Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 27 árstíðum, í öllum veðrum, í nær- fellt hálfa öld. Eitt sinn kom Ólafur í hesthús til mín þar sem hrossin stóðu á básunum. Ekkert þeirra hafði hann séð fyrr. Eg spurði hvern hann mundi velja sér að félaga í glímunni við Snæfellsnesið. Ólaf- ur brosti sínu hæverska brosi, gekk síðan inn í húsið og til baka aftur. Benti síðan á besta hestinn. Skarpskyggni og næmi hins aldna hestamanns brást ekki. Heimili þeirra Ólafs og Kristól- ínu á Brimilsvöllum var annálað rausnarheimili. Fjölmennt var þar jafnan og allir alltaf guðvelkomn- ir. Fjöldi barna var þar í sumar- dvöl, núna löngu fullorðnir menn og góðir þegnar í íslensku þjóðlífi. Þar átti dvölin á Brimilsvöllum sinn þátt í. Hinn 29. nóvember 1960 dó Kristólína. Skömmu seinna brá Ólafur búi og fluttist til Reykja- víkur. Þar dvaldi hann lengst af hjá Björgu dóttur sinni og tengda- syni sínum, Sigurjóni Sigurðssyni. Kristólína hafði verið í Kvenna- skólanum í Reykjavík og auk þess sótt ýmis kennaranámskeið. Kenndi hún í Sæfellsnes- og Hnappadalssýslu auk kennslu í Dölum. Hún var formaður skóla- nefndar Fróðárhrepps í tíu ár 1946—1956. Fædd var hún í Bár í Eyrarsveit, dóttir Kristjáns bónda í Haukabrekku Þorsteinssonar frá Skriðukoti í Haukadal. Kona Þorsteins var Sigurlín Þórðardótt- ir bónda í Bár, Einarssonar. Kristólínu og Ólafi varð sjö barna auðið. Sigurður, lyfsali í Reykjavíkur Apóteki, kvæntur Þorbjörgu Jónasdóttur. Synir þeirra eru Ólafur, verkfræðingur, og Jón, læknir hér í borg, Rögn- valdur, frystihússtjóri á Hellis- sandi, kvæntur Jónu Ágústsdótt- ur. Sonur þeirra er Ólafur, skrif- stofumaður á Hellissandi, Hrefna, lést um fermingu, Björg, húsfrú í Reykjavík, gift Sigurjóni Sigurðs- syni, útibússtjóra Iðnaðarbankans við Dalbraut. Börn þeirra eru Snorri, verkfræðingur, dr. Hrefna, líffræðingur, og Kristján, kennari í Reykjavík, Bjarni, stöðvarstjóri Pósts og síma í Ólafsvík, kvæntur Mörtu Kristjánsdóttur. Börn þeirra eru Vigdís, deildarstjóri á forsetaskrifstofunni, Kristján, út- vegsmaður í Ólafsvík, og Krist- björg, bankamær í Sparisjóði Ólafsvíkur, Kristján, lést um tví- tugt, og Hlíf, meinatæknir í Reykjavík, gift Magnúsi Hall- grímssyni verkfræðingi og eru synir þeirra Hörður og Hallgrím- ur, menntaskólanemar í Reykja- vík. Barnabörnin eru fimmtán. Ég votta þessum stóra hóp sam- úð mína ásamt öllum þeim vina- fjöld sem syrgir gamla manninn. Göfugur öldungur er nú horfinn sjónum, hljóðnaður er hófadynur reiðskjóta hans í himinbrýndu Snæfellsnesinu. Algóður Guð geymi hann. Guólaugur Tryggvi Karlsson Námskeið í líkamssálfræði BRESKI sállæknirinn Ilavid Bo- adella mun halda aukanámskeið í líkamssálfræði Wilhelm Reich í Guðspekifélagshúsinu að Ingólfs- stræti 22, dagana 9.—11. ágúst nk. Aukanámskeiðið er haldið til þess að mæta þörfum þeirra er komust ekki á helgarnámskeiðin sem voru haldin fvrr í þessum mánuði. Há- marks þátttakendafjöldi á aukanám- skeiðið er 20 manns. I aukanámskeiðinu mun David Boadella gera aðferðum skil sem nota má til að losa spennta vöðva, leiðrétta ranga öndun, bæta tján- ingaraðferðir og auka almenna líkamlega vellíðan. Jafnframt verður leitast við að vekja tilfinn- ingu fyrir lífsorku líkamans og tengsl hennar við líkamsástand og tilfinningaleg viðbrögð. Sýnt verð- ur hvernig djúpslökun getur opnað fyrir fólki ný vitundarsvið. Með samstarfi innan hópsins verður reynt að skapa jákvætt umhverfi sem eflir sjálfstraust fólks og persónuleg tengsl við aðra. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa á bættri líkam- legri og andlegri vellíðan. David Boadella hefur að baki tuttugu ára reynslu í sállækn- ingaraðferðum Reich og hefur síð- astliðin sjö ár haldið námskeið víða um heim fyrir áhugafólk um líkamlegt og andlegt heilbrigði. Hann hefur gefið út nokkrar bæk- ur um Reich og er ritstjóri tíma- ritsins Energy & Character. Þetta er í annað sinn sem Boadella held- ur námskeið hér á landi, en um 90 íslendingar hafa tekið þátt í nám- skeiðum hans á þessu og síðasta ári. (Kréttalilkynning) Ár aldraðra — I>órir S. (Íuðbergsson Vernd - virkni - vellíðan Margir aldrað- ir verða að taka lyf að staðaldri en njóta ekki nógu góðrar leiðsagnar um notkun þeirra Oft fylgir það háum aldri að vera með hækkaðan blóðþrýst- ing eða hjarta og nýru fara að gefa sig á einn eða annan hátt svo að við verðum að taka inn lyf að staðaldri til þess að viðhalda góðri heilsu. Sá sem fer reglulega til læknis og nýtur ráðgjafar hans og með- ferðar í einu og öllu þarf ekki að hafa miklar áhyggjur, en þó er nauðsynlegt að taka það fram hversu mikilvægt það er að fara í einu og öllu eftir því sem lækn- irinn segir. Ef við fáum glas með pillum sem við eigum að taka ákveðið magn af tvisvar til þrisvar á dag er nauðsynlegt að gera það eins og fyrirmæli lækn- is segir til um. Stundum er erfitt að ná til læknanna og við mun- um ekki hvort við áttum að ljúka við alla lyfjagjöfina eða draga hana eitthvað á langinn og tök- um þá ákvörðun upp á eigin spýtur eftir því sem brjóstvitið segir okkur til um. Ef við vitum fyrirfram að við erum gleymin og okkur hættir til að sleppa lyfjatöku, er best að ráðfæra sig við lækni eða heima- hjúkrunarfræðing hvað gera skuli. Til eru í lyfjabúðum afar hentugar öskjur þegar svona stenBur á. Þær eru merktar með vikudögum og hólfaðar af, þann- ig að auðvelt sé að sjá með eigin augum hvort búið sé að taka inn lyf dagsins eða vikunnar. Þegar við veikjumst er nauð- synlegt að fá þá meðhöndlun og meðferð sem réttust er og talin er best hverju sinni að mati sér- fræðinga. Apótekarafélag ís- lands lét prenta bækling árið 1981 (Upplýsingar um lyf) sem unnt er að fá í lyfjabúðum víðs- vegar um land. Þar er m.a. sér- stakur greinarstúfur um lyf við hægðatregðu. Þar segir m.a.: „Hægðatregða getur verið og er oftast meinlaus truflun á meltingarstarfsemi sem lagasL af sjálfu sér. Verði hægðatregða hins vegar langvarandi og til óþæginda er best að ráðfæra sig við lækni.