Morgunblaðið - 08.08.1982, Side 19

Morgunblaðið - 08.08.1982, Side 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 19 fKm0tu Útgefandi ixliXntii^ hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö. staðalíbúðar lánað úr hinu almenna húsnæðiskerfi, en út á íbúðarhúsnæði, sem fellur undir „verkamanna- bústaði" fæst 90% lánsfé. Þessi mismunun er stjórn- valdsstýring til breytingar á eignarformi íbúðarhús- næðis. Ekkert er sjálfsagð- ara en að byggja sölu- og leiguhúsnæði, með rými- legum lánakjörum, innan ramma verkamannabú- staða, en hitt er bæði rangt og hættulegt, að færa í fjötra lánsfjárskorts það framtak fólksins sjálfs, Húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu Gífurlegur samdráttur hefur orðið í byggingu íbúðarhúsnæðis. Á árinu 1978 voru veitt 1.883 frum- lán til einstaklinga, sem stóðu í íbúðabyggingum, en samsvarandi lánaáætlun iíðandi árs spannar 1.100 íbúðir. Árið 1979 varð 5% magnsamdráttur í íbúðar- byggingum, 1980 3% til við- bótar en hvorki meira né minna en 19% á sl. ári. Almenna húsnæðislána- kerfið (Byggingarsjóður ríkisins) hefur verið svipt öllum tekjustofnum, bygg- ingarsjóðsgjaldi og launa- skatti, en að óbreyttu hefðu þessir tekjupóstar, sem nú renna beint í ríkissjóð, gef- ið 250 m.kr. 1982. í ljósi þessa tekjumissis verður fækkun frumlána, sem nemur 800 íbúðum frá 1978, skiljanlegri. Þrátt fyrir þessa fækkun frumlána niður í 1.100 í ár er fyrirsjáanleg fjárvöntun hjá húsnæðislánakerfinu, nema til komi umtalsverð lánsfjárútvegun, en Hús- næðismálastjórn þurfti að taka bráðabirgðalán í Seðlabanka 1981, til að standa við lánsloforð sín, í fyrsta sinni á starfsferlin- um. Einstaklingar fá nú að- eins 17,4% af kostnaði sem undir merkjum sjálfs- eignarstefnu hefur reist um 90% af íbúðarhúsnæði landsins. Afleiðingin er þegar komin fram í miklum samdrætti byggingar- framkvæmda, slæmum at- vinnuhorfum bygginga- manna, t.d. á Akureyri, en fyrst og fremst í verulega minna húsnæðisframboði en eftirspurn. Þetta er meginorsök þess að hús- næðisverð og húsaleiga hefur hækkað verulega á höfuðborgarsvæðinu — og bitnar verst á þeim er sízt skyldi. Svavar Gestsson, for- maður Alþýðubandalags- ins, er húsnæðismálaráð- herra. Sú kúvending í hús- næðisstefnu, sem orðið hef- ur í ráðherratíð hans, og leitt hefur til þeirra erfið- leika á húsnæðismarkaði, sem íbúar höfuðborgar- svæðisins þekkja gerst, er einn alvarlegasti afleikur stjórnvalda á síðari árum. í stað þess að styðja ungt og duglegt fólk til þess að koma sjálft yfir sig eigin húsnæði, eru steinar lagðir í götu þess. Það fjármagn, sem styðja átti þetta fólk, rennur nú fram hjá hús- næðiskerfinu í ríkishítina. Þetta er hættuleg tilraun til að kæfa þann hvata, sem svo miklum árangri og verðmætum hefur skilað í íslenzka þjóðarbúið á liðn- um áratugum — í formi íbúðarhúsnæðis. Að vera eða vera ekki, það er spurning Alþýðubandalagsins! ramsóknarráðherrar hafa, að eigin sögn, lagt fram formlegar tillögur í ríkisstjórn, hvern veg við skuli brugðizt aðsteðjandi vanda í atvinnu- og efna- hagslífi. Sérfræðinganefnd, er starfað hefur á vegum ríkisstjórnarinnar, hafði áður eða samhliða lagt fram umsagnir og ábend- ingar, sem líkur benda