Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 26
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 17. þing norrænna lífeðlis- fræðinga haldið hér á landi EINS «>; sagt var frá hér í Morgunblaéinu á föstudaginn fyrir viku, |)á munu þrír Nóhelsverölaunahafar í lífeólisfræói, þeir Ulf S. von Euler, Torsten Wiesel oj; Sir Andrew Huxley, flytja fyrirlestra, skipulegjúa málþing og stjórna umræóum um þær vísindalegu nýjungar, sem kynntar veröa á XII þingi nor- rænna lífeólisfræöinj»a, sem haldiö veróur á Hótel Loftleióum daj»ana 29.—31. ágúst. í tilefni af því, sneri Morgunblaóió sér til Jóhanns Axelssonar, prófessors, forseta þingsins og for- manns undirbúninj'snefndar þess, og spuróist lyrir um þing- ió, tilhögun þess og þaó sem þar veróur til umræóu. „íslenska undirbúningsnefndin valdi fyrst me«inþemuþingsins með tilliti til þess, hvað ber hæst í þessum Kreinum vísinda í dag," sagði Jóhann. „Við völdum þau svið þar sem vöxtur er örastur og helst von stórtíðinda. Nóbelsverð- launahafarnir cru aðeins 3 úr hópi 20 framúrskarandi vísindamanna, sem þekkst hafa boð okkar um að flytja sérstök erindi, eða skipu- leggja málþing um það sem efst er á baugi. Skipulag þingsins er þannig, að við byrjum morgnana með því að hlýða á fyrirlestra sérstaklega boðinna sérfræðinga, sem, eins og ég sagði áðan, fræða okkur um það, sem efst er á baugi í grunn- greiningum læknisfræðinnar. Undirbúningsnefndin ákvað að bjóða alltaf saman tveimur vís- indamönnum, sem vinna á sama sviði, en nálgast vandamálin á ólíkan hátt og koma gjarnan frá ólíkum háskólum eða stofnunum. Með þessu móti fáum við dýpri, ýtarlegri og fremur öðru gagn- rýnni umfjöllun um nýjustu upp- götvanir á þeim sviðum, sem við ákváðum að taka til umfjöllunar, heldur en við liefðum gert, ef við hefðum reynt að fjalla um helm- ingi fleiri efni. Tvímenningarnir tala hvor á eftir öðrum í sama fyrirlestrarsal og við höfum skipulagt dagskrána þannig, að aldrei er verið að ræða náskyld efni samtímis. Með þessu móti ættu þinggestir ekki að þurfa að missa af neinu, sem þeir hefðu gjarnan viljað heyra og er á þeirra sérsviði. Auk þess fyrirlesturs, sem heið- ursgestur þingsins, Ulf S. von Eul- er, flytur í uphafi þess, að loknu ávarpi forseta Islands, munu 11 fyrirlesarar flytja slík morguner- indi. Á mánudag og þriðjudag verða 4 umræðufundir eða málþing hvorn daginn og standa þau frá kl. 10.30 til klukkan eitt. Af þeim efnum, sem tekin verða til umræðu má nefna: þróun taugakerfa, stjórn líkamshita, starfsemi hjartavöðv- ans og áhrif lyfja á hjartað, svo eitthvað sé nefnt. Mjög hefur ver- ið vandað til þessara málþinga. Auk skipuleggjenda og umræðu- stjóra flytja 3—4 sérfræðingar stutt framsöguerindi, en milli þeirra og að þeim loknum, verða almennar umræður um efnið. Öllum norrænum lífeðlisfræð- ingum og sérfræðingum í lyfja- fræði (og öðrum, sem hafa sam- vinnu við norræna vísindamenn) var gefinn kostur á að kynna nýj- ustu, áður óbirtar, niðurstöður sínar á þinginu. Skyldi það ýmist gert grafískt á veggspjöldum með línuritum, töflum, myndum og texta, eða með 10 mínútna erind- um. Undirbúningsnefndin valdi svo úr aðsendu efni og ákvað hvernig það skyldi kynnt. Á sunnudag verða þannig kynnt og rædd 44 veggspjöld og 54 á mánu- dag. Á þriðjudag verða 56 stuttir fyrirlestrar. Við höfum því 154 verk til kynningar auk þeirra 40 sem eru sérlega boðin eða pöntuð. Sú áhersla sem við leggjum á veggspjöldin ræðst af þeirri gagn- rýnu afstöðu, sem við óskum að móti öll þingstörf. Við erum löngu leið á gagnrýnislausri kynningu manna á niðurstöðum sínum. Slík- ar lýsingar hafa að okkar