Morgunblaðið - 08.08.1982, Page 33

Morgunblaðið - 08.08.1982, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 33 engin, en messur fóru fram í Kópavogsskóla. Kom það í hlut Guðmundar að stofna kór, til að syngja við messur. í upphafi var- kórinn að sjálfsögðu ekki fjöl- mennur, enda Kópavogur þá smærri í sniðum en nú. Þó munu hafa verið 8—12 manns í kórnum fyrstu árin. Guðmundur æfði og stjórnaði kórnum meðan heilsa leyfði. Hafði hann marga kosti til að bera, auk staðgóðrar þekkingar. Hann var ljúfur í viðmóti, og aflaði sér vin- áttu meðal kórfólksins, því undir alvarlegu yfirbragði leyndist græskulaus glettni og gamansemi í orðum. Þessa kosti Guðmundar reyndi kórfólkið að endurgjalda með því að gera sitt bezta. En söngstjórinn kunni þá list að stilla kröfum sín- um í hóf, vitandi það að kórinn var fámennur og sumt af söngfólkinu lítt þjálfað. En með lipurð og lagni tókst söngstjóranum oft að ná ótrúlega góðum árangri. Þegar Kópavogskirkja reis svo af grunni, kom það í hlut söng- stjórans, að velja orgel erlendis í hið nýbyggða guðshús, og aðstoða síðan sérfræðing við uppsetningu þess, sem var ærið verk. Árið 1943 kvæntist Guðmundur dugmikilli og glæsilegri konu, Helgu Jónsdóttur frá Möðruvöll- um í Hörgárdal, sem lifir mann sinn. Tók hún mikinn þátt í störf- um manns síns, söng í kórnum og var formaður hans í mörg ár. Með- an messað var í Kópavogsskóla, mátti segja að hús þeirra hjóna við Digranesveg væri annað heim- ili kórsins, því þar fóru alla jafnan æfingar fram, og kórnum veittar rausnarlegar veitingar, svo hver æfing var raunar tilhlökkunar- efni. Guðmundur og Helga eignuðust fjórar dætur: Maríu, tónlistar- kennara og hjúkrunarfræðing, bú- setta í Noregi; Guðnýju, fiðluleik- ara og konsertmeistara Sinfóníu- hljómsveitar íslands; Rannveigu, félagsráðgjafa á ísafirði, og Björgu, snyrtifræðing á Patreks- firði. Kópavogskaupstaður á Guð- mundi Eggert Matthíassyni mikið að þakka, þótt ekki sé annað nefnt en brautryðjandastarf hans í kirkjusöngsmálum bæjarins. Við, sem sungið höfum með honum frá stofnun kirkjukórsins, eða kynnst honum skemur, minnumst hans með virðingu og þakklæti og send- um konu hans, dætrum, tengda- sonum og barnabörnum okkar hjartanlegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hins látna iistamanns. Egill Bjarnason „Mig langar til að sofna", voru síðustu orðin sem Guðmundur Matthíasson frændi minn sagði, áður en hann lokaði augunum í hinsta sinn. Mér er það í barnsminni þegar Grímseyjarbáturinn kom á vorin til Akureyrar. Síra Matthías Egg- ertsson kom þá ævinlega með hon- um með konu sína, Guðnýju Guð- mundsdóttur, og eitthvað af barnahópnum með sér. Afi minn, síra Matthías Joch- umsson, var þá jafnan kominn niður á bryggju með opinn faðm- inn til að taka á móti uppeldissyni sínum, sem var kominn til lands eftir langan og strangan vetur, ásamt skylduliði sínu, færandi fugl og egg. Það var ekki útkjálka- bragur á frænda okkar, Grímseyj- arprestinum, heldur var hann gæddur einhverjum ómeðvituðum glæsibrag, kíminn og þó dálítið utan við sig. Eg man fyrst eftir Guðmundi Matthíassyni þegar hann kom með hópnum upp brekkuna að Sig- urhæðum. En allt þetta fólk átti að gista hjá okkur, hjá afa og ömmu. Guðmundur, eða Mummi eins og hann var