Morgunblaðið - 08.08.1982, Síða 20

Morgunblaðið - 08.08.1982, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 Rauði herinn gerði sprengjuárá.sir á hið íburðarmikla V alamo-klaustur i Vetrarstríðinu 1940. Munkarnir 200 flúðu yfir ísilagt Ladoga-vatnið með fjársjóði sína, en klaustur hafði þá verið starfrækt i Valamo frá því um 1100. Kftir striðið var Valamo á rússnesku yfirráðasvæði og munkarnir hafa ekki getað snúið aftur til fyrri heimkynna. Munkarnir í Valamo Hér þykir munkunum sem þeir séu umkringdir herskörum himn- anna og náðarmeðul guðs opinber- ast í orðum og gerðum. I upphafinni ró sameinast munkarnir dýrðlingum sínum, sem fylgjast með frá helgimynd- unum. Ferðafólk forvitið um munkalífið Tekjur sínar hefur Valamo- klaustrið fyrst og fremst af ferða- mönnum. í klaustrinu geta 173 gestir gist og það hýsir bæði veit- ingastað og minjagripabú. Árlega leggja þangað leið sína 10.000 ferðamenn, aðallega á sumrin. Það fer varla hjá því að heilu bílfarm- arnir af aðkomufólki raski eitt- hvað ró munkanna, þó ekki verði maður áþreifanlega var við það. En það eru einmitt munkarnir sjálfir, sem hvað mesta forvitni vekja hjá mörgum gestanna. Hvernig líður fólki eftir að hafa tekið jafn afdrífaríka ákvörðun um það hvernig það ætli að verja ævinni? Munkarnir eru myndaðir án afláts og spurðir spjörunum úr. Af hverju taka þeir engan þátt í því sem á sér stað utan klaustur- veggjanna? Er ekki erfitt að neita sér um kynlíf o.s.frv.? Ungmunk- urinn Andreas hefur heyrt þessar spurningar oftar en hann hefur tölu á og hefur svör á reiðum höndum. Hann segir að fæstir þeirra sem fylgjast með heims- málunum geri nokkurn skapaðan hlut til að bæta úr misréttinu sem alls staðar blasir við. Spurningun- um um kynlífið er hann orðinn ákaflega þreyttur á og segist IValamo-klaustrinu í Austur-Finnlandi situr elsti maður NorAurlanda, hinn 108 ára j'amli klausturmunkur Ak- iki, nidursokkinn í hænalestur. Andrúmsloftið umhverf- is hann er mettart af ró aldanna oj( stöóuj'um trúariók- unum. Faöir Akiki er fæddur í Kússlandi keisaranna ojj dvöl hans í rússneskum klaustrum oj; í Valaino spannar átta ára- tujji. I’rátt fvrir háan aldur oj; slæma heilsu þvlur hann hænir sex klukkustundir á dej»i hverjum. Lyf oj; kækna má hann ekki heyra minnst á. „Slíkt tilheyrir veraldlej;um j;æóum oj; er ekki fyrir mij;,“ sej;ir hann meö sannfærinj;arkrafti á rússnesku. „iVIín læknismeóul heita hænir.“ llió lanj;a líf, sem Akiki hefur helj;aö trúnni, er táknrænt fyrir stööujjleika ævaj;amallar aöarkirkjunnar. Saga Valamo hefst á elleftu öld þegar klaustrið var stofnað á eyju í Ladoga-vatninu. Það, að finnsku munkarnir eru nú komnir langan veg frá hinu sögulega svæði á Karelska-nesinu við Ladoga, er fyrir þeim aðeins hornklofi í sögu klaustursins. Fyrir finnska vetrarstríðið 1939—'40 heyrði Valamo í Ladoga undir Finnland. Þó að hinir 200 munkar, sem klaustrið hýsti þá, stæðu fjarri öllu veraldarvafstri, var þeim ekki grunlaust um að Rauði herinn kynni að hafa uppi áform, sem ekki komu alveg heim við þeirra eigin. Þeir tryggðu sér því nýjan samastað með því að kaupa herragarð við strendur Juo- jarvis, lengra í vesturátt í Finn- landi. Stríðsveturinn varð afar harður og Ladoga-vatn lagði þykku íslagi. Rússneskar hersveitir nálguðust óðum og munkarnir tóku þá þungbæru ákvörðun að yfirgefa hinar voldugu klausturbyggingar. Að degi sem nóttu voru sleða- og vörubílalestir í förum yfir ísilagt vatnið með fólk og innanstokks- munj. Þó að aðalsmerki klaustur- lifnaðarins séu eignaleysi og skil- yrðislaus fátækt, nægðu eigur munkanna til að