Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. AGUST 1982 „I myndinni er ég að stíga nýtt skref," segir Hrafn Gunnlaugsson sem hér sést við myndatöku. Okkar á milli o 8T Kvikmvnd Hrafns (iunnlaugssonar „Okkar á milli, i hita og þunga dagsins“ var frumsýnd í ga'r og verður sá atburður vafalaust talinn til hinna merkari í sögu kvikmyndagerðar á Islandi. Myndin ber vitni miklum framförum í þessari ungu listgrein hér á landi og vonandi eru þau vinniihrögð, sem hún endurspeglar, ekki bundin við Hrafn Gunnlaugsson einan. Hún er þó augljóslega skilgetið afkvæmi hans og ber hans sérstæða svip enda ekki við öðru að búast. <)g það er vissulega margt sent gerir þessa mynd eftirminni- lega. Vrkisefnið er sótt í daglegt líf nútímamannsins og sennilega finna flestir eitthvað af sjálfum sér í því, sem fyrir augu og eyru ber í myndinni. Tónlist og leikhljóð eru notuð á sérstæðan og skemmti- legan hátt til að undirstrika þann hávaðaheim og síbylju sem við nútímamenn lifum við frá degi til dags og hið sama má segja um myndatöku og klippingu, sem áhrifamikil tæki til að leggja áherslu á boðskapinn. Frammistaða leikara í aðalhlutverkum er með mikl- um ágætum, þótt þar beri Benedikt Árnason af og sjálfsagt verður afburða góð túlkun hans á Benjamín Kiríkssyni verkfræðingi minn- isstæð. Hér var þó aldrei ætlunin að skrifa gagnrýni um þessa nýju kvikmynd enda skortir undirritaðan til þess alla sérfræðiþekkingu. í þessum pistli verður aðeins um að ra*ða leikmannsþanka út frá ýmsum sjónarhólum, þar sem sum atriði eru borin undir Hrafn sjálfan og í annan stað vitnað til blaðaskrifa og umræðna um myndina að undanförnu. I>að eitt er athyglisvert að jafnvel áður en myndin var frumsýnd var hún farin að vekja deilur og segir það ef til vill sína sögu. Verkfræðingur á tímamótum Myndin gerist. í Reykjavík í dag og fjallar í stuttu máli um mið- aldra verkfræðing og fjölskyldu hans. Raunar snýst atburðarásin að mestu um uppgjör verkfræð- ingsins, Benjamíns Eiríkssonar, við líf sitt og tilraun hans til að staðsetja sjálfan sig í tilverunni. Benjamín hefur verið afkastamik- ill á sviði virkjanaframkvæmda og í upphafi myndarinnar sjáum við hann í veislu í ráðherrabústaðnum með iðnaðarráðherra og öðru merku fólki. Allt er þetta mjög slétt og fellt og svo virðist einnig með fjölskyldu hans, sem er dæmigerð velmegandi fjölskylda í Reykjavík. Börnin tvö eru á þeim aldri þeg- ar ungarnir fara að „fljúga úr hreiðrinu" og í upphafi myndar- innar er sonurinn á leiðinni til Ameríku til að feta í fótspor föð- urins, læra verkfræði. Hann er dæmigerður pabbadrengur með mikinn metnað, sem hann hefur meðtekið gagnrýnislaust frá fjöl- skyldunni. Yngra barnið, dóttirin, er í menntaskóla og ef til vill hef- ur athyglin ekki beinst eins að henni, enda kemur það eins og reiðarslag yfir foreldrana þegar hún fer að leita inn á sínar eigin lífsbrautir. Fyrsta áfallið, sem verður til að hrista upp í hinni reglubundnu til- veru Benjamíns, er að besti vinur hans og vinnufélagi deyr. Þeir eru tveir í gufubaði á Laugarvatni og Benjamín fer út að viðra sig, en þegar hann kemur inn aftur er Sigurður vinur hans dáinn. „Af- skaplega órómantískur dauðdagi," segir Hrafn um þetta atriði. „Benjamín kemur inn og það eina sem eftir er af vininum er dauður, sleipur líkami í gufubaði." Um svipað leyti verður Benjamín, og raunar kona hans líka, fyrir því „sjokki" að horfa upp á dótturina berhátta sig í skólaleikriti. Fyrir Benjamín er það ef til vill mesta reiðarslagið að uppgötva að dóttir hans er orðin kona og þetta ásamt samskiptum