Morgunblaðið - 08.08.1982, Page 16
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
Texti og myndir:
Hallur Hallsson
„Tign stafaAi af V atnajökli þegar
ég sem drengur sá í fyrsta sinn
landakort af íslandi. Ég einsetti mér
þá art komast á Vatnajökul — og
hér er ég nú. Sama er mér þó
rignijiaö sem eftir er dvalar minn-
ar á Islandi. I'etta er stórkostlegt,"
sagói Keith Saunders, kennari frá
Oldham í Knglandi, þar sem við
vorum staddir á íshreiðum Vatna-
jökuls síðastliðinr laugardag. Dagur
var að kvöldi kominn. Við vorum á
skíðum og snjóbíll Baldurs Sig-
urðssonar, „Snjókötturinn" dró
okkur. AA baki voru Grímsvötn og
Hvannadalshnúkur teygði sig mót
himni. Framundan var Bárðar-
bunga og endalausar ísbreiður
blöstu við hvert sem litið var. Vélar-
drunur snjóbílsins rufu kyrrðina.
Sólin hellti geislum sínum yfir
endalausar ísbreiðurnar; Vatna-
jökull skartaði sínu fegursta.
Við vorum 26 sem lögðum á jök-
ullinn þennan dag með Baldri Sig-
urðssyni, jöklafara og syni hans,
Sigurði. Annars vegar hópur á
vegum Útsýnar og hins vegar hóp-
ur frá Útivist. Við Útsýnarfarþeg-
ar höfðum komið til Gæsavatna
um nóttina frá Akureyri. Baldur
hefur um nokkurra ára skeið farið
á Vatnajökul með ferðamenn.
Hann þekkir jökulinn öðrum bet-
ur.
Við lögðum upp frá Gæsavötn-
um að jökulbrúninni laust fyrir
klukkan níu að morgni laugar-
dagsins og á sjálfan Vatnajökul
lögðum við skömmu fyrir hádegi.
Farartækin voru traust, „Snjó-
köttur" Baldurs öndvegis tæki
sem bókstaflega fer allt, þó hægt
fari. „Snjókötturinn" var með
Dreka í eftirdragi. Sigurður stýrði
í Grímsvötnum.
ÞEGAR VATNAJÖKULL
SKARTAR SÍNU FEGURSTA
Bangsa, snjóbíl einnig í eigu Bald-
urs. Einnig var farið á snjósleða.
Þeir feðgar hafa varðað leið upp á
jökulinn, framhjá og yfir sprung-
ur í jaðri hans.
Þegar upp á jökulinn var komið
blasti Bárðarbunga við, næsthæsti
staður á Islandi. Sólin hellti geisl-
um sínum yfir jökulinn, sem
endurkastaði þeim. Birtan skar í
augun og því eins gott að hafa
hlífðargleraugu. Skýjabakkar
voru yfir Suðurlandi. Vatnajökull
ræður sínu veðri. Hann getur ver-
ið miskunnariaus, þegar sá er
gállinn á honum. Þegar suðaustan
kaldi blæs á Suðurlandi, er iðulega
glórulaus stórhríð uppi á jökli.
Þennan dag kaus hann að skarta
sínu fegursta. Þetta var raunar
fyrsta ferð Baldurs upp á jökul i
sumar. Það hafði ekki gefið fyrr á
hann.
Þegar sprungur þær sem ganga
norðaustur af Bárðarbungu voru
að baki, tóku nokkur okkar fram
skíði. „Snjókötturinn" dró okkur
og haldið var í átt að vegamótum.
Ferðin gekk vel, „Snjókötturinn"
fór með um 20 kílómetra hraða á
klukkustund. Það lá vel á Baldri
við stýrið; greinilegt að hann var
kominn heim, — jökullinn á sterk
ítök í honum og hann sagði:
„Eg fór í fyrsta sinn upp á
Vatnajökul á „Kettinum" 1971.
Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði
var með í þeim leiðangri. Hann
gjörþekkir jökulinn, var meðal
annars í Geysis-leiðangrinum. Við
fórum upp á Bárðarbungu og
niður í Grímsvötn. Jökullinn greip
mig sterkum tökum. Hann er
ævintýraheimur og andstæðurnar
stórkostlegar. í dag skartar hann
sínu fegursta, en oft geisa ógnar-
veður.
Sumarið 1972 hóf ég að fara
með ferðamenn upp á jökulinn.
Fyrstu sumrin bjó ég í tjaldi undir
jöklinum í 1125 metra hæð. Tjald-
inu var komið fyrir í eldvarpi.
Þarna var ég einn í návist jökuls-
ins svo vikum skipti.
Jökullinn er á stöðugri hreyf-
ingu. Þegar brestur í honum, þá
„Snjókötturinn“ með sleðann Dreka í dragi á leið upp á jökulinn.
Sólar notið á leið yfir jökulinn.
hljómar það eins og hviss og síðan
eins og fallbyssudrunur. Lætin eru
ógurleg og ógnvekjandi. í fyrstu
varð ég skelkaður þegar jökullinn
var hvað háværastur, en síðan
lærði ég að lifa með þessu og nú
finnst mér þetta stórkostlegt; jök-
ullinn er á sífelldu iði.
Ógnarveður geisuðu dögum
saman, en veðurblíðan þess á milli
bætti það upp. Einvera í óbyggð-
um hefur sérstök áhrif, tengsl við
náttúruna verða með öðrum hætti
en borgarbarnið á að venjast. Ein-
hverju sinni þegar ég var við
Dyngjuháls kallaði ég „vill ekki
einhver huldufólksstúlka vera mér
til samlætis?". Ég veit ekki af
hverju ég kallaði þetta, en hélt að
því búnu heim í tjald. Ég dró teppi
yfir höfuð og fætur, það fraus allt-
af. Ég glaðvaknaði um miðja nótt
og dró teppið af höfði mér. Við
mér blasti kvenvera. Hún hafði
kveikt á kerti og var að hræra í
potti. Ég settist upp við dogg og
varð ákaflega glaður og ég man að
ég hugsaði með mér; er ekki
huldufólksstúlkan komin. Ég virti
hana fyrir mér í um hálfa mínútu
en þá hvarf hún.
Ég tel, að með þessu hafi góðar
vættir viljað gefa mér til kynna,
að ég væri ekki einn í óbyggðum;
að verndarhendi væri yfir mér
haldið. Sumarið 1973 kom lítil
stúlka, sem ég raunar hafði séð
áður, til mín og tók í hönd mér og
leiddi mig upp að sveitabæ uppi í
gljúfrinu. Hún leiddi mig inn í for-
stofu. Þar var bóndinn að snæð-
ingi og kona með hvítvoðung í
fanginu. Ég varð ákaflega glaður
og vonaðist til þess, að fá að
spyrja fólkið spjörunum úr, en áð-
ur en til þess kom leiddi stúlkan
mig á brott.
Þetta kemur miklu róti á huga
manns eins og gefur að skilja. Það
eru til fleiri víddir en við skynjum
og ég tel mig lánsaman, að hafa
fengið að upplifa þetta.
Þetta ásamt gersemum jökuls-
ins og nágrennis gerir það að
verkum, að jökullinn kallar sífellt
á mig. Tengslin við náttúruna