Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 2
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 Hneyksli, lagabrot eða sjálfsagt mál? ekki upphafletía samið til að vera þjóðsönfiur Islendinfia, heldur var |>að samið árið 1874, í tilefni þjóð- hátíðarinnar það ár. Matthías Jochumsson hafði samið Ijóðið að mestu árið áður, on þá kynnt Sveinhirni það on óskað eftir að hann reyndi að semja við það lag. I Morjiunblaðinu árið 1924 er þess minnst að hálf öld var liðin frá samninfiu lofsönjisins. Þar seg- ir meðal annars: „Matthías Jochumsson hitti Sveinbjörn í aprílmánuði 1874 í Kdinborn on fór þess á leit við hann, að hann gerði lag við kvæði sitt. Varð Sveinbjörn þegar við bón hans, enda vannst honum það fljótt, því að svo mjög fannst hon- um til um kvæðið, svo mikil lyft- ing varð honum að því, að lagið var fullgert daginn eftir komu Matthíasar." — Tekið skal þó fram að aðrar útgáfur eru til af því hversu fljótt Sveinbjörn samdi lagið. En svo mikið er víst að tón- verkið var til fyrir þjóðhátíðina og það var frumflutt við hámessu í Dómkirkjunni í Reykjavík að viðstöddum konungi og fleira stórmenni 2. ágúst um sumarið. Annar höfundurinn, Matthías Jochumsson, var viðstaddur í Dómkirkjunni og mun ekki hafa hrifist af lagi né eigin Ijóði, en Sveinbjörn var hins vegar á ferða- lagi í Danmörku á þessum tíma, þótt hann annars byggi í Skot- landi. Þjódsöngurinn verður þjóðsöngur í hinni merku ævisögu Svein- björns Sveinbjörnssonar, eftir Jón Þórarinsson, sem mjög er stuðst við hér, er meðal annars svofelld frásögn af því hvernig 0, Guð vors lands, varð þjóðsöngur. í bókinni segir svo: „Á árunum kringum 1880,“ segir Árni Thorsteinsson í minningum sínum, „var það orðinn fastur lið- ur í sunnudagshaldi bæjarbúa, þegar gott var veður, að þeir löbb- uðu niður að Austurvelli og hlýddu þar á hornamúsík, og þótti það hressandi og skemmtileg til- breyting. Lék flokkurinn bæði ís- lenzk og erlend lög ... Var þá jafnan leikið sem síðasta lag Eld- gamfa Isafold, eins og þjóðsöngur- inn nú, enda þótt lagið væri brezkt. Lag Sveinbjörns við ljóð Matthíasar, Ó, guð vors lands, var þá enn ekki búið að vinna þá hefð og vinsældir, að það gæti talizt þjóðsöngur, enda var þá svo skammt liðið frá þjóðhátíðinni, að samtíðin leit fremur á lofsönginn sem andlegan hátíðasöng bundinn atburðinum 1874, sem voru tilefni Ijóðsins og tónverksins. Raunar má segja, að það hafi verið ýmis sportfélög og önnur samtök, sem fyrst tóku Ó, guð vors lands upp á sína arma, sungu það á samkom- um sínum og mótum og innleiddu Hús Sveinbjörns Sveinbjörnssonar í Edinborg. Fjölskyldan í garðinum. hefð þess sem þjóðsöngs hefði ver- ið óyggjandi. En þótt lagið væri nú orðið útlend eign, grópaðist það æ dýpra í vitund þjóðarinnar sem eitt helgasta tákn íslenzks þjóð- ernis, hliðstætt fánanum. Mörgum þótti óviðfelldið að vita það í eigu erlendra kaupsýslumanna, og ein- hverjar tilraunir munu hafa verið gerðar af hálfu íslendinga til að fá réttindin keypt, meðal annars kringum Alþingishátíðina 1930, en forlagið jafnan reynzt ófáanlegt til að selja, þegar á átti að herða. Upp úr lýðveldisstofnuninni 