til að bæði dómsmálaráðherra og landbúnaðarráðherra aðhyllist. Hinsvegar fara ekki sög- ur af tillögum Alþýðu- bandalagsins, ef nokkrar eru, — og forsætisráðherra sýnist hafa meiri áhuga á því að tjasla stjórnarliðinu saman en hinu, hvað það sameinast um. Hér skulu ekki leiddar líkur að því, hvort stjórn- arliðið nær saman um ein- hvers konar útþynnta málamiðlun eða steytir á skeri óeiningar. En það er ekki seinna vænna fyrir ráðherrana að hrökkva eða stökkva. Og Fréttabréf framkvæmdanefndar Al- þýðubandalagsins til trún- aðaraðila í flokksapparat- inu bendir til þess, að þar á bæ sé — a.m.k. samhliða öðrum leiðum — skoðaður möguleikinn á að bjargast á flótta frá vandanum og samstarfsaðilunum. Margt bendir til þess að nú sé vík á milli vina á stjórnarheimilinu. Fylgið fjarar undan ríkisstjórn- inni, bæði á Alþingi og út í þjóðfélaginu. Og Alþýðu- bandalagið, sem gekk til þessa stjórnarsamstarfs til að kljúfa höfuðandstæðing sinn, Sjálfstæðisflokkinn, sýnist sjálft vera að skipt- ast upp í tvær andstæðar fylkingar til spurningar- innar: að vera eða vera ekki! Fatlaðir eru alltaf að berjast gegn því að vera settir í eitthvert hólf í lífinu. Við viljum fá okkar rúm í tilverunni með öðrum og aðstæður til þess. Eitthvað á þessa leið voru efnislega orð unga lamaða mannsins Hafþórs L. Jónssonar, sem bárust úr bíl- útvarpinu mínu á laugardegi. Þetta viðhorf virðist æ oftar heyrast, er líða tekur á átakaár svokallaðra sérhópa, fatlaðra og aldraðra. Margt þessa fólks kann ekki frekar en við hin við sig í litlum afmörkuðum kössum nog allir eins“, en hafa illa kjark til að streitast á móti allri þess- ari góðvild að koma þeim þangað í skjólið. Raunar ekki að furða, því eins og Sigfús þjóðsagnarit- ari Sigfússon sagði um nútíma- menninguna, er honum fannst of mikið gert af því að afmá sér- einkenni einstaklingsins: llún vill gera alla eins að öllu leyti. Sérkenni þótt síðla þrjóti sinn með hverju reynist móti. Náttúran rímar nú einu sinni ekki saman börnin sín eða skap- ar þau öll eins. En það er vel þekkt, að þegar fyrirfinnst ein- hver minnihlutahópur í samfé- laginu, sem á einhvern hátt má greina frá, þá koma fljótt fram nokkrar afgerandi fullyrðingar um þá sem honum tilheyra. Eru Gyðingarnir á nasistatímanum hörmulegasta dæmið um slíkt. En ekki þarf langt að leita í okkar samfélagi eftir þess hátt- ar dæmum. Þá bita menn sig í einhverja sterkt dregna drætti, sem eiga að vera einkennandi fyrir þennan hóp. Og setja þá eins og límmiða á alla einstakl- inga í hópnum. Fyrir hvern ein- stakling táknar það, að þess er vænst að hann og hans lífsmáti sé túlkaður út frá því sem hann á að vera í samræmi við hópinn. Verður oft æði ósanngjarnt í hans garð. Út af fyrir sig getur einstaklingur haft af því hag, ef „hópurinn hans“ er sterkur og vel metinn í samfélaginu, en oftar er það öfugt. Þetta kemur m.a. fram í danskri bók um „Aldringens Psykologi" eftir Jörgen Bruun Petersen. En þar er farið ofan í slíka límmiða, sem skellt er á aldraða og við þekkjum vel. Að þeir séu tortryggnir og þverir, að þeir vilji bara lifa kyrrlátu og hlutlausu lífi, hvíla sig og horfa á sjónvarp, hætta að vinna og losna við allt félagslíf o.s.frv. Segir