Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 8
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 Leit ad föld- um fjársjóö- um þjóðar- íþrótt í Frakk- landi 50.000 Frakkar eiga málmleitartæki. Menningarmála- ráðuneytið ug fornleifafræðingar saka þá um að eyði- leggja uppgraftrarsvæði og sölsa undir sig þjóðleg verð- mæti. KornleifafræðinKar ok lögfræð- innar mennin(íarmálaráðuneytis- ins í Rrakklandi hafa nú tekið höndum saman (íejín nýjasta böli aldarinnar, „steikarpönnunni" svonefndu ou áhansíendum henn- ar, sem fara á kreik að kvöldlafíi 0(í um hel(;ar. Þeir rölta um í hæfjðum sínum, beyííja si(; svo skyndilefía o(j le(í(ýa eyra að jörðu, steinþefyandi með eftirvæntinfíu í svip. Þeir eru á ferli við strendur, o(í árhakka, í almennin(;s(;örðum of; í skófíarrjóðrum. Þeir xan(;a fram o(? aftur. Svo virðist sem þeir séu að sópa jörðina með stóra skaftinu, sem þeir halda á, o« gef- ur stundum frá sér dálítið blíst- urshljóð. Þá kasta þeir sér til jarð- ar of{ kanna fenKÍnn. Kannski er hann fann hárnál eða ryðf;aður flöskutappi, en kannski líka smá- penin(;ur, eða jafnvel hringur eða eldfíömul mynt, kannski falinn fjársjóður — hver veit: Þeir eru allir í leit að einhvers konar fjár- sjóði, þessir einbeittu áhangendur málmleitartækisins, sem er eins og steikarpanna í laginu. Og áhangendur er einmitt rétta orðið, því að þeir hanga við tæki sín, eins og þau séu þeim samgróin. André nokkur Odinot ákvað árið 1974 að flytja inn til landsins nokkur málmleitartæki frá Bandaríkjunum, og voru þau minni, léttari og þjálli í notkun en sams konar tæki, sem notuð eru í vísinda- og hernaðarlegum til- gangi. Þau runnu út eins og heitar lummur. Árið 1982, aðeins 8 árum síðar, hafa a.m.k. 50.000 Frakkar orðið sér úti um steikarpönnu, og ætla má að fleiri en einn sé um hvert tæki. Leit að fólgnum fjár- sjóði úti í náttúrunni er að verða hálfgerð þjóðaríþrótt. A.m.k. er þetta nýjasta æðið, sem gripið hefur sig meðal almennings í Frakklandi. Hægt var að kaupa málmleit- artæki í ýmsum stórverslunum og einnig mátti panta þau eftir vöru- lista. Salan hefur margfaldast á siðustu tveim til þremur árum. Tækin verða stöðugt næmari og betri, og gera þau nú greinarmun á málmum sem innihalda járn og þeim sem innihalda ekkert járn. Kinnig eru til sérstök tæki fyrir börn. Verðið á tækjum þessum er afar mismunandi eða á bilinu frá 450 frönkum upp í 10.000 franka. Þótt skammt sé síðan steikar- pannan nam land í Frakklandi, ef svo má að orði kveða, er nú svo komið að áhangendur hennar hafa stofnað sérstaka klúbba og sérstök félög. Þeir gefa út rit, og fjórar verzlanir hafa sérhæft sig í að sinna duttlungum þeirra. Þeir eiga sameiginlegar hetjur og sam- eiginlega píslarvotta. Þeir hafa sérstaka lögfræðinga og eru í rauninni eins og hver annar þrýstihópur. Þótt þeir geti stund- um minnt á einmana hýenur á þessu vappi sínu fer því fjarri að leitin að fjársjóði sé ávallt hljóð- lát einsemdariðja. Sumir kjósa helzt að vinna í hópum og ljúka vinnudegi yfir glasi á veitingahúsi ásamt félögum sínum. Innflytj- endur tækjanna efndu til eins konar rallykeppni skömmu eftir að þau fóru að ná vinsældum. Nýgræðingar í greininni voru boðnir velkomnir þannig, að þeir voru látnir prufukeyra tækin á stöðum, þar sem málmhlutir höfðu verið grafnir í jörðu. Núna fara menn gjarnan saman í leitar- ferðir 80—100 manns í senn. Og hvílík tilfinning hlýtur að grípa fólk, þegar tækin pípa öll í einum kór. Allt gekk eins og í sögu. Steikar- pannan