“ í bæklingi þessum er einnig bent á að varasamt sé að nota hægðalyf í langan tíma án sam- ráðs við lækni þar sem sum þeirra geta valdið því að þarm- arnir hætta að starfa eðlilega ef þau eru notuð lengi. Lyf eru nauðsynleg og góð þegar þau eru notuð eins og sér- fræðingar segja til um en þau geta verið jafn hættuleg ef þeirra er neytt í óhófi eða af skilningsleysi. Það er því best að enda þessi fáu orð að sinni með því að nefna fáein heilræði sem lyfjafræðingarnir leggja áherslu á í áðurnefndum bæklingi. Fáein heilræði um meðferð lyfja a. Notið aldrei lyf að óþörfu. b. Notið lyf með aðgaúni og að- eins í skamman tíma nema læknir hafi ráðlagt annað. c. Notið aldrei lyf sem aðrir hafa fengið gegn lyfseðli. d. Gefið aldrei öðrum lyf sem þér hafið fengið gegn lyfseðli. e. Geymið lyf á öruggum stað þar sem börn ná ekki til, t.d. í læstum skáp. f. Lyfjaþol barna og aldraðra er oft minna en annarra ald- urshópa. g. Geymið aldrei gömul lyf! Þau geta orðið ónothæf og jafnvel skaðleg. Fleygið gömlum lyfj- um í salernið og skolið vel niður. h. Skiptið ekki um lyfjaílát né blandið saman tegundum. Slíkt getur leitt til alvarlegra mistaka. i. Fylgið ávallt leiðbeiningum læknis um notkun og skömmtun lyfja sem þér hafið fengið gegn lyfseðli. j. Ef þér eruð í vafa um eitthvað varðandi lyf sem þér hafið undir höndum leitið þá ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi. Hugleiðingar um ofdrykkjuvarnir Eftir Steinar Guðmundsson Drykkjuskapur er undanfari alkoholisma, en þó verða menn að gera sér ljóst, að drykkju- skapur og atkoholismi er sitt hvað. Drykkjuskapur er ekki annað en síendurteknar tilraun- ir til að láta sér líða betur og síendurteknar tilraunir til að sanna sjálfum sér, að þrátt fyrir tíð mistök sé hægt að öðlast þá vellíðan sem stöðugt er stefnt að með neyslu áfengis. Alkoholismi er allt annars eðl- is. Alkoholismi hefst þegar drykkjumaður fer að ofbjóða sið- gæðisvitund sinni svo um mun- ar. Allt eins og hver maður býr við eigin dómgreind býr hver maður við eigin siðgæðisvitund. Einn getur boðið sjálfum sér upp á ástand sem annar ekki sættir sig við að standa undir. Einn sættir sig við öngþveiti, annar hafnar því, og lendi hann í klemmu þá reynir hann að losa sig úr henni sem fyrst. Á ferli drykkjumanns kemur að því fyrr en síðar, að hann finnur fyrir því, að hann er að ofbjóða sjálfum sér, án nokkurs tilgangs. Og ef siðgæðisvitund er særð þá hefst barátta milli manns og tilgangsleysis. Upphaf þessarar baráttu hefir fengið nafn og kallast „móralskir timb- urmenn". En „mórallinn", eins og þetta ástand er venjulega nefnt, hefir reynst kveikjan að þeim bata, sem hver einasti drykkjumaður getur öðlast ef hann vill eitthvað leggja á sig til að ná þeim bata. Það sem svíkur venjulega, er úthaldið, en hvat- inn er sjálfsblekking. En ef drykkjuskapur snertir ekki siðgæðisvitund mannsins að neinu ráði, kemur ekki til neinn- ar baráttu milli manns og sið- gæðisvitundar og drykkjuskapur heldur ótruflaður áfram með þeim afleiðingum einum, að ótímabærri hrörnun er boðið heim. Félagsleg truflun er samt fylgifiskur ofdrykkjunnar á hvaða stigum sem hún er. Vilji maðurinn breyta drykkjuvenjum sínum verður hann að breyta umgengninni við sjálfan sig. Drykkjumaður þraukar eins lengi og þraukað verður, og ef honum tekst að viðhalda blekkingunum fram í andlátið, þá það, banamein hans var ekki alkoholismi þótt hann kunni að hafa hrokkið upp af vegna