Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 12
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍDSDÓTTIR l*art cr ckki crfitt að útbúa góðmctið á jx's.surn tíma árs. Nóg cr af laxi, silungi og góóu græn- mcti, svo þaó er vandi aó velja. Matscóillinn í dag hljóóar upp á lcttsoóió grænmcti með smjöri og osti í forrét, gott kjöt mcð stein- sclju og hcslihnctum, salat og eft- irrctt samkvæmt cigin vali, ábcnd- ingar fylgja þó ... Uppskriftirnar cru mcó afbrigóum cinfaldar, og cru mióaóar við fjóra. Góóa skcmmtun! Grænmeti með smjöri og osti Það þarf vonandi ekki að hvetja neinn til að borða grænmeti, það ætti að vera fast- ur hluti í daglegu fæði. Nær- ingarfræðingar mæla gjarnan með því að við lifum sem mest á grænmeti, ávöxtum og kornmat, og bætum síðan við mjólkurmat, kjoti og fiski. 1 þessari máltíð er byrjað á léttsoðnu grænmeti, sem er síð- an velt upp úr bræddu smjöri og stráð rifnum osti, gjarnan óðals- osti. Þið getið notað ýmsar teg- undir eina eða fleiri. Hér er stungið upp á gulrótum, blóm- káli og spergilkáli. 5 gulrætur, ekki of stórar 2 lítil blómkálshöfuð eða 'h stórt 2 spergilkálshöfuð (stilkur, greinar og höfuð) 1. Þvoið grænmetið og skerið það í fallega bita. Notið sem mest af stönglum blómkálsins. Notið stöngul, hliðargreinar og blöð spergilkálsins, auk höfuðs- ins. Þetta er allt mjög gott á bragðið. Sjóðið síðan grænmetið, hverja tegund útaf fyrir sig. Það fer nokkuð eftir stærð bitanna, hversu langur suðutíminn er, en það má miða við um 4 mín. Þið setjið þá grænmetið í sjóðandi vatn, látið suðuna koma upp og grænmetið sjóða í um 4 mín. Fylgizt vel með, því grænmetið má alls ekki sjóða of lengi. Þá missir það bragð og bætiefni, auk þess sem áferðin verður ekki nærri eins skemmtileg. Fylgizt því vel með. 2. Þegar grænmetið er soðið, látið þá vatnið renna vel af því og bætið um 20—30 gr af smjöri saman við það. Rífið ögn af osti yfir grænmetið og berið það rjúkandi heitt fram. Hafið hverja tegund fyrir sig á fati, eða raðið grænmetinu á disk fyrir hvern og einn. Gott, heimabakað brauð fer auðvitað vel með grænmetinu. Léttsteikt kjöt meö steinselju og heslihnetum Verðið ykkur úti um góðan kjötbita, steikið hann í smjöri, án þess þó hann þorni í gegn, stráið yfir saxaðri steinselju og hökkuðum heslihnetum og berið fram. Einfaldara getur það vart verið ... Þið getið notað hvaða kjöt sem er, svo fremi að það sé meyrt, því aðeins meyrt kjöt þol- ir þessa matreiðslu. Af lamba- kjöti er hægt að fá bita úr innra læri, sem henta mjög vel. En gætið þess, að ekki sé búið að ja þá í gegnum vél, sem sker í kjötið, svo allur safi rennur úr því og fletur það út. Hvorki lambakjöt né annað kjöt gerir neitt nema að versna og eyði- leggjast við þessa meðferð. Kindalundir, sem fást víða f y !tar, henta einnig mjög vel i þennan rétt. Kálfakjöt og nauta- kjöt, meyrir bitar, eru einnig góðir. Þið kaupið það sem ykkur hentar. Á Italíu búa menn til firna góða sósu, sem heitir pesto. Pesto er búin til úr nýjum basil- blöðum, hvítlauk, parmesanosti, hnetum sem kallast pine nuts á ensku, pinoli eða pignoli upp á ítölsku. Það eru stuttar, aflang- styðja á kjötbitana með fingri eða áhaldi. Sé kjötið mjúkt og dúandi, þá er það enn hrátt innst, og eftir því sem það er fastara fyrir, er það meira steikt. Þetta er góð og örugg að- ferð til að finna hversu mikið kjötið er steikt. Auðvitað er einnig hægt að skera í það, en það truflar auðvitað steiking- una. 2. Þið saxið saman eftirfar- andi, eða hakkið það í kvörn: 1 knippi steinselja (og/eða aðrar nýjar jurtir) (1—3 hvítlauksrif) SIÐSUMAR- MÁLTÍÐ ar, hvítar hnetur og gefa matn- um sérstakt bragð. Þær fást stundum í búðum hér í Reykja- vík, þ.e. þeim búðum sem hafa mest úrval af sjaldséðari vörum. Þær hafa fengist í Sláturfélag- inu í Glæsibæ og í Háaleiti og í Náttúrulækningabúðinni og e.t.v. víðar. Sósan er búin til með því að steyta áðurnefnd hráefni saman eða hakka þau saman í kvörn og hræra síðan olíu saman við, þannig að sósan verði sæmi- lega þykk. Sósan er síðan notuð með pasta (makkarónum), til bragðbætis í súpur og í fleiri rétti. Yfirleitt er sósan góð með öllu þar sem við notum t.d. kryddsmjör. Nú eruð þið liklega að velta fyrir ykkur hvað þessi sósa komi kjötréttinum okkar við. Hugmyndin að því sem er dreift yfir kjötið er komin frá þessari ágætu sósu. 800 gr. beinlaust kjöt, gjarnan lambakjöt um 75 gr. smjör 1. Skerið kjötið í hæfilega bita. Bræðið um 40 gr. af smjöri á pönnu. Þegar smjörið byrjar að taka á sig