Morgunblaðið - 08.08.1982, Page 27

Morgunblaðið - 08.08.1982, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 27 Minning: Katrín Jóhanns- dóttir frá Garðsá Fædd 3. júlí 1898 Dáin 28. júlí 1982 Hún Katrín afasystir mín er dá- in og var hún jarðsungin frá Ak- ureyrarkirkju 4. ágúst sl. Mig langar með þessum skrifum mínum að kveðja frænku mína í hinsta sinn. Ég gleymi aldrei hversu hlý og góð hún var mér þegar ég kom heim í Garðsá fyrst, þá á sjöunda árinu. Það var í byrjun maí og hvergi sá á dökkan díl og snjórinn svo mikill að við urðum að ganga heim að bænum frá þjóðveginum og ég var hrædd, því ég heyrði drunurnar í Þveránni, en vissi ekki hvar hún var. En móttökurn- ar hjá þessu góða fólki eyddu hræðslu minni. Þessi sumur mín hjá Katrínu frænku, Jóhanni manni hennar og börnum, þeim Herði, Þóru, Hrafnhildi, Kolbrúnu, Guðnýju og Margréti, eru mér ljúf minning og yljar mér um hjartarætur og síð- an þá hefur haldist órofin vinátta með okkur. Katrín var ein af þessum vel gerðu manneskjum, sem aldrei halla orði á aðra og finna alltaf það góða í öllu. Hún tók alltaf svo hlýlega á móti gestum og ekki síst þeim sem minna máttu sín í þjóð- félaginu og voru ekki aufúsugestir annars staðar. Leiðrétting í minningarorðum um frú Kristrúnu Þórðardóttur, hér í blaðinu á fimmtudaginn, féll niður nafn annars bróður Kristrúnar, en það er Sæmundur Þórðarson, stór- kaupmaður í Hafnarfirði. Er hann kvæntur Guðlaugu Karlsdóttur. Katrín var fædd hinn 3. júlí 1898 á Garðsá í Eyjafirði og ólst upp hjá foreldrum sínum, þeim Þóru Árnadóttur og Jóhanni Helgasyni, fyrst á Garðsá og síðan á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði, ásamt systkinum sínum, þeim Steinþóri, Birni, Áslaugu og Brynhildi, sem öll eru látin. Árið 1928 giftist hún Jóhanni Frímannssyni frá Gullbrekku í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði og fluttu au vorið 1929 upp í Garðsá og bjuggu þar myndarbúi til árs- ins 1966 að þau hættu búskap og fluttu til Akureyrar. Jóhann lést á Akureyri árið 1978. Ég hef alltaf heimsótt Eyja- fjörðinn yfir sumartímann og ekki fundist sumarið sumar án þeirra heimsókna og eins hefur mér ekki fundist heimsókninni lokið nema ég hafi litið inn hjá Katrínu frænku í Löngumýrinni, þar sem hún bjó frá því að fjölskyldan hætti búskap að Garðsá. Nú kveð ég góða frænku mína, konu, sem ég kýs mér sem fyrir- mynd í lífinu. Ég sendi börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Kristín Magnúsdóttir SMITWELD seturgæóin áoddinn «t Rafsuðuvír Rafsuðumenn um allan heim þekkja SMITWELD merkið. í yfir hálfa öld hefur SMITWELD þjónað iðnaði og handverks- mönnum um allan heim. SMITWELD rafsuðurvírinn er einn sá mest seldi í Evrópu. Yfir 70% af rafsuðuvír fyrir ryð- varið efni, sem selt er í Vestur- Evrópu er frá SMITWELD. Sannar það eitt gæði hans. Við höfum fyrirliggjandi í birgðastöð okkar allar algengustu gerðir SMITWELDS rafsuðuvírs og pöntum vir fyrir sérstök verkefni. SMITWELD: FYRSTA FLOKKS VÖRUR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI SINDRA STALHF PÓSTHÓLF 881, BORGARTÚNI 31, 105 REYKJAVÍK, SÍMAR: 27222 & 21684 raöauglýsingar — radauglýsingar — raöauglýsingar Tölva til sölu Önnur tölvan okkar sem er Burroughs B—80 er til sölu. Ýmiskonar forrit geta fylgt. Nánari upplýsingar veitir Níels Einarsson á skrifstofutíma. Bílanaust hf. Síöumúla 7—9. Til sölu Vönduö frystiklefahurö, stærö 100x190 cm. 100 lítra rafha suöupottur og 6 cyl. Dodge Plymouth vél 225 cub. Sími 12634 og 39110. Fiskibátar til sölu Höfum til sölu góöa alhliöa fiskibáta. Bátarnir eru mikiö endurnýjaöir og vel útbúnir til nóta-, neta- og togveiöa. Buröargeta 600—650 tonn. Eignahöllin Skúli Ólafsson Iðnadarhús 2000 fm iönaöarhús í byggingu til sölu á besta staö í Reykjavík. Þeir sem hafa áhuga sendi fyrirspurn meö símanúmeri til augld. Mbl. merkt: „W — 2368“. Atvinnuhúsnæöi Til leigu frá 1. september nk. götuhæö hús- eignarinnar Auöbrekka 36. Stærö 340 fm og góöar innkeyrsludyr. Núverandi leigutaki er Burstageröin hf., iönaöar- og heildsölufyrir- tæki. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 17045 og 98-2345. íbúð til leigu Nýstandsett 3ja herb. íbúö í nýlegu steinhúsi til leigu strax. Upplýsingar um leigu og fjöi- skyldustærð sendist auglýsingadeild Morg- unblaðsins merkt: „Góö — 6120“ fyrir 11. ágúst. Iðnaðarhúsnæði Til leigu 350 fm iönaöarhúsnæði á jaröhæö viö Dugguvog meö mikilli lofthæö og góöum innkeyrsludyrum. Getur veriö laust strax. Uppl. gefur Eignaval í síma 29277. Atvinnuhúsnæði Til leigu er ca. 60 m2 atvinnuhúsnæöi nálægt nýja miöbænum. Húsnæöiö er hentugt fyrir léttan iönaö eöa skrifstofu. Tilboö sendist blaöinu fyrir 12. ágúst nk. merkt: „Húsnæöi — 2365“. | óskast keypt { Kjarvalsmálverk óskast til kaups Af sérstöku tilefni óskast málverk eftir Kjarval til kaups. Gott verö greitt fyrir góöa mynd. Þeir sem kynnu aö vilja selja málverk eftir Kjarval, leggi nafn og símanúmer inn á af- greiöslu Morgunblaösins fyrir 10. þ.m. merkt: „Kjarval — 3436“. Meö ÖM bréf veröur fariö sem trúnaöarmál. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.