Petersen frá könnunum á viðhorfum fólks á ýmsum aldri til slíks. Þá kemur fram, að aldr- aðir sjá getu sína og langanir yfirleitt í allt öðru ljósi sjálfir. Því eldri sem börnin verða, því meira fjarlægjast þau þessa sjálfsmynd af öldruðum. Þeir yngstu líta til dæmis mjög líkt á mikilvægi sjálfsákvörðunarrétt- ar og sjálfstæðiskenndar og gamla fólkið sjálft. Aldrað fólk virðist hafa nokkuð samhljóða sjálfsmynd, sem svo er frábrugð- in mynd annarra aldurshópa af því. Og það er fólkið á bilinu 34ra ára og fram yfir fertugt, sem reynist hafa rangastar skoðanir eða mest frávíkjandi frá viðhorfi og lífssýn gamla fólksins um sjálft sig. Verst er svo, að þetta er einmitt fólkið sem situr við stjórnvölinn víðast í samfélaginu og sjónarmið þess ræður mestu um allar pólitískar ákvarðanir varðandi aðstöðu aldraðra í lífinu og þar með lífsstíl þess. í bókinni er gerð grein fyrir könnunum á því hvernig áhrif svona föst skoðun á einhverjum þáttum hefur á einstaklingana í viðkomandi hópum. Var það m.a. gert með því aö veita kennurum ákveðnar skoðanamyndandi upplýsingar um ákveðna nemendur. Kom þá glöggt í ljós að það hafði ákaf- lega mismunandi örvandi áhrif á nemendur og árangur þeirra hvers kennarinn vænti af þeim. Sjálfsagt gildir það sama um alla hópa, sem finna sig skv. al- mennri skoðun veikari eða minni máttar. Hópur aldraðra er eins og aðrir minnihlutahópar í sam- félaginu orðinn umluktur ein- hliða væntingum og áliti. Ald- ursmyndin, sem unga og mið- aldra fólkið hefur gert sér af þeim, er yfirleitt dregin heldur neikvæðum þáttum — þótt í góðu sé. Væntingarnar reynast í mörgum tilfellum í engu sam- ræmi við það hvernig aldraðir sjá sig sjálfir, getu sína og óskir. Spegla a.m.k. ekki þá miklu fjöl- breytni á manneskjum, sem þar er að finna. Þar sem aldraðir eru í nútímaþjóðfélagi bæði efnalega og pólitískt ekki sterkur hópur, þá eru það þeir yngri sem ákvarða lífsmöguleika þeirra og lífsstíl. Og öldruðum hefur verið ýtt út af stöðunum, þar sem ákvarðanir eru teknar. Mannlíf- ið er nefnilega býsna margbrot- ið, eins og Karl Kristjánsson sá, þegar hann leit yfir hópinn í langferðabílnum: AuÁlegAin er ekki smá og ekki er smidurinn gleyminn að láU sérsUkt andlit á alla sem koma í heiminn. Einn þessara dásamlegu fjöl- breytilegu hópa eru einmitt fatl- aðir. Við höfum öll einhverjar þarfir og margir mismunandi sérþarfir, til að geta „fúngerað" í samfélaginu í heild, en ekki í út- skoti. Sem betur fer er að koma yfir okkur tölvutækni, sem getur leyst býsna margt á einstakl- ingsgrundvelli og gerbreytir öll- um hjálpartækjum til að létta lífsbaráttuna, auk þess sem verð á öllum slíkum tækjum fer hrað- lækkandi. Ég hefi þá trú að ör- tölvubyltingin eigi eftir að koma þeim mest til góða, sem vanhag- ar um eitthvað sem flestir hafa, til að geta verið jafngildir til vinnu og náms. Með tölvum er hægt að stilla svo margt eftir aðstæðum. Til dæmis sá ég í vor í Þýzka- landi tæki við síma í listaverk- stæði Oidtmans-bræðra í Linn- ich, sniðið fyrir einn starfs- manninn, heyrnarlausan teikn- ara, sem eins og aðrir listamenn vinnur mest heima hjá sér. Sím- inn sá er útbúinn ljósakerfi jafn- framt hringingunni. Þegar teiknarinn svarar svo