Morgunblaðið - 08.08.1982, Side 1

Morgunblaðið - 08.08.1982, Side 1
68 SÍÐUR 171. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Breskur faðir: Hlaut dóm vegna fæðingarhjálpar Wolverhampton, Knglandi, 7. ágÚHt. AP. FAÐIK, sem tók á móti barni sínu i þennan heim meó hjálp bóka og þekkingar sinnar á hestum og kúm, var í dag úrskurðaður sekur um að hafa brotið lög frá árinu 1951 sem banna að aðrir en starfsfólk úr hjúkr- unarstétt aðstoði við fæðingar. Brian Radley, sem er 34 ára að aldri og atvinnulaus heimspeking- ur að eigin sögn, var dæmdur til að greiða 100 punda sekt eftir tveggja daga réttarhöld. Saksóknari sagði þessi lög sett til að forða hvítvoð- ungum frá fólki sem ekki hefði næga þekkingu til að meðhöndla þá. Radley yfirgaf réttarsalinn greinilega án þess að iðrast þessar- ar fæðingarhjálpar hið minnsta og sagðist ekki hafa viljað missa af þessari reynslu hvað sem í boði hefði verið. Ekki vildi hann þó tjá sig um það hvort hann myndi endurtaka þetta ef kona hans yrði ófrísk að öðru barni, en varðandi kostnað hans í þessum málaferlum hefur þegar verið stofnaður sjóður áhugamanna um þessi efni sem hafa boðist til að greiða hann allan. Tyrkland: Læknir höfuðpaurinn í barnasölumáli l.sUnhúl, 7. ágÚHt. AP. LÖfiREGLAN í Istanbúl kom í vik- unni upp um hóp 14 manna undir stjórn kunns læknis, sem stundað hcfur barnasölu um langt skeið. Þá er yfirmaður hópsins, Oktay Cumhur Akkent, ásakaður um ýmis konar við- urstyggileg afbrot. Er lækninum m.a. gefið að sök að hafa framkvæmt meira en 400 ólöglegar fóstureyðingar og drepið óskilgetin börn. Fóstureyðingarnar voru i flestum tilvikum gerðar á konum úr efri stigum þjóðfélags- ins. Ásökunum lýkur ekki þar með því lækninum er ennfremur gefið að sök að hafa falsað fæðingarvott- orð og selt börn. Alls er vitað um 33 barnasölur það sem af er þessu ári. Lögreglan komst á sporið þegar kona tilkynnti dularfullan dauða nýfædds barns hennar á sjúkra- húsi. Þegar komist var að því að barnið hafði verið drepið með lyfjainngjöf var frekari rannsókn hrundið af stað. Ljósmyndari einn, sem sagðist hafa haft þann starfa að mynda þau börn er voru til sölu reglulega, gaf sig fram og lagði fram myndir til sönnunar. Þar með þótti sýnt að ástæða væri til að grípa í taumana. Frétt þessi hefur vakið mikla at- hygli í Tyrklandi, en jafnframt hef- ur sett kvíða að fjölmörgum for- eldrum. Mæður, sem eignuðust börn sín á sjúkrahúsinu, sem lækn- irinn starfaði við, vilja nú fá úr því skorið með læknisfræðilegum rannsóknum hvort þær séu yfirhöf- uð með sín eigin börn, eða e.t.v. einhverra annarra í höndunum. Sjálfur segist læknirinn, Oktay Cumhur Akkent, hafa talið sig vera að gera góðverk með þessari starf- semi sinni. Verulegur hluti barn- anna hefur verið seldur til V-Þýskalands og vinna nú lögregl- an þar og í Tyrklandi sameiginlega að lausn þessa máls. Mynd: Snorri Snorrnnon Akureyri hefur það orð á sér, að vera fallegur bær og ekki verður þessi mynd til að vitna um hið gagnstæða. Júlímánuður þar var sá þriðji heitasti í 30 ár og ef veðrið hefur oft verið eins og myndin sýnir, kemur það ekki á óvart. Málverk eftir list- málarann Adolf Hitler Málverk þetta er talið hafa verið málað af Adolf Hitler fyrir framan aðsetur hans í Hohensazberg nálægt Berchtesgaden. Það mun nú í nánustu framtíð verða boðið upp vegna vangold- inna skulda eiganda þess, en ekki myndi verðið telj- ast mjög viðráðanlegt, eða allt að 950.000 frankar. Miðað við íbúafjölda: Israel best búna herveldi í heimi London, 7. á|fÚHt. AP. ÍSRAEL, sem aðeins hefur aö geyma fjórar milljónir íbúa, er fjórða sterkasta herveldi í heiminum á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína, samkvæmt nýútkominni skýrslu al- þjóðlegrar stofnunar sem fæst við rannsóknir á heraOa. Miðað við fólksfjölda er ríki Gyðinga best herbúna ríkið í heiminum og það eyðir einnig hlutfallslega mun meira fé í vafnir sínar en nokkurt annað ríki. Á síðastliðnu ári námu útgjöld ríkisins í varnarmál- um 7,3 milljörðum dollara að heildarupphæð, eða 1835 doll- urum á hvert mannsbarn í landinu. ísrael er eina ríki Miðausturlanda sem framleið- ir sjálft hergögn sín. Samkvæmt þessari skýrslu er herinn að jafnaði búinn 135.000 mönnum, en hægt er að boða út 450.000 manna vel búinn herafla á aðeins einum sólarhring. Flugherinn er búinn að minnsta kosti 600 orustuvélum og er í þessari skýrslu talið að hann sé best búni flugher sem sögur fara af.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.