Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 10
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 Ljósmyndir H J. hvað leið“ Á ferö med Guömundi Jónassyni yfir Sprengisand: l»að tækifæri harst upp í hendur undirritaðs, aA fá að fara í ferd yfir Sprengisand til Mývatns, með Guðmundi Jónas- syni, sem var að fara í fyrstu áætlunarferð sína þangað, en hann hefur ákveðið að hefja vikulegar áætlunarferðir til Reykjahlíðar við Mývatn. Farið verður frá Reykjavík á laug- ardagsmorgnum, komið að kvöldi sama dags til Reykjahlíðar og farið suður daginn eftir. Lagt af stað Ferðin hófst með mætingu á Umferðarmiðstöðinni k). 8 að morgni laugardagsins 10. júlí, þar sem hönd Guðmundar Jónassonar var þrýst, en hann ætlaði sjálfur að vera með í þessari fyrstu ferð og lóðsa okkur yfir sandinn. I ferðinni var fámennt en góð- mennt, því það voru ekki nema 14 sem lögðu upp frá Umferðar- miðstöðinni í ágætu veðri, sól- skini, en skýjafar var nokkuð, svo að öðru hverju dró ský fyrir sólu. Ástæðan fyrir fámenninu var að ferðirnar höfðu ekki verið auglýst- ar svo nokkru næmi. Ekið var sem leið liggur um Miklubraut uppá Suðurlandsveg- inn, með Árbæinn á hægri hönd. Guðmundur Jónasson er ekki við stýrið í upphafi ferðar, heldur sit- ur með hljóðnemann í hendinni og fræðir fólk um umhverfið, sem líð- ur fram hjá og er að baki í sjón- hendingu. Ymislegt markvert ber á góma, og athugasemdir um landsins gagn og nauðsynjar fjúka mcð í leiðinni. Lyklafellið er á vinstri hönd, þar sem sagan segir að bryti Skálholtsbiskups hafi orðið viðskila við lykla sína, og Sandskeiðið á hægri hönd, þar sem flugvél tekur fram úr okkur. „Bíllinn hefur gjörbreytt okkur Is- lendingum," segir Guðmundur og í framhaldi af því kemur fram að nú er ætlunin að komast til Mý- vatns á einum degi, en hér áður fyrr gat það tekið 3—4 daga. Milli byggða eru gróft reiknað 200 kíló- metrar heldur Guðmundur áfram að fræða okkur um, meðan við líð- um áreynslulaust áfram yfir Hell- isheiðina með kunnuglegt lands- lagið fyrir augunum, en fram kemur að áður en við getum lagt á óbyggðirnar þurfum við að leggja að baki 170 kílómetra leið upp að Sigöldu. „Ferðalög voru skemmti- legri hér áður fyrr,“ segir Guð- mundur, „þegar árnar voru óbrúaðar og vatnið gekk jafnvel yfir þakið á bílunum. En einhvern veginn gekk þetta allt saman. Annars veit maður aldrei hvað skeður á langri leið.“ syni. Gaukshöfði, þar sem Gaukur Trandilsson var veginn, er næst nefndur á nafn í ferðadagbókinni og farið er með hendinguna fleygu: „Þegar Gaukur bjó á Stöng, var ei til Steinastaða leiðin löng,“ en Gaukur átti vingott við húsfreyjuna á Steinastöðum, sem var og ástæðan til vígs hans, ef minnið er ekki að gera mér ein- hvern grikk. 10.15: Komið að Sigöldu, þar sem áð er í 25 mínútur £ður en lagt er á öræfin. Áð í skálanum í Nýjadal og nestiö snætt. „Maður veit aldrei getur skeð á langri Ferðadagbók Hér er best að láta ferðadagbók- ina taka við og segja söguna um tíma, samkvæmt veikburða til- raunum blaðamanns til að skrá- setja hana í hristingi og veltingi bílsins, en eins og lög gera ráð fyrir var stundum erfitt að hemja stílvopn við þær aðstæður. Það er því rétt að láta þess ekki ógetið, að það sem hér kann að vera misságt, ber að skrifast algerlega á ábyrgð undirritaðs. Aðeins verður stiklað á stóru. 8.40: Undirritaður á í samræð- um við þýskan samferðamann sinn. Fram kemur að þetta er í fjórða skipti sem' hún, en um konu er að ræða, kemur hingað til lands. Þrjú ár eru síðan hún var hér síðast, en nú er hún hér á ferð með kunningja sínum. Fyrsta sinn sem hún kom hingað, var það í sambandi við jarðfræðileiðangur Schwartsbacks nokkurs, sem skrifað hefur bók eða bækur um jarðfræðileiðangur á íslandi. 