sjálfur rauða ljósinu, þá getur samtalið við vinnustaðinn hans farið fram á tölvu, þannig að það sem sagt er í verkstæðinu er skrifað út með letri hjá honum. Þetta tæki setja stjórnvöld upp ókeyp- is á heimili hans og vinnustað, að því tilskildu að þetta vinnu- framlag hans skipti máli. Það er ekki hugsað sem tæki handa „aumingja fatlaða manninum", heldur hjálpartæki til að gera honum fært að vera veitandi til samfélagsins. Norðurlönd munu vera farin að koma upp slíkum tækjum, og Félag heyrnarlausra hér er að prófa eitt slíkt milli herbergja í skrifstofum sínum. Vonandi dettur nú engum í hug að fara að skattleggja það til ríkiskassans, ef það reynist vel. I fyrra voru loks samþykkt á Al- þingi lög um að fella tolla niður af hjálpartækjum fyrir heyrn- arlausa — en er víst varla komið í gagnið sakir reglugerðarleysis. Slíkan vanda einstaklings til að gera honum fært að stunda vinnu sína, ætti að sjálfsögðu að vera hægt að leysa án þess að honum sé þrengt í hólf. Ætti að vera til þess svigrúm í almennri heilbrigðislöggjöf, fræðslulög- gjöf, vinnumálalöggjöf o.s.frv. Alveg á sama hátt og nú hefur það verið einfaldlega og hávaða- laust leyst í borgarstjórn Reykjavíkur að veita Vilhjálmi G. Vilhjálmssyni, varaborgar- fulltrúa Sjálfstæðismanna starfsmöguleika í nefndum með því að greiða aðstoðarmanni fyrir að túlka fyrir hann jafnóð- um á táknmál, þegar hann situr í umhverfismálaráði og kemur sem varamaður inn í félags- málaráð og umferðarráð. Bygg- ist þetta á því að fengur er að hafa við afgreiðslu í þessum málaflokkum mann með eigin reynslu og þekkingu á þörfum heyrnarlausra og fatlaðra yfir- leitt. En það var einmitt þess- vegna sem sóst var eftir honum á framboðslistann. Sýnist mér þetta marka á sinn látlausa hátt tímamót, sem vonandi draga dilk á eftir sér víðar. Við, sem ekki vanhagar um neitt, gerum okkur nefnilega ekki alltaf grein fyrir áhrifum slíks. Þegar við vorum t.d. að undirbúa stefnuskrá fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor, gerðum við sem áður höfðum verið í forsvari fyrir málaflokka á laugardagsfundi grein fyrir stöðu hvers máls og þeir nýju á listanum gátu svo spurt. Vildi ekki betur til en svo að öryggi fór í húsinu undir malanda und- irritaðrar um umhverfismál. Meðan úr var bætt, hélt ég áfram með þeim orðum að ekki þyrfti birtu til að tala. En þegar ljós kviknuðu kom í ljós, að Vilhjálmur hafði misst af allri spekinni — sakir ljósleysis. Eða eins og Bragi Ásgeirsson, list- málari, orðaði það einhvern tíma á námsárum sínum í Múnchen: Kveikið þið ljósin, strákar. Ég heyri ekki lengur hvað þið eruð að segja! !»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦. Laugardagur 7. ágúst Horfur í Atlantshafs- fiugi 1980 Á fyrstu sex mánuðum ársins 1980 var fjöldi viðkomufarþega á Keflavíkurflugvelli tæplega 100.000 en hafði verið rúmlega 200.000 á sömu mánuðum 1979. Þetta var talandi staðreynd um það verkefna- og tekjuhrun, sem Flugleiðir hf. máttu sæta í Atl- antshafsfluginu, samhliða stór- hækkun á eldsneytiskostnaði og verðstríði á flugleiðum milli Evr- ópu og Ameríku. Sigurður Helga- son, forstjóri Flugleiða, líkti þessu áfalli fyrir íslenzkt millilandaflug við hrun