Morgunblaðið - 08.08.1982, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
Tíu reiðmenn með 37 hesta
og hundurinn sá 49undi
Liðið hafði safnast saman úr ýmsum áttum,
þegar riðið var upp úr Borgarfirðinum áleiðis
norður í land í vikunni fyrir Landsmót hesta-
manna í Skagafirði. Þetta var einn af þessum
hópum, sem þangað streymdu, og fór ekki alltaf
alfaraleið til að lenda ekki í halarófunni sem
þessa daga teygði sig milli Norður- og Suður-
lands, þéttust um Kjalveg.
Undirritaður blaðamaður Mbl., sem ekki
hafði stigið á bak allt sl. ár, steig upp á hest á
Kjalarnesi og reið með bróður sínum Árna til
Þingvalla ásamt fylgdarliði eins og goðarnir
forðum. Neðan frá Hnaus í Árnessýslu kom
annað lið, Gísli B. Björnsson og dætur hans,
Anna Fjóla og Elfa, sam ætluðu að ríða norður,
og fylgt úr hlaði af öðrum fjölskyldumeðlimum.
Að Húsafelli komu til móts við þau ríðandi úr
vestri frá óðali sínu Álftanesi á Mýrum Harald-
ur Sveinsson og Ásdís dóttir hans og slógust í
hóp með þeim frá sínu óðali í Skógum í Flókadal
Birgir Þorgilsson og Sigrún dóttir hans. Síðast-
ur náði hópnum Björn Guðmundsson, flugstjóri,
sem komið hafði á flugfáki frá Nígeríu, falið
jarðbundna hesta sína í snatri ferðafélögunum,
brugðið sér til Svíþjóðar, en þeysti nú á blikk-
belju yfir Kaldadal til móts við hesta sína og
samferðafólk í Kalmanstungu, í þann mund sem
fullskipað riddaralið, 10 manns með 37 hesta og
hundinn Snæa, var að leggja úr byggð.
Á langleiðum rekast hestar fljótlega
fyrirhafnarlau.st, og reiðmenn
skiptast á um að ríða á undan og eftir.
Hér fer Haraldur Sreinsson í
broddi fylkingar.
Eftir Elínu Pálmadóttur
Myndir: Anna Fjóla
líða tók á daginn, kul af jöklum
fannst á skrokkum þótt illa saeist
til þeirra. Almennt var áður talið
að reiðleiðin frá Hofmannaflöt og
norður að Húsafelli tæki 8—9
tíma, og vorum við rúmlega 8,
enda vel ríðandi og hestar strax
farnir að kynnast og rekast vel.
Nema hvað litli meinlausi hryssu-
vesalingurinn var þá þegar sí-
hrakinn út úr röðinni af öðrum
hrossum og skokkandi utan slóða.
Gnginn vildi hafa hana fyrir
framan sig: — Hryssa! sögðu
hestamennirnir spekingslega, þeir
hrekja þær alltaf úr samfélaginu!
Norðan við Ok hallar niður í
Borgarfjörð og sér yfir í Hvítár-
síðu. Síðasti spölurinn stórgrýttur
og Kaldidalur raunar gróður-
snauður. Enda þurfti vel að fylgj-
ast með reknu hestunum, til að
geta strax losað fastan stein úr
hóf. Engir hagar eru að kalla frá
Brunnum að Geitá í Borgarfirði.
Því var gott mönnum og hestum
að komast í græna haga eða hlýtt
hús og heita pottinn við sundlaug-
ina í Húsafelli.
Einn hesturinn, sem stungið
hafði við daginn áður, reyndist
enn haltur og var skilinn eftir í
Kaimanstungu daginn eftir, þegar
flokkurinn reið af stað inn á Arn-
arvatnsheiði með Strút og Eiríks-
jökul og síðan Langjökul á hægri
hönd en Norðlingafljót á vinstri
hönd. Reiðleiðin milli Fljótsins og
Hallmundarhrauns er þar stund-
um yfir hrauntögl. Eiríksgnípan
blasir við norðan í Eiriksjökli, þar
sem höggvinn var undan Eiríki
útilegumanni fóturinn, en hann
komst samt undan á handahlaup-
um.
Útsýni tii fjalla þann dag og
hinn næsta var dýrlegt. Jöklarnir
áberandi hið næsta, Langijökull,
Eiríksjökull og Okið taka yfir 115
gráður við Arnarvatn, segir Þor-
steinn á Húsafelli i Árbók
Ferðafél agsins. I vestri má sjá
yfir héruð til Tröllakirkju á
Holtavörðuheiði, Baulu og jafnvel
Hafnarfjalls og Skarðsheiðar. í
austri Strútur, í norðri Víðidals-
fjöll og Vatnsdalsfjöll, þangað
sem för okkar er heitið.