1944 kom loks skriður á málið, og mun Birgir Thorlacius ráðuneytis- stjóri hafa átt mestan og beztan þátt í að koma því í höfn. Árið af menntamálaráðuneytinu og telst nú éigandi þeirra. Áður en þjóðsöngurinn komst í eigu íslenzka ríkisins voru sér- stakar útgáfur hans á íslandi, í Danmörku og Bretlandi komnar á annan tug, og útgáfur í ýmiss kon- ar safnheftum voru orðnar fleiri og dreifðari en svo, að tölu verði á komið. En árið 1957 gaf forsætis- ráðuneytið lagið út samtímis í þremur útgáfum, mjög veglegum og vönduðum. I einni er lagið raddsett fyrir blandaðan kór (eða píanó) og fyrir karlakór, í annarri fyrir hljómsveit, og í þriðju gerð- inni eru þessar raddsetningar all- ar. Allur búningur lagsins er eins og höfundur gekk frá honum. Þeir Hr Stpincrrímiir .T t>nr«tpinccrm sem þjóðsöng. Það var venja í fé- lögum þessum, að allir tóku ofan, meðan lofsöngurinn var sunginn eða leikinn, og svo varð þetta brátt almenn venja, — allir voru farnir að taka ofan og söngurinn þar með orðinn sannnefndur þjóð- söngur. Það verður ekki tímasett, hve- nær Ó, guð vors lands gerðist þjóðsöngur Islendinga. Það hefur orðið smám saman með þegjandi samþykki flestra eða allra lands- manna, og fyrir því er ekkert laga- boð eða önnur ákvörðun stjórn- arvalda. Það mun hafa verið árið 1910 sem tónskáldið seldi erlendu forlagi, Wilhelm Hansen í Kaup- mannahöfn, öll réttindi að laginu, og mundi það varla hafa orðið, ef í Sveinbjörn Sveinbjörnsson Hrafn Gunnlaugsson Matthías Jochumsson 1948 voru teknir upp samningar við Wilhelm Hansen, og lauk þeim svo, að ríkisstjórnin keypti öll réttindi að laginu og greiddi fyrir þau tvö þúsund danskar krónur í eitt skipti fyrir öll. Afsal réttind- anna til menntamálaráðuneytis- ins var undirritað af Wilhelm Hansen, forstjóra forlagsins, 9. des. 1948, en þáverandi sendiherra Islands í Kaupmannahöfn, Jakob Möller, ritaði á afsalið fyrir hönd ráðuneytisins. Hinn 15. ágúst 1949 keypti svo ráðuneytið öll réttindi að ljóðinu Ó, guð vors lands af erfingjum séra Matthíasar fyrir tvö þúsund krónur. Þar með hafði íslenzka ríkið eignazt óskoruð réttindi yfir bæði lagi og ljóði. Ó, guð vors lands var áður orðið þjóð- söngur í vitund allra Islendinga, en segja má, að það hafi verið staðfest með þessum ráðstöfunum stjórnarvaldanna. Síðar tók for- sætisráðuneytið við réttindunum prófessor og dr. Páll ísólfsson tónskáld sáu um útgáfuna í sam- ráði við ráðuneytið, og ritaði dr. Steingrímur formála, sem birtur er á íslenzku, dönsku, ensku, frönsku og þýzku. Þá er og fyrsta erindi ljóðsins þýtt á dönsku, þýzku, ensku, frönsku, norsku, finnsku og sænsku." Danskur hæstaréttar- dómur frá 1965 En víkjum aftur að deilunum nú um hina nýju útsetningu þjóð- söngsins. Sigurður Reynir Pét- ursson hrl., lögfræðingur STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, segir, að tónverk sem þjóðsöngurinn, þ.e. þegar lið- in eru 50 ár eða meira frá andláti höfundar, falli undir 53. grein höf- undalaganna. Samkvæmt þeim sé það alfarið á valdi menntamála- Úr hinni nýju kvikmynd, Okkar á milli í hita og þunga dagsins. %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.