Morgunblaðið - 08.08.1982, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 08.08.1982, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 35 l>e8HÍ þverskurður er af flaki „Mary Rose“, sem kafarar fundu á 15 metra djpi. Skipið var stolt enska herskipa flotans. Það hafði að jafnaði 415 manna áhöfn. Á því voru 91 fallbyssa og það var 700 tonn að st*rð. Þessi skipsfundur segir mikla sögu um lífsvenjur manna á Tudor- timanum. í eldaklefanum, sem var úr múrsteinum og á neðsta þilfari skipsins, fannst máltið sú, sem ætluð var áhöfninni fyrir 400 árum — fiskur og baunir. A '*þilfari skipsins er að finna ásUeðuna fyrir því, hve „Mary Rose“ var öflugt herskip en 1 sjóskip. Skipið var sennilega fyrsta skip sinnar tegundar, sem smíðað var sem fullbúið 'nig ekki bara fallbyssur á efsta þilfari heldur einnig á miðþilfari. Á hliðum skipsins var að jafnaði var lokað fyrir, en opnað, þegar skipið lagði til orrustu og skotið skyldi úr völdum hvassviðris, að sjór náði að streyma inn um þessi op, er skipið sökk í júlí fljótt í sundur, þegar hann kæmist í snertingu við and- rúmsloftið. — Við verðum að koma skipinu strax í umhverfi sem líkist því sem það hefur búið við í 400 ár, segir Margaret Rule. — Þannig verður að halda viðnum í „Mary Rose“ blautum. Úr því að ekki verður unnt að koma í veg fyrir, að skips- skrokkurinn komist í snertingu við andrúmsloftið, verður að bera á hann sérstök efni til þess að koma í veg fyrir, að mygla og fúasveppir setjist á viðinn. Á þennan hátt verður skipið þurrkað smám saman á löngum tíma, ef til vill allt að 30 árum. I stað sjávarvatnsins, sem á eftir að fara úr því, verður að setja önnur efni. Fyrst verða allir þeir hlutar skipsins, sem eru úr viði, mettaðir með sér- stöku efni (polyethylenglykol) og síðan frystir í frystiklefa og loks komið fyrir í lofttæmdri geymslu, þar sem sjávarvatn það, sem síazt hefur inn í viði skipsins á fjórum öldum, getur gufað upp. Björgun „Mary Rose“ hefur kallað að hundruð kafara úr öllum heimshornum og hafa þeir farið meira en 25.000 köf- unarferðir niður í skipið. Mikið af leir hefur verið fjarlægt úr skipinu eða sem nemur 200 bíl- förmum. En fara verður var- lega og haft er eftir John Brannam höfuðsmanni, sem stjórnar hópi kafara úr hernum við björgun skipsins: — Þarna niðri er skipsskrokkur, sem er ekki sterkari en eggskurn og verður því að flytja burt með ýtrustu varúð. En það er ekki eftir neinu að bíða varðandi björgun „Mary Rose“. Eftir að búið er að losa skipið við allan leir og sand, er það ofurselt sjávarstraumnum, ef ekki er strax hafizt handa. — Því fyrr sem við komum skip- inu á öruggan stað, því betra, eru orð Wendels Lewis, yfir- manns björgunaraðgerðanna. Það er líka nógu miklum erf- iðleikum háð að koma skipinu upp á yfirborðið. Byrjað verður með því að sökkva ferhyrndum stálramma yfir skipið. Síðan verða innviðir þess styrktir með grind, sem tengd er stál- rammanum að utan á þann hátt, að skipið á ekki að geta brotnað. Undir kili skipsins munu kafarar koma fyrir breiðu nylonbelti, sem ætlað er að bera mestan þunga skipsins, er því verður lyft upp. Með „Sleipni", risavöxnum sjókrana, sem notaður var þegar fyrir 20 árum til þess að draga á land í Stokkhólmi flak sænska her- skipsins „Wasa“, verður flakinu af „Mary Rose“ lyft alveg upp undir