Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 41 Fyrir skömmu barst mér í hendur blað á stærð við hljómplötu með yfirskrift- inni EGO. Það er prentað beggja vegna og á því ein níu dægurljóð eftir Bubba Morthens. Þegar ég hafði rennt augum yfir þau, fór ekki hjá því, að ég velti því fyrir mér, hvílíkur óravegur liggur aftur til þess tíma, þegar Tóta litla tindilfætt var rauluð eða Dalakofinn hans Davíðs frá Fagraskógi. Eg tek hér sýnishorn úr ljóðum Bubba. Þetta er fyrsta erindið úr „Breyttir tím- ar“: l’ar sem þú lahhar niöur Laugaveginn í leðurjakka með hakakross. SkiLsama um allt, frá hægri eða vinstri, dreymandi augu þitt töffarabros. „Vægan fékk hann dóm“ byrjar þann- ‘g: l'egar óhapp auðkýfings auð bankans skerðir. Keka hann til réttarþings falskir lagavcrðir. Það er að vísu tekið fram neðanmáls að þetta erindi sé „stolið og skrumskælt úr Ijóði Arnar Arnarsonar". Afsökun kannski, en engan veginn réttlæting á meðferðinni á stöku Arnar. Botninn sker brageyrað svo, að það er næstum því eins og sagt sé: Vfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Nú er horfið Suðurland nú á ég hvergi heima. Og fyrri hlutinn er eins og hann er, eftir að Bubbi hefur farið höndum um hann. Ljóð Arnar Arnarsonar, Réttvísi, er annars þannig: l'egar óhapp einfeldnings auð hins ríka skerðir reka hann til réttarþings reiðir lagaverðir. Siðavendni sanntrúuð sök í dóm lét stefna vildi — til að gleðja guð — grcypilega hefna. I.agastafinn lögvís fann, létt úr máli að skera: í Drottins nafni að drepa hann dæmist rétt að vcra. I’egar böðull hálsinn hjó, heigull augu þerrði, illgjarn glotti, heimskur hló hræsni krossmark gerði. Síðasta erindið er landfleygt og flestir, sem við það kannast. Jón Þorsteinsson á Arnarvatni kvað: hurfa gnægtir afls og auðs allar strendur kringuin í þá hleifa harmabrauðs handa Islendingum? í sumar hefur sú umræða orðið þrálát, að Eggert Haukdal hafi horfið frá stuðn- ingi sínum við ríkisstjórnina. Þetta hef- ur þótt sennilegt m.a. fyrir þá sök, hvernig hún hefur staðið sig. Eftirtekt hefur vakið að alþýðubandalagsmenn hafa reynt að gera sem mest úr þessu og m.a. krafist þess að fá að sjá bréfið, sem ... Gunnar aldrei bóndann bar á Bergþórshvoli rádum Eggert skrifaði forsætisráðherra, þar sem hann lét í ljós efasemdir sínar varð- andi ríkisstjórnina og ágæti hennar, að sögn. Forsætisráðherra hefur lokað bréf- ið ofan í skúffu og við svo búið verður að standa um hríð. Móri kvað: Kíki.sstjórnin vafin var virðuleika sönnum. Kfasemdir hér og hvar heyrðust þó í mönnum. Kunni að yrkja sig í sátt Sjálfstæðismaðurinn snjalli. I>eim sem klifið hefur hátt hætt er brátt við falli. Vegurinn liggur ofan að, er nú flest í voli. Kggert frétti allt um það austur að Bergþórshvoli. Svo til Gunnars sendi blað sínar þvoði hcndur. Leiddu getum ýmsir að hvað í því bréfi stendur. Kréttasnati í fréttaþrá fór i Olaf Kagnar. Langar tölur setti á sá sem að aldrei þagnar. l'KRert var, — og brosti breitt —, á Bergþórshvoli aö heyja, enda hafði hann ekki neitt um það mál að segja. Ilaukdal löngum hugsar sitt. Ilans eru þraulir kunnar. „Mitt er þitt og þitt er mitt.“ l>etta sagði Gunnar. Vatnaskilin skýrast þar. Skilja flestir bráðum (iunnar aldrei bóndann bar á Bergþórshvoli ráðum. Mörg eru lífsins Markarfljót, mikill vatnsins kraftur. A hólmanum er grjót við grjót. (>g Ounnar snýr brátt aftur. Laxveiði hefur verið misjöfn fyrir norðan og raunar víðar um land. Ólafur G. Einarsson fór norður í Þistilfjörð fyrir skömmu og dvaldist fimm daga við Sandá við laxveiðar. Hann hafði af því mikla ánægju, vitaskuld, þótt enginn fengist laxinn. Um veiðiförina var kveð- ið: Olafur fór úr ánni og strax upp með sporðahvini sér úr hylnum lyfti lax „líkt og í kveðjuskyni". Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal VOLVO Þú getur gert VOLVO LAPPLANDER aðglœsilegum farkosti I OL l O tlÍfe ' %:< ■ V , ■ V.f ■ ' Nú getur þú fengið VOLVO LAPPLANDER óyfirbyggðan fyrir aðeins 131.500,00 kr* Síðan geturðu valið um mismunandi yfirbyggingar-allt eftir þínu eigin vali. Pú getur meir’ að segja séð um innréttinguna sjálfur! v . VÍV*V - *,gengi 27.71982 Suðurlandsbraut 16 • Sirrii 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.