sér dóm um það,
að landgrunnslögin hafi ekki verið
mikilvæg. Þvert á móti kemur
greinilega fram í bók minni að all-
ar útfærslurnar — 4, 12, 50 og 200
mílurnar — hafi verið gerðar á
grundvelli þeirra.
Þjóðréttarfræðingar leita ein-
mitt að traustum fordæmum þeg-
ar þeir móta aðgerðir er snerta
ákvæði alþjóðalaga. Truman-
yfirlýsingin hafði verið í gildi í
sem næst 3 ár, þegar landgrunns-
lögin voru gefin út. Enginn hafði
mótmælt þeim. Þarna var því
traustur grunnur að byggja á og
það var gert, góðu heilli, svo sem
hver sem er getur séð með texta-
samanburði. Truman-yfirlýsing-
una er m.a. að finna á bls. 28—30 í
bók minni „The Evolving Limit of
Coastal Jurisdiction", en land-
grunnslögin á bls. 33—34 í sömu
bók, sem gefin var út af ríkisstórn
Islands í júní 1974.
Lokaorð
Ég hef skrifað þessar athuga-
semdir fyrir lesendur Morgun-
blaðsins til þess að þeir hafi rétt-
ari mynd af styttu ensku útgáfu
doktorsritgerðar minnar en Björn
Bjarnason gaf þeim. í sjálfu sér
skiptir engu fyrir mig hvert mat
íslenskur blaðamaður, sem skrifar
um utanríkismál við erfið skilyrði,
leggur á bókina. Ritgerðin var
sjálf metin af færustu prófessor-
um við Vínarháskóla, einum í al-
þjóðalögum, öðrum í stjórnmála-
fræðum og þeim þriðja í hagfræði.
Þeirra mat var ótvírætt. Eintak af
frumgerð ritgerðarinnar á þýsku
er til á Landsbókasafninu. Henni
fylgir umsögn prófnefndar. Geta
þeir sem vilja skoðað hvort
tveggja þar. Einnig mun hægt að
fá ensku útgáfuna hjá einhverjum
bóksala í Reykjavík. Ég mun því
ekki taka þátt í frekari umræðu
um bókina heldur aðeins vísa les-
endum á að kynna sér sjálfir
frumgögnin.
Genf, 21/7 1982
Fiskur
„Lífið er saltfiskur," segir
Salka Valka í ódauðlegri skáld-
sögu Halldórs Laxness.
Um aldir hafa íslendingar lif-
að á því að selja útlendingum
fisk án þess að velta því ýkja
mikið fyrir sér hvaða hlutverki
þessi fæða gegiii í mataræði
þeirra.
Og hvað er eiginlega í fiski?
Er einhver reginmunur á kjöti
og fiski? Er einhver sérstök þörf
fyrir fisk? Er hugsanlegt að
mannkynið missi jafnvel áhug-
ann á fiski?
Þessi spurning er ekki alveg út
í hött. Talsverður hluti mann-
kyns sér aldrei fisksporð og fisk-
ur gefur innan við 1% af hitaein-
ingum í fæði jarðarbúa.
Fiskisaga
Væri Island ekki umkringt
gjöfulum fiskimiðum er ósenni-
legt að nokkrir íslendingar væru
til. Þeir hefðu dáið út eins og
frændur þeirra á Grænlandi
forðum tíð.
Oft var fiskur eina nýmetið
sem fáanlegt var langtímum
saman. Það sem ekki var borðað
ferskt var unnið í skreið til
geymslu eða sölu, innanlands
eða utan.
Á nítjándu öld kom saltið og
saltfiskurinn til sögunnar og
skreiðin hvarf smám saman. Það
var svo loks um síðasta stríð að
farið var að frysta fisk fyrir al-
vöru.
Sjálfir voru Islendingar þó
löngum matvandir á fisk. Fisk-
urinn þurfti helst að vera magur
og — ef trúa má nóbelsskáldinu
— snoppufríður í ofanálag.