yfirborð sjávar. Þar verð- ur skrokkur skipsins settur í stórt stálhulstur, sem fellur al- veg að honum og þannig verður skipið dregið í þurrkví í Portsmouth, þar sem unnt verður að byrja á aðgerðum til varðveizlu á skipinu. Síðan er þess að vænta að einn góðan veðurdag, þó að mörg ár séu þangað til, þá verði unnt að sýna „Mary Rose“ og alla dýr- mætu muni og minjar, sem í skipinu er að finna, á safni, sem reist verður sérstaklega fyrir skipið og á að bera nafnið „Tud- or Ship Museum". — Fyrir þessa borg er björg- un „Mary Rose“ stórkostlegt mál, segir Frank yfirborgar- stjóri í Portsmouth. — Við hlökkum til þess að fá hingað þúsundir gesta, sem koma með þá ósk í huga að fá að skoða þetta virðulega skip í öllum þess glæsileik. En Alexander McKee, sá ssem fann flakið af „Mary Rose“, horfir þunglyndislegum augum út á hafið á þann stað, þar sem „Mary Rose“ hvílir enn á hafsbotni. — Bara að skipið bjargist heilu og höldnu, segir hann og andvarpar. — Ef skipið eyðilegðist, myndi ég aldrei fyrirgefa það. Strax sem b»rn nri nfilMinguniin Alex- aader McKee gagntekinn 11 mátverki af hinu tigu- lega herskipi „Mary Roae". Árið 1967 fann hann lolu leifar þessa konunglega flaggskips úti fyrir suóurströnd Eng- lands og um leid uppgötv- aði hann, hve vel skipió befúr varóveitzL Búið er al hreinsa burt af því all- an leir og óhreinindi. Yfir 10.000 munir hafa fundizt I skipinu, þar á meðal skipsapótekió meó sprautu og lyfjadósum, sem höfðu varðveitt flngraför skipslæknisins. Leikborð með teningum, flauta, veski og peninga- mynt eru á meðal þeirra muna, sem fundizt hafa. Búið er að fjarlægja alla lausa muni úr skipinu, svo að skipsskrokkurinn einn er eftir á botni hafsins. Áhyggjufullur horflr McKee út á haflð á björg- unarstaðinn: — Ef skipið eyðilegðist, myndi ég aldrei fyrirgefa það, segir hann. þeir skapað fornleifafræðing- um einstakt tækifæri til þess að skyggnast inn í líf Englendinga á 16. öld, er Tudor-ættin var þar við völd. Þarna má finna kistur með vandlega saman- brotnum fötum, framhleypu með ferköntuðu hlaupi og full- komið skipsapótek. Þarna hefur fundizt skipsáttaviti, sem sennilega er sá elzti á Vestur- löndum, er varðveitzt hefur og bendir hann til þess ásamt öðr- um tækjum, sem þarna hafa geymzt, að notkun sjókorta hef- ur á þessum tíma verið sjálf- sagður hlutur og miklu algeng- ari en talið hefur verið til þessa. Neðansjávar er undirbúningi svo að segja lokið, en framund- an er ævintýrakenndasti þáttur alls fyrirtækisins, það er að lyfta skipinu upp á yfirborðið. Búið er að hreinsa skipið með öllu af leir og óhreinindum. En án sérstakra ráðstafana myndi viður skipsins, sem orðinn er meira en 400 ára gamall, grotna 10.000 munir fundnir Meira en 10.000 munir hafa varðveitzt með skipinu og hafa hún skapar einstæða möguleika á fornleifarannsóknum. Hér er ekki um fáeinar fallbyssur eða bjálka úr skipinu að ræða, sem varðveitzt hafa heldur skipið í heild. Þess má geta, að á þeim 36 árum, sem skipið var í notk- un, var stöðugt verið að breyta ýmsu um borð. Við getum greint þessar breytingar í smá- atriðum og á þann hátt fundið út, hvernig framfarir áttu sér stað í skipasmíði á þessum tíma. Með „Mary Rose“ hefur nefnilega geymzt á sérstæðan hátt visst tímaskeið í sögunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.