Morgunblaðið - 08.08.1982, Page 32

Morgunblaðið - 08.08.1982, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 + Lltför eiginmanns míns, GUOMUNDAR MATTHfASSONAR frá Grímsey, fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 9. ágúst kl. 13.30. Helga Jónsdóttir. Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, MAGNÚS GUÐMUNDSSON, Lauganesvegi 86, fyrrum bóndi aó irafelli, Kjós, veröur jarösunginn aö Lágafellskirkju þriöjudaginn 10. ágúst kl. 14 00 Þeim, sem vildu minnast hans, líknarstofnanir. er bent á Hjálparsveit skáta eöa Kristín Jónsdóttir, börn, tengdasynir og barnabörn. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ARINBJÖRN ÞORKELSSON, húsasmiöameistari, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 10. ágúst kl. 15.00. Pálína Arinbjarnardóttir, Þórir Arinbjarnarson, Hólmfríóur Jónsdóttir, Ágústa Friöriksdóttir, Hallgrimur Jónasson, Arinbjörn Frióriksson, Þórunn Friöriksdóttir, Friörik Þorsteinsson, Ingi Lúóvik Þórisson, Edda Þóra Þórisdóttir, Ágúst Björn Þórisson, Margrét Andrésdóttir, og barnabörn. + JÓHANNES CARL KLEIN, kaupmaóur, Baldursgötu 14, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 10. ágúst kl. 13.30. Carl Klein, Hulda Klein, Jens Klein, Kristjén Kristjénsson. + innílegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KATRÍNAR HELGADÓTTUR, Víóimel 19. Signý Egilsdóttir, Friðrik Marteinsson, Guðrún Egilsdóttir, Guömundur Daníelsson, Jórunn Egilsdóttir, Ingiberg Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og jaröarfarar HALLDÓRS ÞORLEIFSSONAR, Rauóalæk 24. Steinþóra Jónsdóttir, Óöinn Halldórsson, Sigríóur Emilsdóttir, Erla Emilsdóttir, Guórún Emilsdóttir. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför HELGA LARSSONAR fré Útstekk í Helgustaóarhreppi Börn, systkini og aðrir aóstandendur. + Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vinarhug meö blómum, minningargjöfum og ómældri aöstoö vegna andláts og útfarar BJÖRNS MAGNÚSSONAR, SVANHVÍTAR GUNNARSDÓTTUR, MARGRÉTAR AUÐAR BJÖRNSDÓTTUR og AXELS MAGNÚSAR BJÖRNSSONAR. Fyrir hönd vandamanna, Gunnar Björnsson, Kristín Björnsdóttir. Minning: Guömundur Matthías- son tónlistarkennari Kæddur 26. rebrúar 1909 I)áinn 17. júlí 1982 Guðmundur Matthíasson er all- ur. Hann andaðist að Vífilsstöðum hinn 17. júlí, þegar sumarið brosir hvað blíðast. En dauðinn spyr ei um árstíð, aldur eða annað. Ég reyni að skrifa minningarorð um Guðmund, því að kynni okkar urðu allnokkur. Hann var kennari minn í 4 vetur í Kennaraskólanum og kunningi alla tíð síðan. Ég held að engum hafi verið í nöp við Guð- mund. Hann átti það skap sem engin styrjöld fylgdi og græsku- laust gaman var honum tamt. Fyndinn og fjörugur, einkum í fámennum hópi eða undir fjögur augu. Þannig minnist ég hans. Guðmundur Eggert hét hann fullu nafni. Hann fæddist í Gríms- ey, nánar tiltekið að Miðgörðum, en þar var þá faðir hans prestur, Matthías Eggertsson Jochumsson- ar, barnakennara og sýsluskrifara á ísafirði, Magnússonar. Eggert var albróðire þjóðskáldsins frá Skógum í Þorskafirði. Móðir Guð- mundar var Guðný Guðmunds- dóttir. Þau hjón bjuggu yfir fjóra áratugi í Grímsey, sem þá var og lengi síðan afskekktasti staður þessa lands, unnu merkilegt starf og verður lengi minnst ineð þakk- læti og virðingu af eyjarbúum. Þau hjón eignuðust mörg börn, og var Guðmundur með þeim yngri. Matthías og Guðný urðu öldruð og létust með stuttu millibili, en þá var hann orðinn níræður, en hún lést á 77. afmælisdegi sínum, hinn 29. apríl 1956. Er sjaldgæft að fólk deyi á afmæli sínu. Guðmundur var til mennta sett- ur. Hann var skarpur námsmaður, sem best sést á því að hann tók stúdentspróf ári síðar en gagn- fræðapróf. Sagði hann mér raun- ar, að strangt hefði verið að ganga upp í námsefni nokkurra bekkja sama vorið. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1934. Þá var hann orðinn 25 ára. Þætti nokkuð seint nú, þegar allt gengur sem á færi- bandi, en þá var nokkuð öðru máli að gegna. Hagur fólks var þröngur um þetta leyti — á kreppuárunum — og erfiðleikum bundið að kosta börn til mennta. Á þessum erfiðu tímum komust ekki aðrir í skóla en þeir, sem áttu sterka að eða gátu unnið fyrir námskostnaði sinum. Ekki voru lánin eða styrk- irnir. Sigursæll er þó löngum góð- ur vilji. Guðmundur hélt til Þýskalands fljótlega að loknu prófi frá Akureyrarskóla og lagði stund á tónvísindi við háskólana í Hamborg og Köln. Var þar fram að stríði og var langt kominn með nám sem dugað hefði til dokt- orsprófs, en hvarf þá hann heim til gamla ættlandsins. Áður hafði Guðmundur stundað nám í píanó- leik og tónfræði í Leipzig og Berl- ín, eða á árunum upp úr tvítugu. Sést af þessari upptalningu að hann var vel menntaður tónlistar- maður. Og þýskumaður var hann framúrskarandi. Hann var lengi prófdómari við stúdentspróf í þýsku í MR. Af langri dvöl í Þýskalandi öðlaðist hann mikla kunnáttu í hinni göfugu og sterku tungu Goethes og Schillers, mátti víst segja að honum væri þýskan jafn töm og móðurmálið. Minnist ég leiðbeininga hans í þessari grein, þegar ég var að brjótast í því utan skóla á miðjum aldri að taka stúde_ntspróf við MR, hina gömlu og virðulegu menntastofn- un, arftaka Skálholts-, Hólavalla- og Bessastaðaskóla. Er ég ævin- lega þakklátur Guðmundi fyrir þessa aðstoð. Hann leiðrétti hundruð þýskra stíla fyrir mig, æfði mig í tugum endursagna og las með mér mikið lesefni. Og allt gerði hann þetta endurgjaldslaust. Ég mun hafa bundið fáeinar bæk- ur fyrir hann, sem ég bauð honum, og hann var mér þakklátur fyrir. Ég var víst eina þrjá daga á heim- ili þeirra hjóna, Guðmundar og Helgu Jónsdóttur. Bæði sýndu þau mér sanna umhyggju. Þá bjuggu þau í húsi nokkru i Kópavogi, sem nú er löngu horfið, stóð þar sem nú er gjáin mikla og allir kannast við. Nábýlið var gott. í næsta húsi bjuggu sr. Gunnar Árnason og Sigríður Stefánsdóttir frá Auð- kúlu. Guðmundur var lengi organ- isti við Kópavogskirkju. Var að heyra á Guðmundi að samvinna þeirra prestsins og hans hafi verið mjög góð. Og ekki aðeins það, heldur gróin vinátta á báðar hlið- ar. En hverfum að öðru. Guðmund- ur varð tónlistarkennari við Kennaraskóla íslands strax við heimkomuna frá Þýskalandi, haustið sem Hitler hleypti af stað mesta hildarleik veraldarsögunn- ar. Honum leist ekki á að dvelja mikið lengur i þriðja ríkinu. Kennaraskólinn varð aðalstarfs- vettvangur Guðmundar. Hann hætti störfum þar nokkru fyrir sjötugsaldur, enda var heilsan tekin að gefa sig, svo og þrekið. Hann var ekki heilsuhraustur maður. Um kennslu hans get ég verið fáorður. Hann vildi gera vel, en því miður voru nemendur frem- ur áhugalitlir við tónlistarnámið, þar á meðal ég. Ég held að Guð- mundur hefði notið sín best sem prófessor í tónlistarfræðum, því að hann hafði alla burði til þess, hálærður í sinni grein, þó hann lyki ekki lokaprófi. t kennaraskóla kemur margt fólk með aligóðar al- mennar gáfur, en fágætt mun að tóngáfa sé þar framúrskarandi. Það hefur því miður orðið hlut- skipti frábærra tónlistarmanna að þurfa að troða músík í þá, sem hvorki hafa til þess áhuga né getu. Auk þess að kenna tónfræði og láta nemendur syngja, kenndi Guðmundur á harmóníum. Skól- inn átti nokkur ferðaharmóníum, sem nemendur fengu lánuð. Mun ég hafa haft eitt slíkt að láni. Auk þessa kenndi Guðmundur þýsku í skólanum, eftir að nám í þeirri grein var tekið upp. En það var eftir mína tíð. Þetta sýnist ærið verkefni. En auk framanritaðs kenndi Guðmundur um skeið tón- listarsögu í Tónlistarskólanum. Hann kenndi guðfræðinemum og organleikurum utan af landi organleik 1944—48. Guðmundur kenndi þýsku í Námsflokkum Reykjavíkur um árabil. Hann var í stjórn Fél. ísl. tónlistarmanna, þar af formaður í tvö ár og flutti nokkur erindi um tónlist og tón- listarmenn í útvarp. Sögumaður var Guðmundur góður, en tónlist- arsaga var sérgrein hans. Auk þeirra greina tónlistar, sem Guð- mundur