við dóttur Sigurðar heitins verður til að „grái fiðring- urinn" fer að gera vart við sig. Allt í einu finnst honum að lífinu sé lokið, — og þó. Atburðarásin snýst síðan um endurmat Benjamíns á lífsvið- horfum sínum. Er lífinu lokið þeg- ar börnin fara að heiman og vinnufélagarnir fara að deyja í kringum mann, — eða getur lífs- viljinn yfirstigið allar breytingar? Benjamín fer að þreifa fyrir sér á nýjum slóðum og lendir meðal annars inn á pönkklúbb í Reykja- vík. Þar er vinnufélagi hans, hinn ungi verkfræðingur Valgarður, söngvari í pönkhljómsveit. Um þetta atriði segir Hrafn: „Benja- mín kemur inn á þennan konsert og upplifir hann bara sem ærandi hávaða. Hann sér þessa unglinga, sem eru bara að skemmta sér og eiga góða kvöldstund, sem stór- hættulegt fólk. Hegðan þess virk- ar sem fullkomin árás á allt hans verðmætamat og allt sem hann stendur fyrir." Undir lok myndarinnar upplifa þeir Benjamín og Valgarður stórbrotið náttúruundur, Geysir gýs rétt við nefið á þeim og þessi viðburður er fyrir Benjamín tákn um endurfæðingu, samkvæmt skilningi höfundarins, Hrafns Gunnlaugssonar. „Það eina sem ég hafði skrifað í handriti um iok myndarinnar var þetta: Myndin endar á því að Benjamín upplifir náttúruundur, sem er alveg ein- stætt í sinni röð. Gerist bara einu sinni og er tákn um endurfæð- ingu.“ Hér hefur lauslega verið rakin atburðarás myndarinnar, sem auðvitað segir ekki nema hálfa söguna. Sjón er sögu ríkari og svona kvikmynd verða menn að upplifa hver fyrir sig. Skal nú vik- ið að öðrum þáttum þessa máls. Viljinn til ad lifa Sú spurning hlýtur að vakna hver sé boðskapur myndarinnar. Hvað er Hrafn að sýna okkur með þessari mynd og hvers vegna velur hann einmitt þetta, uppgjör hins miðaldra manns við jíf sitt, en ekki eitthvað annað? I myndinni segir Benjamín a.m.k. í tvígang: „Það eina sem okkar kynslóð skil- ur eftir sig er steinsteypa, milljón tonn af steinsteypu." — Er þetta niðurstaðan, — er þetta boðskap- ur myndarinnar í hnotskurn? Eða er það ef til vili niðurstaða tölv- unnar, „lífið er til að lifa því“? Við spurðum Hrafn um þetta atriði: „Það eru fjórar eða fimm lykil- setningar í myndinni. Ein er þessi með steinsteypuna og Benjamín leggur dýpri skilning í það undir lokin. Hann hefur á orði að Geysir hafi hlaðið utan á sig svo miklum kísli, að hann sé að kafna og hann sér þetta í samhengi þegar nátt- úruundrið verður og hverinn sprengir þetta utan af sér. Annars kemur lokaniðurstaðan fram í því sem kórinn er látinn syngja: „Aldrei of seint að halda áfram að lifa.“ Þetta er spurning um viljann til að lifa. Varðandi það hvers vegna ég vel endilega þetta yrkisefni má segja, að hér er ég að fjalla um fólk eins og sjálfan mig. Þetta er fólk á svipuðu reki og ég og á svipuðu reki og foreldrar mínir. í fyrri myndum mínum hef ég fjallað um hluti sem gætu alveg eins verið á annarri breiddargráðu. í „Blóð- rauðu sólarlagi" eru það tveir bisnessmenn sem verða vitlausir þegar þeir losna undan stressi hins daglega lífs. í „Óðali feðr- anna“ var það fólk í sveit. Þannig séð er „Okkar á milli" persónu- legri. Ekki að ég sé að elta uppi ákveðnar persónur, heldur er ég að elta uppi ástand sem er kannski partur af því lífi sem maður hefur búið sér sjálfur." „Benedikt gefur sig allan“ Benedikt Árnason er eini at- vinnuleikarinn í myndinni og að mínum dómi fer hann á kostum í hlutverki Benjamíns. Benedikt hefur lítið leikið í íslenskum verk- | um en skyndilega skýtur honum upp í sjónvarpskvikmynd Hrafns „Vandarhöggi" og svo aftur nú í „Okkar á milli". Hvers vegna leit- ar Hrafn til