kallaður, kom með líf og glens, grín og alls konar uppátæki, svo okkur þótti hann af- ar skemmtilegur. Spaugsamur var hann, og með góðlátlegri fyndni sinni sór hann sig í ættina. En eitt var það í fari Guðmundar sem ég var hrifnust af. Það var að hann gat leikið hvaða lag sem var af fingrum fram á píanóið, eins og faðir hans. Þetta gerði hann að töframanni í augum okkar systr- anna. Seinna kynntist ég Guðmundi nánar, þegar við vorum bæði við tónlistarnám í Berlín. Hann var þá kominn út í hina miklu tónlist- arborg, óreyndur og félítill, eins og við vorum flest í þá daga. En þó ekki væri alltaf nóg að bíta og brenna var ekki kvartað, meðan gnægð var af hinni andlegu fæðu, sem var tónlist meistaranna í flutningi manna eins og Edwin Fischers, Arthur Schnabels og Bruno Walters. Einhvern veginn tókst alltaf að ná í miða á kons- erta. Guðmundur þurfti að gera hlé á námi sínu í Þýskalandi vegna fjár- skorts, hvarf því heim um skeið og settist í Menntaskólann á Akur- eyri. Þar lauk hann gagnfræða- og stúdentsprófi á hálfu öðru ári, og þótti kennurum hans það vel af sér vikið. Guðmundur flutti með sér tónlistarmenningu og áhuga í skólalífið nyrðra. Hann kom smá- hljómsveit á laggirnar með músík- ölskum skólafélögum sínum, sem sumir urðu eins og fóstbræður hans ævilangt. Þessi litla hljóm- sveit varð afar vinsæl í skólanum. Minning: Kristín Þóra Hermannsdóttir Fædd 20. ágúst 1970. Dáin 26. júlí 1982. Þriðjudaginn 3. ágúst var til moldar borin frá Keflavíkurkirkju ung frænka mín, Kristín Þóra Hermannsdóttir, dóttir hjónanna Ingibjargar Magnúsdóttur og Hermanns Níelssonar, Birkiteig 8, Keflavík. Kristín var yngst 4 barna þeirra hjóna og var aðeins tæplega 12 ára þegar hún lést. Þegar sest er niður til að minn- ast aðeins 11 ára stúlku er ekki hægt að telja upp afrek sem geym- ast munu á spjöldum sögunnar, heldur hlýjar minningar sem geymast í hugum okkar ættingja hennar og allra þeirra sem hana þekktu. Mín fyrsta minning er um litla hnátu með stór augu og fal- legt andlit, brosmild og fjörug og var ekki séð annað, en allt væri með felldu með heilsu hennar, en svo var þó ekki. Kristín var frá fæðingu með hjartagalla sem ágerðist með árunum og árið 1978 var þess freistað að leita henni lækninga á þessum hjartagalla á Bromtonsjúkrahúsinu í London. Aðgerð þessi var mikil og tvísýn, batinn kom seint og dvaldist hún rúman mánuð ásamt foreldrum sínum ytra og naut allan tímann frábærrar umönnunar starfsfólks sjúkrahússins, og síðast en ekki síst nutu þau frábærrar aðstoðar þeirra hjóna Önnu og Jemmy Cronin. Sú aðstoð öll er hér þökk- uð af fjölskyldunni allri. Eftir heimkomuna dvaldist Kristín á Barnadeild Hringsins, en rétt fyrir jól sama ár reyndist aftur nauðsynlegt að halda utan. En aftur komst hún heim og allir voru vongóðir, því nú var greini- legur bati og fór henni vel fram. Kristín gat stundað skóla og eng- inn sem ekki vissi af þessum kvilla gat greint að ekki væri allt með felldu. En nú í sumar dró af henni og var hún lögð á ný inn á Barna- deild Hringsins. En nú var ekki í mannlegu valdi að bjarga litlu stúlkunni okkar. Fjölskyldan flyt- ur starfsfólki Barnadeildarinnar Ekki síst hjá Sigurði Guðmunds- syni, velunnara Guðmundar, sem kunni vel að meta hið nokkuð sér- stæða gáfnafar