mati einkennt alltof margar vísinda- Prófessor Jóhann Axelsson. ráðstefnur upp á síðkastið. Öll veggspjöldin verða til sýnis alla þingdagana í sýningarsölum í kjallara Hótel Loftleiða. Þar geta þinggestir kynnt sér efni þeirra hvenær sem þeir vilja aftur og aft- ur. I hádeginu á sunnudag og mánudag flytja svo höfundar verk sín upp í þingsalina og fær hvert meginsvið lífeðlis- og lyfjafræð- innar sinn sal. Frá kl. 2—4 kynna höfundar verk sín, skýra og svara spurningum áhorfenda. Klukkan 4 hefjast svo umræðufundir um verkin sem sýnd eru í hverjum sal. Þeim umræðum stjórna þekktustu menn í hverri grein, þeir hafa allir nú þegar fengið senda úrdrætti úr þeim verkum, sem þeir eiga að fjalla um. Þeir hafa verið beðnir að kynna rannsóknarsviðið og fjalla síðan um efni veggspjald- anna af algjöru vægðarleysi. Segja á þeim kosti og lesti og loks draga saman stöðuna í dag og hvert skuli stefna. Sama gildir um stuttu erindin sem flutt verða á þriðjudag. Er- indin voru flokkuð eftir efni í smærri hópa. Fundarstjórar þeirra valdir af kostgæfni og þeim sendir úrdrættir þeirra erinda, sem þeir stjórna með sömu fyrir- mælum, „ræðumönnum væri ekki ætlað að slappa af heldur svitna“. Að lokum get ég ekki látið hjá líða að minnast á þá miklu vinnu, sem allir íslensku lífeðlisfræð- ingarnir, sem starfa hér heima, hafa lagt í undirbúning þessa þings. Sumir hafa starfað að hon- um í tvö ár og margir lagt nótt við dag undanfarna mánuði, svo þing- ið mætti takast sem best,“ sagði Jóhann Axelsson, prófessor, að síðustu. Rétt er að benda á að nú eru síðustu forvöð fyrir þá sem ætla að taka þátt í þinginu að láta skrá sig, fjöldi þeirra sem þátt geta tekið í því, er takmarkaður, og fá sæti ennþá laus. Sumarhátíð á Kópavogshæli Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis heldur sína árlegu sumarhátíð fyrir vistfólk á Kópavogshæli og aóstandendur þeirra í dag, sunnudaginn 15. ágúst, og hefst hátíöin klukkan 14. Einnig verður félagið með kaffisölu í matsal hælisins á sama tíma til ágóða fyrir sundlaugarbygginguna, en með þessu vill félagið minna á byggingu laugarinnar, sem staðið hefur yfir í nokkur ár, en er nú á lokastigi. f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUHNAR Bananar — Appelsínur Outspan — 56/72/88 Klem- entínur — Epli græn Granny Smith — Epli rauö frönsk — Epli rauö USA — Epli gul frönsk — Sítrón- ur Outspan — Greip Outspan — Melónur Horey Dew gular — Vatnsmelónur — Vínber græn — Vínber blá — Perur franskar — Plómur rauöar — Plómur gular — Ferskjur ítalskar — Naktarínur ítalskar. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, simi 85300 I Falsaðir dollarar Ítalíu, 13. áxúst. AP. LöGRKGLAN fann í dag um hálfa milljón dollara í lolskum peningum í bifreið ítalsks viðskiptajöfurs á landamærum Ítalíu og Sviss, sam- kvæmt heimildum frá lögreglunni. Hún segir að Anselmo Grilli, 36 ára að aldri, hafi verið handtekinn á svissnesku landamærunum og kærður vegna fölsuðu peninganna. Augljóst er að Grilli hélt hann væri öruggur um að sleppa gegn- um svissnesku landamærin, með því að fara þar um á annasamasta ferðamannatíma ársins. U) jrf Litmyndir samdægurs Komdu meö filmuna fyrir kl. 11 aö morgni og þú færö myndirnar tilbúnar kl. 5 síödegis. Skýrar og fallegar myndir, þriðjungi stærri en gengur og gerist. Afgreiðslustaöir okkar eru: Glögg mynd, Suðurlandsbraut 20, sími 82733, Glögg mynd, Hafnarstræti 17, síml 22580 og Magasín, Auöbrekku 44—46, Kópavogi, sími 45300. í LEIÐINNI BJÓÐUM VIÐ ÞÉR SAKURA- FILMUR MEÐ 50% AFSTÆTTI. VÖRULISTAVERSLUN, AuÖbrekku 44—46, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.