Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 1
Sunnudagur 15. ágúst - Bls. 37-64 Hneyksli, lagabrot eða sjálfsagt mál? I>jóðsöngur íslendinga, Ó Guð vors lands, hefur að undan- förnu verið í sviðsljósi fréttanna. Ástæðan er sú, að tónverkið, sem er sem kunnugt er eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson tón- skáld, hefur verið útsett á harla nýstárlegan hátt af Guðmundi Ingólfssyni, svo ekki sé meira sagt. I>að er í hinni nýju kvik- mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Okkar á milli í hita og þunga dagsins, sem lagið kemur fyrir í eins konar jassútsetningu, þar sem ein aðalsögupersóna myndarinnar leikur það á flygil í samkvæmi. — Hinn hluti þjóðsöngsins, Ijóð Matthíasar Joch- umssonar, kemur á hinn bóginn ekki við söguna. Sjálfsagt mál eða hneyksli? Eftir að fréttist af því að þjóð- söngurinn kæmi við sögu í kvik- myndinni, og eftir að hljómplata með lögum úr myndinni var gefin út, hafa orðið mjög misjöfn við- brögð við þeirri „meðferð" sem tónverkið fær. Sumir hafa talið það sjálfsagt mál, að þjóðsöngur- inn sé útsettur upp á nýtt, telja jafnvel að tími hafi verið til kom- inn að „poppa" tónverkið upp, þar sem það hafi verið helsti þung- lamalegt í hinni hefðbundnu út- setningu. Aðrir segja svo aftur sem svo, að ekki sé æskilegt að menn séu að leika sér með þjóðsönginn, hann eigi að vera í friði í öllum aðalat- riðum. Þó sé verjandi að nota hann á þann hátt sem gert er í kvikmyndinni, það er að einhver listrænn tilgangur sé með notkun hans. I hinni nýju mynd skipti það miklu máli, að atriðið eða atriðin, þar sem þjóðsöngurinn heyrist, sé nauðsynlegt vegna heildar kvik- myndarinnar. Ekkert annað tón- verk hefði getað komið í stað þjóð- söngsins í þessum atriðum mynd- arinnar. Enn eru svo þeir, sem telja að hér sé verið að misnota þennan dýrgrip þjóðarinnar. Þjóðsöngur- inn sé líkt og þjóðfáninn, tákn sem eigi að fá að vera í friði eins og það er, og hvers konar breytingar eða afskræmingar þar á séu helgi- spjöll. Hér sé aðeins verið að nota þjóðsönginn til að auglýsa kvik- myndina, hann sé dreginn inn í lágkúrulegt atriði og útsettur á þann hátt sem ekki samræmist tónverki með svo mikla sérstöðu. Einn yfirmanna menntamála þjóðarinnar lét þau orð falla við blaðamann, að „það er auðvitað leiðinlegt að það skuli þurfa að vernda alla hluti með lögum. Að það skuli ekkert geta verið í friði, ekki einu sinni þjóðsöngurinn. Að í meðvitund þjóðarinnar skuli ekki vera neitt sem sjálfkrafa gerir það að verkum að ekki þurfi að setja lög um vernd þjóðsöngsins eða hliðstæð verk." Menntamálaráðu- neytið kannar málið Er hljómplatan með lögum úr kvikmyndinni kom út, var hún kynnt í útvarpsþætti, þar sem Sveinbjörn Sveinbjörnsson Um nýja útsetningu þjóðsóngsins, lög um verk látinna manna og hvernig þjóðsöngurinn varð þjóðsöngur jafnframt var viðtal við Hrafn Gunnlaugsson. Meðal þeirra laga sem leikin voru af plötunni var þjóðsöngurinn, og er lagið hafði verið leikið, lét umsjónarmaður þáttarins orð falla eitthvað á þá leið, að ef svo ólíklega vildi til að einhver þekkti lagið, væri hann beðinn að koma svari til útvarps- ins. Þetta atvik mun hafa átt þátt í að yfirmenn menntamálaráðu- neytisins ákváðu að kanna, hvort hér væru brotin lög, eða hvort far- ið væri út fyrir almennt siðgæði. Óskað var álits Jóns Þórarinsson- ar tónskálds, en formaður Tón- skáldafélagsins, Atli Heimir Sveinsson, var í útlöndum. Skýrslu sinni skilaði hann til ráðuneytisins, en efni hennar hef- ur ekki verið gert opinbert. Þá óskaði menntamálaráðu- neytið eftir áliti forsætisráðu- neytisins, þar sem menntamála- ráðuneytið hafði á sínum tíma keypt réttindin að laginu, fyrir hönd íslenska ríkisins, og síðar tók forsætisráðuneytið við réttindum að tónverkinu. Tónverkið hafði á hinn bóginn ekki verið samið sem þjóðsöngur íslensku þjóðarinnar, enda var Sveinbjörn Sveinbjörns- son allur er lýðveldið var stofnað árið 1944. En í forsætisráðuneytinu var málið tekið upp, og aðstoðarmaður dr. Gunnars Thoroddsens, Jón Ormur Halldórsson, ákvað að skoða kvikmyndina til að kynna sér málið. Haldin var sérstök sýn- ing, þar sem ýmsir aðilar og úr ýmsum áttum, kynntu sér kvik- myndina og á hvern hátt þjóð- söngurinn kemur þar við sögu. Jón Ormur kom úr forsætis- ráðuneytinu, Jón Þórarinsson tón- skáld horfði á myndina, einnig Stefán Islandi óperusöngvari, Tómas Karlsson úr utanríkisráðu- neytinu var viðstaddur og fleiri. — Tómas mun hafa komið vegna þess að á vegum utanríkisráðu- neytisins er ætlunin að bjóða myndina til sýninga á hinni marg- umtöluðu sýningu „Scandinavia Today" í Bandaríkjunum í haust. — Ekki liggur ljóst fyrir hver viðbrögð allra viðstaddra urðu á sýningu myndarinnar. I samtali við Morgunblaðið sagði Jón Þórar- insson aðeins, að hann hefði áður verið búinn að heyra lagið á hljómplötunni, og það að sjá kvikmyndina hefði engu breytt. — Hann gat þess á hinn bóginn ekki hvernig honum þótti að heyra lag- ið á plötunni. Jón Ormur Hall- dórsson kvað á hinn bóginn upp úr með það í samtali við Morgunblað- ið, að sér hefði þótt kvikmyndin góð, og notkun þjóðsöngsins væri fullkomlega réttlætanleg og raun- ar nauðsynleg fyrir kvikmyndina sem listræna heild. Þá sagði Hrafn Gunnlaugsson eftir Stefáni Islandi, að ekkert væri athugavert við notkun þjóðsöngsins í mynd- inni út frá listrænu sjónarmiði. Síðan gerðist það, að í ljós kom að líklega hefðu það verið mistök eða að minnsta kosti óþarfi af menntamálaráðuneytinu, að óska umsagnar forsætisráðuneytisins. — Forsætisráðuneytið hafði að vísu átt og séð um réttinn að tón- verki Sveinbjörns, en þegar fimm- tíu ár voru liðin frá andláti hans, féll höfundarréttur niður. Menntamálaráðuneytið var því aftur komið með umráð yfir lag- inu, eins og öllum Hstaverkum lát- inna manna. Þar er hins vegar ekki um að ræða eiginlegan höf- undarrétt ráðuneytisins, heldur eins konar eftirlit með verkunum. Þjóðsöngurinn saminn 1874 Tónverkið var sem fyrr segir SJÁ NÆSTU SÍDU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.