þessa listræna nemanda síns. Guðmundur var mikill tungu- málamaður, hafði óvenjugott eyra fyrir framburði. Hann kunni og talaði þýsku framúrskarandi vel og lagði sig einnig fram um frönsku. Á því fagra máli vaknaði áhugi hans í heimahúsum í Grímsey, því síra Matthías, faðir hans, hafði fyrst lært þá tungu þegar hann var strákur í Reykja- vík og vandi komur sínar út í franskar duggur og nam málið af sjómönnunum, svo hann þurfti lít- ið fyrir frönskunáminu að hafa í menntaskóla. Síra Matthías hélt frönskunni við í fásinninu í Grímsey með því að lesa franskar bókmenntir og hafði þannig áhrif á fleiri en eitt af börnum sínum til áhuga á franskri tungu. Guðmundi tókst að komast aft- ur til Þýskalands, þá til Ham- borgar, og lagði stund á tónlistar- fræði. Heim kom hann alkominn árið 1939 og gerðist tónmennta- og þýskukennari við Kennaraskóla Islands. Einnig kenndi hann við Tónlistarskólann, og síðar varð hann líka organisti við Kópa- vogskirkju. Nokkrum árum eftir heimkom- una kvæntist Guðmundur eftirlif- andi konu sinni, Helgu Jónsdóttur, sem komin er af norðlensku gáfu- og hæfileikafólki. Dætur þeirra eru fjórar. Tvær þær eldri hafa gert tónlistina að ævistarfi sínu. Sú elsta, María, er tónlistarkenn- ari í Noregi, Guðný fiðluleikari, konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar Islands, sú þriðja, Rann- veig, félagsmálafulltrúi á Isafirði, og Björg, sú yngsta, er snyrtifræð- ingur, búsett á Patreksfirði. Barnabörnin 5 voru yndi og eftir- læti afa síns, og fóru þau Helga eins oft vestur og þau gátu til að vera samvistum við þau. Á námsárum sínum í Þýska- landi tók Guðmundur sjúkdóm sem bagaði hann alla ævi, brjóst- veiki, lungnaberkla. Síðustu árin var honum brugðið og þurfti oft að dvelja á Vífilsstöðum sárþjáður. En þegar af honum bráði var lundin létt sem áður, og hin græskulausa fyndni brást honum aldrei. Þau Helga voru mjög samrýnd, höfðu sömu áhugamál, tónlist og bókmenntir, og ferðalög hér áður fyrr. Engan mann þekkti ég sem hafði hljóðlátari og einlægari ást á tónlist en Guðmundur. Hann lét sig aldrei vanta á tónleika ef eitthvað gott var á boðstólum, jafnvel ekki eftir að hann var orð- inn veikur maður. Aldrei hafði bestu þakkir fyrir góða umönnun og hlýhug fyrr og nú. Blessun fylgi starfi ykkar. Elsku Inga, Hermann, Stein- gerður, Níels, Hrefna og Björgvin litli, sorg ykkar er mikil en við skulum muna að öll él birtir upp um síðir og góðar minningar geymast en gleymast ei. Ég bið algóðan Guð að halda sinni al- máttugu verndarhendi yfir ykkur öllum. Blessuð sé minning Kristínar Þóru. Hanna Guðmundur gífuryrði um tónlist eða flytjendur hennar, því hann hafði hinn sanna „músíkkúltúr" í hjartanu. Á listahátíðinni í sumar sóttu Guðmundur og Helga alla tónleika sem þau komust yfir. En skömmu síðar kvaddi Guðmundur okkar tilverusvið. Eitt sinn var sagt: „í húsi föður míns eru margar vistarverur." Svo segir mér hugur um, að Guðmundi Matthíassyni sé nú búinn staður þar sem tónlistin er fegurst. Nú er sár harmur kveðinn að Helgu sem hefur misst sinn góða og trygga lífsförunaut. En hennar einlæga trú mun bera hana uppi á vængjum sínum. Fjölskyldu Guðmundar votta ég mína dýpstu samúð. Guðrún Þorsteinsdóttir Guðmundur Matthíasson orgel- leikari er látinn. Hann