stundaði í Þýskalandi í tveimur áföngum, lagði hann þar stund á frönsku og uppeldisfræði. Upphaf tónlistarnáms Guðmund- ar, fyrir utan föðurhús, var hjá dr. Páli ísólfssyni. Mátti segja, að tónlistin væri bæði áhugamál hans og lifsstarf. Hið síðarnefnda hefur sjálfsagt ekki veitt slíka lífsfyllingu og hið fyrrtalda. En það er nú einu sinni þannig, að annað er að hafa eitthvað að áhugamáli en að brauðstriti. Guðmundur var hamingjumað- ur í einkalífi. Hann kvæntist 30. október 1943 Helgu kennara Jónsdóttur frá Möðruvöllum í Hörgárdal. Hún er stúdent frá MA 1940 og lauk kennaraprófi frá KÍ ári síðar. Eignuðust þau fjórar dætur. Eru þær María, Guðný, konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, Rannveig og Björg. Allar hafa þær öðlast góða mennt- un, en þau hjón voru mjög áhuga- söm um að dætur þeirra gætu komist til þess þroska sem auðið væri. Heimili þeirra var menning- arheimili. Ekki ætla ég mér þá dul, að eng- ir aðrir en ég skrifi eftir Guðmund vin minn Matthíasson. Ég hef hér að framan dregið fram þá þætti sem blasa fyrst og fremst við mér. Mér er efst í huga þakklæti, er Guðmundur er horfinn frá okkur. Minningarnar lifa í huga mínum og allra sem honum kynntust. Þær eru allar bjartar. Og sá er gæfu- maður sem þann vitnisburð fær við leiðarlokin. Með innilegum samúðarkveðj- um til aðstandenda Guðmundar Matthíassonar. Auðunn Bragi Sveinsson Á morgun, mánudaginn 9. ág- úst, fer fram frá Kópavogskirkju, útför Guðmundar Eggerts Matthí- assonar, sem um langt skeið var organisti kirkjunnar. Hefst at- höfnin kl. 13.30 e.h. Guðmundur var fæddur í Grímsey á Eyjafirði 26. febrúar 1909, en andaðist 17. júlí sl. Foreldrar hans voru merkis- hjónin Guðný Guðmundsdóttir og séra Matthías Eggertsson, er þjónaði Grímseyjarprestakalli um langt skeið. Var séra Matthías ekki aðeins mikilsmetinn sálu- sorgari, heldur einnig veraldlegur fræðari þeirra eyjarskeggja, því hann átti gott og fjölskrúðugt bókasafn sem öllum stóð opið, er þangað vildu leita sér fróðleiks. Guðmundur ólst upp í foreldra- húsum, í fjórtán systkina hópi. Áhugi hans fyrir tónlist kom snemma í ljós. Mun hann fyrst hafa notið tilsagnar föður síns, en síðar stundaði hann tónlistar- fræðslu á Akureyri, jafnframt gagnfræðanámi, en gat ekki lokið prófi vegna veikinda. Þrátt fyrir ýmsa örðugleika, sigldi Guðmundur til Þýzkalands, til frekara tónlistarnáms, og lagði einkum stund á píanóleik og tón- listarsögu. En þá kom í ljós, að hann gat ekki tekið fullgilt próf í þessum greinum, nema að hafa stúd- entspróf. Brá hann sér þá heim til íslands, tók gagnfræðapróf og stúdentspróf árið eftir, eða 1934. Sýnir þetta að Guðmundur hefur verið góðum gáfum gæddur og skarpur námsmaður. Enn á ný liggur leið hans til Þýzkalands, þar sem hann dvaldi við nám í sex ár, en kom jafnan heim á sumrum, til að afla sér námsfjár. Á þessum árum var þröngur kostur hjá mörgum námsmannin- um erlendis, og kvað svo rammt að hjá sumum, að þeir liðu nauð. Voru þá stundum notaðir aurar þeir er átti að kaupa mat fyrir, til þess að komast á tónleika. Tuttugu og sjö ára gamall véikt- ist Guðmundur af berklum, en náði sér þó furðu vel, þótt sjúk- dómur þessi yrði þess valdandi að hann gekk sjaldan heill til skógar. Árið 1939 hlaut Guðmundur þýzkan styrk, og stefndi að því að taka doktorspróf í tónlistarfræð- um. En um þetta leyti voru blikur á lofti í Evrópu, og horfði ófrið- vænlega. Brá Guðmundur á það ráð að hverfa heim til íslands að sinni og komst til Kaupmanna- hafnar, rétt áður en Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Heim komst Guðmundur heilu og höldnu, og gerðist kennari við Kennaraskólann, aðallega í þýzku. Stundaði hann þá kennslu í mörg ár, auk þess sem hann var próf- dómari í því máli í ýmsum skólum. Þegar Kópavogssöfnuður var stofnaður árið 1952, var Guð- mundur ráðinn organisti og söng- stjóri safnaðarins. Kirkja var þá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.