Á þessari öld hafa viðhorfin
breyst til muna. Ekki aðeins
borða Islendingar nú alls kyns
fisk, jafnt feitan sem forljótan,
heldur og ýmsar frumstæðari
tegundir þ.á m. skelfisk.
Fiskur og fæðustigi
Taflan hér á síðunni sýnir í
grófum dráttum fæðustigann á
landi og í hafinu. Er ljóst að sá
síðarnefndi er mun margþættari
og raunar miklu flóknari en tafl-
an gefur til kynna.
Fæðustiginn á landi er tiltölu-
lega einfaldur. Á fyrsta þrepi eru
jurtirnar. Á öðru þrepi eru jurta-
ætur. Á þriðja þrepi eru rándýr
sem lifa á jurtaætum og þannig
koll af kolli.
Fæðustiginn i hafinu er marg-
falt flóknari. Á fyrsta þrepi er
plöntusvifið, á öðru-þriðja þrepi
stærri krabbadýr, á þriðja-fjórða
þrepi loðna og aðrir uppsjávar-
fiskar.
En hvað með aðalnytjafiska
landsmanna, botnfiska á borð
við þorsk og ýsu? Þeir eru á
fjórða-fimmta þrepi. Þar fyrir ofan
koma loks spendýr á borð við sel
og hval og ránfiskar eins og há-
kariinn.
Fæðustiginn í hafinu er sýnd-
ur í grófum dráttum hér á síð-
unni. Gefur taflan rétt nasasjón
af því flókna lífsmynstri sem
hafdjúpin geyma og verður látin
duga.
Það er ekki að undra þótt erf-
itt sé að spá um aflabrögð. Ekki
má heldur gleyma að utanað-
komandi þættir geta haft afger-
andi áhrif, t.d. ofveiði, straumar,
hitastig o.fl.
Jón Óttar Ragnarsson
FÆÐA
_______OG
HEILBRIGÐI
Eftir dr. Jón óttar
Ragnarsson dósent
Fiskur og næring
í grófum dráttum má segja að
fiskur sé 20% hvíta og 80% vatn.
Til viðbótar kemur svo snefill af
ýmsum vítamínum og steinefn-
um sem við þurfum nauðsynlega
á að halda.
í feitum fiski kemur fitan (lýs-
ið) til viðbótar. Getur fituinni-
hald í feitri síld orðið allt að
20% af þunganum og minnkar
þá hlutur vatnsins að sama
skapi.
Margt er líkt með samsetn-
ingu kjöts og fisks. Minnir mag-
ur fiskur að ýmsu leyti á kjöt
sumra alifugla, t.d. kjúklinga. Á
hinn bóginn er margt sem að-
skilur.
Vöðvar sjávarfiska eru frá-
brugðnir vöðvum landdýra að
tvennu leyti. I fyrsta lagi er gerð
fitunnar ólík. I öðru lagi eru
hlutföll snefilefna talsvert mis-
munandi.
Fita í fiski er fljótandi við
stofuhita, en fita landdýra er
föst við sama hitastig. Ástæðan
er sú að í fiskolíum (lýsi) er all-
hátt hlutfall af fjölómettuðum
fitusýrum.
Hlutföll snefilefna í sjávarfiski
eru frábrugðin þeim hlutföllum
sem eru í kjöti landdýra. Fiskur
er t.d. góð uppspretta fyrir joð,
flúor og selen en kjöt yfirleitt
ekki.
Af þessu sést að fiskur er
frábær fæða. Hann er hvíturíkur
(og feitur fiskur einnig olíurík-
ur) og auðugur af ýmsum bæti-
efnum, þar á meðal af joði og
selen.
En fiskur er fleira en vöðvar.
Fisklifur er einhver besti A- og
D-vítamíngjafi sem til er. Úr
lifrinni er unnið lifrarlýsi (með-
alalýsi + lýsispillur).
