Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 45 1 L Hvað ættum við að lesa í sumarleyfinu? texti JOHANNA K RISTJÓNSDÓTTIR Endurminningar sr. Magnúsar Bl. Jónssonar Ekki hafði ég sérstaklega hugsað mér að endurminninga- bækur löngu látins klerks, sem ég kunni engin skil á, gætu grip- ið hug minn svo, að ekki væri hætt lestri fyrr en lokið var báð- um bindum. Það er kannski full- mikið sagt að líkja þessum bók- um við Ævisögu sr. Árna Þórar- inssonar, en ekki fráleitt með öllu þó. Frásagnargáfa höfund- ar, semi byrjar að skrifa endur- minningar sínar aldraður mað- ur, er svo ótvíræð, orðfæri hans snjallt og orðgnóttin hreint með ólíkindum. Ef nokkuð er þá er fullítarlega farið úr í frásögnina á stundum. Sr. Magnús Bl. Jónsson fædd- ist 1861 og faðir hans var prest- ur lengst í Skarðsþingum. Það setti svip á bernsku og æsku Magnúsar að faðir hans var breyskur maður í meira lagi, barnaði konur út og suður og varð þar af leiðandi að hrökklast úr embætti um hríð. Lýsingar sr. Magnúsar á veru þeirra í Prestsbakka þar sem fyrst renna upp fyrir honum erfiðleikar í sambúð foreldra hans eru áhrifamiklar og væntanlega réttar, að minnsta kosti eins réttar og hann man þær. Síðan skilja foreldrarnir og Magnús flytur með systkini sín að Skarðströnd í Dölum. Síðar brýzt hann til mennta og það gerir og bróðir hans Bjarni sem síðar kenndi sig við Vog og eru fyrirtaks skemmtilegar frásagn- ir af lífi skólapilta í Reykjavík á þeim árum. Síðar vígist hann austur á Fljótsdalshérað, hefur þá fest ráð sitt, en missir konu sína frá fjölda ungra barna og gengur síðan að nýju í hjóna- band. Þegar þau fara að eldast er flutt til Reykjavíkur og klerk- ur segir í formála að hann hafi í raun og veru byrjað að skrifa endurminningar sínar vegna þess að kona hans var orðin sjúk og umhendis að farið væri frá henni. Sr. Magnús hefur sýni- lega verið skapmaður a.m.k. á yngri árum og ekki alltaf alveg kyrrt milli hans og sóknarbarna hans. Af þeim deilum birtist að- eins hlið hans og um málið er ég ekki fær um að dæma. En hvað sem þeim þætti líður eru bæk- urnar bæði upplýsandi og fróð- legar og svo notalega skrifaðar, að það er ánægja að lesa þær. The Moon’s a Balloon Önnu'r endurminningabók og eins ólík frásögn sr. Magnúsar og hægt er að hugsa er. Höfund- ur er kvikmyndaleikarinn David Niven, sem ugglaust á sér marga aðdáendur hér sem annars stað- ar. Þessi bók kom út fyrir þó nokkrum árum og fékk afbragðs góða dóma. Það er líka eins og mig minni, að síðan hafi Niven skrifað fleiri bækur, en þær hef ég því miður ekki iesið. Skemmst er frá því að segja að bók Nivens er svo frábærlega skemmtileg, að oft og einatt skellihló ég við lesturinn og er þó ekki svo að skilja, að hann geri mikið af því að reyna að vera fyndinn né heldur hefur hann safnað saman bröndurum. Hinn -frægi brezki húmor sem oft er vegsamaður kemst hér til skila nánast á hverri blaðsíðu, auk þess sem David Niven er ritfær í bezta lagi. í bókinni rekur hann æsku og uppvöxt, prakkarastrik í skólavist verða meiriháttar frá- sagnir og ekki dregur úr kæti lesandans, þegar pilturinn stækkar og kemst fjórtán ára í 5 The Classic Bestseller David Nlven mm\ BALLOON ’The íunnie8t volume of remíniscences for ages... forthright, bawdy and often hílarious’ SUNDAY EXPRESS kynni við gleðikonuna Nessie. Sagt er frá kynnum þeirra af næmu skopskyni, en það skyggir þó aldrei á hlýju hans: í raun og veru tekst með honum og Nessie mikil