Norðurlandssíldarinnar, sem var ein meginauðlind þjóðar- innar á fyrri helmingi þessarar aldar. Við þessar aðstæður þótti stjórnendum fyrirtækisins óhjákvæmilegt að stokka upp rekstur þess og sníða honum stakk í samræmi við markaðseftirspurn. Enginn fjárhagslegur rekstrar- grundvöllur sýndist lengur á N-Atlantshafsleiðinni og stefndi félagið að verulegum samdrætti þar, sem óhjákvæmilega hlaut að koma niður á starfsmannahaldi þess. Níunda september 1980 birtir Mbl. frétt þess efnis, að tap Flug- leiða fyrstu 6 mánuði ársins hafi verið 5,5 milljarðar gkróna, að stærstum hluta vegna Atlants- hafsflugsins. Blaðið hefur eftir forstjóra félagsins þennan dag: „Reiknað er með tveimur ferðum á viku í vetur milli íslands og New York, en engu flugi til Luxemborg- ar eftir 1. nóvember að öllu óbreyttu...“ Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, sagði í sjón- varpsþætti í byrjun september 1980 að Atlantshafsflugið væri vonlaust. Engu að síður hefði rík- isstjórnin óskað eftir viðræðum við Luxemborgara sem þátt í því að kanna möguleika á að halda þessu flugi áfram. 10. september segir ráðherrann í viðtali við Mbl.: „Það er mín niðurstaða, að ríkið eigi að gera töluvert til þess að Atlantshafsfluginu megi halda áfram ... Flugið er orðið svo stór og margþætt atvinnugrein hjá okkur, umfram það flug sem við sjálfir nauðsynlega þurfum, að það hefði vægast sagt mjög alvar- legar afleiðingar á mörgum svið- um, ef Atlantshafsflugið legðist alveg niður." Ríkisstjórnin knýr á Flugleiöir Það er við þessar kringumstæð- ur, er Flugleiðir hyggjast mæta breyttum markaðshorfum með samdrætti á N-Atlantshafsleið- inni. Stjórnvöld knýja hinsvcgar á um áframhald þess, vegna marg- víslegrar þýðingar þess í þjóðar- búskapnum. Steingrímur Her- mannsson, samgönguráðherra, segir í viðtali við Mbl. 16. sept- ember 1980: „Eftir þessar viðræður um helg- ina við starfsmenn, stjórnarmenn og stærstu hluthafa Flugleiða er ég heldur fallinn frá þeirri hug- mynd að stofnað verði sérstakt flugfélag um Atlantshafsflugið, en legg hinsvegar til að ríkið veiti áframhaldandi Atlantshafsflugi Flugleiða þriggja milljarða (gkr.) baktryggingu á ári í þrjú ár. Þetta er jafnvirði um eins og hálfs millj- arðs (gkr.) á ári eða álíka og þær beinu tekjur, sem ríkið myndi missa, ef Atlantshafsflugið legðist niður." Þegar hlaupið er á fréttafrá- sögnum af þessum atburðum 1980 er ljóst, að Flugleiðir hugðust draga saman segl, til samræmis við breyttar markaðsaðstæður. Samgönguráðherra, f.h. ríkis- stjórnar, knýr þá á um áframhald Atlantshafsflugsins, og heitir fjárstuðningi sem nemur „þeim beinum tekjum, sem ríkið myndi missa, ef Atlantshafsflugið legðist niður". í frétt í Mbl. 19. september kem- ur og fram, að stjórnvöld í Lux- emborg bjóða fram 90 m. franka (3 m. dollara), sem komi m.a. fram í niðurfellingu lendingargjalda og tengdra gjalda, ef verða megi til þess að þetta flug haldi áfram. I Ijósi framangreinds verður sí- bylja samgönguráðherra síðustu vikur og mánuði, þess efnis, að Flugleiðir séu styrkþegi, sem ekki klæði að setja sig á háan hest gagnvart ráðherravaldi og hátign- arákvörðunum, heldur ósmekkleg og lágreist. Alþýdubanda- lagið hefur sig til flugs! Það er við