Morgunblaðið - 08.08.1982, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
3
„Ber mikið á ólög-
legum sýningum á
löglegu myndefni44
— sagði Brian Norris, lögfræðingur alþjóða-
samtaka kvikmyndaframleiðenda
HÉK á landi var nýlega staddur Brian Norris, lögfræðingur
alþjóðasamtaka kvikmyndaframleiöenda, en hann hefur á
síðustu mánuðum farið vítt og breitt um heiminn í þeim
tilgangi, að fylgjast með því hvort höfundaréttur aöila innan
samtakanna sé virtur og sporna við lagabrotum á því sviði, ef
því er að skipta. Þá hafa samtökin farið þess á leit við
yfírvöld í viðkomandi löndum, að þau beiti sér fyrir því, að
fullkomnari lög verði sett um höfundarétt og meðferð mynd-
efnis, en víða um lönd er þar pottur brotinn, lagasetning
orðin gömul og ekki í takt við þá þróun sem átt hefur sér staö
á undanförnum árum.
„Þróunin í myndbandagerð og
myndbandaviðskiptum hefur verið
mjög hröð á undanförnum árum.
Margir, sem ekki hafa rétt til,
hafa og eru að reyna að gera sér
peninga úr þessum viðskiptum,"
sagði Norris í spjalli við blaða-
mann Morgunblaðsins nú fyrir
skömmu.
„Fólk verður að gera sér grein
fyrir því, að með því að leigja
myndefni af mönnum, sem hafa
ekki útgáfurétt eða annan rétt til,
eða þá að taka þátt sem áhorfend-
ur í ólöglegri opinberri sýningu,
eins og nú tíðkast víða, er það að
drepa niður kvikmyndaiðnaðinn.
Þegar menn gera kvikmynd eru
þeir að vonast til þess, að hún skili
af sér ágóða til þess að geta haldið
áfram á sömu braut, þ.e. framleitt
aðra kvikmynd. Nú eru framleið-
endur mjög uggandi um sína
framtíð.
Stór hluti þeirra fjármuna, sem
eiga að skila sér, skilar sér ekki,
heldur lendir í höndum manna,
sem eru að fremja lögbrot," sagði
Norris.
— Er hægt að giska á einhverja
upphæð í þessu sambandi?
„Það er erfitt að nefna tölur, en
óhætt er að fullyrða að þær eru
stórar. Ég var nýlega staddur i
Englandi þar sem ég komst að
raun um, að um 70 prósent mark-
aðarins eru rekin á ólöglegum
grundvelli, og þá geta menn
ímyndað sér hve miklir hagsmunir
eru í húfi.“
— Hvernig er ástandið hér á
landi, er það verra eða betra en
annars staðar?
„Það er erfitt að segja, enda
þekki ég ekki mjög vel til hér enn-
þá. Markaðurinn hérna er smár,
en ég hef þó heyrt að töluvert sé
um misnotkun."
— Hvers kyns misnotkun?
„Hér virðist vera minna um
óiöglega fjölföldun á myndefni en
víða erlendis, en þar eru lögbrjót-
ar mjög nákvæmir við slíka föls-
un, þannig að nær ógerlegt er að
Brian Norris, lögfræðingur alþjóðasamtaka kvikmyndaframleiðenda, ásamt
Grétari Hjartarsyni, framkvæmdastjóra Laugarásbíós.
greina hina löglegu spólu frá hinni trú. En ástandið hér virðist samt
ólöglegu og fólk leigir þær í góðri nokkuð alvarlegt. Við vitum til
þess að hér á landi hefur verið
fjölfaldað ólöglega, en þó ber mest
á ólöglegum sýningum á löglegum
myndspólum."
— Með hvaða ráðum ætlið þið
að sporna við þessu?