Benedikts í þetta hlutverk, en ekki einhvers annars? „Mér fellur afskaplega vel að vinna með Benedikt og það er margt sem þar kemur til. Hann hefur sjálfur mikla reynslu af leikstjórn og skilur því þau vanda- mál sem leikstjóri þarf að glíma við. Hann er alveg búinn að taka út þá hugsun að treysta leikstjóra, en vera ekki á einhverju einka- „flippi" og hann sýndi mér það í „Vandarhöggi" að hann gat tekið ábendingum, nýtt sér þær og farið eftir þeim, án þess að láta auka- atriði þvælast fyrir sér. Hann framkvæmdi allt sem ég bað hann um og bætti um betur. Annars var það tilviljun að við Benedikt fórum að vinna saman. Eg var að leita að manni á þessum aldri í þetta ákveðna hlutverk í „Vandarhöggi" og það gekk erfið- lega. Þetta var um hávetur og mikið að gera hjá leikurum svo að útilokað var að fá mann lausan hjá leikhúsunum. Þar er reyndar skipulagsleysið svo mikið og allt leyndarmál hvað hver á að gera, en það er önnur saga. Þá hitti ég Benedikt fyrir tilviljun niðri í bæ. Við vorum að fá okkur pylsu og mér datt í hug að færa þetta í tal við hann. Hann var laus á þessum tíma, en sagðist reyndar ekki hafa leikið mikið sjálfur, enda hefur hann aðallega fengist við leik- stjórn. En hann var til í að reyna og það þurfti ekki nema eina æf- ingu til að ég sannfærðist um að ég var búinn að finna rétta mann- inn í þetta." Hafðir þú kannski Benedikt sér- staklega í huga þegar hugmyndin að persónu Benjamíns Eiríkssonar verkfræðings var að fæðast? „Já, það má segja það. Vegna þess að ég var með þetta yrkisefni í huga og mér féll feikilega vel að vinna með Benedikt, þá sneið ég beinlínis hlutverkið utan um hann. Túlkun hans á hlutverkinu er líka fullkomlega í samræmi við þær hugmyndir sem ég gerði mér um Benjamín Eiríksson í upphafi. Ég er sannfærður um að Benedikt gæti orðið á heimsmælikvarða og kannski er hann það nú þegar. Hann gefur sig allan, sem er mik- ill kostur við leikara." Af ödrum leikurum í öðrum hlutverkum er fólk sem ekki hefur atvinnu af leiklist og það er ekki nýtt í kvikmyndum Hrafns. „Ástæðan er sú,“ segir hann, „að leikarastéttin er mjög fámenn hér á landi og í mörgum tilfellum finn ég ekki réttu týp- urnar i þeirra hópi. Maður byrjar auðvitað að leita hjá þeim. Fyrr mætti nú vera, það er auðveldast. En segjum svo, að ég sé að leita að manni um fimmtugt, þá er aðeins um örfáa að ræða og þeir eru venjulega svo uppteknir að það er vonlaust að fá þá í verkefni eins og þetta. í „Okkar á milli" eru nokkr- ar persónur sem eiga að vera um og undir tvítugu. Fólk á þessum aldri er ekki til í félagi íslenskra leikara." Valgarður Guðjónsson, verk- fræðinemi og söngvari í Fræbbbl- unum, leikur unga verkfræðinginn Valgarð. Um það hvernig þeirra samstarf hófst segir Hrafn: „Ég frétti að maður, sem var fram- kvæmdastjóri í Fjalakettinum, væri pönksöngvari og að læra verkfræði. Mér fannst þetta eitthvað svo stórbrotinn kokteill, — að svona gæti blandast saman í einum manni, að ég hugsaði með mér að hann hlyti sjálfur að vera stórbrotinn persónuleiki. Flestir menn eru einlitir, en þarna bland- ast saman hinar ólíkustu mann- gerðir. Ég bauð honum starf að- stoðarleikstjóra í „Óðali feðranna" og þar reyndist hann mér feikilega vel og allt sem hann gerði var vel út fært. Hann sýndi mikinn skiln- ing á því, sem ég var að gera og ég var sannfærður um að hann gæti sjálfur leikið. Ég hafði Valgarð beinlínis í huga þegar ég var að semja hlutverkið í „Okkar á milli". Hann hefur líka þann kost að vera hann sjálfur og spekúlerar ekki í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.