þessar aðstæður 1980, sem Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, hefur sig til flugs í hinu háa Alþingi — í árásarræðu á Flugleiðir hf., sem fræg varð að endemum. Tilefnið var viðtal Þjóðviljans við Baldur Óskarsson, pólitískan mótleikara Ólafs Ragn- ars allar götur frá framsóknarár- um beggja, í Möðruvallahreyfingu, Samtökum frjálslyndra og loks Alþýðubandalagi. Um svipað leyti berast fregnir af því að Arnmund- ur Backmann, aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra, sem enginn vissi til að fiugsamgöngur heyrðu undir, stæði í viðræðum við ýmsa aðila um „stofnun nýs flugfélags og þá hugsanlega að ríki og sveit- arfélög stæðu í forsvari fyrir". Hér átti sýnilega að nýta lag, sem utanaðkomandi aðstæður sköp- uðu, fargjaldastríð og eldsneytis- hækkun, til að ganga af íslenzku einkaframtaki í flugrekstri dauðu — og koma á sósíölsku rekstrar- formi. Islenzka flugævintýrið, sem dugnaður og áræði einstaklinga gerði að veruleika, skyldi nú kistu- lagt í opinberum rekstri. Blöð og almenningur urðu hvumsa við. Meira að segja mál- gagn samgönguráðherra, Tíminn, brást illa við þessu inngripi Al- þýðubandalagsins í flugrekstr- armál. í leiðara Tímans 12. sept- ember 1980 segir orðrétt: „Það er jafnan siður öngþveitis- og niðurrifsafla að nýta sér alla erfiðleika í atvinnulífinu til þess að herða á áróðri sínum gegn und- irstöðum lífskjara og velmegunar í landinu ... Hann (áróðurinn) snýst um það að auka á viðsjár í þjóðfélaginu, ala á tortryggni og úlfúð ... Aðförin að Flugleiðum og forystumönnum þeirra um þessar mundir er í raun og veru aðeins Sigmund lýsir þróuninni í flugmálum landsmanna í september 1980. liður í þessari langstæðu og óhuggulegu áróðursherferð ...“ — Höfundur þessa leiðara var Jón Sigurðsson, þáv. ritstjóri Tím- ans, en ekki Þórarinn Þórarins- son, sem raunar er óþarfi að taka fram. Þjóðnýtingarviðleitni Alþýðu- bandalagsins rann út í sandinn, en glöggt var það enn, hvað þeir vilja, þrátt fyrir reynsluna af marxísku hagkerfi í tugum þjóðríkja, sem tekið hafa upp þjóðskipulag sósí- alismans, og skila afgerandi minni þjóðartekjum á einstakling en samkeppnisþjóðfélög. Samkeppni og hagsmunir neytenda Morgunblaðið tók þá afstöðu (sjá forystugrein 6. nóvember 1981), að skynsamlegt hafi verið að „verða við beiðni Arnarflugs um rétt til áætlunarflugs til út- landa“. I þessari forystugrein var það jafnframt áréttað, að upphaf og saga íslenzka flugsins hafi ein- kennzt af áræði og framtaki ein- staklinga. Rök eru og leidd að því að samkeppni Loftleiða og Flugfé- lags íslands á sinni tíð hafi þjónað hagsmunum almennings. Það hafi hinsvegar verið ríkisvaldið (þ.á m. samgönguráðherrarnir Hannibal Valdimarsson og Halldór E. Sig- urðsson) sem knúið hafi fram sameiningu Loftleiða og Flugfé- lags íslands í Flugleiðir, á þeim forsendum, að hið sameinaða flug- félag skyldi sitja að millilanda- fluginu, sem að þeirra dómi var ekki til skiptanna. Morgunblaðið sagði í þessum tilvitnaða leiðara að gera yrði sömu kröfur til beggja flugfélag- anna, Flugleiða og Arnarflugs, sömu reglur að gilda um þau bæði, og framvindan að ráðast af mati viðskiptavina þeirra. í Reykjavík- urbréfi 21. marz sl. er þessu