Þá eru hrognin einnig afar
bætiefnarík. Eru þeir sem eru
vanir því að borða lifur og hrogn
eindregið hvattir til þess að
halda þeim sið í lengstu lög.
Fiskur og neytendur
Á tímabilinu frá 1940 til 1965
dróst fiskneysla Islendinga veru-
lega saman. Á síðustu árum hef-
ur neyslan hins vegar heldur
aukist á nýjan leik og liggja til
þess ýmsar ástæður.
í fyrsta lagi er nú flestum Is-
lendingum orðið ljóst að fiskur
er sérlega holl, létt og góð fæða.
Er því æskilegt frá manneldis-
sjónarmiði að auka neysluna.
í öðru lagi hafa íslensk veit-
ingahús aukið mjög fjölbreytni í
framboði á fiskmeti. Var sú
breyting löngu orðin tímabær og
þyrfti að stíga þetta skref til
fulls.
Þá virðast íslendingar loks
vera að átta sig á því að það er
hagsmunamál fyrir þjóð sem er
einn af helstu fisksölum heims
að vera i fararbroddi á þessu
sviði.
Því miður er enn langt í land
að íslendingar kunni að mat-
reiða fiskmeti sem skyldi. Ber
alltof mikið á djúpsteikingu og
öðrum úreltum matreiðsluað-
ferðum.
Eitt af því sem gera þyrfti er
að fjölga fiskbúðum. Mundu
neytendur án efa taka slíku vel
ef fjölbreytnin væri aukin til
muna og þess gætt að einungis
væri seldur nýr fiskur.
í matvælaiðnaði ber æ meira á
tilbúnum fiskréttum. Er sumt af
þessum afurðum til bóta. Það
gildir þó alls ekki um ýmsa
djúpsteikta fiskrétti. Ættu neyt-
endur að forðast slíkan mat.
Lokaorð
íslendingar eru ein af helstu
fisksöluþjóðum heims. Er
ábyrgð þeirra mikil að nýting
fiskimiðanna og vinnsla og
matreiðsla sé í samræmi við
gæði hráefnisins.
Næringarfræðilega séð getur
engin ein afurð komið í staðinn
fyrir fisk. Fiskurinn er því mik-
ilvæg viðbót við fæði Islendinga
sem annarra þjóða.
í rauninni ætti þessi grein að
minna okkur enn betur á mikil-
vægi þess að borða fjölbreytt
fæði úr öllum fæðuflokkum. Að-
eins ef þeirri reglu er fylgt þarf
enginn að óttast næringarskort.
Fæðukeöjan á landi og í sjónum í sjó
Á landi
Fæðuþrep Lífverur Fæðuþrep Lífverur
1. þrep plöntur 1. þrep plöntusvif
2. þrep plöntuætur 2.-3. þrep lítil krabbadýr
3. þrep rándýr 3.-4. þrep uppsjávarfiskar0
4.-5. þrep botnfiskar00
5.— þrep selur, hákarl o.fl.
0 m.a. loðna og síld
00 m.a. þorskur og ýsa
Kftirtaldir Pólverjar óska eftir
bréfaskiptum:
Andrzej Wilamowski,
(18 ára. Skrifar þýzku og
rússnesku.)
Ul. Smocza 20, m. 24,
01-034 Warszawa, Pólland.
Andrzej Rozmiarek,
(25 ára. Skrifar ensku og ít-
ölsku. Hefur áhuga á ferðalög-
um, tónlist, íþróttum.)
Ul. Niepodleglosci 50, m. 5,
75-244 Koszalin, Pólland.
Brygida Biedron,
(15 ára. Skrifar ensku. Hefur
áhuga á líffræði og sögu,
íþróttum og tónlist.)
Ul. Budowlanych 50, m. 9,
32-602 Oswiecim, Pólland.
Ryszard Kida,
(25 ára. Hefur áhuga á dægur-
tónlist, íþróttum og bílum.)
Wojslawice 23,
26-634 Gózd, woj. Radom, Pól-
land.