var einn geðugasti maður, sem ég hef kynnzt, sérstakt ljúfmenni. Ég sá hann fyrst norður á Akureyri fyrir um 40 árum, en kynntist honum síðar hér syðra að nokkru ráði um 20 árum seinna. Þegar fundum okkar bar þá saman, óskaði hann eftir, að ég svaraði fyrirspurnum hans í tón- listartímum hans í Ríkisútvarp- inu, sem hann hafði þá tekið að sér. Ég tók því í fyrstu heldur fjarri, þóttist til þess lítt fær. Ég lét til leiðast, enda gazt mér vel að manninum. Fyrirspurnir hans voru líka svo einfaldar, að hann vildi einungis fá fram grundvall- aratriði tónlistarinnar. Síðan bar fundum okkar nokkr- um sinnum saman á tónleikum í Háskólabíói, og fór hið bezta á með okkur. Gladdist ég ávallt við samfundi okkar, enda voru þeir uppörvandi gleðigjafar fyrir mig, og fór ég alltaf glaðari heim eftir þessa fundi. Sakir fákænsku minnar í tón- list, er mér ekki auðið að gera grein fyrir kunnáttu Guðmundar í list hans, en mikið yndi var mér jafnan að hitta Guðmund bæði fyrr og síðar og ræða það, sem gladdi mig. Það var sem jafnan opnuðust einhverjir hulduheimar við að hafa tal af honum um mús- ík. Ég fór jafnan ríkari heim. Af þessu sést, að mér er söknuð- ur að brottför Guðmundar af þessu tilverustigi, og mér er sökn- uður að brottför hans úr þessum heimi. Ég kveð Guðmund með þökk fyrir góð kynni. Þóroddur Guðmundsson Sigurður Þorsteins- son —Minningarorð Fsddur 8. júní 1886 Dáinn 1. ágúst 1982 Ef við spyrðum þig, lesandi góð- ur, þeirrar spurningar, hvað þú gæfir mikið fyrir vél sem gengi í níutíu og sex ár? Ef við segðum þér einnig að hún gekk ekki fyrir bensíni, né var smurð með olíu og enn síður kæld niður með vatni. Ef við segðum þér jafnframt að við erum að tala um hjarta manns, hjarta sem gekk fyrir jákvæðum tilfinningum og manngæsku. Vild- ir þú gefa slíkum manni með því- líkt hjarta ást þína og virðingu? Svar þitt yrði örugglega játandi. Ef við legðum svo fyrir þig aðra spurningu. Ef þú hefðir mann í vinnu sem notaði krafta sína, viljastyrk og vitsmuni við það starf sem hann innti af hendi hverju sinni. Hann innti það jafn- vel svo vel af hendi, að þú færir að velta fyrir þér hvort það væru ekki fleiri tímar en þessir tuttugu og fjórir sem þú veist um. Þú réðir væntanlega slíkan mann í vinnu til æviloka? Svar þitt yrði enn á ný játandi. Ef þú vissir það jafn- framt að þessi maður ætti sér fleiri jafningja en flestir aðrir sem þú þekktir. Þú værir kominn á þá skoðun að slíkur maður væri perla. Þú værir jafnframt sann- færður um að þennan mann væri gott að eiga að ef þú ættir í erfið- leikum eða þá við lausn verkefnis sem væri ofvaxið þínum skilningi. Á þessari stundu erum við að kveðja mann sem bjó yfir öllum þessum mannkostum. Manneskju sem nú hefur lokið hlutverki sínu. Við viljum með þessum orðum kveðja afa okkar og votta ömmu okkar, Elínu Grímsdóttur, okkar dýpstu samúð. Kristbjörg J. Þorsteinsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Erlingur Þorsteinsson, Þorsteinn G. Þorsteinsson. Túnþökur Höfum til sölu góðar vélskornar túnþökur. Fljót af- greiðsla. Landvinnslan sf., sími 78155 á daginn, kvöld og helg- arsímar 45868 — 17216. Geymiö auglýsinguna. Utsala — Utsala Stórkostleg verölækkun. Glugginn, Laugavegi 49.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.