drekkhlaða 45 járnbrautarvagna. Gull, silfur, ómetanlegar helgimyndir, dýrmæt klæði og húsmunir; öllu var þessu hlaðið á farartækin og haldið með hraði í vesturátt. Þó varð annað eins eftir. Eftir að ný landamæri voru dregin árið 1940, var Valamo dá- góðan spöl innan rússnesku landa- mæranna. Herragarðurinn, sem nú varð aðsetur munkanna, hlaut nafnið Uusi Valamo — Nýja Val- amo. Þrátt fyrir 40 ára setu á klausturhcfóar innan rctttrún- Nýja Valamo bíða munkarnir þess að snúa aftur til síns sögulega upphafs við Ladoga-vatn. Hinn innhverfi rétttrúnaóur í Valamo-klaustrinu búa 20 munkar og af þeim eru 15 á reynslutíma. Ungmunkarnir dvelja fjögur ár í klaustrinu áður en þeir eru álitnir nógu þroskaðir til að gefa munkaheitið og vígjast til ævilangrar þjónustu við trú- arbrögðin. Ekki vantar framboð á munkum því að ásókn ungs fólks í klausturlifnaðinn hefur aukist á síðustu árum. „Rétttrúnaðurinn, eða hin ortó- doxa kirkja, aðskilur.sig frá krist- indómi Vesturlanda með þeim hætti að hann er allur innhverfari og eðli hans er djúphugulla," segir ábótinn, faðir Panteleimon. Hann ber merki meinlætalifnaðar og sjálfsafneitana langrar æfi og er afar lærður guðfræðingur. Hann heldur áfram: „Við ástundum safnaðarform, sem er framandi og dularfullt í augum flestra Vestur- landabúa. Leitina að nákvæmum svörum við spurningum tilverunn- ar, sem einkennir kirkjur í vestri, er ekki að finna hjá okkur, heldur er áherslan lögð á að skynja guð- dóminn innra með sér.“ Guðsþjón- ustan í kirkju klaustursins stað- festir orð föður Panteleimons. í íbuðarmiklum helgisiðum, sem framfylgt er í messugjörðinni, endurspeglast líf og dauði frelsar- ans á dramatískan hátt. Raddir prestanna hljóma líkt og í keðju- söng og mynda hljómmikla heild, mitt á milli þess að vera tal og söngur. Fyrir aðkomumann verður úr hið fegursta leikrit og tónlist- arleg upplifun. Kirkja rétttrúaðra i Finnlandi telur 65.000 meðlimi. f fæstum guðshúsanna eru bekkir, þannig að kirkjugestir standa uppréttir — eða á hnjánum — undir guðsþjónustunni. Munkarnir höfðu mikinn fjölda belgimynda, ikona, með sér á fióttanum undan Rauða hernum. Rétttrúnaðarmenn telja sig ekki brjóta í bága við þær reglur sem Biblian setur gegn hjáguðadýrkun með gerð ikonanna, „enda séu þau ekki nákvæmar eftirlíkingar viðkomandi dýrlinga“. spyrja hvernig þeim vegni í eigin kynlífi. Andreas segir að kynlíf sé einfaldlega kapítuli í sínu lífi, sem hann hefur lagt að baki. í staðinn komi náið og innilegt samband við guð. Andreas gekk úr mótmæl- endakirkjunni yfir til réttrúnað- arins. En hvers vegna í klaustur? „Lífsviðhorf mín buðu mér að gera svo,“ segir hann. „Þetta var ekki erfið ákvörðun, þvert á móti. Ég hafði áður dvalið í Valamo í stuttum heimsóknum og unnið sjálfboðavinnu. Það gerðist æ erf- iðara að snúa eftur til Helsing- fors, þar sem ég var skrifstofu- stjóri, eftir dvöl í Valamo og einn góðan veðurdag ákvað ég að gera það ekki. Ég sagði upp starfinu og losaði mig við allar jarðneskar eigur, m.a stórt bókasafn. Þessi ákvörðun mín var ekki tekin í neinu stundaræði, heldur hafði hún verið að brjótast um í mér lengi og þegar hún kom fram var það vegna þess að hún var orðin fullþroskuð innra með mér. Það er erfitt fyrir utanaðkomandi aðila að gera sér grein fyrir því af hverju maður tekur svo örlagaríka ákvörðun." Andreas hefur lokað dyrunum að umheiminum að ei- lífu. Hann neitar sér um alla fjöl- miðla, umgengni við hitt kynið og allt sem heitir veraldlegur frami. Hann hefur snúið baki við freistingum heimsins og haldið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.