Skógarhólar undir Ármanns-
felli á Þingvöllum eru nú orðið
góður fyrsti áfangi fyrir þá, sem
ríða vilja af höfuðborgarsvæðinu
fram hjá Tröllafossi, Stardal og
Stíflisdal, eftir að lagfærð var
fyrir eitthvert landsmótið leiðin
yfir keldurnar andstyggilegu fyrir
neðan Fellsenda, þar sem alltaf lá
í. I Skógarhólum eru heldar hesta-
girðingar, sem þó þarf að ganga
með áður en hestum er sleppt.
Gallinn er þó sá, að þar er hvergi
vatn að hafa fyrir menn og hesta
milli landsmóta. Þótt brynnt væri
í síðasta læk áður en komið var á
staðinn, var hrossahópurinn að
morgni ekki í rónni fyrr en komið
var inn yfir Bolabás norður fyrir
Hofmannaflöt, upp fyrir Meyjar-
sæti og að Sandkluftavatni. Ekk-
ert vatn er fyrr að hafa, og rákust
hross ilia, því ekki stóðust allir
freistinguna að skjótast yfir í
þurran lækjarfarveg og gá. Kom
þó ekki verulega að sök í þetta
sinn, því mikil dögg var á um nótt-
ina og því vökvun fyrir grasbíta,
en fólk hafði bíl til að sækja í vatn
í morgunkaffið. En meðan liðið
hafði sótt hross sín, skoðað undir
skeifur fyrir ferðina og lagt á,
höfðu ókunnir dekurhestar nokkr-
ir komist í nestispakka dagsins,
sem ófarnir voru í hnakktöskurn-
ar, og hámað í sig smurt brauð eða
dreift því, svo ekki var ætt fyrir
aðra en hundinn Snæja. En sá sið-
prúði hundur hefði aldrei látið sér
detta í hug að eta krásir óboðinn.
En Snæi ti'ítlaði með í sex daga
norður í Skagafjörð, nema hvað
hann fékk sér spöl og spöl hvíld á
hnakknefi húsbænda sinna þegar
þófar voru sárir orðnir.
I þúsund ár hefur Kaldidalur
verið fjölfarin leið ríðandi fólki,
fyrstu aldirnar á leið til þings eða
frá því. Vegur hefur ekki alltaf
verið jafn greiðfær sem nú, þegar
Vegagerðin hafði í júlíbyrjun ný-
opnað þennan sumarfjallveg og
heflað hann þægilega mjúkan
undir hófa. En nyrst á Kaldadal er
sem kunnugt er hið fræga Skúla-
skeið úr ljóði Gríms Thomsens,
þar sem afburðaskepnan Sörli
barg húsbónda sínum með hraðri
yfirferð á stórgrýttri urðinni á
Langahrygg, er „þeir eltu hann á
átta hófa hreinum". Þótt ekki væri
mikil fjallasýn þennan dag, voru
Botnsúlurnar annars vegar og
ekki síst fjallið Skjaldbreiður til
yndisauka:
Beint er í norður fjallið fríða,
fákur eykur hófa.skell.
Sér á leiti Lambahlíða
litlu sunnar llloðufell.
En varla sáum við Hlöðufell,
sem í ár var einsog Skjaldbreiður
með óvenju miklum fönnum þessa
fyrstu viku í júlí, fyrr en komið
var norður fyrir. Bendir kvæðið til
þess að Jónas Hallgrímsson hafi
verið sunnan við Skjaldbreið er
hann orti kvæðið, þótt sagt sé að
hann hafi verið í Brunnum, þar
sem jafnan er áningarstaður
þeirra sem um Kaldadal fara.
En svalt var á Kaldadal þegar
Fremur regn en flugur
í áningarstað í Vopnalág,
skeifumyndaðri langri skjólgóðri
I
Hópurinn við húsið góða á Hofi í Vatnsdal áður en lagt er upp: Jónas bílstjóri, Björn Guðmundsson, Birgir
Þorgilsson, Gísli B. Björnsson, Sigrún Birgisdóttir, Ásdís Haraldsdóttir, Árni Pálmason, Haraldur Sveinsson. Framan
við sitja Anna Fjóla og Elfa Gísladætur og hundurinn Sn*i. E.Pá. tók myndina.