ofdrykkju, eða afleiðinga hennar. En snúist ofdrykkja til alko- holisma hefst barátta. Njóti þessi barátta einlægrar hrein- skilni mannsins, sem í stappinu stendur, getur sú barátta ekki endað nema á einn veg, þann, að maðurinn sigri. Undirstaða farsællar stefnu- breytingar er sú, að maðurinn geri sér ljóst, að það er hann sem lyftir glasinu. Geri sér ljóst, að áfengið hoppar ekki upp í hann, og að það er hann sem kyngir því. Hann kaupir áfengið, hann sníkir áfengið, hann drekkur áfengið. Áfengið á aldrei frum- kvæðið. Áfengið á ekki sök á drykkjuskap mannsins, sjálfur á hann óskipta sök, ef um sök er að ræða. Nú er það sannað mál, að gegn ofdrykkju og alkoholisma dugar ekkert betur en fræðsla — jafn- vel ekkert nema fræðsla. En hvernig stendur þá á því, að árangur endurhæfingarstöð- vanna er líkastur árangri kraftaverkastofnana, handayf- irlagninga eða töframætti heil- agra linda? Hvernig stendur á því, að sumir fá algjöran bata, en aðrir engan? Ekki vott. Hvernig stendur á því, að meira en annar hvor maður, sem endurhæfingar leitar hér austur á Sogni fær bata, eins og um frelsun væri að ræða, en aðrir gera það að ævistarfi að láta IV. grein renna af sér? Svarið er einfalt. 1‘eim sem bata nær, tekst að tileinka sér hrein- skilni — og þá fyrst og fremst hrcinskilni við sjálfan sig. Hinn gefur hreinskilnina á bátinn og fer í þykjustulcik, en ætlast til þess að leiðbeinendur endurhæfingarstöð- vanna lækni sig. Strax og sjálfs- ábyrgð og hreinskilni vakna smita þcssir lifgjafar um allt lífsviðhorf mannsins og blekkingarnar, sem halda drvkkjuskapnum í gangi, falla um sjálfa sig og verða óvirk- ar. Drykkjuskapur hættir sjálf- krafa. Gæfumuninn og stefnubreyt- inguna sem orðið hefur í ofdrykkjuvörnum, má rekja til þess, að endurhæfingarstofnanir á seinni hluta 20. aldarinnar eru ekki með neitt laumuspil. Menn eru ekki teknir til meðferðar á fölskum forsendum, heldur sem alkoholistar. Nú eru menn ekki lengur lagðir inn til afvötnunar sem magasjúklingar eða geð- sjúklingar, eða einhverskonar vöðva-, sina- eða taugasjúkl- ingar, heldur sem alkoholistar. Þar er gæfumunarins að leita, í hinni faglegu meðferð. Af þessu má ráða, að læknirinn má heldur ekki ljúga. Á meðan maðurinn drekkur, beitir hann öllum þeim klókind- um sem hann býr yfir, til að verja drykkjuskap sinn og rétt- læta. En þegar leiðbeinendur og samferðafólk á endurhæf- ingarstöðvunum svipta þetta dekurbarn hans huliðshjálmin- um og raunveran stendur nakin eftir, uppgötvar hann að þetta „einkamál" hans er líka einka- mál allra hinna. Hver og einn dró sama djöfsa. Þegar þessari glætu slær á þverhausinn fer að rofa til. Framundan er beinn og breiður vegur og hann kærir sig ekkert um neina aðra leið en þá, að horfast kinnroðalaust í augu við staðreyndir. Að vísu er ósköp auðvelt að ná hreinskilni upp á yfirborðið í einkaviðtölum, en það er eins og hreinskilnin þurfi að vottast ef hún á að standa undir sér. Þess vegna er hópleiðsögn vænlegri til árangurs en einkaleiðsögn. Hlutur hreinskilni í aðdrag- anda alkoholisma er m.a. efni næsta þáttar. St.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.