Morgunblaðið - 08.08.1982, Side 10
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
\ iftlal: Bragi Oskarsson
Mvndir: (iuAjón Birgisson
TæknivæAinjí í ísk nzkum liskirtnarti hol'ur ált sór slaA um
lanj{l árabil en nú jjcra mcnn sér vonir um aú möj{uleikar
hal'i skapasl lil art auka hana verulejja. A síúustu árum hafa
iirar l'raml'arir áll sér slart erlendis í liilvulækni, raleinda-
tækni, leysilækni og á floiri sviöum. \ú jferisl æ alj;onj;ara að
vélmenni annisl einhaTstörfí fjöldaframleiöslu, en |»eir jfera
Iramleiúsluna éidv rari oj» nákvæmari, jalnframt því art losa
slarl'sfólk virt leiðinlej; oj; sálardrepandi slörf.
Veij;amikill þállur í frysliiönaói, sem ekki hefur enn lekisl
aó vélvæóa aó neinu marki, er svonefnd snyrlinj;. Kr |>ar um
aö ræöa snyrtinj;u liskl'laka er koma frá flökunarvél áöur en
|>au lara í pakkninj;u. I»ar eru beinjjaröar skornir af flakinu,
einslök bein sem í því kunna aö vera lekin úr oj; einnij; þarf
aö j;aumj;æfa hvorl hrinj;ormur leynisl í flakinu, oj; nema
hann burl ef svo reynisl. I»annij; þarf aó j;randskoöa hverl
einasla flak sem l'er í pakkninj;u (il aó lryj;jya aö varan sé
óaófinnanlcj; þej;ar á markaóinn kemur.
í æknivæðing í fiskiðnaði:
Jón Pétursson, oólisfræóinjjur, á vinnustofu sinni hjá Raunvísindastofnun. Hvíta tskið honum til vinstri handar er
helíum-neon lasertæki, en lyrir neðan það eru ýmis tæki til Ijósmælinga.
Greining hringorms og
beina með levsitækni
Aukin vörugædi
— hærra verð
Sú hugmynd hefur komið fram
að með haKnýtingu taekninýjunga
er orðið hafa á síðustu árum væri
unnt að hanna Kreiningartæki
sem greindi alla aðskotahluta í
fiskflaki, bæði hringorma og bein.
Slíkt tæki gæti aukið rekstrar-
hagkvæmni í fiskvinnslu verulega
og myndi þar að auki tryggja auk-
in vörugæði. Einstök bein sem
slæðast með í flakinu eftir flökun-
ina eru t.d. mjög ógreinileg og
hafa fiskneytendur vestanhafs
reynst mjög viðkvæmir fyrir slík-
um aðskotahlutum í vörunni.
Aukin vörugæði að þessu leyti
gætu hæglega leitt til hærra verðs
og sterkari markaðsstöðu fyrir ís-
lenzkan fiskiðnað, sem mætir nú
mikilli samkeppni á mörkuðum
vestanhafs. Telja því margir að
það ætti að vera forgangsverkefni
í tæknivæðingu hérlendis að
hanna þessa greiningarvél. Nú ef-
ast menn ekki um að slíka vél væri
unnt að hanna — vandamálið er
fremur að hanna svo ódýra grein-
ingarvél að frystihús hefðu efni á
að festa kaup á henni. Væri hægt
að hanna ódýra greiningarvél af
þessu tagi, þarf vart að efast um
hagkvæmni hennar. Mikið af tíma
starfsfólks í snyrtingu frystihúsa^
fer í að grandskoða flök sem engir
aðskotahlutir eru í, því við núver-
andi aðstæður verður ekki komist
hjá að skoða öll flökin. Væri
greiningarvél hins vegar til staðar
myndi hún geta hleypt öllum þeim
flökum sem væru „í lagi“ beint til
pökkunar en vísað flökum með að-
skotahlutum á færiband til snyrt-
ingar.
Greiningartæki —
vélmenni
Nú eru uppi ýmsar hugmyndir
um það hvernig þetta verkefni
yrði bezt leyst og hversu föstum
tökum væri heppilegt að taka á
því í byrjun. Hafa erlendir aðilar
boðist til aö hanna vélmenni sem
tíndi alla aðskotahluti úr flakinu í
tengslum við greiningartæki. Hér
heima hafa menn hins vegar bent
á, að töluverðan tíma muni taka
að hanna greiningartæki sem
greindi alla aðskotahluti, en á
meðan á hönnun þess stæði kæmi
vélmennið ekki að hálfu gagni.