virtist vera að ná ámóta vinsældum og skotvopn eða veiði- stöng. Kinkum virtust karlmenn áfjáðir í þessa fjársjóðsleit. í sum- um tilvikum fylgdust konur þeirra með eða tóku einhvern þátt í gamninu. Þessi nýja grein virtist sameina margt, sem eftirsóknar- vert þykir, svo sem útiveru, aft- urhvarf til náttúrunnar, brot af sögu og fornleifafræði. Kkki þótti það verra, að eiga von á góðum feng, og þó að menn hefðu stund- um ekki erindi sem erfiði var eft- irvænting og von jafnan á næsta leiti. Fljótt kom í Ijós, að flas var ekki til fagnaðar. Menn þurftu að velja sér leitarsvæði eftir því hvert áhugi þeirra beindist, og leita með ýtrustu varkárni og þol- inmæði. Sumir einbeittu sér að því að leita að hnöppum af einkenn- isbúningum, litlum flautum eða voru jafnvel ennþá vandfýsnari eins og gamla konan, sem leit ekki við neinu öðru en fingurbjörgum. Áhugamenn um sögu helguðu sér sérstök svæði, þar sem þeir bjugg- ust við að finna menjar um horfna tíð. Krakkar eigruðu með tæki sín fram og aftur um strendurnar. T.d. hefur Stanislas, sem er 9 ára gamall strákur, grafið upp úr jörð 295 litla bíla með aðstoð frá málmleitartækinu sínu. I stuttu máli má segja, að uppgröftur hafi verið orðinn hálfgert þjóðarsport þegar ógæfan dundi yfir. Því var lýst yfir af opinberri hálfu, að framvegis yrðu málmleitartæki einungis seld þeim, sem þyrftu að nota þau í atvinnuskyni, og þar með ófáanleg þeim, sem vildu leita að földum fjársjóðum í frístund- um sínum. Vitað var, að þessi til- skipun var runnin undan rifjum franskra fornleifafræðinga. Undrun, örvænting og reiði greip um sig meðal þeirra tugþús- unda, sem hafa gefið sig að þessari tómstundaiðju af lífi og sál. Hjá þeim er viðkvæðið: — Við gerum ekkert illt af okkur. Við höfum bara svo gaman af því að uppgötva leyndardóma. Þegar tækið lætur í sér heyra, eykst hjartslátturinn um allan helming. Kannski finnur maður bara flöskutappa, en maður þorir ekki að bölva. Kannski finn- ur maður gull, silfur, kopar, list- muni eða gamla mynt. í einni sérverzluninni reynir kaupmaður að sefa viðskiptavin, sem er öskureiður vegna þessarar nýju ákvörðunar. — Þetta lagast allt, vertu viss, segir hann. Forn- leifafræðingarnir eru bara afbrýð- isamir og vilja viðhalda einokun sinni á því, sem jörðin hefur að Málmleitartækin eru í laginu eins og stórar steikarpönnur. Hér sést forseti Sambands leitarmanna, Didier Audinit, við iðju sína. geyma. Og leiðbeinandi í meðferð málmleitartækjanna segir: — Af hverju láta fornleifafræðingarnir svona. Sjálfir finna þeir aldrei neitt. Það er ekkert varið í söfnin. Og þar fram eftir götunum. Forseti sambands málmleit- armanna í Frakklandi er Didier Audinot. Hann líkir fornleifa- fræðingum við lénsherra: — Við viljum bara vinna með þeim, segir hann. — En þegar maður finnur eitthvað, gera þeir fenginn upp- tækan, og svo siga þeir menning- armálaráðuneytinu á okkur. Þarna rekast á gömul viðhorf og ný. Michel Brézillon fornleifafræð- ingur er ekki á sama máli. Hann segir: — Þetta er barátta á milli þeirra, sem vilja standa vörð um arfleifð, er hefur vísindalegt gildi, og hinna, sem hafa almenning að ginningarfíflum, selja honum rusl undir því yfirskini að hægt sé að auðgast á því. Þeir sem stjórna fornminjauppgreftri í Frakklandi eru staðráðnir í því að stemma stigu fyrir atferði „steikarpönn- unga“, sem þeir telja að geti verið mjög háskalegt. í fyrsta lagi geta þeir gert fornleifafræðingum erf- itt fyrir. Þeir ana yfir hvað sem fyrir er, og geta haft