„Við ætlum að koma okkur upp
mönnum víða um heim, eins konar
rannsóknarmönnum, sem fylgjast
með þessu og fara þá réttarfars-
leiðina gegn lögbrjótum ef annað
gengur ekki.“
— Hvernig hafa stjórnvöld tek-
ið undir áskorun ykkar um strang-
ari löggjöf í þessu efni?
„Það er ekki komið í ljós ennþá,
en það er vitað mál að nauðsynlegt .
er að gera eitthvað. í Chicago er
komin mjög ströng löggjöf þar
sem refsing við slíkum lögbrotum
getur verið allt að 250 þúsund doll-
urum og upp í fimm ára fangels-
isvist. Svíar eru einnig búnir að
herða viðurlög gagnvart þessum
brotum", sagði Brian Norris.
Guðmundur Vigfússon, forstöðumaður Byggingarsjóðs verkamanna:
Engin rök fyrir að greiða
eigi á þetta verðbætur
„BÆRINN á ekki þessa peninga.
Byggingarsjóöur verkamanna á þetta
fé, þetta eru framlög bæjarins sem
hann leggur fram samkvæmt lögunum
frá 1970 og er þar með aö kaupa sér
rétt til lána úr sjóönum," sagöi Guö-
mundur Vigfússon, forstööumaöur
Byggingarsjóös verkamanna, í samtali
viö Morgunblaðið, en hann var spurö-
ur af hverju Hafnarfjarðarbær fengi
ekki þá peninga, sem hann telur sig
eiga inni í sjóönum, greidda út meö
verðbótum. Hér er um aö ræöa 820
þúsund krónur, en meö veröbótum
myndi uppha'ðin vera 1.740 þúsund
krónur.
„Það er úrskurður félagsmála-
ráðuneytisins frá 1972 eða 1973 um
það að slík framlög séu eign sjóðsins
sjálfs, en ekki sérreikningur eða sér-
eign hvers sveitarfélags. Sveitarfé-
lögin voru með þessu framlagi að
kaupa sér rétt til lántöku úr sjóðn-
um. Nú kemur það hins vegar út
þannig að þeir byggðu ekki það
hratt, að það fé þeirra sem inni var
eyddist og þannig varð til formleg
innistæða Hafnarfjarðarbæjar hjá
sjóðnum, sem Húsnæðismálastjórn
hefur heimilað að megi nota upp í
þau 10% sem bæjarfélögin eiga að
greiða af byggingarkostnaði verka-
mannabústaða. Húsnæðisstofnun
hefur sainþykkt að verja megi þess-
ari upphæð til þess að greiða hluta
af 10% framlagi Hafnarfjarðarbæj-
ar. Það eru engin rök fyrir því að
greiða eigi á þetta verðbætur. Þetta
fé er eign sjóðsins og það má segja
að það séu liðlegheit eða ákvörðun
Húsnæðismálastjórnar, að það megi
verja þessu upp í núverandi 10%
framlag," sagði Guðmundur Vigfús-
son.
Fáein sæti CoSta del Sol
laus i næstu feröir
tn Portoroz
Lignano
Costa del Sol
Hvergi gefst annað eins
tækifæri til að njóta veð-
urblíðu, frábærrar gisti-
þjónustu og fjölbreytni.
Hingað streymir fólk alls
staðer aö til aö skemmta
sér og njóta lífsins.
Portoroz
Kjörinn heilsubótarstaður.
Bezta gistiaðstaðan.
Lignano
Hinn orðlagði sumarleyf-
isstaður fyrir alla fjölskyld-
una. Betri og vinsælli en
nokkru sinni fyrr.
Íslendingahátíð
ÚTSÝNAR
á Costa del Sol
verður á
Hótel ALAY
laugardaginn 14. ágúst
Glæsileg
hátíð
Portugal
Troia
7. sept.
2 sætí !aus.
Feröaskrifstofan
UTSVN
Reykjavík
Austurstræti 17,
símar 20100 og 26611
Akureyri
Kaupvangsstræti 4,
sími 96-22911