Vélmenni séu mjög dýr tæki en
margt bendir til að verð þeirra
muni fara lækkandi í framtíðinni
þar sem framleiðsla þeirra fer sí-
fellt vaxandi. Af þessum sökum
telja margir skynsamlegra að
hanna fullkomið greiningartæki
fyrst, er greindi örugglega alla að-
skotahluti í fiskflaki, en þá fyrst
er slíkt tæki væri til staðar yrði
tímabært að kanna möguleika
vélmenna til að nema aðskotahlut-
ana úr flakinu.
fln hvaða leið sem verður valin,
hvað varðar þetta verkefni er, hér
um áhugavert málefni að ræða,
því tæknivæðing í snyrtingu gæti
skipt sköpum fyrir íslenzkan fisk-
iðnað. Nú hafa um nokkurt skeið
staðið yfir athyglisverðar athug-
anir varðandi greiningu aðskota-
hluta í fiskflökum með leysitækni,
og hefur Jón Pétursson eðlis-
fræðingur á Raunvísindastofnun
Háskólans, staðið fyrir þeim
ásamt Halldóri Árnasyni efna-
fræðingi og Geir R. Jóhannessyni
rafmagnsfræðingi. Blaðamaður
Morgunblaðsins fór fram á viðtal
við Jón Pétursson um þetta efni og
lýsti hann sig reiðubúinn til að
reifa málið frá fræðilegu sjónar-
miði en benti jafnframt á, að hér
væri aðeins um frumrannsóknir
að ræða en ekki eiginlega hönnun
greiningartækis, enda væri hún
ekki tímabær ennþá.
Ljósnála-
greiningartæki
„Þetta mál hefst eiginlega
þannig að þegar Halldór Árnason
var við framhaldsnám úti í Sví-
þjóð fyrir nokkrum árum, fékk
hann snjalla hugmynd um hvernig
greina mætti hringorm í fiskflök-
um,“ sagði Jón. „Vandamálið við
að greina hringorminn sem er
djúpt í flökum stafar af því að
mikil Ijósdreifing og einnig nokk-
urt ljósísog, verður í fiskflaki, sem
leiðir til þess að erfitt er að sjá inn
í flakið. Með Ijósdreifingu á ég við
að geisla sem beint er í gegnum
flakið dreifist eins og í möttu
gleri, og þar við bætist að fisk-
holdið drekkur í sig ljós og breytir
því í hita. Af þessum tveim ástæð-
um gengur illa að sjá inn í fiskinn
utanfrá."
Halldóri hugkvæmdist að leysa
þetta vandamál með því að hag-
nýta ljósþræði sem nú eru mikið
notaðir í leysitækni. Hugmynd
hans var að draga slíka ljósþræði í
sprautunálar og raða fjölda slíkra
nála á bretti. Greiningin færi þá
þannig fram að nálabrettinu er
stungið niður í gegnum flakið en
samtímis lýst undir það með
ljósgjafa neðanfrá. Með þessum
hætti taldi hann að hugsanlegt
væri að greina skugga af beinum
Rannsóknir á ísogi og dreifingu Ijóss í fiski og
hringormi.
Val á væntanlegum bylgjulengdum (innrauðum
eða sýnilegum).
Val og prófun á aðferðum til að skynja Ijósið, þ.e.
tækni við myndatöku.
Samtímís verði aflað almennra upplýsinga um aðr-
ar hugsanlegar greiningaraöferðir.
Tími: Allt aö einu ári (2 mannár).
Lausleg tímaáætlun um rannsóknarstarf og frumhönnunarvinnu sem þyrfti að framkvæma vegna greiningartækis er
greindi og staðsetti hringorma i fiski. Framleiðsla tækisins gæti samkvæmt áætluninni í fyrsta lagi hafist í árslok
1984 ef allt gengi að óskum.
Ljósnál — sprautunál sem þrædd hefur verið með Ijósþræði þannig að hægt er að greina nákvæmlega allar
Ijósbreytingar við nálarendann. Á slíkum Ijósnálum hugðist Halldór Árnason byggja greiningartæki sitt.