á brott með sér hluti eða forna peninga, sem geta skipt höfuðmáli við aldurs- greiningu. í öðru lagi hafa leitar- menn iðulega gert sig seka um að leita á friðuðum svæðum. í Hér- ault, Elsass og víðar hafa fornleifafræðingar þráfaldlega orðið varir við átroðslu þeirra og jafnvel spjöll. Þriðja röksemdin gegn leitarmönnum er harðvítug- ust en hún hljóðar svo: — Þeir eru ótíndir þjófar. Brigitte Goselin, starfsmaður á skrifstofu stjórnar Fornleifafræðistofnunarinnar, segir: — Öll verðmæti eru í eigu einhvers. Annaðhvort á ríkið þau eða eigandi viðkomandi landsvæð- is. Sé um að ræða fundinn fjársjóð getur finnandi fengið hlutdeild í honum ásamt landeiganda. En ekki er unnt að tala um fundinn fjársjóð, hafi menn notað málm- leitartæki við að hafa upp á hon- um. Hér við bætist, að það stríðir gegn lögum að nota steikarpönnu án leyfis frá opinberum aðilum. I lögum frá 1941, er tóku gildi í september 1941 segir m.a., að þeir sem ætli að grafa í jörð, þurfi að gera ítarlega grein fyrir ætlunar- verki sínu og hafa sérstakt leyfi frá menningaramálaráðuneytinu. Ennfremur þurfi að skýra frá öllu, sem menn finni. Og nú stendur sem sé stríð milli steikarpönnunga og menningar- málaráðuneytisins. Ráðuneytið ber í sífellu fram kærur vegna at- ferlis leitarmanna, en það er undir hælinn lagt, hvort þær eru teknar til greina. Það er oft erfitt að sanna, að leitarmenn hafi gert einhvern óskunda á ferðum sínum. Formaður fornleifafræðistofnun- arinnar, Roger Delaroziére, segir, að það sé líka erfitt að fá fólk til að skilja mikilvægi þess að þjóðleg verðmæti séu látin í friði. Sagan segir að fornleifafræðingar hafi ekki fyllilega hreinan skjöld, held- ur grafi þeir ómerkilega málm- hluti í jörð til þess að æsa leitar- mennina upp. Steikarpönnungar vita ekki al- mennilega í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Þeir vilja allt til þess vinna að verða ekki sviptir sínu skemmtilega tómstundagamni, og þess vegna hafa þeir farið fram á að gefin verði út sérstök leitar- leyfi, svipaðrar tegundar og veiði- leyfi. Þeir hamast við að tilkynna það sem á fjörur þeirra rekur. En svo hafa þeir líka í hótunum. — Ekkert bann getur stöðvað okkur. Við látum ekkert hræða okkur frá því að leita. Jean er kaþólskur prestur, 34 ára að aldri og ver öllum tóm- stundum sínum í leit að fjársjóð- um með málmleitartæki. Hann er ekki alveg á því, að þetta tómstundagaman hans sé siðlaust atferli og eyðilegging þjóðlegra verðmæta. Hann selur allt sem hann finnur og sendir systur Teresu ágóðann. En svo er það flugmaðurinn.sem kveðst hafa unnið sér inn meira en milljón franka með steikrpönnunni sinni. Þegar hann er kominn á leitar- svæði, tekur hann um handfangið á tækinu sínu, og segir blíðlega við það: — Nú skaltu syngja fyrir mig. Gerðu það, elskan mín. Spilaðu músíkina þína fyrir okkur bæði. (Þýll og endursajrt úr L'Eiprcss.) I SER TIL BŒ) P mamna HELQARFERÐ I TlVOLl. BROTTFÖR ALLA FÖSTUDAGA - HEIMKOMA ALLA MÁNUDAGA VERÐ FRÁ KR. 4.386,- BARN MEÐ FORELDRUM í HERB KR 1.085.- DUSEEL DCRF FLUG OG BlLL VIKUFERÐ, BROTTFÖR ALLA SUNNUDDAGA. VERÐ FRÁ KR. 3.435.- VIKUFERÐIR - FLUG OG BlLL. BROTTFÖR ALLA FIMMTUDAGA - VERÐ FRÁ 3.100,- HELGARFERÐIR - FLUG OG GISTING. VERO FRÁ 4.676.- LON VIKUFERÐIR - FLUG OG BlLL. BROTTFÖRALLA FÖSTUDAGA. VERÐ FRÁ 4.720.- ■ VIKUFERÐIR-FLUGOGBlLL. I BROTTFÖR ALLA FÖSTUDAGA: VERÐFRA4 150,- OAMM FLUG OG BÍLL - VERÐ FRÁ 3.285,- FLUG OG GISTING - VERÐ FRÁ 4.232,- AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.