lit, setjið þá kjöt- sneiðarnar á pönnuna. Látið koma góða skorpu neðan á kjötbitana, áður en þið snúið þeim við. Hreyfið við kjötinu á pönnunni svo ekkert brenni við. Eftir að þið hafið snúið kjötinu við, bætið þá meira smjöri á pönnuna. Látið kjötið stikna eins og ykkur finnst bezt. Sumir vilja kjötið blóðugt innst. Aðrir rautt í gegn, en þó ekki blóðugt, enn aðrir vilja hafa það grátt í gegn. Smekksatriði, smekksat- riði, en ég get ekki að því gert að mér finnst illa farið með gott kjöt að láta það verða grátt og þurrt í gegn. Til að finna hversu mikið kjötið er steikt, er einfalt að 100 gr. heslihnetur 3. Þegar kjötið er um það bil að verða hæfilega steikt, þá stráið þið steinseljublöndunni yfir og berið það fram. Smjörið á pönnunni á að verða nægilegt til að vera kjötinu nægt meðlæti ásamt steinseljublöndunni. Þið getið svo borið fram kalt smjör með kjötinu, svo hver og einn geti fengið sér eftir smekk. Ann- að meðlæti þarf alls ekki. Brauð á þó alltaf vel við. Ef þið saknið grænmetismeð- lætis óumræðilega, þá er ekki úr vegi að bera fram bakaðar kart- öflur, en án þess að hafa sósu með þeim sérstaklega. Smjör dugar vel með þeim. Mér finnst smjörið gefa matn- um yfrið nóg saltbragð, en það er þó kannski yfirgangur að hafa ekki salt og pipar á borðinu, svo hver og einn geti fengið sér að vild. Salat Á eftir svona góðum kjötrétti, þá fer vel að bjóða upp á meira grænmeti. Salat hefur löngum þótt hefðbundinn réttur á eftir aðalrétti. Hér sting ég þó upp á því að þið látið vera að gera nokkuð við salatblöðin, sem auð- vitað eiga að vera ný og falleg, annað en að þvo þau og bera fram. Salatblöð, ekki sízt jökla- salat og skyldar tegundir, þurfa ekki neina sósu, til að þau njóti sín. Og án ediks og olíu eru þau auðvitað mun hollari. Það er skemmtilegur bragur að sitja og borða salatblöð með puttunum, tína eitt og eitt upp í sig. Ungt fólk á öllum aldri ætti að kunna vel að meta þennan sið ... Eftiréttur Ég hef stundum nefnt rabar- bara í sumar. Það er ekki úr vegi að bjóða upp á góðan rabarbara- eftirrétt. Þeir, sem eru búnir að sulta rabarbara, ættu ekki að eiga í erfiðleikum með að útbúa fljótlegan eftirétt. Englendingar eiga sér firna góðan eftirrétt, sem þeir kalla Trifle. Það er eins og með ýmsa þekkta eftirrétti, að það eru til margar dapurlegar eftirlíkingar, sem gera frumrétt- inum lítinn sóma. Makkarónu- kökur eru muldar í botn á skál eða glasi og bleyttar með víni, t.d. madeira, sérrí eða portvíni, auk koníaks eða brandýs. Ofan á þetta er svo hellt sósu (custard) sem er búin til úr heitum rjóma, eggjum og rauðum. Þegar sósan er orðin köld og um leið stíf er hindberjasultu smurt yfir. Yfir þetta er svo hellt því sem Eng- lendingar kalla Syllabub, en það er rjómi þeyttur með hvítvíni eða sérrí, brandý, eða koníaki, sykri og sítrónusafa. Rjóminn verður þykkur, rétt eins og létt- ur búðingur. Þetta er ekta enskt Trifle, sem er nú hreint ekkert smáræðissælgæti eins og sjá má. En við getum haft þetta svo- lítið einfaldara. Myljið makka- rónur í skál og bleytið í með víni, sætu víni og/eða sterku, eða/og ávaxtasafa, t.d. sveskjusafa. Þeytið rjóma, 4 dl nægja fyrir fjóra, ásamt 1 dl af appelsínu- safa og 2 msk af sítrónusafa og um ‘h dl af sykri (meira eftir smekk). Þið farið þá þannig að þið hafið rjómann og safann vel kaldan. Um leið og þið þeytið rjómann og hann byrjar að þykkna, hellið þá safanum sam- an við í mjórri bunu. Hann sam- lagast þá rjómanum. Hellið síð- an sykrinum í og þeytið þar til þetta er stíft. Verið alveg róleg, þetta er hreint engin kúnst. Ef ykkur sýnist svo, getið þið haft ögn af koníaki eða jafnvel app- elsínulíkjör saman við. Annað áfengi kemur vísast einnig til greina. Setjið nú um helminginn af rjómanum yfir makkarónurnar, og sultu þar ofan á. Hellið svo afganginum af rjómanum yfir, skreytið e.t.v. með muldum makkarónum og/eða rifnum appelsínuberki. Eins og þið sjáið getið þið haft nokkuð frjálsar hendur um hvernig þið útbúið þennan rétt. * Abætir Mikið væri gaman ef græn- metisbændur tækju sig saman og ræktuðu spínat. Það má búa til svo margt gómsætt úr því. Einu sinni var mikið ræktað hér af káli sem kallast sölvbeder á dönsku. Stilkarnir soðnir og bornir fram með smjöri eru sjaldgæft hnossgæti, og blöðin einnig góð. Væri ekki vert að huga aftur að ræktun þess? (( Sérstök leiguferð — verð frá kr. 3.614 - . Innifalið: flug, gisting, morgunverður, akstur milii hótela og flugvallar erlendis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.