9.15: Farið framhjá Staðarrétt. Guðmundur ræðir við bílstjórann um ferðina og undirbúning henn- ar. 9.25: Ökum framhjá Þrándar- holti, síðan yfir Kálfá og sem leið liggur upp með Þjórsá. Á vaði í Þjórsá undan Þrándarholti lét síð- asti Oddaverjinn, Þórður And- résson lífið, en hann var þar veg- inn í griðum af Gissuri Þorvalds- Sprengisandsleið 10.40: Lagt er af stað frá Sigöldu eftir að menn hafa teigt úr fótun- um og fengið sér smá hressingu. Þegar hér er komið sögu átti und- irritaður í töluverðum vandræðum með myndavél, sem hann hafði fengið með í förina, lán frá starfsbróður á blaðinu. Það sem vandræðum olli var að ekki virtist ætla að ganga að opna vélina, svo setja mætti í hana filmu, en það mun vera, forsenda þess að unnt sé að taka myndir. En þann dag í dag er það fjallgrimm vissa undir- ritaðs, að lásinn á vélinni hafi staðið á sér á einhvern hátt, enda tókst ekki öðrum betur til við vél- ina, en hvað um það, skyndilega, þegar öll von var úti og það eitt eftir að gefa sig örvæntingunni á vald, opnaðist vélin, svo setja mátti í hana filmu. Þessi glíma kostaði það hins vegar, að ekki var myndað við Þórisvatn, þar sem áð var í 600 metra hæð til að leyfa fólki að taka myndir. Tæpum hálf- tíma síðar förum við yfir Köldu- kvísl, sem nú er lítil tær berg- vatnsá, eftir að henni var veitt í Áætlunin er að vera þar um hálf- tvöleytið, að halda 30 kílómetra meðalhraða er nokkuð gott segir Guðmundur, en hann er nú tekinn við stýrinu, gerði það við Sigöldu. Góð von er til að sá meðalhraði náist, því þessi hluti leiðarinnar hefur verið heflaður. Eftir því sem lengra kemur verður landslagið eyðilegra. Það er ekki grasstrá að sjá svo langt Aldeyjarfoss. Víða mátti sjá snjóskafla á Sprengi- sandsleiðinni, þótt talsvert væri liðið á júlímánuð. Hér er einn þeirra. Sjá má að einrænn göngugarpur hefur lagt leið sína yfir hann. um tilsýndar út um bílgluggan og Tómasarhaga sem við ökum í gegnum eftir að hafa áð í Nýjadal, en skelfing er þetta veikbyggður gróður, fyrst og fremst mosa- Við húsvegginn á Mýri stóð barnahópur og horfði á okkur aka framhjá. Á myndinni má sjá Guðmund Jónasson útbýta sælgæti meðal þeirra. Þórisvatn vegna virkjunarfram- kvæmdanna. Skömmu síðar mæt- um við rútu frá Guðmundi Jónas- syni, fullri af fólki, sem er að koma suður yfir. Það er stoppað augnablik til að spyrja almæltra tíðinda og þessum bíl fylgja fljót- lega fleiri, bæði frá Guðmundi og öðrum. Okkur er sagt að 100 kílómetrar séu milli Sigöldu og Nýjadals eða Jökulsdals eins og hann er einnig kallaður, og er þá ferðin yfir sand- inn nokkurn veginn hálfnuð. sem augað eygir, aðeins grásvart- an sandinn og grjótið, þar sem skiptast á melar og drög. Eini gróðurinn á leiðinni, er í kringum ár og læki eða uppsprettur og þá er yfirleitt um að ræða hvann- grænan mosa, sem virðist út um bílgluggann vera eins og skófir á grjótinu, frekar en eitthvað sem líkist raunverulegum gróðri; en andstæðurnar eru skarpar. Per- sónulega bjóst undirritaður ekki við Sprengisandi svoná eyðilegum, hafandi áður farið Kjalveg, sem er Eina hliðið sem varð á vegi okkar opnað. þokkalega gróinn. Þessi hluti ís- lenskra öræfa er nakinn, í þess orðs fyllstu merkingu. Það er ekki undarlegt að menn hafi haft með sér fóður handa skepnum þegar farnir voru slíkir fjallvegir. Örnefnin gefa landslagið sterk- lega til kynna, með öldu iðulega sem síðari lið orðs, Þveralda Hnöttóttaalda, Skrokkalda og Kistualda, svo þær helstu séu nefndar. Auðvitað má finna stak- ar gróðurvinjar á þessari leið, eins og Eyvindarkofaver, sem við sjá- þembur tilsýndar, eins og áður sagði, en gróður getur eitthvað átt eftir að aukast á þessum slóðum, þegar líður á sumarið. Nýidalur 13.30: Komið í Nýjadal eins og áætlunin hafði gert ráð fyrir. Það er áð við skálann sem þar er og velútilátið nestið borðað, raunar svo velútilátið, að menn voru að narta í það, það sem eftir var leið- arinnar. Klukkutíma stopp, þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.