sjón- armiði enn fylgt fram. Þar segir jafnframt: „Það varpar líka skugga á þetta fyrirhugaða áætlunarflug Arnar- flugs, að Steingrímur Hermanns- son hefur hvað eftir annað gefið í skyn, að hann hyggist svipta Flugleiðir flugleyfum á þeim flugleiðum, sem Árnarflug hefur nú fengið leyfi til að stunda áætl- unarflug á. Taki samgönguráð- herra slíka ákvörðun eru gjörsam- lega brostnar allar forsendur fyrir stuðningi margra einkafram- taksmanna við áætlunarflug Arn- arflugs, sem hugsað var til að skapa nokkurt aðhald og sam- keppni í fluginu milli íslands og annarra landa, en ekki til að skapa nýju fyrirtæki einokun á ákveðn- um flugleiðum". Steingrímur Hermannsson hef- ur síðan einhliða ákveðið, eins og mjög var í fréttum, að Flugleiðir skuli sviptar flugleyfum til Hol- lands og DUsseldorf, sem leitt hef- ur til lokunar söluskrifstofa þeirra á þessum stöðum og upp- sagna á starfsliði, þó að Flugleiðir hafi í raun byggt upp þennan markað, m.a. með margra ára kynningarstarfi á þessu evrópska markaðssvæði. Hér skai ekki fjallað um kaup Arnarflugs á tilteknum eignum íscargo (Kristins Finnbogasonar), langt yfir sannvirði að ýmsra dómi (sbr. þingræður og blaða- greinar þar um), í tengslum við afturköllun flugleyfa Flugleiða til þessara staða. Hitt er ljóst, að þær samkeppnisforsendur, sem ráð- herra færði fram fyrir upphafleg- um flugleyfum Arnarflugs til út- landa, eru nú brostnar, þegar hann hefur með ráðherravaldi svipt Flugleiðir samkeppnisað- stöðu á þessum flugleiðum. Eftir stendur þessi ráðherra berskjald- aður, án nokkurrar marktækrar flugmálastefnu, í hlutverki póli- tísks skömmtunarstjóra. í því hlutverki er formaður Framsókn- arflokksins svo sannarlega í sögu- legu samhengi við bakgrunn og feril flokks síns — og þá „kerfis- galla", sem hvimleiðastir eru í ís- lenzku þjóðlífi liðandi stundar. Flugör- yggismál Flugsamgöngur skipta okkur ís- lendinga mjög miklu. Eyland, víðs fjarri meginlöndum, hefur fyrir tilkomu flugsins færzt í hlaðvarpa umheimsins. Hvers konar sam- skipti við aðrar þjóðir og lönd, viðskiptaleg, menningarleg og fé- lagsleg, hafa eflzt og batnað, og hinum almenna borgara hafa skapazt ótal möguleikar til að hleypa heimdraganum. Flugið hefur og fært fólk og byggðir sam- an í okkar stóra og strjálbýla landi og haft jákvæð áhrif á hverskonar innbyrðis samskipti. Frumkvöðlar flugsins á tslandi unnu með einkaframtaki sínu og áræði afrek, sem kom þjóðinni allri til góða, og mun skipa verð- ugan sess í þjóðarsögunni. En hver hefur orðið hlutur hins opinbera, sem farið hefur með flugvalla- og flugöryggismál? Einnig þar hefur sitthvað áunnizt, en staðreyndin er engu að síður sú, að flugvöllum og flugöryggis- málum er víðast ábótavant hér á landi. Þetta á við um nær alla strjálbýlisflugvelli — og aðflugs- öryggi á Reykjavíkurflugvelli, sem stærstu hlutverki gegnir í innan- landsflugi, hefur til skamms tíma a.m.k. verið minna en efni stóðu til. Á þessu sviði eru mörg verkin óunnin. Fámenn þjóð getur að vísu ekki gert alla hluti í einu, en flug- örygg'smál hafa vaxandi vægi í þjóðlífinu — og á þeim vettvangi höfum við ekki efni á að láta skeika að sköpuðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.