og góð vinátta, fyrir utan ástasamband sem stóð svona með hvíldum fram undir tvítugs- aldur hans. Herþjónustutímabil- ið á Möltu og síðan kemur að því að hann þarf að velja sér lífsst- arf og eiginlega dettur hann inn í kvikmyndaleik meira fyrir röð af spaugilegum tilviljunum. Það er óvenjulegt að lesa hversu Niv- en tekur sjálfan sig lítið hátíð- lega og sér spaugilegu hliðarnar á lífinu og sjálfum sér. Þrátt fyrir þennan undirtón skops, fer þó enginn í grafgötur með það að heilsteyptur, einlægur og gáfað- ur maður er að segja frá, maður sem er vinur vina sinna og met- ur lífslán sitt, svo að það má vera dauður maður sem ekki verður snortinn af. Tvær léttar sakamálasögur Hænderne op, hr. Trimmel eftir Friedhelm Werremeier er dönsk þýðing á þýzkri sakamálasögu. Þetta er þægileg afþreyingar- bók, titillinn er að vísu fullkom- lega út í bláinn, en að öðru leyti má vel lesa þessa bók sér til hug- arhægðar. Aðalpersónan Ed- mund Höffgen er rannsóknar- lögreglumaður og í upphafi bók- arinnar finnst lík af manni og er margt sem bendir til að hann hafi verið myrtur. Höffgen fer af stað til að upplýsa málið, en það truflar hann við rannsóknina að stúlkan Helga Martini sem hann hefur fengið ást á, er ekki nógu hrifin af honum — eða kannski er hún að blekkja hann, það er bara ekki ljóst hvernig — og kannski er hún flækt inn í morðmál og fjársvikamál. Það væri hreint afleitt. Leikurinn berst vítt og breitt um og loks upplýsist málið og líklega enginn mjög sæll yfir því nema í mesta lagi kona hins látna sem getur nú jarðað leifarnar af manni sínum í vígðri mold. Þessi bók eins og fleiri sakamálasögur síð- ustu áratuga ber keim af Mai- gretbókum Simenons, ansi út- þynnt að vísu. En kvindcs haand er eftir Jan- ice Law. Anna Peters er falleg og gáfuð stúlka sem vinnur hjá al- þjóðlegu olíufyrirtæki í Banda- ríkjunum, en er nú send til Par- ísar til að finna stúlku og pilt, tvíbura, sem eiga að erfa mikið fé en hafa einhverra hluta vegna horfið eins og jörðin hafi gleypt þau. Anna og vinur hennar sem fer með henni lenda auðvitað í hinum mestu mannraunum, þau hafa að vísu upp á tvíburunum, en þetta eru hinar grunsamleg- ustu persónur og eiginlega alveg óskiljanlegt af hverju er verið að láta svona rugludalla erfa stórfé, væri ögn skynsamlegra að gefa þetta til líknarmála. Samt er þetta þægileg bók aflestrar, efn- ismeiri og „plottið" mun flókn- ara og sniðugra en í „Upp með hendurnar, hr. Trimmel". Vðlhöl PROFESSORINN med fyrirlestur Sem sé eitthvað fyrir alla Sími 99-4080. All nýstárleg sýning meö glensi, gríni, brellum og brögöum sem landsmenn hafa ekki átt kost á aö sjá fyrr en nú. • Jafnt fyrir unga sem aldna • Krakkar takið afa og ömmu með! • Kemur Sibba úr Sandkassanum í heimsókn? Nú gilda sértilboðin okkar einnig á sunnu- dögum þ.e.a.s. ef dvaliö er meira en eina nótt. Innifaliö: kvöldveröur — morgunverður — hádegisveröur og gisting fyrir aöeins kr. 390,- per mann. GRILLIÐ veröur að sjálfsögöu opið meö öllum sínum krásum. Alltaf nýbakaöar kökur og heitt kaffi á könnunni. Sérlega lágt verð. Á staðnum er: Gufubaö — sólaríum , — líkamsræktaraöstaöa — nudd (sértímar) — minigolf — bátaleiga — sjónvarp — video. Sérstakur leikvöllur er fyrir börnin. Tröll- konu- 'hlaup og jazzglíma goöanna í kvöld P j Grýlur og 3 . Stuömenn takast á. Sætaferöir með Ingvari Sigurðssyni frá B.S.Í. alla daga. Rísa w heil 1 að morgni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.