Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 43 Bókin „Mommie Dearestu, Saga kvikmyndaleikkonunnar Joan Crawford, skrifuö af kjördóttur hennar, Christinu Joan Crawford og Harry Lang- don f kviltmyndinni „Tramp, Tramp, Tramp“. Joan Crawford á yngri árum. Úr kvikmyndinni „Our Dancing Daughters" frá árinu 1928. Joan Crawford sóna, fyrr en þær voru hálfstálp- aðar. Hafi þær verið hvattar til að afla sér menntunar, til að læra að taka tillit til annarra, setja sig í annarra spor og virða skoðanir þeirra. Þær segja að móðir þeirra hafi ekki alltaf verið sammála því sem þær gerðu, en hún hafi reynt að skilja það. Móðir þeirra hafi í einu orði sagt haft það mikil áhrif á þær í uppvextinum, að hún sé þeim sífelld fyrirmynd í samskipt- um við þeirra eigin börn. Konuna, sem Christina lýsir í bókinni, þekkja þær ekki og eiga ekki nógu sterk orð til að lýsa undrun sinni og sársauka yfir framkomu syst- urinnar, sem þær segjast aldrei geta fyrirgefið þetta óþokkabragð, að móður þeirra látinni, og hún því ekki fær um að bera hönd fyrir höfuð sér. Bókina segja þær að Christina hafi verið með í smíðum í mörg ár, og að móður þeirra látinni hafi hún bætt inn meiri viðurstyggð til að gera þetta nógu krassandi. Þær segjast hafa búið við aga heima hjá sér, eins og þeirra börn nú, það séu ákveðnir hlutir, sem verði að taka tillit til, og sú hegn- ing, sem þær fengu þegar þær óhlýðnuðust, hafi verið mildileg, danglað í „bossann" á þeim með hárbursta t.d. þegar önnur systir- in hafði lamið hina, eða að þær urðu að borða kaldan kvöldverð- inn frá kvöldinu áður næsta morg- un, ef þær höfðu verið óþekkar og ekki viljað matinn sinn. Systurnar segja, að móðir þeirra hafi verið búin að eyða miklum fjármunum í þau Christ- inu og Chris, og átt í miklum erf- iðleikum með þau bæði. Chris var lítið heima eftir 15 ára aldur, nennti ekki að vera í skóla, Christ- ina fór úr skóla, vildi verða leik- kona og stundaði þau störf um tíma. Hún vildi verða önnur Joan Crawford, segja þær systur, minna mátti það ekki vera. Þegar Fay Dunaway var að und- irbúa sig undir hlutverkið í „Mommie Dearest" talaði hún við mikinn fjölda manns, sem vel þekktu til leikkonunnar, barna hennar og heimilis. Fannst henni margt með ólíkindum, sem í bók- inni var sagt og að kona, sem tók að sér fjögur munaðarlaus börn, með öllu sem því fylgir, hlyti að eiga meira gott skilið, en það sem í bókinni segir. Fay Dunaway fannst ábyrgðin mikil, að eiga að túlka þessa stórstjörnu og átrún- aðargoð, samkvæmt bókinni. Einn af þeim sem hún leitaði uppi var Billie Greene, fyrrverandi ritari Joan Crawford, sem er eina vitnið að þeim atburði árið 1953 og lýst er í bókinni, þegar Christina telur móður sína hafa lamið sig til óbóta. Billie Greene segir mála- vöxtu hafa verið allt aðra, og kveðst hún aldrei hafa orðið vör við neitt nema ósköp eðlileg við- brögð móðurinnar þegar hún hirti börnin, sem hún segir að hún hafi borið mikla ást til. Christina, sem hún segir að hafi verið mjög skýrt barn, hafi haft alveg sérstakt lag á að reita móður sína til reiði. Og Billie Greene segir Joan Crawford hafa orðið heiftarlega reiða í þetta umrædda skipti árið 1953, þá rann upp fyrir henni að Christina hafði farið á bak við móður sína, not- fært sér nafn hennar og stöðu í langan tíma, og haft gott af. Höfundurinn Christina Craw- ford hóf fullorðin nám í háskóla og lauk BA-prófi með láði (magna cum laude) og síðar MA-prófi í al- mannatengslum eða „public relat- ions“. Hún er gift í annað sinn og á einn stjúpson. Önnur bók hennar „Black Widow" er komin á mark- aðinn nýlega. Þegar erfðaskrá Joan Crawford var opnuð, að henni látinni, kom í ljós að hún hafði gert þau arflaus, Chris og Christinu, með þeim orð- um „að ástæðan fyrir því væri þeim fullkunnug". Bergljót Ingólfsdóttir Kvennaleikfimi Bjóöum upp á hressingarleikfimi fyrir konur mánu- daga, miövikudaga og föstudaga kl. 9.15 og 10.00. Einnig mánudaga og miövikudaga kl. 18.10, 19.50 og 20.40. Leikfimi, þrektæki, gufubaö, heitir pottar úti. íþróttakennarar leiöbeina. Leitiö upplýsinga í síma 54845. ÞREKMIÐSTÖÐIN DALSHRAUNI 4, HAFNARFIRÐI. Iðnskólinn í Reykjavík Kennarar Stundakennara vantar í kjötiönaöargreinum. Nemendur Getum bætt viö nokkrum nemendum í: A. Grunndeild málmiöna. B. Framhaldsdeild í húsgagnasmíöi. C. Rafsuöu D. Framhaldsdeild í húsasmíöi. E. Grunndeild bókiöna. (Undirbúningsgreinar fyrir prentun, setningu, bókband, offsetljósmyndun, offsetskeytingu og plötugerð.) Iðnskólinn í Reykjavík. Alltaf þurr í Ajak regnfatnaöi. 100% vatnsþétt. Léttir og liprir. Trans-air efnið „andar". Litir: Grænt, blátt, rautt. 5- T A' ÚTILÍF Glæsibæ, simi 82922. I golfið Tran-air regnfatnaöur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.